Þjóðviljinn - 05.07.1978, Síða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Miövikudagur 5. júli 1978
Ólafur Jóhannesson og Gylfi t>.
Gislason. Mennirnir á bak viö
„Hræöslubandalagiö”.
Framsóknarflokkur og
Sjálfstæðisflokkur hafa
setið í 11 af 18 ríkis-
stjórnum síðan 1927
Yfirlit yfir ríkisstjórnir á íslandi 1917-1978
,3rædslu-
bandalagid”
t kosningunum 1956 mynduöu
Framsóknarflokkurinn og Al-
þýöuflokkurinn kosningabanda-
lag. ..Hræðslubandalagið”, en
með þvi ætluðu þeir að ná meiri-
hluta á þingi. Flokkunum tókst
þetta ekki. en þeir fengu þó sam-
tals 25 þingmenn af 52.
Að kosningunum loknum var
mynduð Vinstri stjórnin fyrri, en
það var samsteypustjórn Alþýðu-
flokks. Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks. Þessi rikis-
stjórn var undir forsæti Her-
manns Jónassonar og sat hún til
ársloka 1958 en þá sagöi hún af
sér vegna ágreinings um leiðir til
lausnar á efnahagsvandanum, en
að leysa hann var meginviðfangs-
efni rikisstjórnarinnar. Rikis-
stjórnin færöi auk þess landhelg-
ina úr 4 milum i 12.
Rikisstjórnin sem þá tók við
var minnihlutastjórn Alþýöu-
flokksins undir forsæti Emils
Jónssonar, en rikisstjórnin sat
meö hlutleysisstuðningi Sjálf-
stæðisflokksins. Minnihluta-
stjórnin sat að völdum i eitt ár og
var meginviðfangsefni hennar að
breyta kjördæmaskipaninni og
var tekið upp það kerfi sem enn er
við lýði.
„Viðreisnar-
stjórnin”
Haustið 1959 var svo Viðreisn-
arstjórnin mynduð, samsteypu-
stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæö-
isflokks. Forsætisráðherra fyrstu
4 árin var ólafur Thors, en haust-
ið 1963 varð Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra. 1970 tók svo Jó-
hann Hafstein við sem forsætis-
ráðherra, en ári siðar missti
stjórnin þingmeirihluta sinn i Al-
þingiskosningunum 1971.
Að loknum kosningum 1971 var
mynduð vinstri stjórnin siðari.
Hún var samsteypustjórn Fram-
sóknarflokks. Alþýðubandalags
SÍÐARI
GREIN
og Samtaka frjálslyndra og
vinstrimanna. Forsætisráðherra
var ólafur Jóhannesson. Höfuö-
viðfangsefni vinstri stjórnarinnar
var útfærsla landhelginnar i 50
milur og uppbygging atvinnulifs i
landinu eftir ár atvinnuleysis og
landflótta. Rikisstjórnin sat við
völd i 3 ár, en stjórnin rauf þing
vorið 1974 eftir að ekki náðist
Skipting ráðuneyta í ríkisstjórnum 1944 — 1978
For. Ut.r. Fjár Mennt Dóms Fél. Heil. Land. Sjáv. Iön. Samg. Viösk.
1. Alþ.—Sós. Sjálfstfl. 1944 — 1947 S s S Sós A A A S Sós A/Sós A/Sós S
2. Alþ.—Frams. Sjalfst.fi. 1947 — 1949 A s S F S A F/A F S F/A F/A S/A
3. Sjálfst.f 1. 1949 — 1950 S s s s s S S S s S S S
4. Frams.—Sj.fl. 1950— 1953 F s F S s F F F s F/S S
5. Sömu flokkar 1953 — 1956 S F F S s F S F s F/S F/S S
6. Alþb.—Alþf 1. Frams.f 1. 1956 — 1958 F A F A F AB AB /\ F AB A F AB
7. Alþfl. 1958 — 1959 A A A A A A A A A A A A
8. Alþfl— Sjfl. 1959 — 1971 S A S A S A A S A S S A
9. Alþb.—Framsfl. SFV 1971 — 1974 F F F SFV F SFV AB F AB AB SFV AB
10. Frams.fl.—Sjfl. 1974 — 1978 S F S F F S S F S S F F
Skýringar viö töflu:
For. = forsætisráöherra
Ut.r. = utanrfksiráðuneyti
Fjár. = fjármálaráöuneyti
Mennt. = menntamálaráöuneyti
Dóms. = dómsmálaráöuneyti
Fél. = félagsmálaráöuneyti
Heil. = heilbrigöismálaráöuney
ti
Land. = landbúnaöarráöuneyti
Sjáv. = sjávarútvegsráöuneyti
Iön. = iönaöarráöuneyti
Samg. = samgönguráðuneyti
Viösk. = viöskiptaráöuneyti.
