Þjóðviljinn - 22.08.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.08.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Þriðjudagur 22. ágúst 1978 Þriöjudagur 22. ágúst 1978 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 11 Kaspar sendifulltrúiTékka (fyrir miöri mynd) afhent ályktun fundarins I Smáragötu. Til hægri er túlk- urinn liallfreöur örn Eiriksson. ,,Hinir hörmulegustu at- burðir hafa gerzt. Herir frá fimm aðildarríkjum Varsjárbandalagsins hafa gert innrás i Tékkó- slóvakíu. AAeð ofbeldi er löglegum stjórnarvöldum smárrar þjóðar vikið til hliðar. I þeirra stað skal erlendur her skipa fyrir verkum. Sósíalistaf lokkur- inn fordæmir þessa ofbeld- isárás og lýsir fyllsta stuðningi við þær grund- vallarreglur, að sérhver þjóð eigi rétt til að skipa eigin málum sjálf án ihlut- unar erlendra aðila. Sérstakiega áréttar Sósialistaf lokkurinn þá stefnu sína... að það sé réttur og þjóðleg skylda hvers sósíalistísks flokks að móta og berjast fyrir sósíalisma í eigin landi í samræmi við sögulegar að- stæður og hagsmuni eigin þjóðar. Flokkurinn telur að inn- rásin í Tékkóslóvakiu sé hið alvarlegasta brot á þessum grundvallarregl- um og lýsir eindregnum stuðningi sínum við þjóðir Tékkóslóvakíu og forystu- menn þeirra." Þannig hljóðar kjarninn úr ályktun sem fram- kvæmdanefnd Sósíalista- flokksins samþykkti á fundi sínum þann 21. ágúst 1968. Mun óhættað segja að ef nislega endurspegli þessi orð viðhorf íslenskrar vinstri hreyfingar til inn- rásarinnar í Tékkó- slóvakíu. Viðbrögðin við innrásinni voru mjög ein- dregin hér á landi og var hún hvarvetna fordæmd. Strax og fréttir bárust af henni til íslands að morgni 21. ágúst var hafist handa um að skipuleggja mót- mælaaðgerðir í Reykjavik, sem þó hlutu að mestu leyti að verða sjálfsprottnar þar sem litill tími gefst til und- irbúnings. I þessari grein verða rifjaðar upp helstu mót- mælaaðgerðir dagsins hér heima, og reynt að draga upp mynd af þeim viðhorf- um sem réðu ferðinni. Fyrstu viöbrögö Fyrstir til að hafa uppi mót- rriæli voru félagar úr Æskulýðs- fylkingunni, sambandi ungra sósialista. Þannig vildi til að nokkrum hópi manna hafði verið stefnt kl. 9 að morgni 21. ágúst niður i Tjarnargötu 20, en þar voru bækistöðvar Æskulýðsfylk- ingarinnar, til að undirbúa mót- mælaaðgerðir i tilefni af heim- sókn yfirmanns flota Atlantshafs- bandalagsins á N-Atlantshafi til Islands. Þegar fréttist af innrás- inni var ákveðið að sleppa þeim aðgerðum en snúa sér hins vegar að þvi að skipuleggja mótmæli gegn innrásinni. Var fyrsta skref- ið i þeim mótmælum stigið þegar félagar úr Æskulýðsfylkingunni gengu fylktu liði undir rauðum fánum og mótmælaspjöldum írá Tjarnargötunni að sovéska sendi- ráðinu við Túngötu. Ætlun þeirra var að afhenda þar mótmæla- ályktun framkvæmdanefndar Æskulýðsfylkingarinnar, en þar sem enginn fékkst til að veita henni viðtöku var henni stungið inn um bréflúgu sendiráðsins. Þegar liða tók á daginn og flest- ir höfðu áttað sig á atburðunum. hófst mótmælastaða við sovéska sendiráðið i Garöastræti og stóð hún yfir frá kl. 3 eftir hádegi til kl. 6. Tildrög þessarar stöðu voru þau, að morguninn 21. ágúst var íesin upp auglýsing i útvarpinu þar sem