Þjóðviljinn - 20.09.1978, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. september 1978
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Hjálpartækja-
bankinn
með sýningu
á Akureyri
Nú fyrir skömmu var i Alþýöu-
húsinu á Akureyri sýnrng á ýms-
um tækjabúnaði, sem Hjálpar-
tækjabankinn í Reykjavík hefur á
boöstólum fyrir þá, sem á ein-
hvern hátt eru hreyfihamlaöir.
Hjálpartækjabankinn var
stofnaður áriö 1975 aö tilhlutan
Rauöa-Kross Islands og Sjálfs-
bjargar, landssambands fatlaðra,
og er hann sjálfstætt fyrirtæki i
eigu þessara samtaka. Bankinn
rekur þjónustu fyrir þá, sem eru
hreyfihamlaöir og þurfa ein-
hverra hjálpartækja með. Er
bæði hægt að fá leigö sh'k tæki og
kaupa þauaf bankanum. Bankinn
rekur og pöntunarþjónustu á
þeim hlutum, sem hann hefur
ekki á lager.
Bankinn er að sjálfsögðu fyrir
alla landsmenn, sem á þurfa að
halda og sendir tæki i póstkröfu
hvert á land sem er. Þjónusta
bankans er mjög mikið notuð en
þó hyggja forráðamenn hans að
fólki úti á landi sé naumast nógu
kunn þessi starfsemi. Af þeim
sökum, m.a., var þessi sýning
haldin á Akureyri.
Þetta er önnur sýningin, sem
bankinn stendur fyrir. Sú fyrsta
var i Reykjavik i fyrra, haldin i
tengslum við námskeið, sem
bankinn hélt fyrir heilbrigðis-
stéttir, i notkun hjálpartækja.
Gekk hvorutveggja mjög vel og
varð hvati þess, að nú var fariö út
á landsbyggðina. Hringt var i öll
sjúkrahús og heilsugæslustöðvar
á Noröurlandi og starfsliöi þeirra
boðið á sýninguna, sem raunar
var einnig opin almenningi. Næsti
áfangi var svo Isafjörður.
Bankinn hefur hug á aö koma
sér upp hjálpartækjum fyrir sem
flestar gerðir fötlunar en þau
tæki.sem hannhefur nú, eru fyrst
og fremst ætluð hreyfihömluðum.
Flest tækin, sem bankinn hefur
á boðstólum, eru frá verksmiðj-
unni Ortopedia i Vestur-Þýska-
landi og var sölumaður frá verk-
smiðjunni staddur á sýningunni.
Taldi hann Ortopedia stærsta
framleiðanda hjólastóla og ann-
arra hjálpartækja fyrir hreyfi-
hamlaöa í Evrópu. Framleiðir
verksmiðjan á ári hverju um 60
þús. hjólastóla ogflytur út til um
70 landa. Sýndi sölumaðurinn
þarna ýmsar gerðir hjólastóla,
m.a. iþróttastóla fyrir fatlaða,
sem eru mjög liprir i meðförum,
svo og rafdrifna stóla, sem helst
minntu á svotil alsjálfvirka smá-
bila. (Heim.: Norðurland).
—mhg
Ortopedina framleiöir 60 þús. hjólastóla á ári.
Bókasafn Vestmannaeyja:
í elgið húsnæði
Kókasafn Vestmannaeyja er nú
fyrir nokkru flutt I eigiö húsnæöi
eftir hrakninga i leiguhúsum,
misgóöum,— i fjölda ára. Þar er
vistlegt um aö lítast, básar fyrir
hverja bókmenntagrein: skáld-
sögur, æviminningar, ættskrár,
sagnfræöi, tæknifræöi, barnabók-
menntir o.fl. Þar eru blðm i vös -
um, myndastyttur og málverk.
Haraldur bókavörður Guðna-
son hefur fyrir nokkru látiö af
störfum, eftir áratuga dygga og
gifturika þjónustu. Hann hefur
verið ráðinn vöröur skjalasafns-
ins, sem verður i kjallara hússins,
ásamt stærstu safnmunum. Er
Haraldur kjörinn i þáð starf, enda
fræðimaður góður og samvisku-
samur með afbrigðum.
Við bókavörslu hefur tekið
Helgi Bernódusarson, ungur, vel
menntaður maður, sem mikils er
vænst af. Ragnar óskarsson sér
um vörslu safnmunanna, sem eru
á efri hæð hússins. Ragnar er
annar fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins i bæjarstjórn Vestmanna-
eyja.
mj/mhg
Loðnuveiðin eystra
Loönuveiöarnar eystra hafa gengiö vel I sumar og mikil loöna virtist
vera á miöunum. A hinn bóginn hefur verksmiöjunni gengiö afar illa aö
bræöa loönuna vegna mikillar átu, og hafa veiöar af þeim sökum veriö
takmarkaöar.
