Þjóðviljinn - 22.08.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.08.1978, Blaðsíða 16
. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. ágúst 1978 Fossinn i Stakkholtsgjá. Strengjast fætur, stælist önd, styrkjast allir vöðvar — lungum rétta hjáiparhönd hjartans dælustöðvar. Kvöldsins bjarta bjarmaský ber við gullnu rimin — sólin vefur silfur i sumarnæturhimin. Lifnar rödd og leiftrar senn landsins forna gaman — við I Skagfjörðsskála enn skemmtum okkur saman. Skemmtanina skatnar bera skálaþili berst um loftið brot af spili — bergmálar i Slyppugili. Allir syngja, allir Ijá eyru sögn og stöku — hússins verðir þakka þá þessa stuttu vöku. Mörg vill sagan standa stöm stelast orð úr minni — en öll er frónska fræðin söm flutt á kvöldvökunni. Heyra má þá fólk er flest og fullur salur og syngja yndiseik og halur að undir tekur Langidalur. Ilorft úr Glugghelli. Sér yfir i Bása og á Ctigönguhöfða. Kvedid á kvöld- vöku 1973 Mörg er sálin þrautum þjáð en þykir léttast sinni, vænkast hagur, hækka ráð ' hér á Þórsmörkinni. Allir ganga upp á Hnúk ýmsir fram i helli — augu margra mæna sjúk mjög að Kjúpnafelli. Útigönguhöfði hár heillar, seiðir, dregur — konur mosafeta flár — fjandi er brattur vegur. Standir þú við Heiðarhorn hátt á Goðalandi kemstu i bland við fræði forn full með ugg og grandi. Um hádegisbilið var haldið fram yfir Krossá. Tindfjallajökull I baksýn. Gengiö inn i Bása. Hæst ber Útigönguhöföa. Slyppugil skoðaö I sunnudagsbliðu. Glugghellir er i klettarananum ofan viö skóginn á miöri mynd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.