Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.09.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. september 1978 UODVIUINN Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjóri: Kjartan Olafsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Aug- lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, aug- lýsingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Raunhæft jafnrétti einnig fyrir fatlaða Raunhæft jafnrétfi mannanna er einn aðalhornsteinn lýðræðisins. Jafnrétti snertir ekki aðeins jaf nrétti gagn- vart lögunum, heldur er jafnrétti mun meira. Það er jafn réttur hvers einstaklings til lífsgæða, án tillits til efnahags, stéttar, þjóðf lokks eða kyns til þess að leita og njóta lífshamingju. Allir eiga að hafa jafnan rétt til að þroska hæf ileika sina og hagnýta þá sjálf um sér og þjóð- félaginu til hagsældar. í þessu er jafnréttishugsjónin fólgin. Víða er jaf nréttishugsjón lýðræðisins þverbrotin. Mikið hef ur skort á til að mynda í íslensku þjóðfélagi að allir þegnar þess séu jafnir gagnvart lögunum. Enn meira hefur skort á efnahagslegt jafnrétti. Undanfarin ár hefur aftur á móti mest borið á baráttu námsfólks fyrir jafnrétti til náms og jafnréttisbarátta kynjanna hefur skipað öndvegið siðustu árin. Ef jafnréttis- baráttan er sett í eðlilegt alþjóðlegt samhengi, þá skortir enn mikið á að jöfnuður náist. Enn verða þúsundir að berjast fyrir lágmarks mannréttindum, og enn deyja þúsundir í baráttunni fyrir jafnrétti fyrir lögunum. í hinum svonefndu velferðarrikjum hefur jafnréttis- baráttan fengið víðfeðmara inntak en jafnréttisbarátta liðinna áratuga. Þrátt fyrir lagabókstafi um jafnan rétt þegnanna eru f jölmennir þjóöfélagshópar sviptir réttinum til að hafa áhrif í þjóðfélaginu og taka þátt í atvinnu- og menningarlifi samborgaranna. Fjölmennir hópar eru sviptir þeim mannréttindum sem aðrir þjóðfélags- þegnar njóta m.a. vegna fötlunar. Rannsóknir sýna að 15 prósent hverrar þjóðar eru að einhverju leyti fatlaðir. I þeirri tölu eru börn innan þriggja ára aldurs sem eru fötluð gagnvart umhverfi sínu og eins gamalt og veik- burða fólk, auk þeirra sem eru fatlaðir af völdum slysa, veikinda eða fæðingargalla. Samkvæmt þessu eru um 12 þúsund manns i Reykjavík er þurfa að lifa við þá skerð- ingu mannréttinda sem fötlun fylgir. Hið opinbera hefur ekki gert mikið til að rétta hlut þessa fólks. Það er vissulega fagnaðarefni að fatlaðir skuli nú skera upp herör og efna til útifundar og jafnréttisgöngu á fund borgarstjórnar á þriðjudag. Sú var tíð að ríkjandi var það viðhorf að fatlaðir ættu að halda sig innan dyra, helst á lokuðum stofnunum og þola skert mannréttindi i kyrrþey. Þessum þjóðfélagshóp var aðeins ætlað hið „sorglega jafnrétti til dauðans". En fatlaðir hafa nú reist kröfuna hátt um jafnrétti og tekið málin í sínar hendur. I jafnréttisbaráttunni hafa fatlaðir gripið til sömu baráttuaðferða og aðrir undirokaðir hópar hafa nýtt með góðum árangri í sókn til jafnréttis. Það er vissulega skylda allra sem stutt hafa jafnréttisbaráttu islenskrar alþýðu að gerast þátttakendur í jafn- réttisbaráttu fatlaðra á