Þjóðviljinn - 07.09.1978, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 07.09.1978, Qupperneq 3
Fimmtudagur 7. septembcr 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3' ERLENDAR FRETTIR / stuttu máti Er Kortsnoi farinn að eldast? BAGUIO, Filipseyjum, (Reuter) — Menn velta þvi nú fyrir sér hvort hinn tuttugu ára aidursmunur sem er á miili keppendanna, Kortsnois og Karpovs geti reynst afdrifarík- ur i úrslitum keppninnar A morgun verður 19. skákin tefld, en henni var frestað um tvo daga, vegna veisluhalda. Kortsnoj hefur gert sér grein fyrir þvi að smámistök geta komið honum úr jafnvægi, og er nú stóra spurningin hvort hann haldi út að tefla i fimm klukku- stundir. Diplómatar í dýflissu PARtS, 6/9 (Reuter) — Frést hefur að þrir stjórnarerindrek- ar traks, sem vlsað var úr Frakklandi sitji nú i fangelsi i Bagdað. Þremenningarnir voru handteknir 31. júli þegar til skothriðar kom fyrir utan sendi- ráð lands þeirra i Paris. Að- dragandi málsins var sá að Palestinu-arabar voru með læti fyrir utan sendiráðið og komu franskir lögreglumenn til að handtaka þá. En þegar lögreglan var að færa fangana inn i bilinn, skutu þre- menningarnir á fangana með þeim afleiðingum að franskur lögregluþjónn lét lifið. Nú sitja þeir inni i Bagdað og biða dóms fyrir að bera ábyrgð á þessum skotbardaga. Nokkrum dögum seinna en til bardagan.s kom, var fulltrúi PLO myrtur i Paris og leikur grunur á að þrlr palestmuarabar hafi komið þar við sögu. Stríðsglœpamaður fyrir rétti BRASILtA, 6/9 (Reuter) — Til Brasiliu er kominn yfirmaður úr pólsku lögreglunni i þvl augnamiði að fá striðsglæpa- mann framseldan. Auk Pól- verja, krefjast tsraelsmenn, Vestur-Þjóðverjar og Austur- rikismcnn þess að maðurinn verði framseldur. Maöurinn sem sakaður er um morð á þús- und gyðinga i seinni heimsstyrj- öldinni, nefnist Gustav Franz Wagner. Pólverjar halda þvi fram að Wagner hafi verið undirforingi i Sobibor fangabúðunum i Pól- landi og borið ábyrgð á lifi margra þeirra 250.000 gyðinga sem talið er að hafi látið lifið 1 Póllandi undir hernámi nasista. Wagner var handtekinn i vor og hefur neitað öllum ásökunum sem á hann eru bornar og segist aðeins hafa verið timburmaður i fangabúðunum og þvi ekki bor- ið ábyrgð á neinu mannslifi. Pólski lögreglumaðurinn mun biða i Brasilíu þar til innlendir dómsstólar hafa kveðið upp dóm i málinu. Sá kasti fyrsta steininum... TEL AVIV, 5/9 (Reuter) — For- stjóri Flugfélags Austurrikis tók á.rás i dag eftir 18 ára gam- alli þungaðri konu sem þeytt hafði steini inn um glugga skrif- stofu hans og auk þess krotað ókvæðisorð I garð Bruno Kreisky, kanslara Austurrikis á vegg. t för með ungu konunni voru þrlr karlmenn. Lögreglan segir að stúlkan sé bandariskur rikisborgari en bú- sett i Israel, en að öðru leyti séu upplýsingar ófáanlegar upp úr henni. Grunur leikur þó á að stúlkan sé félagi i öfgafullri gyðingahreyfingu. Ástæða þessara aðgerða stúlkunnar er talin vera orð höfð eftir kanslaranum i israelsku dagblaði, þar sem hann fer háðulegum orðum um Begin forsætisráðherra tsraels. Formaður vináttufélags þess- ara tveggja landa hefur sagt af sér i mótmælaskyni við orð kanslarans. Begin og Sadat hittast hjá Carter THURMONT, Maryland, 6/9 (Reuter) — t gærkveldi hófst fundur Begins forsætisráðherra tsraels og Sadats Egyptalands- forseta. Forseti Bandarikjanna, James Earl Carter ræddi eins- lega við Sadat i gær, skömmu eftir komu hans til Camp David þar sem fundurinn er haldinn. Ráðamennirnir gáfu ekkert út á hvort þeirværu tilbúnir að ganga að tillögum Bandarikjaforseta til að varðveita og tryggja frið i