F = Framsóknarflokkur,
S = Sjálfstæöisflokkur,
A = Alþýöuf lokkur,
AB = Alþýöubandalag,
Sós. = Sósialistaflokkur,
SFV = Samtök frjálslyndra og
vinstri manna.
Heimild fyrir töflu:
Olafur Ragnar Grfmsson: The Icelandic multilevel coalition system. Ctg. af Félagsvfsindadeild, fjölrit.
ar voru flokkar verkalýðshreyf-
ingarinnar sem börðust fyrir end-
urbótum og breytingum, verka-
lýðshreyfingunni i hag.
Eftir siðari heimsstyrjöldina
hafa sjálfstæðismálin skipað mik-
inn sess i stjórnmálabaráttunnt
Stjórnmálaflokkarnir hafa að-
greinst i afstöðunni tii dvalar
bandarisks herliðs i landinu, veru
íslands i Nato, útfærslu landhelg-
innar, erlends fjármagns og stór-
iðju og markaösbandalags. Af
öðrum átakamálum sem urðu til
á þessu timabili má nefna upp-
•hyggingu iðnaðar og atvinnullfs
og viðhald jafnvægis i byggð
landsins.
11 af 18
ríkisstjórnum
Samantektin hér aö framan
sýnir einnig að þær rikisstjórnir
sem setiö hafa út heilt kjörtimabil
eru sárafáar miðað viö hinar.
Að lokum er hér samantekt yfir
þátttöku stjórnmálaflokka i ríkis-
stjórnum frá árinu 1927.
Rikisstjórnir sem setiö hafa
siðan 1927 eru 18 aö tölu. Alþýöu-
bandalagið og Sósialistaflokkur-
inn hafa setiö i þremur rikis-
stjórnum. Alþýðuflokkurinn hef-
ur tekið þátt i 8, Framsóknar-
flokkurinn 11, Sjálfstæðisflokkur-
inn i 11 og Samtök frjálslyndra og
vinstri manna I einni.
(Þig tók saman.)
Orsakir afsagnar rikisstjórna 1944 — 1978
Rikisstjórnir Efnahags- mál Herstöðva- málið Fallí kosningum
Sjálfstfl. Alþýðufl. Og sósialistaf 1.. 1944 — 1947 X
Sjálfstfl. Fram- sókn og Alþýðufl. 1947— 1949 (X) (X)
Framsóknarfl. og Sjálfstf 1. 1950 — 1953 X
Framsóknarfl. og Sjálf stæöísf 1 1953— 1956 • X
Framsókn Alþýðu- bandal.og Alþýðufl. 1956 — 1958 X
Sjálfstæðisf 1. og Alþýðuf lokkur. 1959 —1971 X
Framsókn Alþýðu- bandal.og Samtökin. 1971 — 1974 (X) (X)
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn 1974 — 1978 X
Heimild fyrir töflu: ólafur Ragnar Grimsson The Icelandic multilevel coalition
system. Útg. af Félagsvisindadeild, fjölrit.
samstaða um tillögur til lausnar á
efnahagsvandanum.
Gengið var til kosninga og að
lokinni tæplega tveggja mánaða
stjórnarkreppu var samsteypu-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks mynduð, stjórnin
sem felld var I alþingiskosning-
unum 25. júni s.l. Þessi rikisstjórn
gerði það að meginverkefni sinu
að leita að lausn á efnahagsvand-
anum og færa landhelgina út i 200
milur.
Þessi samantekt sýnir að höf-
uðviðfangsefni og þarmeð deilu-
mál stjórnmálaflokkanna á tima-
bilinu 1917-1978 hafa verið efna-
hagsmál þótt aðrir málaflokkar
hafi einnig verið mikilvægir.