þriðjudaginn kemur, því tak- markið er jafnrétti. Kröfur þær sem bornar verða í göngunni á þriðjudag hafa það megininntak að ryðja burt þeim hindrunum sem útilokað hafa fatlaða frá almennri þátttöku í atvinnu- og menningarlífi. Með ekki ýkja miklum kostnaði getur hið opinbera og f leiri aðilar komiðtil móts við kröfur fatlaðra og skapað þeim raunhæft jafnrétti. i þessu efni er fyrst og fremst spurningin um skilning og vilja annarra þegna samfélagsins til að koma á raun- hæfu jafnrétti. Fatlaðir eru með aðgerðum sínum að vekja alla þegna þjóðfélagsins til umhugsunar um þann þjóðfélagsveruleika sem við fötluðum blasir. Aðgerðirn- ar verða vonandi til þess að auka skilning ráðandi aðila á nauðsyn aðgerða. Smæð islensku þjóðarinnar ætti að gera það að verkum að jafnréttishugmyndin nái sterkari tökum á lands- mönnum þar sem hver einstaklingur verður þjóðar- heildinni dýrmætari en raunin er í stærri þjóðfélögum. Hið fámenna íslenska þjóðfélag hefur ekki efni á að úti- loka stóran þjóðfélagshóp frá þátttöku í íslensku at- vinnu- og menningarlífi. Vilji landsmenn standa undir þvi nafni að teljast til lýðræðisþjóða, þá ber þeim að koma hér á raunhæfu jafnrétti til handa öllum landsins þegnum. Muniö þiö þá tiö þegar þaö var sama hvenær morgunsins viö vöknuöum, viö gátum alltaf kveikt á útvarpinu og fundiö okkur samastaö i tilverunni? Þá tiö þegar hin eina sanna átt- hagafræöikennsla fór fram i morgunútvarpi milli sjö og tiu, og þaö i einkatimum, þvi þulirnir töluðu viö hverja og eina okkar eins og hún væri ein aö hlusta? Aö visu skal viöur- kennt aö þaö var höfuðborgarsól sem skein og Reykjavikurvind- ar sem fóru sér hægt, en þaö sýnir bara nauðsyn á morgunút- varpi fyrir hvern landshluta. Þetta voru þeir morgnar þegar morgunútvarpsstjórar höfðu næöi og tima til aö byggja upp viöfeöma dagskrá af tónlist, vafalaust rekiö upp ramakvein eöa eitthvaö. Þetta hefur gerst mjög hægt og bitandi. Viö höf- um talaö um hvert atriði i nokkra daga og ergt okkur en látið þar viö sitja. Ekki annaö aö gera. Ég man ekki i hvaöa röö innrásirnar voru geröar siö- an i þá gömlu góðu daga sem getið var i upphafi, þegar morgunþulir höfðu timann milli sjö og tiu tiu óskertan af ööru en fréttum og veðurfregnum viö og viö, sem auðvitað eru stór part- ur af átthagafræðinni. Sá lestur tekur á aö giska 38 minútur af þeim rúmu þrem sem þulir 'höföu yfir að ráöa. Þá er rétt rúmur tveir og hálfur eftir. Til að velja af handahófi þvi rannsókn skortir skulum viö Silja Aöal- steinsdóttír sk ritar samhangandi i marga klukku- tima, og ræða við mig milli laga, ýmist til að veita mér upp- lýsingar um tónlist eöa segja mér nákvæmlega á hverju ég ætti von ef ég hætti mér út fyrir dyr. Þetta voru góöir morgnar, en þeir eru liönir og koma ekki aftur nema eitthvað veröi aö gert. útvarp Reykjavík, góðan dag lengi sem ég man verið lengsta dagskrá útvarpsins i höndum einnar manneskju og jafnframt sú besta. Það hafa hlustendur lengi vitað en tekið þaö alveg eins og sjálfsagðan hlut. í þenn- an starfa valdist úrvalsfólk með viðtæka þekkingu á tónlist, sem er nauðsynleg, og góðan hæfi- leika