Þjóðviljinn - 30.08.1978, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 30.08.1978, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 30. ágúst 1978 Medalframleidsla mjólkur á býli: m wnwéut | KYtueu m i íunut t um* 2 wm irííuöt* Uítm t mm i tó ■■■mi'- um* : 1 mSU' 1 1 mwMK V: Jtftw W' )■'■■" kífr w ^ i Meðal framleiöslumagn mjólkur á býli 1977 var 47.040 lit. eöa 5.500 lit. meira en áriö áður. Arskýr voru 14,1 og meðalnyt 3.332 ltr., sem var 5,8% hærra en árið áður. Framleiðslutekjur á árskú voru 286 þús. kr. en breytilegur kostnaður 127 þús. kr. og framlegö þvi 159 þús. kr. og er það 65% hækkun frá fyrra ári. Það voru 24 bændur, sem höföu yfir 200 þús. kr. i framlegö eftir árskúna en 9 bændur með minna en 100 þús. kr. (Heim.: Uppl. þjón. lanbd.).' —mhg Norðri skrifar: Atkvæðisréttur og herseta ITimanum 23/8 varpar Halldór Kristjánsson fram þeirri spurn- ingu til hernámsandstæðinga hvort þeir telji eðlilegt að atkvæði Reyknesinga gildi jafnt atkvæð- um annarra landsmanna við Alþingiskosningar, þar sem fjöldi þeirra hafi „framfæri sitt af þjón- ustu við útlendan her”. ,, Er það eðlilegt að þeir, sem lifa á beinni þjónustu við útlend- inga, hafi sama rétt og áhrif þeg- ar ákveðið er um viðkvæmustu sjálfstæðismál, og aðrir lands- menn?*,' spyr Halldór. Undirritaður hefur nú talið sig hafa nokkra ástæðu til að álíta Halldór Kristjánsson hernáms- andstæðing en hvort sem það er rétt eða ekki liggur nærri að skilja orð hans svo, að Reyknes- ingum beri, vegna hersetunnar, að una við annan og minni at- kvæðisrétt en aðrir kjósendur. Nú er það svo, að hvorki Reyk- nesingar né aðrir landsmenn hafa nokkurntima verið beinlinis um það spurðir, hvort þeir óskuðu hersetunnar. Stjórnvöld hleyptu hernum inn i landið án þess að spyrja þjóðina. Áreiðanlega hafa þessi sömu stjórnvöld gert sér grein fyrir þvi, að dvöl herliðsins hér hlyti að hafa það i för með sér, að „fjöldi” Islendinga kæmi til með að „lifa á beinni þjónustu við útlendinga”. Reyknesingum er það hvorki að þakka né kenna, að hér skuli vera erlendur her. Þeir hafa ekkert um hann beðið. Það væri þvi ranglátt, að þeir gyldu dvalar hans hér i réttar- skerðingu. Þess ber og að gæta, að mikill meiri hluti kjósenda i Reykjaneskjördæmi hefur enga atvinnu af hersetunni. Hvers ættu þeir að gjalda? Ætli það sé ekki einnig svo, að ýmsir menn, utan Reykjanes- kjördæmis, hafi fjárhagslegan ávinning af landvist hersins? Afleiðingar hersetunnar fyrir islenskt þjóðlif eru margvislegar og engar góðar. Ahrifasvæði hennar er ærið orðið þó aö við höldum atkvæðisréttinum utan þess. Norðri. Frá Svalbaröseyri: Horfur á góðri kartöfluuppskeru Bún- adar- blað- ið Freyr Blaðinu hefur borist 14. hefti Freys, þ.á. innihald þess er eftirfarandi. Um orlof, forfallaþjónustu og fridaga, (forustugrein). Um votheysgerð i flatgryfjum, eftir Bjarna Einarsson, kennara á Hvanneyri. Blátt hálsbindi, saga eftir Sigurð Funa. Sauðfjárræktarnámskeið i Edin borg, eftir dr. Ölaf Dýr- mundsson, ráðunaut. Dreif- ing raforku i sveitum, erindi Kristjáns Jónssonar, raf- veitustjóra, flutt á búnaðar- þingi sl. vetur. Jarðvinnsla 3. grein, eftir Sigfús Ólafs- son, ráðunaut. Verðbólgan og landbúnaðurinn, eftir Agnar Guðnason, blaðafull- trúa, Gæði eggjanna, eftir Gisla Kristjánsson fyrrv. ritstjóra. Fundarhöld um nýja ullarmatið, eftir dr Stefán Aðalsteinsson Egyptaland,— lýsandi dæmi um gildi vatnsins