Átakaþættir
stjórnmálanna
A timabilinu 1917 fram aö siðari
heimsstyrjöld er núverandi
flokkakerfi að festast i sessi og
mótast. Stjórnmálabaráttan ein-
kenndist af ágreiningi stjórn-
málaflokkanna um stjórnskipu-
lagið sjálft, þ.e. hvers konar hag-
kerfi ætti aö rikja og hver konar
stjórnarfyrirkomulag þjóðin ætti
að búa við. A þessu timabili eru
stéttaátök einnig höröust eftir að
verkalýðshreyfingunni óx fiskur
um hrygg og tóku stjórnmála-
flokkarnir mið af þvi. Annars
vegar voru stjórnmálaöfl sem
viidu viðhalda hinu gamla rót-
gróna þjóðskipulagi, en hins veg-
I
Vinstri stjórn I. Rikisstjórn Hermanns Jónassonar. Samsteypustjórn Alþýöubandalags,
Alþýöuflokks og Framsóknarflokks 1956 — 1958.
Viöreisnarstjórnin, rlkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Samsteypustjórn Alþýöuflokks og
Sjálfstæöisflokks 1960 — 1971.
Vinstri stjórn II. Rlkisstjórn ólafs Jóhannessonar. Samsteypustjórn Alþýöubandalags,
Framsóknarflokks og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, 1971 — 1974.
Rikisstjórn Geirs Hallgrlmssonar, samsteypustjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæöis-
flokks, 1974 — 1978.
i tilefni af úrslitum
Alþingiskosninganna s.l.
sunnudag, ákvað Þjóðvilj-
inn að hafa samband við
dr. Svan Kristjánsson lekt-
or í stjórnmálaf ræðum við
Háskóla íslands og fræðast
litillega af honum hvernig
megi túlka úrslitin með til-
liti tii fyrri kosninga og
fylgi stjórnmálaflokkanna
i kosningum undanfarna
áratugi. Svanur hefur
rannsakað fyIgi íslenskra
stjórnmálaflokka og skrif-
aði doktorsritgerð um það
efni við bandarískan
háskóla.
— Hvaða upplýsingar gefa
kosningarnar um kjósendur,
Svanur?
— 1 reynd gefa þær mjög litlar
upplýsingar og ekki er hægt að
túlka þær nema með samanburöi
við fyrri kosningar. Hér hafa eng-
ar skoöanakannanir veriö gerðar
Miövikudagur 5. júil 1978 WODVILJINN — StÐA 9
mjög miklar breytingar hafa átt
sér stað, og það er vert athygli að
allar eru þær á þessum áratug,
þ.e. 3 siðustu kosningær. Fyrstu
kosningarnar eru þegar Samtökin
komu fram á sjónarsviöiö meö
sinn sigur árið 1971, fengu þá 8.9%
atkvæða. Kosningasigur Sjálf-
stæöisflokksins árið 1974 er mesta
fylgisaukning þess flokks siðan
1933. Strax i næstu kosningum þar
á eftir, þ.e. núna siðast er svo
mesti kosningaósigur flokksins.
Það hafa þvi átt sér stað meiri
breytingar á fylgi stjórnmála-
flokkanna.núna á 8. áratugnum,
en áður i sögu lýðveldisins.
— Hvað er sameiginlegt öllum
þessum þrennum kosningum?
— Sameiginlegt þeim öllum er
að þeir flokkar sem vinna stærstu
sigrana eru stjórnarandstöðu-
flokkar. Það sem er einnig sam-
eiginlegt þeim er að breytingarn-
ar snerta meir aila aðra flokka en
Alþýðubandalagið. Alþýðubanda-
lagið vinnur smátt og smátt á, en
það gerast engar snöggar breyt-
ingar þar, eöa stór stökk. Stjórn-
arþátttaka Alþýðubandalagsins
Svanur Kristjánsson.
Meiri áhætta fyrir
flokkana ad taka þátt
í ríkisstjómum
sem gefa upplýsingar um hegðun
islenskra kjósenda, en þær skoð-
anakannanir sem Dagblaðið og
Visir geröu sýna að hægt er aö
framkvæma slikar kannanir.