til að rabba rólega og elskulega við hlustendur, en sá hæfileiki er afar sjaldgæfur. Það er leitun á öðrum eins, en þá leit verður að gera ef ætlunin er að halda í horfinu. Svo virðist hins vegar sem útvarpið hafi tekið þá stefnu að gera þessa menn óþarfa, eyðileggja i raun þessa ágætu dagskrá og prýði- legu afþreyingu fyrir okkur. Erlendis eru heilar stöðvar — oft viðbótarstöðvar hjá rikisút- varpi — byggðar á nákvæmlega sömu atriðum og morgunút- varpið okkar heitið. Það er leit- að að góðu fólki með þá hæfi- leika og þekkingu sem ég áður taldi og deginum skipt á milli þess. Þetta er ódýr dagskrá og þjónar vel tilgangi sinum.Fjarri sé það mér að biðja um meira af sliku i útvarp Reykjavik, en ég bið um mitt morgunútvarp aft- ur. Þvi meðan aðrir hafa tekið upp sið þenna — sjálfsagt með- fram af fjárhagsástæðum — þá höfum við skorið okkar dagskrá niður við trog. Nú verða sagðar fréttir Þessi niðurskurður hefur ekki gerst i einu lagi. Þá hefðum við segja að morgunleikfimin hafi oröið fyrst á vettvang af utanað- komandi þáttum. Það sagöi enginn neitt við henni meðan hún var einu sinni á morgni, en tvisvar fannst okkur einum of oft. 1 hana fara 20 minútur. Þá eru eftir tveir og tiu. Tiikynn- ingar taka mismikinn tima, segjum 15 að meðaltali. Þá er eftir einn fimmtiu og fimm. Morgunstund barnanna var þarfaþing meðan hún var á morgunverðartima fyrir leik- skóla og dagheimili, en nú er erfitt fyrir marga að hlusta á hana. Hún tekur 15 minútur og þá er eftir einn og fjörutiu. Tiu minútur tóku forystugreinar dagblaðanna eftir að þær komu á vettvang með sina vafasömu átthagafræði. Þingfréttir taka 15 minútur, og þegar þær eru ekki, setur dagskrárdeild eitt- hvað annað þar i staðinn, t.d. eitthvað um verslun og við- skipti. Morgunbæn tekur 5 min- útur — og hvað er þá eftir? Klukkutimi og tiu minútur. Næst á dagskrá er þáttur- inn af ýmsu tagi Eins og þetta væri ekki nógur niðurskurður þá vildi tónlistar- deild nú fá pláss fyrir sig ekki siður en leikfimi og þingfréttir. Einhverjum hefði fundist það óþarfi þvi það hafði alltaf verið spiluð úrvalstónlist alla morgna svo Iengi sem elstu menn mundu og plötuúrvali útvarps- ins til sóma. Þátturinn sem tón- listadeild fékk fyrir sig heitir Af ýmsu tagi og klipur hálftima af þessum einum og tiu sem eftir var handa pródúsentum morgunútvarpsins. Satt að segja varð okkur fyrst fyrir að hlæja þegar þátturinn af ýmsu tagi leit dagsins ljós. I-iafði þá verið leikin tónlist af einhverju ákveðnu tagi i morgunútvarpi og ástæða til að vikka sjóndeild- arhring áhangenda þess? Svo uröum við reiðar og svekktar, þvi okkur varð ljóst aö eftir stóðu fjörutiu minútuf i átt- hagafræöina. Fáar minútur sem þar að auki dreifast viða. Eina rýmið sem ennþá er eftir i raun fyrir samfellda dagskrárgerð morgunþula er milli morgun- leikfimi eitt og morgunbænar: Tuttugu og fimm minútur. Lægð yfir islandi Atthagafræöina kyrkti svo veðurstofan i greip sinni að « mestu þegar amast var við þvi * aö þulir segðu frá veöri og vind- “ um i morgunútvarpi, það átti I einungis að koma beint frá veðurstofunni. Samt vita allir <£ að