Þjóðviljinn - 05.07.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.07.1978, Blaðsíða 7
Miövikudagur 5. júli 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Búsetuþróun í höfuðborginni hefur verið sú, að í vissum hverfum eru fleiri skjólstæðingar félagsmála- stofnana en í öðrum. Verst er þegar fólk með veruleg félagsleg vandamál er látið búa í sama húsinu. Búseta og félags- leg einangrun Þó að markmið velferðar- þjóöfélagsins sé aö veita öllum viöunandili'fskjör, er fátækt enn þekkt og er þó stundum reynt að dy lja hana. Þjóðfélagið reyn- ir stundum sjálft aö afneita henni og hinir fátæku reyna sjálfir að fela neyö sina, svo að þeir megi halda sjálfsviröingu sinni. Þeir, sem áður voru á sveitinni eða á bænum, eru nú skjólstæðingar félagsmála- stofnana. Þannig hafa orðin breyst en sá, sem þiggur opin- bera aðstoð, litur oftast á hana sem niðurlægjandi. Félagsmálageirinn hefur þaö verkefni aö fást við vandamál, sem verða til i öðrum geirum þjóöfélagsins t.d. efriahagsgeir- anum og pólitiska geiranum. Hann ræður ekki yfir þessum vandamálum og hefur hvorki völd né m öguleika á að gripa inn á t>au svií>> sem skaPa Þessi vandamál.Félagsmálastofnanir geta boöiö upp á fjárhagsaöstoö, húsnæðisaöstoö og upplýsingar um lagaheimildir og reglugerö- ir um réttindi einstaklingsins. Markmið félagsmálastofnana er að gera skjólstæðingum sín- um kleift að mæta vanaamálum stnum og leysa þau á nýjan og Hildigunnur ólafsdóttir félagsfræöingur betri hátt en áöur. Hið opinbera markmið slikra stofnana er stuöningur við skjólstæöinginn. Eitt þeirra varidamála, sem þeir, sem leita til félagsmála- stofnana eiga viö að striöa, er húsnæöisleysi. Algengt er, að þeir hvorki eigi húsnæði, né hafi aðgang að leiguhúsnæði. Þeir verða þvi að leita til sveitarfélags sins og fá aðstoð til þess að útvega sér húsnæöi. Sum sveitarfélög hafa haft tilhneigingu til að leysa slik húsnæðisvandamál á þann hátt aösetjaalla sllka umsækjendur undir sama hatt. Þannig hefur búsetuþróun i höfuðborginni t.d. veriö sú, aö i vissum hverfum eru fleiri skjólstæöingar félags- málastofnana en i öörum. Jafn- vel má finna slikan mun á göt- um I sama hverfi. Verstu dæmin eru þau, þegar fólk með veruleg félagsleg vandamál er látiö búa i sama húsinu^ jafnvel i heilu fjölbýlishúsi. Slik ráöstöfun leysir húsnæðisvandann en er likleg til aö skapa önnur vanda- mál i staðinn. Þvi aö hún opin- berar vanda einstaklingsins fyrir öllu umhverfinu. Erfið- leikar hans veröa öllum sýnileg- ir og jafnframt þvi breytast við- horf annarra til hans. Enn meiri likur eru þó á þvi, að sjálfsmynd hans breytist og þaö er öllu alvarlegra. Þannig skapar lausn á einu vandamáli, lausn á húsnæöisleysi, önnur félagsleg vandamál. Flekkunin, sem þvl fylgir aö vera dæmdur til sam- býlis viö aöra sem eiga i erfiö- leikum, ógnar framtiö þeirra barna sem alast upp I sliku um- hverfi. Þannig flytjast vanda- mál á milli kynslóöa. Þessi aö- ferð striöir gegn allri vitneskju um félagslegt aðhald. Ef mark- miðið er að viðhalda félagsleg- um vandamálum i þjóöfélagi, er þetta vænleg leiö til að ná þvi marki. Ef . ekki^ þarf að breyta þessari búsetuþróun. Með markvissri félagsmála- stefnu þarf að gæta þess að ein- angra ekki vissa þjóöfélagshópa frá öðrum. Nóg er einangrun þeirra fyrir, þó að þær stofnanir þjóöfélagsins, sem ætlað er að stjórnafélagslegum vandamál- um, auki ekki á hana. Hildigunnur ólafsdóttir. Eins og kunnugt er af fréttum, strandaði togar- inn Rauðinúpur frá Rauf- arhöfn við mynni Deildar- ár austan Raufarhafnar um miðjan apríl sl. Er togarinn náðist á flot kom I ljós aö skemmdir voru mjög miklar á botni skipsins. Trygg- ingarfélag togarans, Almennar tryggingar h.f., ákvaö aö bjóða viðgerðina i togarann út. Tilboðs- fresturinn var mjög stuttur og á- kvað tryggingarfélagið að taka til- boði hollensks-bresks fyrirtækis, en islensku skipasmiðastöðvarn- ar fengu litið sem ekkert ráðrúm til að bjóða i verkiö á móti. En verkefnaskortur blasti við hjá is- lenskum skipasmiöastöðvum. Tryggingarfélagið hafði látiö draga togarann upp i slippinn I Reykjavik til þess að láta farri Rauðinúpur. Þessi mynd var tekin I gær áður en skipið fór I reynslusigiingu eftir viögeröina. Vidgerd á togaranum Rauðanúp er lokið Allar áætlanir stóðust, þrátt fyrir frumstæð vinnuskilyrði fram bráöabirgöaviðgerö á skip- inu. Samband málmiðnaðar- manna ákvað þá að stefna tU verkfalls á bráöabirgðaviðgerð- ina og mótmæla þannig ákvörðun um að flytja skipið til útlanda