Þjóðviljinn - 20.09.1978, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. september 1978 WÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Aðstoðarbankastjóri Seðlabankans á nýstáriegri braut
Ræðst á skattalögin og
vorkennir skattsvikurum
Hyggst láta af bankastjórastörfum og gerast sjálfstæður endurskoðandi
Sveinn Jónsson löggiltur endur-
skoðandi og einn af aðstoðar-
bankastjórum Seðlabankans rit-
aði grein um skattamái I Morgun-
blaðið í gær. Hvetur hann skatt-
greiðendur til að sniiast „til varn-
ar” gegnnýgerðum breytingum á
skattalögum, og telur hann þetta
nauðsynlegt til að skattsvik haldi
ekki áfram að „breiðast út um
þjóðarlikamannj’. Bankastjórinn
telur sighafa ástæðu til að ætia að
yfir 10% þjóðartekna sé nd þegar
svikið undan skatti, og geti tekju-
tap opinberra aðila I ár numið
15-20 miljörðum kr. af þessum
sökum.
Þaö mun vera nokkuð óvenju-
legt að einn af æðstu embættis-
mönnum Islenska rikiskerfisins
komi meö fast orðaða tilgátu um
skattsvik en láti undir höfuð
leggjastaðbenda á aðgerðir til að
uppræta þau. Virðist hann rækja
embættisskyldur sinar með all
sérstæðum hætti.
Þó kastar tólfunum að þessi
áhrifamikli tilsjónarmaður
fjármála skuli beinlinis ýta undir
það aö þeir sem mest hafa fyrir
sig að leggja neyti allra bragða til
að komast undan lögmætri skatt-
lagningu. Að visu talar hann um
„tiltæk lögleg” ráð til að stöðva
óheillaþróun skattamálanna og
koma i veg fyrir að ,,sá óhófs--
tekjuskattur sem lagður var á
með bráðabirgðalögunum” fest-
ist i sessi. Ráðlegging hans til
þeirra sem lenda i hátekjuskattin
um er þó skýr, þegar hann kveður
skattsvik muni aukast með aukn-
um álögum og „mjög stór hluti
hinna skattsviknu tekna ætti
íreiðanlega að lenda i hæstu
skattprósentu”, eins og hann orð-
ar þaö sjálfur.
Sveinn Jónsson boðar stofnun
varnarsam taka skattgreiöenda
i„ef allir stjórnmálaflokkarnir
bregðast”, en hann segist þó enn
Prestur fargar sér
yid morgunmessu
AUSTUR-BERLÍN 19/9 (Reuter)
— Austur-þýskur mótmælenda-
prestur, sem ekki hafði tekist að
vinna hylli sóknarbarna sinna
þrátt fyrir tiu ára starf, brenndi
sig til bana i morgunguösþjónustu
i kirkju sinni á sunnudaginn.
Pretur þessi, séra Rolf Giinth-
er, hellti yfir sig eldfimum vökva
fyrir framan altarið i kirkju hins
heilaga kross i Falkenstein, teigöi
hendurnar i kertin og varð alelda
á svipstundu. 300 menn voru i
kirkjunni og tókst þeim ekki að
komast i gegnum logana, en séra
Guhther var látinn þegar slökkvi-
liðið kom.
Samkvæmt talsmönnum saxn-
esku kirkjunnar hafði sér Giinth-
er orðið fórnarlamb illvigra
trúardeilna og togstreitu i söfnuð-
inum, en fólk á þessum slóðum er
mjög heittrúað. Hafði hann smám
saman einangrast frá sóknar-
börnum sinum. Talsmennirnir á-
litu að engar stjórnmálaástæður
heföu legiö aö baki sjálfsmorðs-
ins. Séra Giinther skildi eftir sig
bréf til biskupsins I Dresden, Jó-
hannesar Hempel, en það veröur
ekki opnað fyrr en hann snýr
aftur frá ráðstefnu erlendis.
Þetta er i annað skipti á tveim-
ur árum, sem mótmælendaprest-
ur kveikir I sjálfum sér á Austur-
Þýskalandi. 1 ágúst 1976 kveikti
séra Öskar Brusewitz i sér á
markaðstorginu i Zeitz til að mót-
mæla ofsóknum gegn kristnum
ungmennum af hálfu ríkisins.
Eitrad ský i
verksmiðju
GENCU 19/9 (Reuter) — Að
minnsta kosti þrir menn fórust
úr eitrun i sútunarverksmiðju i
Genúu á Norður-ttallu i dag.
