Þjóðviljinn - 30.08.1978, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 30.08.1978, Qupperneq 3
Miðvikudagur 30. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Róbert Shaw er látinn DUBLIN 29/8 (Reuter) — Kvikmyndaleikarinn Robert Shaw, sem m.a. var þekktur fyrir leik sinn i kvikmyndinni „ókindin” („Jaws”) lést úr hjartaslagi nálægt heimiii sinu á Vestur- lrlandi I gær. Var hann i bif- reið ásamt fjöiskyldu sinni þegar hann veiktist skyndi- lega. Hann var þegar fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést skömmu siðar. Robert Shaw var 51 árs qg hafði bæði getið sér orð fyrir ritstörf og kvikmyndaleik. Samdi hann fimm skáldsög- ur, sem fjalla gjarnan um einmanaleika mannsins og einangrun. Ein þeirra var „Maðurinn i glerbásnum” sem fjallaði um réttarhöldin- yfir Adolf Eichmann, og voru gerð eftir henni bæði leikrit og kvikmynd. Hann hóf leikferil sinn sem Shake- speare-leikari og kom fyrst fram i Macbeth á hátiða- sýningu i Stratford, en hann varð fyrst frægur fyrir að leika Hinrik 8. i myndinni ,,A Man for all seasons.” Hann kom fram i 27 kvikmyndum og urðu sumar þeirra mjög vinsælar. „Hjartaknús- ari” rœöur sér bana Phoenix, Arizona, 29/f (Reuter) — Talið er að hinn þekkti franski leikari Chari- es Boyer, sem iést i Phoenix i gær á 79. aldursári, hafi ráðið sér bana vegna ör- væntingar yfir dauða konu sinnar. Charles Boyer var ákaf- lega þekktur „hjartaknús- ari” á blómaskeiði Holly- wood-mynda milli 1930 og 1950 og lék hann aðalhlut- verk i meira en fimmtiu kvikmyndum ásamt stjörn- um eins og Grétu Garbo, Jean Harlow, Ritu Hayworth og BetteDavis. En ieinkalifi sinu hélt hann sér þó við eina konu, ensku leikkonuna Pat Paterson, og bjuggu þau saman i hamingjusömu hjónabandi i 42 ár. Pat Paterson lést úr krabba- meini fyrir þremur dögum og aðeins tveimur dögum siðar svipti Boyer sig lifi. Charles Boyer og kona hans áttu einn son, Michael, sem skaut sig árið 1965, vegna misheppnaðra ásta- mála. Lögreglu- þjónar sœrast á kjötkveðju- hátíð LONDON 29/8 (Reuter) — Fimmtðn lögregluþjónar særðust I London i gærkveldi i róstum, sem hófust rétt áð- ur en árlegri kjötkveðjuhátlð vestur-indiumanna átti að ljúka. Hún hafði staðið yfir i tvo daga og allt farið fram með friði og spekt til þessa. Að sögn lögreglunnar voru 34 menn teknir höndum fyrir rán, vopnaburð, þjófnaði, til- raunir tii þjófnaða og áreitni við lögregluna. Öeirðirnar hófust þegar um 300.000 menn voru saman komnir á götum Notting Hill hverfisins i vesturhluta Lon- don og hlustuðu á hljóm- sveitir leika reggae-tónlist frá Vestur-Indium. Vasa- þjófar höfðu fulla atvinnu og slógust jafnvel um bestu miðin. Þessi kjörkveðjuhátið er e.k. hátið vestur-india- menningar. Undanfarin ár hefur oft komið til óeirða i sambandi við hana. Mario Soares og Nobre da Costa(t.h-) Ný stjórn 1 Portúgal LISSABON 29/8 (Reuter) — Alfredo'Nobre da Costa, hinn nýi forsætisráðhcrra Portúgals, sór i dag embættiseið. Við þá athöfn hélt Antonio Ramalho Eanes for- seti landsins ræðu þar sem hann sagði að þörf væri á ströngu að- haldi I fjármálum til að endur- reisa efnahag landsins. Með valdatöku hinnar nýju stjórnar Nobre da Costa sem er utanþingsstjórn lauk stjórnar- kreppunni i Portúgal, sem staðið hefur i meira en mánuð. Á hann að bera stefnuskrá sina undir þingið 7. september, og hefjast þá fimm daga umræður sem munu ráða örlögum þessarar stjórnar, en hún er hin niunda sið- an byltingin var gerö 1974. Eanes forseti sagði að ef svo færi að þingiðveitti stjórninni ekki traust sitt, hlyti hann að draga þá ályktun aö stjórnmálaflokkarnir æsktu beinlinis eftir þvi að kosn- ingar yrðu haldnar. Enn sem komið er hefur bó enginn flokkur sagst myndu bera fram van- trauststillögu. En ýmsar blikur voru þó I lofti þegar Nobre da Costa sór embættiseiðinn, þvi aö miðdemó- kratar hafa fyrst við vegna um- mæla hans l viötali við franska dagblaðið ,,Le Monde”, og á- kváðu þeir þess vegna að vera ekki viðstaddir athöfnina. Það voru miðdemókratar sem ollu falli síðustu stjórnar, sem Mario Soares og sósialistaflokkur hans höfðu forystu i, með þvi að slita stjórnarsamvinnunni. I þessu viðtali, sem erti miðdemókrata til reiði, sagði Nobre da Costa m.a. að ráðherrar þessarar nýju stjórnar væru hæfari til starfa en ýmsir hinna gömlu voru. Sósialistar ásökuðu Eanes um