Enginn vafi er á þvi að þessar
kosningar eru mjög sögulegar, en
erfitt er aö meta hvaö þær reyn-
ast mikilvægar.
Óvist um varanleikann
— Valda þessar kosningar
verulegum breytingum á flokka-
kerfinu?
— Ef þessar breytingar eru
varanlegar þá er komiö til sög-
unnar á nýjan leik fjögurra flokka
kerfi, eins og gamla flokkakerfið
var. Þorri atkvæðanna skiptistá 4
flokka og þaö er athyglisvert aö
núna er munurinn á flokkunum
miklu minni en áöur hefur þekkst.
I kosningunum 1974 var Alþýöu-
i fiokkurinn með 1/4 af fylgi Sjálf-
stæðisflokksins. Núna munar ekki
nema helmingi á stærsta flokkn-
um, Sjálfstæöisflokknum , og
minnsta flokknum, Framsóknar-
flokknum. Stærðarhlutföllin i
flokkakerfinu eru núna allt önnur.
Annað sem vekur athygli nú er
að verkalýðsflokkarnir, Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag,hafa
aldrei haft eins mikið fylgi. 1946
höföu þeir mest fylgi, eða 37,3%
samanlagt og voru svipaðir aö
stærð þá, en nú hafa þeir 44.9%.
Hingað til hafa Sjálfstæðisflokk-
urinn og Framsóknarflokkurinn
haft 2/3 hluta fylgisins, en eftir
siðustu kosningar hafa þeir
minna en 50%, eöa 49,6%. Það eru
þvi timamót aö verkalýösflokk-
arnir hafa aldrei veriö jafn sterk-
ir. Ég vil hins vegar taka þaö
fram, að það er ekkert hægt að
segja til um það hvort þessar
breytingar eru varanlegar.
Breytingarnar sem uröu á
sunnudaginn eru nánast ótrúleg-
ar. Framsóknarflokkurinn tapar
nærri þvi 50% af fylgi sínu i
Reykjavik og Reykjanesi, sem er
allt fylgið sem flokkurinn byggði
upp á s.l. 20 árum. Framsóknar-
flokkurinn er nú stærstur i aðeins
3 kjördæmum landsins, en hefur
undanfarnar kosningar veriö
stærstur i 4-5 kjördæmum. Það er
einnig mjög athyglisvert að Sjálf-
stæðisflokkurinn tapar 1/3 hluta
fylgis sins i Reykjaneskjördæmi
og 1/5 af fylginu i Reykjavik.
Miklar breytingar i þrem
siðustu kosningum
— Hvernig er hægt að meta úr-
slitin I tengslum við fyrri kosn-
ingar?
— Kosningarnar núna um dag-
inn eru 3ju kosningarnar þar sem
Vidtal við dr.
Svan Kristjáns-
son lektor um
úrslit alþingis-
kosninganna
viröist einnig hafa minni áhrif á
fylgi flokksins en stjórnarþátt-
taka annarra flokka. Það sýnir aö
fylgi Alþýöubandalagsins er mun
stöðugra, sennilega vegna þess að
fólkið sem kýs Aiþýðubandalagið
er hugmyndafræöilega samhent-
ara en kjósendur annarra flokka.
Einnig má benda á það sem
einkenni kosninganna aö sigur
Alþýðuflokksins er mun viðtækari
en áöur, þ.e. hann á sér stað i
fleiri kjördæmum. Fylgisaukning
Alþýðuflokksins er einnig þrisvar
sinnum meiri en fylgisaukning
Alþýðubandalagsins.
Aukin áhrif kjósenda
— Hverjar telur þú vera helstu
ástæður breytinganna I þessum
þrennum siðustu kosningum?
— Kosningasigur Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna ár-
ið 1971 og Alþýðuflokksins 1978
sýna að flokksblööin og fast
flokksskipulag er ekki eins mikil-
væg forsenda kosningasigurs og
áður var. Hér áður fyrr var mun
algengara að rikisstjórnir féllu
vegna innbvrðis ágreinings. 1
þrennum siöustu kosningum hefur
það hins vegar gerst að stjórnirn-
ar hafa i reynd fallið i kosning-
um. Þetta bendir til þess að áhrif
kjósenda séu aö verða mun meiri
en áöur. Það má þvi segja að
kjósendur séu farnir aö hafa áhrif
á það hvers konar rikisstjórnir
eru ekki myndaðar.