fólk var beðið að hafa samband við ritstjórn Frjálsrar þjóðar, sem þá var málgagn Þjóðvarnarflokksins, en þar var mótmælastaðan skipulögð. Var það allstór hópur manna sem stóð i Garðastrætinu undir mótmæla- spjöldum sem á var letrað m.a. ,,Gegn hernaðarbandalögum i austri og vestri” og „Innrásin i Tékkóslóvakiu er aðstoð við USA i Vietnam”. Þegar mótmælastöð- unni lauk safnaðist saman hópur Heimdellinga viö sendiráðið og lét öllum illum látum eins og þeirra var von og visa á þessum árum. Sjálfstæöismenn mótmæla Kl. 6 hófst fundur ungra sjálf- stæðismanna við Miðbæjarskól- ann, og töluðu þar ýmsar nafn- kunnar sjálfstæðishetjur. Þegar fundinum var Iokið var gengið að sovéska sendiráðinu og stóð til að afhenda þar ályktun fundarins, þar sem hernámið var fordæmt og lýst yfir samúð með tékknesku þjóöinni. En eins og allir aðrir gengu sjálfstæðismenn bónleiðir til búðar að þessu sinni. Þeir nutu þó þeirrar náðar fram yfir aðra mótmælendur, að vera boðaðir i sendiráöið kl. 10 næsta morgun til að afhenda ályktunina. Hin sósíalísku yiðhorf Að kvöldi 21. ágúst voru haldnir tveir mótmælafundir i Reykjavik. Sá fyrri hófst kl. 8.30 við sendiráð Tékkóslóvakiu i Smáragötu og voru það Æskulýðsfylkingin og Alþýðubandalagið sem efndu til hans. Var fundurinn haldinn til Rifjaðar upp mótmælaaðgerðir í Reykjavík þann 21. ágúst 1968 u. írw ii. i Mótmælastaða við sovéska sendiráöið i Garðastræti. Ragnar Stefánsson, forseti Æskulýðsfylkingarinnar, knýr dyra f sovésku sendiráðinu að morgni 21 ágúst 1968. stuðnings viö kommúnistaflokk Tékkóslóvakiu og til að mótmæla innrásinni. Ragnar Stefánsson, forseti Æskulýðsfylkingarinnar, setti fundinn en ræðumaður af hálfu hennar var Vernharður Linnet. Aðrir ræðumenn voru Jó- hann Páll Arnason, Jónas Arna- son og Ölafur Jensson. t ræðu Vernharðar Linnet kom fram að reginmunur væri á til- gangi þeirra mótmælaaðgeröa sem haldnar voru um daginn, þar sem tilgangur ungra sjálfstæöis- manna væri ekki fyrst og fremst að mótmæla innrásinni, heldur að nota tækifærið til að niða niður hina alþjóðlegu sósialisku hreyf- ingu. A þessum fundi við tékk- neska sendiráðið voru það sósial- isk viðhorf sem voru ráðandi og sagði Jóhann Páll Arnason m.a.: „Með árásinni á Tékkóslóvakiu hafa valdhafarnir i Sovétrikjun- um þannig endanlega afhjúpað sig sem afturhaldssamt og and- sósialistiskt afl sem einskis svifst til að koma i veg fyrir raunhæfar breytingar i sósialiska átt... Hér hafa leiðir fullkomlega skilið og geta ekki legið saman aftur fyrr en sósialisk öfl i Sovétrikjunum sigrast á þeim sótsvörtu aftur- haldsöflum sem i áratugi hafa skýlt sér bak við sósialiska grimu.” 1 lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma og hún afhent Kaspar sendifulltrúa Tékkóslóvakiu: „Almennur úti- fundur haldinn i Reykjavik 21. ágúst á vegum Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik og Æskulýðs- fylkingarinnar, sambands ungra sósialista, samþykkir eftirfar- andi: Innrás Sovéthersins ásamt herjum annarra Varsjárbanda- lagsrikja, i Tékkóslóvakiu, er ó- samrýmanleg grundvallarregl- um um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og gengur i berhögg við lýð- ræöis- og manngildishugsjónir sósialismans. Engin