Þjóðviljinn - 22.08.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.08.1978, Blaðsíða 12
12 S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN f Þriöjudagur 22. ágúst 1978 Bikarkeppnin í frjálsum: 7. sigur IR-inga 1 röð Bikarkeppni FRi fór fram um helgina. ÍR- ingar voru öruggir sigurvegarar og var þetta í 7. sinn sem fé- lagið vinnur þessa keppni. Fyrirfram var reiknað með að Ár- menningar myndu veita íR-ingum keppni en svo varð ekki. ÍR- ingar sigruðu/ hlutu 147 stig en Ármenningar urðu í öðru sæti með 128 stig. 1 karlakeppninni sigruöu IR-ingar, hlutu 90 stig en KR- ingar komu skammt á eítir með 85 stig. 1 kvennakeppn- inni sigruðu Armenningar hins vegar, hlutu 62 stig en IR-ingar 57. Úrslit i einstökum greinum urðu þessi: Fyrri dagur: 400 metra grinda- hlaup karla: Þar sigraöi Þráinn Haf- steinsson A.;hljóp á 55,6 sek. en annar varð Trausti Svein- björnsson UMSK á 58,4 sek. Sýndi Þráinn mikið öryggi i hlaupinu en hann átti eftir að fá að finna fyrir grindunum siðar á mótinu. Hástökk kvenna: Þar var mikil og jöfn keppni á milli þeirra Þórdis- ar Gisladóttur og trisar Jónsdóttur. Svo fór aö lokum að Þórdis sigraði, stökk 1,68. en tris Jónsdóttir stökk sömu hæð en notaði til þess fleiri tilraunir. Þórdis er i IR en tris UMSK. Spjótkast kvenna: Þar sigraði Björk Eiriks- dóttir lR, kastaöi spjótinu 31,90 metra en önnur varð Ása Halldórsdóttir Á og kastaði hún 31,08 metra. Mikil og hörð keppni þar, en kúluvarparinn mátti láta I minni pokann. Langstökk karla: Þar var um mikla keppni að ræða. Sentimetrastrið mikið. Friðrik Þór Óskars- son sigraöi, stökk 6,99 m. en annar varð spretthlaupárinn Sigurður Sigurðsson A með 6,98. Þriöji varð siðan Janus Guölaugsson FH sem kunn- ari er fyrir knattspyrnuiðkun en hann stökk 6,71 m. Kúluvarp karla: Hreinn Halldórsson sigraði, kastaöi 19,37,sem er langt frá hans besta. Annar varð Óskar Jakobsson með 17,34 sem einnig er langt frá hans besta. Ekki dagur kúluvarp- ara. 200 m hlaup karla: Vilmundur Vilhjálmsson KR tók þegar forustu og hélt henni til loka hlaupsins. Annar varð Sig. Sigurösson A, á 22,0 og þriðji Guölaugur Þorsteinsson 1R á 22,4. 100 m hlaup kvenna: Þar sigráði Lára „snót” Sveinsdóttir. Rann hún skeiðið á 11,9 sem er eitt besta afrek mótsins. Frá- bært hlaup hjá Láru og er greinilegt að hún á ekki langt eftir i Islandsmet Ingunnar Einarsdóttur sem er 11,8 sek. önnur varð Asta B. Gunn- laugsdóttir UMSK á 12,3 sek. 3000 m hindrunar- hlaup: Sigurvegari varð Sigfús Jónsson IR, hljóp vegalengd- ina á 9,43,3 min. Annar varð Sigurður P. Sigmundsson FH á 10,12,6 min. Spjótkast karla: Þar var öruggur sigurveg- ari Elias Sveinsson KR. Kastaði hann spjótinu 63,98 m. Annar varð Hreinn Jón- asson UMSK og kastaöi hann 60,16. 800 m hlaup karla: Ágúst „blaðamaöur” As- geirsson sigraði þar örugg- lega og var stétt sinni til sóma. Hljóp hann á 1,59,6 sem þó er töluvert frá hans besta. Annar varð Bjarki Bjarnason UMSK hljóp á 2,08,7 min. Sleggjukast: Þar sigraði Erlendur Valdemarsson IR örugglega, kastaði 56,20 m, en annar varö Óskar Sigurpálsson A 100 m grindahlaup kvenna: Lára hlaupadrottning var hér enn á ferö og sigraði með talsverðum yfirburðum. Hún fékk timann 14,1 sek.,en önn- ur varð Iris Jónsdóttir UMSK á 16,4 sek. Stangarstökk: Elias Sveinsson mætti til leiks i stangarstökkinu meö leynivopn mikið sem setti alla aöra keppendur út af laginu. Hafði hann meðferðis Bjarní Stefánsson tók þátt I bikarkeppninni fyrir sitt gamla félag KR. Hér sést hann koma f mark i sið- ustu grein keppninnar 1000 metra boðhlaupi. Hástökk karla: Þar sigraði Elias Sveins- son stökk 1,96. Karl West Fredrekssen UMSK stökk 1,90 og varð 2. og þriðji Stefán Þ. Stefánsson 1R með 1,90. Kúluvarp kvenna: Þar sigraði Asa Halldórs- dóttir A örugglega með 11,35 metra kasti en önnur varð siðan Hulda Halldórsdóttir IR 10,82 og þriðja Katrin Vil- hjálmsdóttir HSK 10,81. 400 m hlaup kvenna: Þar sigraði Armenningur- inn Sigurborg Guðmunds- dóttir hljóp á 57,1 sek sem er hennar besti árangur. Þessi glæsilega hlaupakona ætti að geta náð langt i framtiðinni. Onnur varð Lilja Guömunds- dóttir 1R á 59,9 sek og þriðja Rut ólafsdóttir FH á 60,4. 