— Telurðu aö tilkoma Dag-
blaösins hafi haft áhrif á þessa
þróun?
— Að minu viti er það ótrúlegt,
þvi ekki var Dagblaðið komið til
sögunnar 1971 og 1974. Þá má
benda á að t.d. varð kosninga-
sigur Alþýðubandalagsins mestur
á Austurlandi, þar sem flokkur-
inn bætti við sig um 10% atkvæða,
en þar er Dagblaöið ekki mjög út-
breitt. Það er ekkert beint sam-
band á milli útbreiðslu blaðsins
og breytinga á fylgi flokkanna.
Kjósendur upplýstari
— Aðrar skýringar má nefna á
þessum breytingum. Ég held aö
kjósendur séu upplýstari en áöur.
Þeir láta nú siöur fjölmiðlana og
flokkana túlka fyrir sig hvaö er að
gerast og hverjir bera ábyrgðina.
Eg held að fólk sé farið að gera
flokkana ábyrga fyrir stjórnar-
farinu, það kýs frekar á móti
ákveðnum flokkum heldur en að
velja einhverja til forystu. Þessu
fylgir auðvitað, að þaö er meiri
áhætta fyrir flokkana aö taka þátt
i rikisstjórn.
— Mér finnst útskýring
Guöbergs Bergssonar rithöfund-
ar á þessu sama fyrirbæri einnig
mjög skynsamleg. Hann virðist
hafa mikinn skilning á löndum
sinum, eins og oft er um menn
sem dveljast langdvölum erlend-
is. Stjórnmálafræðingar hafa
heldur ekki neinn einkarétt á út-
skýringum á niöurstöðum kosn-
inga. Hvaö um það, Guðbergur
segir að Islendingar hafi með
auknum feröalögum sinum öðlast
samanburö við önnur lönd. Þeir
hafa öðlast vitneskju um lifskjör
og stöðu efnahagsmála i öðrum
löndum og bera þetta saman við
ástandið heima fyrir. Hann segir
að afleiðingin sé sú að tslendingar
séu hættir að lita á verðbólguna
sem eitthvert náttúrulögmál.
Hugsunarháttur nýlendubúans
sem Islendingar hafa tamið sér
fer þverrandi, vegna þess að þeir
eru mun upplýstari en áöur.
óstöðugleikinn eykst
— A grundvelli þessara brevt-
inga sem átt hafa sér stað i þrenn-
u,m slðustu kosningum, hverju
viltu spá um framtiðina?
— Kosningarnar snerust um
efnahagsmál. Ég tel að meiri
samsvörun hafi orðið milli stétta
og flokka nú en áöur. Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur
töpuöu miklu fylgi launafólks,
sem fór yfir til Alþýðubandalags-
ins og Alþýðuflokksins. Ef þaðer
rétt aö kosið var um kjaramálin,
þá var veriö að refsa flokkunum
fyrir þátttöku i rikisstjórn.
— Ég held að þessi óstööugleiki
haldi áfram. t þessum þrennum
kosningum var kosið um fleiri
mál en aðeins efnahagsmál. T.d.
var einnig kosið um herstöðva-
málið árið 1974. Það er þvi ekki
óliklegt að i næstu kosningum
verði aftur kosið um þau mál. Það
er ljóst að þvi fylgir nú mikil
áhætta fyrir flokkana að taka þátt
i rikisstj'órn, og ekki er óliklegt að
kosið verði aftur innan skamms.
Ostöðugleikinn stafar sennilegast
af ástandi éfnahagsmálanna.
Meðan Islendingar búa viö
efnahagskerfi sem býður upp á
miklar sveiflur og atvinnulifið
verður eins einhæft og það er, þá
má búast við áframhaldandi
sveiflum á atkvæðamagni flokk-
anna. Þaö verður hins vegar að
koma i ljós hvort þetta leiðir til
varanlegra breytinga á flokka-
kerfinu.
—Þig