brot á stjórnarskránni þegar hann bolaði stjórn Soares frá völdum og valdi Nobre da Costa sem forsætisráöherra, en þeir biða nú átekta og hafast ekki aö. Versnandi horfur í deilunum í Líbanon BEIRUT 29/8 (Reuter) — Til skotbardaga kom I Llbanon i dag bæði i Beirút og I suðurhluta iandsins, og eru stjórnmálaleið- togar þar mjög svartsýnir. í dag var skýrt frá þvi aö árekstrar hefðu orðiö milli hægri sinna og sýrlensku friðarsveit- anna i suöurhverfum Beirut og hefðu þeir bæði skotiö úr vél- byssum og. sprengjuvörpum hvorir á aðra. Sagöi útvarp falangista aö einn maður hefði fallið og mikið tjón orðið á byggingum vegna skothriðar sjrlenskra hermanna frá hverfí Múhameöstrúarmanna yfir i hverfi kristinna manna. A þess- um slóöum hefur verið mjög grunnt á þvi góða milli sýr- lendinga og hægri sinna undan- farna daga. Útvarp falangista sagði einnig að fimm ættingar tveggja þingmanna hefðu ftindist myrtir I bænum Bsharri i Norð- ur-Libanon. Heföu sýrlenskir her- menn áður haft þessa menn i gæsluvarðhaldi. A sama tima kom einnig til harðra skotbardaga i Suður-Libanon mílli palestinu- skæruliða og hægri manna, sem njóta stuðnings israela, og sögðu palestinumenn að markaðsbær- inn Nabatiyeh hefði orðið fyrir skothriö frá israelsku landi i þriðja sinn á tveimur sólarhring- um. Astandið er talið mjög alvar- legt og var aðalfyrirsögn dag- blaösins „L’Orient — Le Jour” i dag: „Hætta á styrjöld sýr- lendinga og fsraela i Libanon”. Embættismenn i Jerúsalem sögðu aö Israelsstjórn hefði mikl- ar áhyggjur af árásum sýr- lendinga á kristin þorp, og sögðu þeir aö stjórnin hefði beðið bandarikjamenn aö skýra sýr- lendingum frá þessum áhyggj- um; gætu israelar ekki setiö auð- um höndum ef ástandið versnaði I Libanon. Hafez al-Assad, forseti Sýr- lands, sagði fréttamönnum að her hans gæti staðist hvaða árás Isra- ela sem væril Suður-Libanon. En Pierre Gemayel, ieiðtogi falang- ista, var mjög svartsýnn eför við- ræður sínar við Sarkis forseta. Sagði hann fréttamönnum að i hvert skipti sem mönnum virtist einhver lausn vera fundin yröi á- standið i Libanon enn verra og hættulegra, og liti nú út fyrir að guð einn gæti fundið lausn á mál- efnum landsins. Fornleifa- fundur i S- Tyrklandi ANTALYA, Tyrklandi, 29/8 (Reuter) — Við fornieifagröft i grennd við Antalya I Suður-Tyrk- landi hafa fundist merkar forn- leifar frá timum Rómverja. Meðal þeirra eru einkum mósaik- gólfskreytingar, sem eru 1000 fer- metrar, fundarsalur með 250 sæt- um, markaðstorg og götur með stigaþrepum. Þessar leifar eru taldar vera af borginni Arikanda, og fundust þar einnig brot úr styttu af Hadr- ian keisara. Aöur höfðu fundist á þessum stað leikhús, iþróttavöll- ur og nokkrar grafir, sem einnig voru frá timum Rómverja. Laus staða Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða kennara að búvisindadeild skólans. Aðal- kennslugreinar liffæra- og lifeðlisfræði búfjár. Laun samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist landbúnaðarráðu- neytinu fyrir 15. sept. n.k. Landbúnaðarráðuneytið.' 29. ágúst 1978. Kerfisfræðlngar Óskum að ráða starfsmenn i kerfisfræði- deild. Æskileg er menntun eða reynsla á við- skiptasviði, einkum er varðar bókhald og/eða launaútreikninga. Umsóknareyðublöð eru afhent i afgreiðslu stofnunarinnar. Umsóknum sé skilað til starfsmannafull- trúa fyrir 5. sept. 1978. SKÝRSLUVÉLAR RfKISINS OG REYKJ AVÍKURBORGAR Háaleitisbraut 9. HAFNARFJÖRÐUR Skrifstofustörf Eftirtalin störf við skóla i Hafnarfirði eru laus til umsóknar: Flensborgarskóli: 1/2 starf skólaritara, ráðningartimi frá 1. nóv. n.k. öldutúnsskóli: 1/2 starf skólaritara, 11 mánuði á ári, ráðning strax. Engidalsskóli: Skrifstofustarf ásamt hús- vörslu og fl. 11 mánuði á ári, ráðning strax. Laun samkvæmt samningi við Starfs- mannafélag Hafnarfjarðarkaupstaðar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Fræðsíú- skrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, fyrir 6. spet. n.k. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður RITAR óskast til starfa við rikis- spitalana. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin ásamt góðri réttrit- unar- og vélritunarkunnáttu. Um- sóknir sendist starfsmannastjóra og veitir hann einnig upplýsingar i sima 29000 (220). Reykjavik, 30. 8. 1978. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.