Þjóðviljinn - 22.08.1978, Blaðsíða 6
8 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN ÞriOjudagur 22. ágúst 1978
Mannfjöldinn fylgdist meö af áhuga.
Landinu ýtt á flot aö viöstöddu fjölmenni.
Gylfi Gfslason, myndlistarmaöur býr til landiö.
Spilverkid
á íslandi!
Reykjanesið þökulagt. „Nú er veriö aö jaröa herinn”, heyröist einhver
Uppátæki Spilverksins og Steinars hf. vakti aö vonum athygli vegfarenda I miöbænum. Ljósm. — jsj.
segja.
Þrjú börn
láta lifið
ST. SAUVEUR, Kvlbek, 17/8
(Reuter) —A.m.k. þrjú börn létu
lifiö og mörg slösuöust i dag þeg-
ar ökumaöur áætlunarbfls, sem
41 barn var f, missti stjörn á
annatimanum i mikilli rigningu.
Lögregluþjónar og slökkviliös-
menn unnu f klukkutima viö aö
losa börnin úr farartækinu. Þau
voru á leið aftur til Montreal úr
útilegu. Þetta er annaö meiri
háttar slysiö sem veröur á
áætlunarbil I Kvibek á hálfum
mánuöi, en 4. ágúst fórust 40
menn þegar áætlunarbill steypt-
ist niöur i vatn.
Á sunnudaginn gátu at-
hugulir vegfarendur í mið-
bænum barið augum
merkilega sjón: Spilverk
þjóðanna brá sér út á tjörn
á fleka, sem var í laginu
eins og (sland. Þetta var
gert vegna Ijósmyndatöku
fyrir hljómplötuumslag,
en fimmta hljómplata
Spilverksins er væntanleg í
lok september, og ber ein-
mitt heitið Island.
☆
Blaöamann og ljósmyndara
Þjóöviljans bar á staðinn um tvö-
leytiö á sunnudaginn, en þá voru
þeir Gylfi Gislason, myndlistar-
maöur og Jónatan Garðarsson,
frá hljómplötuútgáfunni Steinar
hf., sem gefur plötuna út, að
leggja siðustu hönd á frágang ís-
lands. Var þetta býsna myndar-
legtland úr einangrunarplasti, og
var blaðamanni tjáð, aö tenings-
meterinn af sliku efni gæti borið
eitt tonn. Eftir að búið var að
skeyta landið saman, var þvi
rennt á flot, bundið við polla á
tjarnarbakkanum og þökulagt.
Liklega hafa landgræðslustörf
sjaldan gengið jafnfljótt fyrir sig,
en búið var að græða landið á um
það bil tæpri klukkustund.
Spilverkið, það er þau Valgeir
Guðjónsson, Sigrún Diddú Hjálm-
týsdóttir og Sigurður Bjóla
Garðarsson fóru siðan á land og
ýttu á flot. Samtimis fór i loftið
ljósmyndari, sem átti að taka
myndir utan á væntanlegt plötu-
umslag, og iékk Ijósmyndari
Þjóðviljans góðfúsiega leyfi til að
fara með upp i loftið.
Mikið fjölmenni hafði safnast
saman á tjarnarbakkann til að
fylgjast með atburði þessum, og
var þá brugðið undir bert loft
tveim stórum hátölurum og hin
nýja hljómplata leikin fyrir við-
stadda. Ekki varð betur heyrt en
platan væri hin ágætasta i alla
staði, og vakti atburður þessi all-
ur hinar bestu undirtektir.
Kannski væri það athugandi
fyrir forráðafólk Reykjavikur-
borgar að lifga upp á miðbæinn
með svipuðum tiltektum hér eft-
ir?
—JSj.
Ný bílaleiga í Keflavik
Ekki alls fyrir löngu var komið
á fót nýrri bilaleigu i Keflavik. Er
nafn hennar Bilaleiga Keflavikur
hf. Aðsetur bilaleigunnar er að
Austurbraut 4.
Bilaleigan hefur til umráða
þrjár nýjar Wartburgstation bif-
reiðir og eru þær mjög rúmgóðar.
Þetta er fjölskyldufyrirtæki og
eru eigendur þess öskar Pálsson
og fjölskylda hans.
Aígreiðslutimi Bilaleigunnar er
frá kl. 8-22, simi 3254.
(Heim.: Suðurnesjatiðindi).
—mhg