Þjóðviljinn - 22.08.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJOÐVILJJNN Þriöjudagur 22. ágúst 1978
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóöfrelsis
Útgefandí: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Berg-
mann Ritstjórar: Kjartan Ölafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein-
ar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann.'
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórh, afgreiösla auglýs-
ingar-.'Siötnfiúla 6, Slmi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Tékkósló vakía
[ dag eru rétt lOár liðin sfðan Þjóðviljinn og önnur dag-
blöð fluttu fregnir af innrás Sovétríkjanna og annarra
Varsjárbandalagsríkja í bandalagsríkið Tékkóslóvakíu.
Tilefni herfararinnar var að tékkneskir og slóvaskir
sósíalistar bjuggust til að hverfa af braut alræðisað-
gerða viðstýringu á sameiginlegum málefnum lýðríkis-
ins og taka upp stjórnarháttu „þar sem f rjáls þróun ein-
staklingsins yrði skilyrði fyrir frjálsri þróun heildarinn-
ar", svo að vitnað sé til sígildrar skilgreiningar á sósíal-
ismanum. Stjórnarherrar í Sovétríkjunum töldu valdi
sínu og þjóðfélagsskipan ógnað af þeirri öldu frjáls-
ræðis og gagnrýninnar hugsunar sem risið hafði í Tékkó-
slóvakíu og sáu ekki önnur ráð til að stöðva hana nema
grípa til hervalds. Þetta var mikil raun fyrir alþjóða-
sinnaða sósíalista, en einkum var hernaðaríhlutunin
áfellisdómur yfir stjórnendum Sovétríkjanna, pólitísku
og félagslegu kerfi þeirra. Því fór mjög fjarri að al-
þjóðahreyfing kommúnista og sósíalista gerðu sig
ábyrga fyrir aðgerðum Sovétstjórnarinnar, — innrásin
vakti andstyggð hjá róttæku og f relsisunnandi fólki um
allan heim og langflestir kommúnistaf lokkar utan stór-
veldissviðs Sovétríkjanna fordæmdu hana harðlega. Það
var einmitt í krafti sósíalískra hugsjóna sem Tékkar og
Slóvakar réðust til atlögu gegn stirðnuðu skriffinnsku-
veldi og hófusthanda um endurnýjun i lýðræðisátt. Ein-
ar Olgeirsson formaður Sósíalistaf lokksins talaði fyrir
munn allra f rjálshuga sósíalista þegar hann sagði í við-
tali við Þjóðviljann 22. ágúst 1968: „ Ég er algerlega and-
vígur hernámi Tékkóslóvakíu sem á sér enga stoð í hug-
sjónum sósíalismans né í samskiptareglum sósíalískra
f lokka. Það er skylda hvers sósíalísks f lokks að standa
með Tékkóslóvökum og Kommúnistaflokki Tékkósló-
vakíu".
Innrásin í Tékkóslóvakíu 1968 var gerð að áliðnu sumri
og hún batt enda á vorið í Prag. Það pólitíska vor gekk í
garð meö eftirfarandi skuldbindingu í framkvæmda-
áætlun valdaflokksins: „Kommúnistaflokkurinn ætlar
ekki að staðf esta forystuhlutverk sitt með því að drottna
yfir samfélaginu, heldur með því að þjóna því af trú-
mennsku með tilliti til frjálsrar f ramfarasinnaðrar þró-
unar sósíalismans. Flokkurinn getur ekki aflað sér
áhrifa með valdbeitingu, hann verður að ávinna sér hana
með starfi". ( samræmi við þetta fór pólitísk vakning
um allt þjóðlífið, hvarvetna spruttu upp umræður um
inntak sósíalismans og allt í einu valt f ram skriða af til-
lögum um, hvernig sósíalisminn skyldi rótfestur f hugum
fólks og samskiptum. Ritskoðun var af numin og það sem
ánægjulegast var: verkalýðshreyf ingin vaknaði af sín-
um Þyrnirósarsvefni og krafðist hlutdeildar í stýringu
samfélagsins, jafnt á vinnustað sem i öðru umhverfi
manna. Stof nuð voru verkamannaráð sem gerðu sig lík-
leg til að stytta lífdaga forstjóraveldis og tilskipana-
fargans.
