Þjóðviljinn - 22.08.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.08.1978, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 22. áglist 1978 Sementsturninn á tsafiröi. Byggingarfyrirtæki Jóns Þórðarsonar á ísafirði: 20 ára starfs- afmæli Á þessu ári eru liðin 20 ár frá því að Jón Þórðarson, byggingameistari, hóf starfsemi sína í fjörunni við Grænagarð á ísafirði. Starfsemi þessi hófst með stofnun Steiniðjunnar hf., sem fyrst framleiddi hleðslustein til húsbygg- inga, en fór síðar út í alls konar byggingastarfsemi. Árið 1975 voru stofnuð félögin Vesttak hf., sem rekur steypustöð og annast verktakastarfsemi, og Garður hf., sem nú rekur umfangsmikla verslun með timbur, steypu- styrktarjárn o.fl. ásamt vísi að fullkomnu tré- smiðaverkstæði. Auk þessa hefur Jón staðið fyrir umfangsmikilli verktaka- starfsemi og kranaleigu í eigin nafni á þessu tíma- bili. Steypustöö Vesttaks hf. þjónar nú svo til öllum norðanverðum Vestfjöröum, þ.e.a.s. tsafirði, Bolungarvik, Súöavik, Flateyri og nærliggjandi sveitum. Bygg- ingarefni er sótt af sjávarbotni i landi tsaf jarðarkaupstaðar. Samtals hefur verið dælt á land um 30.000 rúmmetrum af sjávar- möl fyrir steypustöðina, á þeim þremur árum sem hún hefur starfaö. 1 lok árs 1977 var hafin bygging. geyma til móttöku fyrir laust sement, sem rúma alltað 900 tonn af lausu sementi. Með tilkomu slikra geyma næst betri hag- kvæmi.i flutningum á sementi. Við þessar framkvæmdir hefur fyrirtækið notið velvilja og skiln- ings bæjaryfirvalda á tsafirði, Sementsverksmiðju rikisins og siöast en ekki sist útvegsbanka Islands, en án fyrirgreiðslu þess- ara aðila nyti þjónustu steypu- stöðvarinnar ekki við. Steypustööin framleiðir og sel- ur um 8.000 rúmmetra af steypu, þrátt fyrir stuttan framkvæmda- tima, en stööin er nær verkefna- laus sex mánuði á árinu. Launa- greiðslur til starfsmanna árið 1977 voru tæplega 65 miljónir og opinber gjöld vegna starfsemi þess árs nærri 45 miljónir, þar af nam greiösla söluskatts rúmlega 35 miljónum. #53*1 '4IÍ!P 11.-20. ÁGÚST Sú besta, sem við höfum séð, sögðu útlendingarnir Lokadagur Land- búnaðarsýningarinnar á Selfossi var í fyrradag. i gær voru menn sem óðast að taka upp tjöid sín og flytja brott af svæðinu. Þegar blaðið hafði tal af blaðafulltrúa sýningar- innar, Sigurði Jónssyni, í gær, sagði hann okkur, að sýningargestir hefðu orðið 71.246. — Við gerðum okkur nú kannski vonir um aö sú tala yrði eitthvað hærri, sagði Sigurður, en veörið hafði auðvitaö sin áhrif eins og vænta mátti, rigningar- dagarnir urðu full margir og þaö hefur sjálfsagt eitthvað dregið úr aösókninni frá þéttbýlissvæðinu hér suðvestanlands en hinsvegar naumast haft áhrif á aðsókn af landsbyggðinni. Fjöldamargir hópar komu alls- staðar að af landinu, gamalt fólk, leikskólar, vinnuskólar, fatlaðir o.fl. Töluvert var og um útlendinga. Til dæmis komu norskir bændur, sjúkrahúsráðs- menn af Norðurlöndum o.fl. Hinir eriendu gestir voru mjög hrifnir af sýningunni og létu i ljós, að þetta væri besta sýning sinnar tegundar, sem þeir hefðu séð. Lá það einkum i þvi, hvað sýningin var viöfeðm, náði svo langt út yfir það, að vera fyrst og fremst almenn sölusýning. Siguröur Jónsson sagði að ennþá lægi ekki fyrir hvernig fjárhagsútkoman yrði, en ef