gild rök hafa komið fram til réttlætingar þess- ari hernaðarihlutun, heldur er hér verið að snúa sósialisma i Tékkóslóvakiu með vopnavaldi af þróunarbraut sinni. Atburður þessi er öllum sósial- istum harmsefni, en hlýtur um leiö að verða þeim hvatning til að standa dyggilega á verði um sósialismann sem hugsjón og baráttumið. Fundurinn lýsir yfir samstöðu með þjóðum Tékkóslóvakiu i bar- áttu þeirra fyrir þjóðfrelsi og sósialisku lýðræði.” Eftir fundinn gengu fundar- menn undir spjöldum og fánum að sovéska sendiráðinu við Garðastræti, og stungu afriti af ályktuninni inn um bréfalúgu sendiráðsins. Ekki gátu þó allir fundarmenn tekið þátt i þeirri göngu þar sem nauðsynlegt var taliö að senda nokkurn hóp niður i Tjarnargötu 20, sem var aðsetur Sósialistaflokksins og Æskulýðs- fylkingarinnar, til að verja húsið fyrir hugsanlegum árásum ungra og uppvöðslusamra Heimdellinga. Almennur borgarafundur Hinn fundurinn þetta kvöldið var almennur borgarafundur i Gamla biói en til hans var boðað af 5 félagssamtökum. Ræðumenn á þessum fundi voru Ragnar Arn- alds, ölafur Ragnar Grimsson, Karl Steinar Guðnason, Guð- mundur Hagalin og Sigurður A. Magnússon. Fundarstjóri var Sigurður Lindal. 1 Gamla biói var einnig samþykkt ályktun til for- dæmingar á innrás Varsjár- bandalagsrikjanna i Tékkó- slóvakiu, og gengið meö 'hana að tékkneska og sovéska sendiráð- inu. Þegar fundarmenn úr Gamla bió komu aö Garðastræti komust þeir ekki leiðar sinnar að sendi- ráðinu, þar sem lögreglan hafði lokaö götunni vegna athafnasemi Heimdellinga Við rúðubrot og tómatakast. Var þvi sendinefnd gerð út af örkinni til að stinga ályktuninni inn um hina vinsælu bréfalúgu. Mótmælin eru sprottin úr jarðvegi okkar eigin reynslu Eins og aörir dagar leið 21. ágúst að kvöldi og mestu mót- mælaöldurnar sem risið höfðu þennan dag lægði fljótlega. Út ágústmánuð og fram i september, voru þó viða haldnir fundir um ástand mála i Tékkóslóvakiu og fjöldi mótmælaályktana sam- þykktar. Og þó menn um allan heim væru einlægir i þeim vilja sinum ab styðja þjóðir Tékkó- slóvakiu i baráttu þeirra gegn hernámsliðinu þá dugði það ekki til. Tékkóslóvakia er enn i heljar- greipum herja Varsjárbanda- lagsinsog öll framfarasinnuð öfl i heiminum eru reynslunni rikari. En einmitt af þeim sökum standa þau orð sem ólafur Jens- son mælti á fundi i Smáragötunni fyrir 10 árum enn óhögguð, en hann sagði: „Við skulum gera okkur grein fyrir þvi að mótmæli okkar eru ekki stundarfyrir- brigði. Mótmæli okkar eru sprott- in upp úr jarðvegi okkar eigin reynslu. Andstyggð og andúð Tékka á erlenöum herstöðvum hernámi og nú innrás og ofbeldi, er af sama toga og andúð okkar og andstyggð á sömu fyrirbærum. Við höfum haft i vitum okkar þef- inn af þessum fyrirbærum i 25 ár. Þeir Islendingar sem barizt hafa gegn hernámsstefnunni geta af fullum krafti mótmælt innrás Varsjárbandalagsrikja i Tékkó- slóvakiu. Þeir Islendingar hinsvegar sem hafa viljað hernám Atlantshafs- bandalagsins og Bandarikjanna og stuðlað að þvi að tsland væri vighreiður og hernaðarbæli, mót- mæla lika, en þaðertæplega sami styrkur eða sannfæring sem fylg- ir þeirra mótmælum.” ISG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.