Þjóðviljinn - 30.08.1978, Side 4

Þjóðviljinn - 30.08.1978, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. ágúst 1978 NOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalyós hreyfmgar og þjóöfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Berg- mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla auglýs- ingar: Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Rökrétt framhald kjarabaráttunnar Fjögur ár eru liðin síðan ríkisstjórn hægri aflanna í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki hóf stríð við samtök launafólks með lækkun kaups almenns launafólks um 25%, skerti kjör lífeyrisþega og beitti sjómenn kaup- ránslögum. Síðasta kjörtímabil var samfellt stríð ríkis- valds og samtaka launafólks. Alþýðubandalagið studdi jafnt innan þings sem utan kjarabaráttu launafólks og stóð vörð um hagsmuni þess. Það var ekki síst fyrir ein- arða afstöðu Alþýðusambandsþings 1976 og fyrir for- ystu sósíalista innan verkalýðshreyf ingarinnar að vörn var snúið í sókn í verkalýðsbaráttunni með sólstöðu- samningunum t fyrra. En fjandsamlegt ríkisvald sýndi fljótt klærnar aftur og ógilti gerða kjarasamninga. Sú árás kallaði á nýjar baráttuaðferðir hinnar faglegu og pólitísku verkalýðshreyf ingar. Rikisstjórn Geirs Hallgrímssonar setti kaupránslögin í febrúar með það í huga að sýna launafólki það svart á hvítu hver valdið hefði til að stjórna landinu. Stjórnar- andstöðuf lokkarnir og heildarsamtök launafólks hófu þá stéttastríð við hægri öflin í ríkisstjórn og atvinnurek- endasamtökum og það stríð stendur enn. Samtök launa- fólks sýndu ótvíræðan styrk sinn með allsherjarverkfall- inu í byrjun mars og síðar með útflutningsbanninu. í fyrstu voru andsvör samtaka launafólks í farvegi þröngrar kjarahyggju en ítrekuð árás ríkisstjórnar- flokkanna kallaði á svör launafólks i stjórnmálabarátt- unni. Bráðabirgðalögin í maí sem voru endurtekin árás á samningsrétt og 8 stunda vinnudaginn knúðu hvert verkalýðsfélagið og heildarsambandið innan ASÍ á fætur öðru til að skora á meðlimi sína að kjósa ekki kaupráns- flokkana. Alþýðubandalagið gerði baráttumál launafólks að kjörorðum sinum í kosningabaráttunni. Það háði kosn- ingabaráttuna í vor fyrstog fremst á sviði efnahags- og kjaramála. Alþýðubandalagið krafðist þess að samning- ar væru virtir og skoraði á launafólk að heyja kjara- baráttuna í kjörklefanum, þv/ kjörseðillinn væri vopn í kjarabaráttunni. Launafólk fylgdi áskorunum stéttafé- laga og verkalýðsflokkanna og vígi afturhaldsins féllu hvert af öðru í lok mai og júni. En ennþá situr sama rikisstjórn og setti kaupránslögin og hún getur enn feng- ið endurnýjun lífdaganna ef samstaða launafólks brest- ur. Það tveggja mánaða þóf sem nú hefur staðið um stjórnarmyndun er framhald þeirrar kjarabaráttu sem háð hefur verið s.l. fjögur ár. I því þófi hefur Alþýðu-' bandalagið beitt sér fyrir myndun vinstri stjórnar sem virti kjarasamninga og tryggði óskertan kaupmátt mið- að við síðustu samninga. Sigur Alþýðubandalagsins í kosningunum varð ekki nægur til að knýja fram róttæk úrræði og uppskurð á íslensku auðvaldsskipulagi. En styrkur Alþýðubandalagsins hefur þó nægt til að hindra að Alþýðuf lokkurinn gæti knúið f ram 7% kjaraskerðingu og hindrað það að sá f lokkur er hlaut mestu fylgisaukn- inguna gerðist kaupránsf lokkur. Alþýðuf lokkurinn sem metur orð erlendra „erkibiskupa" meir en boðskap launafólks hindraði það að forysta nýrrar stjórnar væri í höndum verkalýðsflokks. Alþýðubandalagið gerir allt sem í þess valdi stendur til að staðið verði við loforðin um gildi samninga og til að leiða þennan áfanga kjara- baráttunnar er hófst 1. mars til lykta með hagsmuni launafólks að leiðarljósi. Nú þarf að fylgja kosningasigrinum eftir. Það þarf að hindra það að 8000 manns í íslenskum fiskiðnaði verði atvinnulausir um næstu mánaðamót. Það þarf að tryggja það að viðnám verði