til viðgerðar. Með tveggja vikna verkfalli tókst málmiðnaðar- mönnum að knýja tryggingarfé- lagið til að taka islensku tilboði frá Stálsmiðjunni, Héðni, Hamri og Slippfélaginu. Viögerð á skipinu hófst i byrjun mai, en i gær var togarinn kom- inn á flot og fór i reynslusiglingu. Af þvi tilefni fóru Þjóðviljamenn á stúfana og náðu tali af nokkrum málmiðnaðarmönnum sem unnu við viðgeröina á togaranum þeim Jóhanni Indriðasyni, Hauki Þórð- arsyni, Torfa Guðmundssyni og Kjartani Helgasyni. Iðnaðarmennirnir sögðu að við- geröin hefði gengið samkvæmt á- ætlun. Hér heföi verið um mjög mikla viðgerð aö ræða. Skipt hefði verið nær alveg um botn I skipinu og báðar framsiðurnar. Þá heföu verið sett ný styrktar- bönd, auk ýmissa annarra smá- viðgerða. Þeir félagar vildu hins vegar koma þvi á framfæri, hvernig aö- búnaði væri háttað i slippnum. Hreint út sagt væri hann fyrir neðan allar hellur og væri i reynd ekki hægt að tala um nokkra aö- stöðu. Þar væru til dæmis engir kranar og vinnupallarnir væru riðandi. Miðað við erlenda slippi og skipasmiöastöðvar væri slipp- urinn i Reykjavik hreinn forn- gripur. Þeir félagar vildu að lok- um taka það fram, að það væri ekkert tæknilegt vandamál að framkvæma allar viðgerðir hér innanlands og smiða öll okkar fiskiskip sjálfir, enda ætti það að vera sjálfsagt mál að íslendingar önnuðust þetta á eigin spýtur. Um borð I Rauöanúpi hittum við skipstjórann Ölaf Aðalbjörns- Skipstjórinn á Rauöanúp, ólafur Aöalbjörnsson. son frá Eyjafiröi. Olafur sagöist vera ákaflega ánægður meö við- gerðina á skipinu, sem heföi verið meira verk en búist var við i fyrstu, en iðnaöarmennirnir hefðu leyst öll vandamál sam- viskusamlega og lagt sig sér- staklega fram við að vanda viö- gerðina, þó svo aö vinnuaðstaöan væri óviðunandi. Þrátt fyrir frumstæö vinnuskil- yröi var t.d. plötuvinnan til fyrir- myndar og hefði ekki verið unnin betur annars staðar. — Hvað tekur nú viö, verður ekki farið beint á veiöar? — Nú höldum við til Raufar- hafnar, sækjum mannskapinn og veiðarfærin, og svo verður farið aö fiska, enda heimamenn búnir að biða lengi, sagði Clafur skip- stjóri að lokum. Þjóðviljinn haföi þá samband við Gunnar Bjarnason fram- kvæmdastjóra Stálsmiðjunnar, sem er einn af þeim aðilum sem önnuöust verkið og spurðist fyrir um hvernig kostnaðar- og fram- kvæmdaáætlun hefði staðist. Gunnar sagði, að allar áætlanir heföu staðist, áætlaður kostnaður við verkið hefði verið 63-64 miljónir, og átti viðgerö að ljúka um mánaðamótin júni-júli, og hefði þetta allt komið heim og saman. —Þ«g Blaö SBM Um- ræða um launa- kerfi Nýlega er komið út fyrsta tölu- blað ársins af málgagni Sam- bands byggingamanna, en það nefnist Biað SBM. Að þessu sinni hafði Trésmiðafélag Akureyrar umsjón með blaöinu, og ábyrgð- armaður þess er Helgi Guð- mundsson. Meginefni Blaðs SBM er hring- borðsumræöa um launakerfi I byggingariðnaði, fiskiönaði og málmiðnaöi, en hún fór fram i desember sl. meö þátttakendum frá tilheyrandi verkalýösfélög- um, en Helgi Guðmundsson ritar formálsorð aö efninu og segir þar m.a.: Á ráöstefnu fræðslumiöstöövar byggingamanna I fyrra um launakerfi, rakti Mágnús Stephensen, málari, sögu ákvæð- isvinnunnar i stórum dráttum og benti á að meðal handverks- manna væri þetta launagreiðslu- fyrirkomulag ævagamalt. Smið- urinn fékk ákveðna upphæð fyrir hvern hlut sem hann smiðaði, járnsmiður til dæmis ákveðið verö fyrir skeifuna, söðlasmiður- inn ákveðið fyrir hnakkinn o.s.frv. Vafalitið hafa þessar upp- hæöir verið i einhverju samræmi við þann tima sem menn reiknuöu með, og vissu af reynslu sinni, að færi i aö vinna verkið. Þetta var hreint ákvæði. Hér á landi hefur ákvæöisvinna i byggingariðnaði veriö þekkt áratugum samanog hver kannast svo ekki við ákvæðisvinnuna I sildarsöltuninni? Fastákveöið verö á hverja tunnu, og svo var bara að drifa sig. Sagan kann að greina frá margri harðduglegri konu sem átti að hafa haft ein- hver lifandis ósköp upp úr þvi aö salta sild, og þá fyrst var nú tal- andi um ósköpin þegar konurnar voru aö auki búnar að standa ein- hverja sólarhringa við söltun. Það var kallaö törn og þótti mikiö gaman. Margur hneykslast mjög á þeim óskapa tölum sem ,,upp- mælingaaöallinn” á að hafa i laun fyrir sina vinnu. Uppmælinga- kerfin eru talin óeðlileg á marga lund og séu fyrst og fremst til komin til að tryggja mönnum geysihá laun fyrir litiö vinnu- framlag. A siöari timum hafa Framhald á 14. siöu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.