fyrir rækt- un, þýdd grein. Mæðiveiki i Noregi, eftir Július J Danielsson. Þá er birtur verðlagsgrundvöllur land- búnaðarafurða frá 1. júni s.l og Molar, innlendir og er- lendir fréttaþættir. —mhg Verslunarhús Kaupfélags Svalbarðseyrar. — Hér eru menn aöeins byrjaðir að taka upp kartöflur, sagði Karl Gunnlaugsson, kaup- félagsstjóri á Svalbarðseyri i við- tali við Landpóst s.l. föstudag. — Og það litur bara nokkuð vel út með sprettuna, eftir þvi sýnis- horni að dæma, sem komið er i sjónmál. Annars geri ég nú ekki ráð fyrir þvi, sagði Karl Gunn- laugsson, — að almennt verði fariðað taka upp fyrren úr næstu mánaðamótum. Ja, ég held aö vöxtur kartafln- anna sé hér bara nokkuð góður. Þetta tók nú seint við sér en júli- mánuður var ágætur og ágúst einnig framanaf. Aukin kartöflurækt Menn hafa heldur aukið kartöfluræktina hér upp á sið- kastið og ég býst við að hún sé með mesta móti í ár. Aföll af frostum hafa engin komið ennþá. Við vorum nú hræddir við frost i nótt sem leið, (föstudagsnótt). Það var alveg heiðríkt hér I gær- kvöldi ogum kl. 1 var hiti kominn niður i 1 stig en úr þvi fór hann að „draga upp á sig”, þannig að þetta slapp. Ekkert er um það að kartöflu- ræktin sé aðalbUgrein hér hjá bændum. Þó hefur frekar færst i það horf upp á siðkastið. Það er svona einn og einn, sem er að ýta öðru tii hliðar og er að byrja með kartöflurnar sem aðal bUgrein, hvort sem framhald verður nU á þvi. En hingað til hefur kartöflu- ræktin ekki verið aðal bUgrein hjá neinum bónda hér heldur aðeins til styrktar öðrum greinum. Raunar er ekki svo ýkja mikið um kartöflurækt hér á Svalbarðs- ströndinni. Hún hefur færst meira út i Höfðahverfið. Þó hefur hún heldur aukist hér á ný en hún datt mikið niður fyrir svona 3^1 árum. Að miklu leyti leggja menn kartöflurnar inn hjá hjá Kaupfé- laginu, fyrst og fremst auðvitað bændur hér á Ströndinni, og meiri hluti bænda í Höfðahverfinu gerir það einnig, en nokkuö fer þó þaöan til Kaupfélags Eyfirðinga. Byggingar hjá Kaupfé- laginu Flestir_ eru búnir að hirða öll hey oghér á Svalbarðseyri erum við önnum kafrir við að undirbúa sláturtiðina. Trúlega hefst slátrun hér um 12-15. sept. Við erum að byggja nýja fjárrétt, sem jafnframt á að vera vöru- geymsla. Er gott að geta sam- einað þaðþvi ekki ernúsvo mikil notkun á réttinni. Þá erum við og aðleggjasiðustu hönd á nýtt skrifstofuhúsnæði og erum að fara i miklar breytingar áversluninni. Skrifstofurnar hafa vérið i hliöarálmu en sjálft verslunarhúsið er tiltölulega nýtt oggottogvið byggjum hæöofan á það fyrir skrifstofurnar. Heita má að þessi bygging sé fullfrá- gengin og er hugmyndin aö flytja inn i fyrstu vikunni i september. kg/mhg Frá Kaupfélagi Borgfirðinga Meiri mjólk minna kjöt A aðalfundi Kaupfélags Borg- firðinga i vor kom fram, að Mjólkursamlagið i Borgarnesi tók á móti 10.5 milj. ltr. mjólkur árið 1977 og var það 5.1% aukning frá þvi árið áður. Fyrir mjólkurlitrann fengu bændur greiddar kr. 84.31, sem er nokkuð yfir grundvallarverð. Sjötiu og sjö þús. fjár var slátr- aö hjá Kaupfélagi Borgfiröinga en það er tveim þúsundum færra en árið á undan. — 1 skýrslu kaupfél agsstjórans, blafs Sverrissonar, kom fram, að hag- ur bænda gagnvart kaupfélaginu hafði batnað á siðasta ári og mætti eflaust þakka það góðu ár- ferðl' (Heim.: Freyr). —mhg Verslunarhús Kaupfélags Borgflrðinga, Borgarnesi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.