*
Oll þessi þróun var stöðvuð með að hernaðarihlutun-
inni og þeim kúgunaraðgerðum sem beitt var í kjölfar
hennar. Innrásin og hernámiðeru enn sem opiðsár, bæði
fyrir tékkóslóvösku þjóðirnar og alþjóðahreyfingu
sósíalista. Framvinda mála í Tékkóslóvakíu síðustu 10
árin hefur ekki leyst nein af brennandi vandamálum
samfélagsins: „Hún hefur einungis haft í för með sér
brottrekstur hálfrar miljónar kommúnista úr flokknum
og útilokun þeirra frá þátttöku í opinberu lífi, kúgun
hundruða þúsunda borgara, brot á lögum og alþjóða-
samningum, brot á mannréttindum þ.á.m. réttindum til
vinnu, ofsóknir á hendur þeim sem ekki samþykkja inn-
rásina og afleiðingar hennar".
Svo segir í bréfi sem birt var um helgina frá stjórnar-
andstöðu sósíalista í Tékkóslóvakíu, komið um hendur
nokkurra þeirra forystumanna sem hafa hrökklast í út-
legð. Tveir f ulltrúar þeirra koma hingað til lands á næst-
unni. Astæða er til að fagna þeim góðu gestum og sýna
þannig samstöðu með baráttu tékkóslóvösku þjóðanna
fyrir fullu lýðfrelsi. Einn dag rfsa hinir kúguðu upp, —
þeirra sigur verður ávinningur okkur öllum.
60 SÍÐUR
^k&ZmM Jmssférðgegn X
• titofS
íflUWrt .U'ari° a«
rt» UII.I, tíisa'las®
i fela ne*
Þessufl
FjérUwU tfsem Vilt|
■*m*" •* 1 ifiársiööi.
„Stattu þii
Ótrúlega samhentur hagsmunahv
aðstöðubraskara UP^fl
Jósafat kærirJ|§Ji
idór og Vilmi;J||||||
I
i Hallœrislegt
i blaö
m
IVilmundur Gylfason sparar
ekki kveöjurnar til Mwgun-
I* blaösins i viötali viö Vikuna.
Hann segir þar m.a.:
„Menn eru alltaf aö sjá þaö
| betur og betur hve Mogginn er
• hallærislegtblaö. Endaerupóli-
tisk áhrif hans oröin svipuö og
Vikunnar. Vegur óháöu blaö-
anna á eftir aö fara vaxandi. En
þvi má ekki gleyma, aö óháöir
fjölmiölar eru ekkert absalútt
góöir. Þeim er sett mikil skylda
á heröar. En ég er sannfæröur
um aö Mogginn lifir á gamalli
tiö, þótt hann fái annaö slagiö
frjálslyndiskrampaflog. Þau
fær hann þegar hann hefur oröiö
fyrir geysilegum þrýstingi. En |
þegar þeim þrýstingi linnir
veröur hann sama gamla hall-
ærislega blaöiö. En staöa hans
hér hefur veriö óhugnanleg.
Mogginn lék einleik á fjölmiöla-
fiöluna hér i aldarfjóröung, eöa
frá 1950-75. Þaö skipti verulegu
máli viö stjórnarmyndanir
hvort Mogginn studdi stjórnina
eöa ekki. Þetta blaö kom inn á
hvert heimili, en er i rauninni
ekkert annaö en grlmuklætt
flokksblaö.
En sjónvarpiö dró úr mætti
flokksblaöanna og næsta skref
var siöan stigiö meö slödegis-
blööunum. Hvort tveggja hefur
grafiöundan Mogganum og þaö
er gott. Þetta má slöan tengja
þeim breytingum, sem eru aö
veröa hér i pólitlk. Ný viöhorf
ryöja sér til rúms, opnara og
aukiö lýöræöi. Þetta er ekki
vegna, heldur þrátt fyrir Mogg-
ann.. Mogginn er raunverulega
framsóknarblaö undir rós”.
Kœrkomið
kaldastríösraus
Og í tilefni Morgunblaösskrifa
um umboöLúöviks Jósepssonar
til myndunar meirihlutastjórn-
ar segir Vilmundur i Dagblaös-
grein föstudaginn 18. þ.m.
„Lúövik Jósepssyni hefur
veriö falin stjórnarmyndun.
Kaldastriösraus Morgunbiaös-
ins um pólitlskar skoöanir Lúö-
M .» Mr<fclo« rjttob
Vilmuml
viks Jósepssonar er auövitaö
hallærislegt og út I hött. Lúövlk
hefur auövitaö hvorki meiri né
minni mannréttindi en aörir ts-
iendingar þó svo hann tilheyri
stjórnmálaflokki sem er meö
verulegu kommúnlsku ivafi.
Flokkur hans hlaut nær fjórö-
ungsfylgi — ef Morgunblaöiö
væri ekki svona gamaldags og
Sjáifstæöisflokkurinn ekki
svona slappur og kerfislegur,
heföi Alþýöubandalagiö áreiö-
aniega fengiö færri atkvæöi”.