ein- hver halli yrði, bæri Búnaðar- Menn farast í skógar- eldum WINDHOEK, Namibiu, 21/8 (Reuter) — NIu menn iétu lifiö og þrir særðust alvar- lega i skógareldum i Namibiu um helgina. Eldurinn kom upp á laugar- daginn um 20 km fyrir sunn- an Windhoek, höfuöborg landsins, og brann alla helgina. Eldsupptök voru ókunn. Sjö þeirra sem fórust voru svertingjar en tveir voru hvltir menn. Sementsflutningaskipið Skeiðfaxi losar I fyrsta skipti sement yfir I sementsturninn. Almenn ánægja með landbúnadarsýninguna Forseti tslands, hr. Kristján Eldjárn, opnar Landbúnaðarsýninguna. — Mynd — eik. samband Suðurlands hann að sjálfsögðu. — Annars gekk sýningin mjög vel og við erum ánægðir með hana, sagði Sigurður. Ekkert kom t d. fyrir öll þau dýr, sem hér voru til sýnis. Börnin voru ánægjulega fjöl- menn meðal sýningargesta. Barnagæslan var mjög mikið notuð, en hún var nýjung á svona sýningum, og sannaði ótvlrætt nauðsyn sina. Eitthvað af þvi, sem var á sýningunni, verður eftir. Gróður- reitirnir t.d., verða ekki fluttir burt þau tré, sem lffvænleg eru, — en það eru þau flest, verða einnig eftir og mun bærinn kaupa þau. Þar með hefur hann eignast ein- stakt safn af trjám, sem bæði eru til fegurðar og menningarauka fyrir bæinn. — Það er kannski erfitt að til- greina hvert sýningaratriðið naut mestra vinsælda en þó gæti ég trúaö að það hafi verið dreifing flugvélarinnar á happdrættis- miðunum, sagði Sigurður Jónsson. Búið er að draga i happdrætti sýningarinnar og kom gæðingur með reiðtýgjum á miða nr. 3318, — og mun hafa lent uppi i Hreppum. Sunnuferðin kom á miða nr. 5973 og litasjónvarpiö á miða nr. 6114. —mhg Þrjú ungmenni fórust í Krossá Aðfaranótt laugar- dagsins varð það slys að þrjú ungmenni drukknuðu í Krossá í Þórsmörk/ en tvennt komst lífs af, er Bronco-jeppa hvolfdi í ánni. Þau sem fórust voru Smári Kristján Oddsson, úr Kópavogi 22 ára# Ralph Cody frá Bandaríkjunum 23 ára/ og Christina John- son, frá Svíþjóð tæplega tvítug. Ferðafélagar þeirra sem björguðust eru Eva Lena Peterson frá Svíþjóð 25 ára, og Donald Brackin frá Banda- rikjunum 19 ára. Það var Smári heitinn sem ók jeppanum. Höfðu fimmmenning- arnir lagt af stað úr Reykjavik seint um kvöldið og komiö að Krossá um tvöleytið I svarta- myrkri. Lagöi ökumaöur I ána án þess að athuga um vað. Þegar jeppinn var kominn nokkrar bil- lengdir út i ána valt hann. A þeim stað þar sem þau fóru var alófært fyrir svona litinn bil. Ain var meiri aö vöxtum nú en nokkru sinni fyrr i sumar sökum rigningar dagana á undan slysinu. Stúlkan sem bjargaöist sat i aftursæti. Spyrnti hún upp aftur- hlera bilsins og komst út. Synti hún i land og komst að skála Ferðafélags tslands, þar sem skálavörður varð hennar var. Var brugðið skjótt við og þegar að var komið sást hvar pilturinn stóð uppi á flakinu. Lögreglan á Hvolsvelli kom fljótlega á slys- stað og velti við flakinu. Fundust þá lik hinna þriggja. Sænska stúlkan hélt til Stokk- hólms á sunnudag. Hún mun hafa sloppið að mestu við meiösli, en haföi hlotið snert af taugaáfalli. Bandarikjamennirnir, sem voru báðir sjóliðar i her Bandarikj- anna á Keflavikurflugvelli, munu hafa veriö kunnugir Smára. Þeir munu hafa kynnst stúlkunum fyrir nokkru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.