lesturinn þaðan er svo - náttúrulaus að maöur þarf að I nota vökustaura til að hlusta á m hann til enda. Nú vitum við ■ aldrei i hvað við eigum aö fara á morgnana, hvort það er nóg aö fara i eina peysu eöa hvort þaö I er nauösynlegt að vera i lopa- j peysu utan yfir, hvort það er | nóg að vera i sportsokkum eða ■ hvort við ættum að draga fram I föðurland. B Afleiðingin af þessu öllu verð- | ur sú að það fer að verða alveg ' ástæðulaust að opna útvarpið á • morgnana ef það sem mann I vantar er að átta sig á tilverunni ■ og lita glaðan dag. Dagskráin er | orðin eins þá og á öðrum timum ■ dags og kynningin á henni jafn- I vélræn, þótt enn eigi þulirnir m góða spretti við og við á hlaup- i unum milli þátta. Morgunút- * varpið er fyrir bi. Er vaxandi hæö yfir Grænlandi? Eins og ég sagði fyrr þá var Z morgunútvarpið okkar einstakt I i sinni röð og besta dagskrá sem ; hefur verið i útvarpinu, að I minnsta kosti reglulega. Það ! þarf að endurheimta, og tillaga ■ min er sú að snúa vörn upp i I sókn: Byrja á að endurheimta ■ timann sem fer i Af ýmsu tagi, | halda áfram við helming af ■ morgunleikfimi, fresta þing- I fréttum fram yfir tiu tiu og JJ sleppa morgunbæn. Þá fáum við ■ klukkutima i viðbót af átthaga- I fræði. Og að sjálfsögðu á að ? leyfa morgunþulum að tala um f hvað sem þeir vilja i þessari ■ dagskrá sinni, þeir ráða henni I sjálfir og við búum ekki við B tjáningahöft, er það? Þeir eiga ■ að lýsa veðri og vindum, skiða- ■ færi, göngufæri og færð yfirleitt í eins og þurfa þykir. Siðan á að | prófa fólk sem sækir um þetta ■ starf og þjálfa það vandlega áð- | ur en það tekur til starfa. Þetta B er ekki þularstarf Þetta er dag- g skrárgerö og ein sú vandamesta J sem unnin er i útvarpinu. Ef vel . á að vera. “ Morgunútvarpið hefur svo Hvað varð af morgun- útvarpinu? Blómlegt starf kvenfélaga Dagana 2. og 3. scptember s.l. var haldinn að Hallveigar- stööum 13. formannafundur Kvenféiagasambands tslands. Sátu hann 18 formenn héraðs- sambanda af þeim 22, sem rétt eiga á setu þar. Kvenfélögin inn- an Ki eru nú 249 og samanlögð félagatala þeirra rétt um 24 þús- und. Gefnar voru skýrslur um störf Kt og aðildarsambandanna og kom þar fram sem endranær hve feikna mikið starf kvenfélög vinna um land allt að fjölþættum verkefnum. A vegum Kt er starf- rækt Leiðbeiningarstöð hús- mæðra og er sivaxandi aðsókn að henni. Það gefur út fræðslurit um ýmis hagnýt efni auk timaritsins Húsfreyjunnar, sem kemur út fjórum sinnum á ári. K1 er aðili að Húsmæðrasambandi Norður- landa og Alþjóðasambandi hús- mæðra. A fundinum voru samþykktar alls 8 áskoranir, sem fundarmenn beina til ýmissa aðila. Fjalla þær m.a. um verðlagsmál i sambandi við könnun á innkaupsverði ým- issa vara á Norðurlöndum, um merkingu ullarvara, fæðingaror- lof, nýtingu innlendrar græn- metisframleiðslu, versnandi verslanaþjónustu vegna fækkun- ar á smásöluverslunum og um fjölgun ráðunauta i heimilisgarð- rækt. Stjórn Kt skipa: Sigriður Thor- lacius formaður, Sigurveig Sig- urðardóttir varaformaður og Margrét S. Einarsdóttir með- stjórnandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.