Glóran týnd
rétt einu sinni
Þaö má vera aö sumum þyki
Vilmundur Gylfason taka æriö
mikiö uppi sig á stundum en
ekki veröur um hann sagt aö
hannljilgi neinu á Morgunblaö-
iö. Svo átakanlega vitlaus er sá
hluti forystugreinarinnar I blaö-
inu sl. laugardag, sem fjallar
um pólitisku viöhorfin innan-
lands, aö öllum má ljóst vera,
aö fullyröingar Vilmundar um
hallærismennsku og áhrifaleysi
Morgunblaösins standast i einu
og öllu. Þar vantar öll hlutföll,
pólitískt jarösamband og sögu-
lega dómgránd. Semsagt bara
kaldastriösraus:
„Rauöu einræöisherrarnir I
Kremltelja, aö þeim sé leyfilegt
aö hafa afskipti af innanrlkis-
máium alira þeirra landa, sem
lúta marxiskri stjórn. Þetta
ættu tslendingar einkum og sér I
lagi aö ihuga á þessum tima-
mótum. Rússar þóttust hafa
gert innrásina bæöi i Tékkó-
slóvakiuog Ungverjaland á sín-
um tima á þeim forsendum aö
þar væru sósialiskar rikis-
stjórnir viö völd, og er þvi á-
stæöa fyrir tslendinga aö gefa
þvi gaum, hvort forysta marx-
istanna i Alþýöubandalaginu
um stjórnarmyndun nú geti ekki
kallaö á aukin afskipti Sovét-
rikjanna af innanrikismáium
tslands og jafnvel taliö þeim trú
um, aö Ihlutun I islenzk málefni
séu jafn sjálfsögö undir marx-
iskri stjórnarforystu hér á landi
og I hvaöa ööru kommúnistarlki
sem er. Ekkert skal um þetta
fuiiyrt, en einungis bent á þenn-
an möguleika, enda er hann
ekki út I hött, þegar höfö er hliö-
sjónaf sögulegriþróun þessarar
válegu aldar”.
—e.k.h.
Launajöfnuður
með verbólgu!
• Aldrei ætla menn aö veröa
sammála um hvar gripa á inn i
veröbólguhjóliö til þess aö
stööva þaö. Þaö eru einkum
þverstæöurnarog andstæöurnar
sem veröa spekingunum aö
fótakefli I þessu sambandi.
• Dagblaöiö rekur þaö í gær
aö I núverandi stjórnarhugleiö-
ingum hafi komiö upp þaö sjón-
armiö aö nota ætti veröbólguna
tilaöauka launajöfnuö. Meö þvi
aö greiöa fulla visitölu eitthvaö
áleiöis upp launastigann, en
ákveöna krónutölu i efstu
þrepunum, myndi launamunur
snarminnka á nokkrum árum ef
veröbólga yröi nægilega mikil.
• B sem fær 50% hærri laun
en A áriö ’78 fengi aöeins 7%
hærri laun áriö ’83 miöaö viö aö
veröbólgan næstu fimm árin
yröi 50% á ári.
• Fastlega má gera ráö fyrir
aö hvernig svo sem sú stjórn
veröur samsett sem nú veröur
mynduö muni hún setja þaö sem
sitt höfuömarkmiö aö lækka
veröbólgustigiö. Hafi hún áöur
einsett sér aö minnka launabiliö
meö veröbólgu þá er hún komin
I mótsögn viö sjálfa sig og farin
aö vinna gegn launajöfnuöi meö
þvi aö draga úr veröþenslunni.
Þannig fara flest efnahagsúr-
ræöi I hring og i gegnum sjálf
sig.
• Láglaunafólk setur kröfuna
um launajöfnun á oddinn. Þorri
fólks og samtaka samþykkir
þaö meö vörunum aö sú krafa sé
i alla staöi réttmæt og sann-
gjörn. Atvinnurekendur eru á
móti launajöfnun og benda eins
og Bjarni Bragi Jónsson, hag-
fræöingur Seölabankans, á, að
láglaunafólkiö sé svo margt og
kauphækkanir til þess þvi dýr-
ar. Hátekjuhópar hafa á ýmsan
hátt yfirburöaaöstöðu til þess aö
knýja fram kauphækkanir sér
til handa.
• Og takist i samningum viö
opinbera starfsmenn og ASI aö
jafna launabil fer á staö launa-
skriö, yfirborganir hjá einka-
fyrirtækjum og greiösla á óunn-
inni eftirvinnu hjá hinu opin-
bera. Kerfiö vinnur á móti
launajöfnun. Ener virkilega svo
komiö aö aöeins sé hægt aö ná
góðu fram meö illu, i þessu til-
felli launajöfnun meö verö-
bólgu.
Einar Kari