1500 m hlaup kvenna: , Þar var Lilja Guðmunds- dóttir öruggur sigurvegari hljóp á 4,54,1 min,en önnur varð Guörún Arnadóttir FH á 4,59,7 min og þriðja Thelma Björnsdóttir UMSK á 4,59,8. með 49,08 m. Þriöji var siðan Þórður „sleggja” Sigurðsson og kastaði 42 metra slétta sem er góður árangur miðaö við aldur. 4x100 m boðhlaup kvenna: Þar sigraði sveit Armanns á 49,4. Sveitina skipa þær systur Sigrún Sveinsdóttir, Lára Sveinsdóttir, Sigurborg Guðmundsdóttir og kúlu- varparinn Ása Halldórsdótt- ir og er hún eflaust eini kúlu- varparinn sem er i boö- hlaupssveit. Onnur varö sveit UMSK á 51,9 og þriðja sveit IR á 52,3 sek. 4x100 metra boðhlaup karla: Þar urðu óvænt úrslit. Sveit KR sigraði.hljóp á 43,3 sek. Sveitina skipa Valbjörn Þorláksson, Vilmundur Vil- hjálmsson, Bjarni Stefáns- son sem nú mætti á hlaupa- brautinni aftur og Elias Sveinsson. Sveit Armanns varð önnur á 43,7 og þriðja varð sveit UMSK á 45,2 sek. Þá var lokiö keppni fyrri daginn. Seinni dagur: benslndunk og smurði stöng þá er hann notaði með ben- sini áður en hann stökk. Hann sigráði i stangarstökk- inu, stökk 4 m slétta. Annar varö Karl West stökk 3,90. Kringlukast karla: Óskar Jakobsson var hér öruggur sigurvegari. Kast- aði hann 61,81 metra sem er mjög góöur árangur. Annar varð Guðni Halldórsson KR með 48 m slétta. Þrístökk: Friðrik Þór Óskarsson sigraði«stökk 14,82 m,en ann- ar varð Helgi Hauksson með 13,55 m. 110 m grindahlaup karla: Þetta var sögulegt hlaup. Er hlaupinu var lokið kom i ljós að vitlaust bil var á milli grindanna á einum stað og varð þvi að endurtaka hlaup- ið. Þráinn Hafsteinsson féll i fyrra hlaupinu á þeim stað þar sem bilið var of mikið og rétt áður hafði kona Þrá- ins, Þórdis Gisladóttir hras- að á sömu grind. Undarleg tilviljun/ Sigurvegari i 110 m grindahlaupi varð siðan Elias Sveinsson KR, hljóp á 14,9 sek sem er hans besti timi. Annar varð leið- beinandinn Jón Sævar Þórðarson á 15,7 og þriðji Þráinn Hafsteinsson A á 15,9. 1500 m hlaup karla. Hafsteinn óskarsson var öruggur sigurvegari, hljóp á 4.00,9 sem er nálægt hans besta. 100 m hlaup karla: Vilmundur Vilhálmsson var þar öruggur sigurvegari, hljóp á 10,7. Sigurður Sig- urðsson varð annar á 10,8 og þriöji Guölaugur Þorsteins- son 1R á 11,1. 800 m hlaup kvenna: Lilja Guðmundsdóttir var i sérflokki i þessu hlaupi og náöi timanum 2,11,6. önnur varð Sigrún fjölhæfa Sveins- dóttir á 2,19,7 min. Kringlukast kvenna: Þar sigraði Hulda Halldórsdóttir IR, kastaði 35,29 m en önnur varð Sigur- borg Guðmundsdóttir A meö 30,24. 400 m hlaup karla: Enn var Vilmundur Vil- hjálmsson sigurvegari, hljóp á 50 sek sléttum. Annar varð Siguröur Sigurösson A á 50,6. Langstökk kvenna: Lára Sveinsdóttir sigraði, stökk 5,42 m. Onnur varð Asta B. Gunnlaugsdóttir UMSK með 5,22 m. 5000 m hlaup karla: Sigfús Jónsson var öiruggur sigurvegari,hljóp vegalengd- ina á 15,38,9,en annar varð Halldór Matthiasson KR á 16,46,2 min. i 200 m hlaup kvenna: Enn var þaö Lára Sveins-; dóttir sem sigraði. Hljóp á 25,4. önnur varö Rut Ólafs- dóttir FH á 26,0. i 1000 m boðhlaup karla: Þar sigraði sveit KR. Hana skipuðu þeir Valbjörn Þor- láksson, Bjarni Stefánsson, Elias Sveinsson og Vilmund- ur Vilhjálmsson. Sveitin fékk timann 1,58,0 min. önnur varö sveit Armanns á 2.00,81 min. i 7. sigur ÍR var þvi stað- reynd I Bikarkeppninni en HSK sem hafnaði i neðsta sæti,féll i 2. deild. SK Það seglr ÓIi Unnsteins. Allir þekkja frjálsiþrótta- manninn Elias Sveinsson. Stjórn FRI hefur nú ákveöið að senda hann á EM þrátt fyrir það að hann hafi ekki náð tilskyldum lágmörkum sem settvorufyrir mótiö. En Ellas er bjartsýnn og segir að hann sé uppá 800 stig ef allt gengur að óskum. 1 Bikarkeppninni sem lauk um helgina voru menn að gera grfn að Ellasi, og reyndar Elias sjálfur og sagt var: Elli Sveins, er alltaf eins, fer stundum til Hreins, er samt ekki til neins, nema meins. Það segir Óli Unn- steins. SK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.