hafið gegn verðbólgu og tryggja þarf kaupmátt launa. Þessi verkefni kref jast nú úrlausnar. Það er skylda Alþýðubandalagsins að sýna launafólki að það stendur við sín fyrirheit og sanna að hægt sé að stjórna íslensku þjóðfélagi þannig að kjör og hagsmunir verkalýðsins sitji í fyrirrúmi. Alþýðubandalagið hefur ætíð verið hinn skeleggi mál- svari launafólks í kjarabaráttunni. Það háði kosninga- baráttuna með efnahags- og kjaramálin í öndvegi. Það er rökrétt framhald þeirrar baráttu að taka þátt í yfir- standandi stjórnarmyndunartilraun. Takist að tryggja fyrrgreind baráttumál launafólks fyrir forgöngu Alþýðubandalagsins þá er leiðin greiðfærari til að fylgja fleiri og mikilvægari baráttumálum fram til sigurs. —óre Heiðursmaður og huldumaður Eyjólfur Sigurösson prentari er sérstakur heiðursmaður og okkur Alþýðubandalagsmönn- um einkar velviljaður og hjálp- samur. Ef lesendur átta sig ekki á þvi við fyrstu sýn, hver þessi góði drengur er, skal hresst upp á minnið: hann er formaður framkvæmdastjórnar islenska Alþýðuflokksins. . Eyjólfur hefur verið tilnefnd- ur sem liklegur huldumaöur fjárflutninga frá Norðurlanda- krötum til islenskra jábræöra þeirra. Sá huldumaður hefur tekið við skuldbindingum um það að sjá til þess, að islenskir kratar noti ekki gjafaféð i neinn óþarfa. Mestu máli skipti að girða fyrir ótimabær áhrif vinstri sinna i verkalýðsfélög- um og annars staðar á pólitisk- um vettvangi hér heima i fá- sinninu. Þetta er svo sem ekkert nýtt. Vitað er aö danskir kratar gerðu það að skilyrði fjárveit- inga hingað til „bræðraflokks- ins” hér áður að „bræðurnir” yrðu djarfir og hraustir i fram- göngunni gegn kommúnisman- um. Svipuð skilyrði fylgja jafn- an mútugjöfum á vegum CIA og NATO. Pólítíkin hans er í lagi Eyjólfur vinur okkar Sigurðs- son er að sjálfsögðu einkar póli- tiskur maður, svo sem manni i hans stöðu ber að vera. Ekki er vitað til þess að pólitik hans Eyjólfur Sigurðsson: „Ennþá einu sinni hafa kommúnistar á islandi sannað þaö, aö þeir eru til alls visir” (meira aö segja visir til þess að ganga til stjórn- arsamstarfs við Alþýðuflokkinn minn, æ! æ!). við aðra fer eftir málefnum en ekki duttlungum. Sá Alþýðuflokkur sem Eyjólf- ur Sigurðsson lýsir i greinum sinum er ekki Alþýöubandalag- inu að skapi og það er rétt hjá Eyjólfi að hafa glöggar marka- linur milli hans og okkar, Al- þýðubandalagsmanna. Framkvæmdastjórn Alþýðuf lokksins fær sér málgagn Það er býsna táknrænt um stöðu Alþýðuflokksins, að for- inn hafnaði þvi beiðni Lúöviks kurteislega”. Lúðvík fjarstýrir Verkamannasambandinu! Það er svo sér kapituli hvern- ig Eyjólfur túlkar það ,,þegar Verkamannasambandiö skoraði á Alþýðuflokk og Alþýöubanda- lag að gera nýja tilraun til myndunar rikisstjórnar”. Þar sér hann aðeins lymskufulla út- sendara Alþýðubandalagsins, Lúðviks Jósepssonar og heims- kommúnismans að verki, og fremstur þessara er auðvitað Guðmundur J. Útflutningsbann- ið er lika einkaaðgerð Guð- mundar, að þvi er Eyjólfur virð- ist halda. Það var eins og við héldum, að innan Verkamanna- sambandsins væru ekki gerðar neinar meirihluta samþykktir nema með atfylgi ýmissa flokksbundinna Alþýðuflokks- manna, sem jafnvel eigi aðgang að framkvæmdastjórn flokks sins. En formanni fram- kvæmdastjórnarinnar virðist vera ókunnugt um það, og er ekki óliklegt, að þetta lýsi kunn- leika hans innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Skyldi hann ekki vera kunnugri innan ,,sam- taka um vestræna samvinnu”? Best gætum við trúað þvi. Gagnrýnandi yfirgefur stjórnarráðiö Matthias A. Mathiesen hefur ekki af miklu að státa i viötali við flokksblað sitt, Morgunblað- ið, i gær. Flokksblaðið vili að sjálfsögðu fá svör við þvi, hvernig hafi nú gengið að standa vörð um „sjálfstæðis- stefnuna” undanfarin 4 ár og ná merkustu stefnumiðunum fram. Eyjólfur Sigurðsson form. framkvstj. Alþýðuflokksins: Slysi