Miðausturlöndum. Óeirðir í Tyrklandi ANKARA, 5/9 (Reuter) -Rúm- lega fjörutiu manns voru hand- teknir i borginni Sivas i dag, eftir tveggja daga óeiröir. Að sögn tyrkneska útvarpsins létu niu manns lifiö i þessum átök- um. Ró hefur færst yfir borgina á ný. Lögreglusveitir voru kall- aðar frá þremur nærliggjandi bæjum til að bæla niður óeirð- irnar sem urðu á milli mismun- andi hópa múhameðstrúar- manna, og höfðu breiðst út um úthverfi Sivas. Skemmdarverk voru unnin á verslunum og fyrirtækjum og sagði lögregan að fjörutiu og fjórir sætu i fangelsi, eitt hundrað og sex heföu særst og niu manns látið lifiö. Mannrán í Bólivíu LA PAZ 5/9 ( Reuter) — Lög- regluyfirvöld I Bóliviu segjast hafa bjargað tveimur Banda- rikjamönnum úr klóm mann- ræningja. Mönnunum var rænt um siðustu helgi i bænum Santa Cruz, sem liggur suðaustur frá höfuðborginni. Ræningjarnir kröfðust 1.2 miljónar dollara I lausnargjald, en lögreglunni tókst að bjarga mönnunum ósködduðum. Mannræningjarn- ir komust undan. Dregið i fjölskyldugetraun Flugleiða i gœr: 33 þúsund lausnir 1 gær var dregið I Fjölskyldu- getraun Fluglciða, sem lauk 1. sept.s.l. Alls bárust yfir 33 þúsund lausnir úr öllum lands- hlutum. Dregið var úr svörunum kl. 14.00 að viðstöddum fulltrúa borgarfógetans I Reykjavik, Jónasi Thoroddsen. Upp komu eftirtaiin nöfn: briggja vikna fjölskylduferð til Miami, hlaut Pálmi Ólafsson, Laugarnesveg 52, Reykjavik. Tveggja vikna fjölskylduferð til Alpafjaíla, hlaut Kristján B. Kristjánsson, Melhúsum, Bessa- staðahreppi. Tveggja vikna fjölskylduverð til Parisar, hlaut Jóhanna Eggertsdóttir, Framnesvegi 14, Keflavik. Farseðlar fyrir tvo á milli- landaleiðum Flugleiða hlutu:Jón Guðmundsson, Bogaslóð 12, Höfn Hornafirði. Fjalar Sigurðarson, Bjarnhóla- stig 19, Kópavogi. Kristján Einarsson, Enni„ Viðvikurhrepp, Skagafirði. Gisli Rúnar Magnússon, Syðra- Brekkukoti, Eyjafirði. Marteinn Jónasson, Kjalarlandi 17, Reykjavik. Hildur Hansen, Bárugötu 10, Dalvik. Sigrún óladóttir, Sveintúni, Grimsey. Arnór Sveinsson, Hjaltabakka 10 Reykjavik, Þóra K. Magnúsdóttir, Hrauns- múla, Staðarsveit Snæfellsnesi. Jón Geir Agústsson, Hamragerði 21, Akureyri. Farðseðla fyrir tvo á innan- landsleiðum Flugleiða hlutu: Hildur Ruth Gisladóttir, Sólvalla- götu 6, Reykjavik. Skúli Skúlason, Ennisbraut 35, Ólafsvik, Haukur Jónsson, Stekkjagerði 8, Reykjavik. Hans Hafsteinsson, Breiövangi 32, Hafnarfirði. Embla Dis Asgeirsdóttir, Sæviðarsundi 56, Reykjavik. Anna Steinunn Guðmundsdóttir, Bræöratungu 14 Kópavogi. Sigriður Magnúsdóttir, Þykkvabæ, Rangárvallarsýslu. Hjördis Sigurðardóttir, Arnar- tanga 14, Mosfellssveit. Erlendur Magnússon, Sævar- görðum 7, Seltjarnarnesi. ólafur Valdimarsson, Vorsabæ 19. Reykjavik. Margrét Jónsdóttir dró úfréttum lausnum f Fjölskyldugetraun Flugleiða, en alls bárust yfir 33 þús. get- raunaseðlar. Auk Margrétar eru á myndinnl Alfreð Eliasson forstjóri, Jónas Thoroddsen fulltrúi borg- arfógeta, Gunnar Helgason forstöðum. lögfræðideildar og Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi. Ljósm. Kristinn Benediktsson 16. ekt.—4. nóv. Fararstjóri: Kristin Guðmundsdóttir innanhússarkitekt. Ferðaáætlun: Flogið London — Hong-Kong og til baka sömu leið Dvalist i Hong-Kong einn dag á útleið.borgin skoðuð Farið með járnbraut Hong-Kong — Kwang — Chow (Kanton) ferðast um Kina til 1. nóv. komið m.a. til Peking — Shanghai — TSINGTAO — TSIAN Dvalist i London 2 daga á heimleið. örfá sæti laus, ferðinni lokað næstu helgi. O Ferdaskri/stola KJARTANS HELGASONAR SkolavorÖustig 13A fíeyk/avik simi 29211

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.