Þjóðviljinn - 22.08.1978, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 22.08.1978, Blaðsíða 20
DIOÐVHJÍNN Þriðjudagur 22. ágúst 1978 Kjartan Ólafsson Miðstjórnarfundur' Alþýðubandalags Engar sam- þykktir Annar fundur verður boðaður ef af stjórnarmyndun verður Engar samþykktir voru gerðar á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins, sem haidinn var s.I. föstudags- kv öld. Fundarefnið var að sjáif- sögðu stjórnarmyndun og þátttaka flokksins f rikis- stjórn og stóðu umræöur fram á nótt. Fundurinn var allvel sóttur, en i miðstjórn- inni eiga sæti um 50 manns.. Samkvæmt lögum flokks- ins tekur miðstjórn endan- lega ákvöröun um stjórnar- þátttöku Alþýðubandalags- ins og sagði Kjartan ólafs- son, formaður miöstjórnar aðrættheföi veriðum alla þá stjórnarmyndunarmögu- leika, sem yfirleitt væru taldir koma til greina af hálfu flokksins, á gagnrýn- inn en þó jákvæðan hátt. „Stjórnarmyndunarvið- ræðurnar voru hins vegar ekki á þvi stigi,” sagði Kjartan, ,,ogeruekkienn,að tlmabært sé að taka endan- lega ákvörðun þar um.” Ljóst er þvi að annar mið- stjórnarf undur veröur boðaður innan skamms ef af stjórnarmyndun veröur i framhaldi af yfirstandandi vióræðum Alþýöubandalags, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks. Botnfískafli heldur meiri en í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Fiskifélagi tslands var heildar- fiskafli landsmanna tlmabilið janúar — júli 875.759 tonn, en á sama tima 1977 var hann 918.716 tonn. Er heildaraflinn þvl 41.477 tonnum lægri en i fyrra. Munar mest um loönuafianú, en hann var aðeins 496.841 tonn á móti 568.889 tonnum I fyrra, eða 72.048 tonnum minni. Botnfiskafli er aöeins meiri i ár en I fyrra, en bátaaflinn hefur minnkað um 9.226 tonn. Hins vegar er togaraaflinn 11.939 tonn- Framhald á 18. siðu : Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná I blaðamenn og aöra starfs- menn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. Skipholti 19, R. simi 29800, (5 linur Versliö í sérverslun með litasjónvörp og hljómtæki Innrásarinnar í Tékkóslóvakiu minnst með mótmælafundum i Reykjavik: Bréfalúgan innsigluð í sovéska sendiráðinu Brésnéf fœr þó mótmœlin frá Samtökum herstöðva- andstœðinga i ábyrgðapósti í gær/ 21. ágúst voru rétt tíu ár liðin frá þeim at- burði/ er herir Sovétríkj- anna og fleiri Varsjár- bandalagsríkja réðust inn í Tékkóslóvakíu til að hefta þá þróun í átt til frelsis, sem þar hafði átt sér stað. 1 tilefni þessa voru haldnir mót- mælafundir á vegum þriggja samtaka i miðborg Reykjavikur i gær, 21. ágúst-hreyfingarinnar, Samtaka herstöðvaandstæðinga og lýðræðissinnaðrar æsku. A fundi 21. ágúst-hreyfingar- innar, sem er samtök einstak- linga sem berjast gegn allri heimsvaldastefnu flutti Arnór Sighvatsson ávarp, þar sem hann m.a. fordæmdi lýðræðissinnaða æsku fyrir að notfæra sér innrás herja Varsjárbandalagsrikjanna i Tékkóslóvakiu heimsvalda- stefnurikinu i vestri til fram- dráttar. Var gerður góður rómur að máli hans. Ennfremur kom fram sönghóp- ur, sem flutti lag, sem fjallaði um innrásina ’68. Á fundi Samtaka Herstöðva- andstæðinga fyrir utan sovéska sendiráðið I Garðastræti voru um 400 manns. Asmundur Asmundsson setti fundinn, en Arni Björnsson og Arni Hjartarsson fluttu ávörp. Baldvin Halldórsson leikari ias tvö ljóð, „Ég heyrði þau nálgast” eftir Snorra Hjartarsson og „Wroclav 1975” eftir Birgi Svan Símonarson. Hjördis Bergsdóttir söng tvö lög, annað við lag og ljóð eftir Kristján Guðlaugsson, „í Prag”, og „Eitt litið og sólskins- bjart ljóð” eftir Jóhannes úr Kötl- um við lag Jakobs S. Jónssonar. Voru undirtektir við alla dag- skrárliði ágætar, sem og við lest- ur skeyta, sem fundinum bárust frá fjölda aðila, hérlendis sem erlendis. Að lokum las Asmundur bréf, sem ætlunin var að afhenda fuli- trúa séndiráðsins, en bréfið var stilað til Leonids Brésnéf, forseta Sovétrikjanna. Þegar á reyndi, kom enginn til dyra i sendiráðinu, og var einnig búið að innsigla bréfalúguna, svo ekki reyndist unnt að koma bréfinu til skila þá leiðina. Sagði Asmundur, að bréf- ið yrði sent hið snarasta með ábyrgðarpósti. A fundi lýðræðissinnaðrar æsku fluttu ræður þau Finnur Torfi Stefánsson, alþingismaður, Jó- hanna Thorsteinsson, fóstra, Jón Magnússon, lögfræðingur og Jón Sigurðsson, ritstjóri, en fundar- stjóri var Einar Guðfinnsson, nemi. Auk þess las Tinna Gunn- laugsdóttir ijóð og hljómlistar- mennirnir Magnús Kjartansson, Pálmi Gunnarsson og Siguröur Karlsson léku hljómlist fyrir viö- stadda. —JSJ. Þegar afhenda átti bréf frá- Samtökum herstöðvaandstæðinga I gær voru dyr sovéska sendiráðsins læstar og bréfalúgan hafði veriö inn- sigluð. Formaðurmiðnefndar, Asmundur Asmundsson, sést hér ásamt lögregluþjóni gera árangurslausa tilraun til þess að koma mótmæla- orðsendingunni til skila. — Ljósm.: Leifur. Núerað mja ferðina Þetta eru brottfarardagarnirívetur: ’78 25/10, 17/11, 1/12, 15/12, 22/12. ’79 .5/1, 12/1, 26/1, 1 2/2, 16/2, 23/2, 9/3, 16/3, 30/3, 6/4, 20/4, 27/4. Þú getur valið um viku - 2ja vikna, 3ja vikna eða 4ra vikna sólarfrí í skammdeginu, suður á Kanarí. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR JSJ A /\ZDS Lækjargötu 2 1 Sími 251Q0 URVAL UTSYN Eimskipafélags Austurstræti 17 húsinu Simi 26611 Sími 26900

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.