afstýrt Stjórnarforystu kommúnísta hafnað beinist að þvi að efla réttinda- baráttu verkalýðsins, hvað þá stéttvisi hans og stéttarþroska (Gud bevar’ os, manden er jo socialdemokrat!). Ekki hefur heldur frést af áhuga Eyjólfs á atvinnuuppbyggingu eða efna- hagslegu sjálfstæði þessa eyrik- is okkar allra. Menningarlega reisn skulum við láta liggja milli hluta, nema ef menn vildu dæma um það af ritsmiðum mannsins. Þvi Eyjólfur böl- verkast nokkuð á ritvellinum, nú siðast í Morgunblaðinu i gær. Sist af öllu verður Eyjólfur Sigurðsson sakaður um það að hann komi ekki til dyranna eins og hann er klæddur. Pólitik hans er ljós og einföld og i besta sam- ræmi við Islandspólitik norskra krata og bandariskra erind- reka: Einangrum vinstri menn („kommúnistana”), rekum þá alla inn i Alþýðubandalagið, sti- um þeim siöan frá áhrifum, ger- um samstarf Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem erfiðast. Hjálpfýsi viðað draga mörkin Það er rétt og skylt að skýr mörk séu á milli þeirra stjórn- málaflokka, sem eru ólikir að stefnu og hlutverki. Alþýðu- bandalagið hefur haslað sér völl sem sósialiskur verkalýðsflokk- ur, óháð öllum nema umbjóð- endum sinum, islenskri alþýðu. Hlutverk Alþýöubandalagsins er að beita sér fyrir alþýðuvöld- um, þjóöfrelsi og menningarlifi. Þetta eru þrir fletir sama mark- miðs. Alþýðubandalagið vill hafa samstarf við öll þau öfl sem vinna að einhverjum þátt- um þessa markmiðs, og á hinn bóginn skilur flokkurinn sig frá þeim, sem vinna þar á móti. Þetta er eins og gengur, en meginatriöið er það að samstarf maður framkvæmdastjórnar hans skuli rita stefnumarkandi grein sina i Morgunblaðið. Und- ir forystu hægri manna, NATO- sinna og þeirra sem ganga er- lendum peningagefendum á hönd er Alþýðuflokkurinn orö- inn svo laus i sér, aö hann megnar ekki lengur að koma út málgagni á islenskan dag- blaðamarkað. Og þá finnst for- manni framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins eðlilegast £tð leita til aðalmálgagns Sjálf- stæðisflokksins og biðja það fyrir stefnumarkandi hugleið- ingar sinar. Eyjólfur játar neituninni Hreinskilni er þakkarverð, og þegar i fyrirsögn greinar sinnar segir Eyjólfur Sigurðsson það sem mestu máli skiptir: Slysi afstýrt — stjórnarforystu kommúnista hafnað. Hér ræðir að sjálfsögðu um það, þegar flokksstjórn Alþýðuflokksins gaf sitt véfréttarsvar við af- dráttarlausri spurningu Lúö- viks um, hvort Alþýðuflokkur- inn féllist á stjórnarforystu af hálfu Alþýðubandalagsins. Svarið var svo skritið að það þarfnaðist túlkunar, en i sjálfu sér var þó auðskilin meiningin: Alþýðuflokkurinn sætti sig ekki við Lúðvík. Hins vegar fengust Benedikt Gröndal og aörir for- mælendur flokksins útávið ekki til að gefa hrein svör og voru með einlægar vifilengjur þegar þeir voru spurðir um túlkun á véfréttinni. Nú hefur Eyjólfur talað og tal hans er skýrt: „Sem betur fer eru flestir Alþýðu- flokksmenn þeirrar skoðunar, að það komi ekki til greina að kommúnisti verði forsætisráð- herra á tslandi. Alþýðuflokkur- — Hvað um þaö stefnumiö Sjálfstæöismanna að minnka rikisumsvifin? — Rlkisútgjöldin hafa verið sifellt að aukast og starfsmönnum rikisins fjölgar verulega. Hins vegar skipaöi ég nefnd... — Hvers vegna hafa ráðherr- ar Sjálfstæðisflokksins ekki beitt sér fyrir þvi að rikið hætti afskiptum af atvinnurekstri? — Ja, það hefur verið unnið mark- visst að þessu, en árangurinn sést kannske ekki fyrr en i tiö eftirkomenda okkar i stjórnar- ráðinu. — Arangur i baráttunni gegn verðbólgunni, „mörgum þykir hann býsna takmarkaður og kenna m.a. um veikri stjórn rikisfjármála”. „Það er rétt að rikisstjórninni tókst ekki að vinna bug á verðbólguvandan- Ulii.... Sjálfsgagnrýni er upphaf allr- ar gagnrýni, Matthias! —h. Matthlas A. Mathiesen: kom ekki fram neinum stefnumið- um, en setti nefnd i málin.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.