Fjörutiu menn voru fluttir á
sjúkrahús vegna eitrunarinnar og
eru margir þeirra mjög þungt
haldnir.
Astæöa þessa slyss var sú að
krómsúlfati var af vangá helt i
tank sem i var natriumsúlfið. Viö
það fóru af staö ýmsar efnabreyt-
ingar og eitrað gufuský (vitissódi
i loftkenndu formi) gaus upp i
loftið. Þeir tveir sem biöu bana
voruað vinna við að hella efninu i
tankinn.
Þetta er þriðja slysið sem
verður af völdum eiturefna i
itölskum verksmiðjum á tveimur
árum. 1 Seveso á Norður-ítaliu
varð sprenging I efnaverksmiðju i
júli 1976 og barst þá eiturefnið
dioxin út I andrúmsloftið.
Þúsundir dýra biðu bana og 800
menn urðuaðyfirgefaheimili sin.
Isiðustu viku tilkynntu embættis-
menn að dióxinið kynni einnig aö
hafa valdið lifrarskemmdum hjá
fjölmörgum mönnum.
1 júli i sumar sprungu tvö
hundruð tunnur af vitissóda i
efnaverksmiðju I Trento, sem
einnig er i Norður-ltalfu, og barst
eitrað ský út i loftiö. Eftir það
kvörtuðu margir ibúar borg-
arinnar um ógleði, sárindi i
augum og húðbruna.
Hættir „The Times”?
LONDON 19/9 (Reuter) — Stjórn-
endur „The Times”, frægasta
Lundúnablaðsins, tilkynntu i dag
að blaðið myndi hætta að koma út
30. nóvember ef ekki yrði bundinn
endir á þær vinnudeilur sem
truflað hafa útkomu þess.
Þessi tilkynning var birt í form-
legu bréfi sem stjórnendur sendu
öllum starfsmönnum blaðsins, og
stóð þar að „The Times”, „The
Sunday Times” og þrjú aukablöö
myndu hætta að koma út ef
verklýðsfélög vildu ekki gangast
inn á aö tryggja stöðuga vinnu.
Eins og önnur bresk blöð hefur
„The Times” átt við töluverða
erfiðleika að striöa vegna vinnu-
deilna og skyndiverkfalla, og er
talið að á þessu ári hafi 9,6 milj-
ónir eintaka af þvi sjálfu og
systurblöðum þess farið til spillis
vegna verkfalla og haf i það valdíð
tjóni sem nemi um 2,2 miljdnum
sterlingspunda. Þessi hótun um
að hætta útgáfu blaðsins er ekki
hin fyrsta sinnar tegundar, og
hafa talsmenn prentarasam-
bandsins sagt aö þeir vilji ekki
taka þátt I neinum samninga-
viðræðum nema hún verði dregin
til baka.
binda nokkrar vonir við Sjálf-
stæöisftokkinn. Markmið slikra
samtaka væri að giröa fyrir að
beinar álögur færu yfir 50% við-
bótartekna. 1 þessu sambandi
skal þess getiö aö 80-90% skatt-
heimta af viöbótartekjum er ekki
óalgeng i vestrænum löndum,
bæði austan hafs og vestan.
Þjóðviljinn hefur fregnað að
Sveinn Jónsson muni I haust láta
af bankastjórastörfum en snúa
sér I staðinn að endurskoðun og
bjóða fram aðstoð sina við skatt-
framtöl. Má leiða getum að þvi,
hverja hann muni hafa mestan
áhuga á aðaðstoða i þeim efnum.
-h.
Sveinn Jónsson
Beat-dansfyrirdömur “
Sérstakir eftirmiödagstímar
fvnr dömur sem vilja fá góöar
hreyfingar
BSTWIBS50HRR
ÓÖ4
onnssHðu
nsTunmssnnnn
Innritun daglega frá 10-12
Og 13-19 i símum:
20345 76624
38126 24959
74444
Kennslustaðir:
REYKJAVÍK
Brautarholt 4
Drafnarfell 4
Féiagsheimili Fylkis
KÓPAVOGUR
Hamraborg 1
Kársnesskóli
SELTJARNARNES
Félagsheimilið
HAFNARFJÖRÐUR
Góðtemplar ahús ið
Kennum allo samkvœmísdansa, nýjustu táningadansa, rokk og tjútt.
DANSKENNARASAMBAND ISLANDS