Um siðastliöin mánaðamót höfðu borist rúmlega 30 þús. tonn af loðnu
til Austfjaröahafna en 1977 bárust þangað aðeins 7.500 tonn af sumar-
loönu. Loðnuaflinn, sem landað hefur verið i Austfjarðahöfnum skiptist
þannig milli staða:
Hafsild, Seyðisfiröi...........................................3.500 tonn
S.S., Seyðisfiröi .........................................9.500 tonn
Neskaupstaður......................................... 10.000 tonn
Eskifjörður........................................... 6.000 tonn
Reyðarfjöröur ........................................... 1.200 tonn
(Heim.: Austurland).
—mhg
Heyskapur gekk sæmilega á Ströndum f sumar.
PÁLMI SIGURÐSSON, Klúku, sendir:
Fréttabréf
Ströndum
Húsbruni að Ásmundar-
nesi
Mánudaginn 4. september
brann útih'ús aö Ásmundarnesi
viö Bjarnarfjörö. Jöröin er i eyöi,
en eigendur hafa nytjað hlunnindi
og var unniö aö hreinsun dúns i
húsinu sent brann.
Ein kona var stödd á bænum er
eldsins var vart. Hún var nýgeng-
in úr húsinu og haföi breitt ein-
hvern dún til hreinsunar á þar til
gerðan ofn, áöur en hún gekk til
bæjar, sem er þar skammt frá.
Stuttu siðar heyrði hun ein-
hverja smelli og varð litið út. Sá
hún þá aðeldur var laus i húsinu.
Stöfuðu smellirnir af því að
asbest-klæðning utan á húsinu
var að springa af hitanum.
Konan gerði þegar aðvart á
næstu bæi og til Hólmavikur.
Dreif fljótlega aö nokkra menn,
en húsið stóð þeg&r i björtu báli
og beindist starf manna aðal-
lega að þvi aö hefta útbreiðslu
eldsins og verja ibúðarhúsið, sem
stendur i um það bil tiu metra
fjarlægð.
Fljótlega voru gerðar ráð-
stafanir til aðná i haugsugu, sem
nokkrir bændur i sveitinni eiga.
Nokkurn tima tók að koma henni
fjögurra kilómetra leið til bæjar-
ins með dráttarvél og var þá
húsið brunnið að mestu. Mann-
fjöldi var kominn frá Drangsnesi
og Hólmavik og ekkert annað að
gera en að slökkva i rústunum.
Sýnilegt var að haugsugan gæti
komið að enn betra gagni við
slökkvistarf meö betri útbúnaði,
til dæmis froöutæki.
Votheysverkun
ráðandi
Heyskapur gekk sæmilega i
sumar og þótt heyfengur sé ekki
alls staðar mjög mikill, verður að
álita að honum sé vel borgið, þar
sem votheysverkun er mjög ráð-
andi heyverkunaraöferö hér um
slóðir og hefur gefist vel. Hér
byggja bændur lika að sjálfsögðu
ekki aðrar heygeymslur en flat-
gryfjur fyrir vothey.
í Árneshreppi eru að ég held
þrjár flatgryfjur i ár. Hér i
Kaldrananeshreppi hefur verið
byggð ein og einni eldri hlöðu
breytt i flatgryfju.
Mikið byggt af einingar-
húsum
Ennfremur er i byggingu hér i
Kaldrananeshreppi eitt fjárhús
og eitt ihúðarhús i sveit, sem
smíðað er hjá Húseiningum á
Siglufirði og sett upp i Odda.
Einnig eruHúseiningar að selja
og setja upp þrjú hús á Drangs-
nesi. Þar hefur auk þess verið
steyptur grunnur fyrir eitt hús til
viðbótar, sem- smiðað er á Sel-
fossi. Enn er ótalin ein húsbygg-
ing á Drangsnesi, en það er nýtt
verslunarhús fyrir útibú Kaupfé-
lags Steingrimsfjarðar á staðn-
um, sem verið hefur i mjög
þröngu og ófullkomnu húsnæði en
veitt allgóða þjónustu við þær að-
stæður.
A Hólmavik eru fjögur ibúðar-
hús i byggingu, auk þess sem
unnið er að stækkun á húsi Vél-
smiðjunnar Vikur h.f., um meira
en 100 prósent, miðað við núver-
andi húsnæði.
Fleiri byggingar eru við innri
hluta sýslunnar, sem ég hef þvi
miður ekki tölur um nú.
Göngur að hefjast
Göngur hér i Kaldrananes-
hreppihefjast 14. þessa mánaðar.
Það eru að visu aðeins eins dags
göngur á hverju leitarsvæði.
Þessi leitarsvæöi eru sjö i
hreppnum og standa leitirnar i
þrjá eða fjóra daga.
Allt er þetta skipulagt af
hreppsnefndinni og verður þaö að
teljast algjör forsenda fyrir
sæmilegum fjallskilum á eyöi-
jörðunum, sérstaklega þeim sem
eru i nyrsta hluta hreppsins.
Bændafundur að Sæ-
vangi
Búnaðarsamband Stranda-
manna hélt almennan bændafund
i Félagsheimilinu Sævangi i
Kirkjubólshreppi, laugardaginn
26. ágúst s.l. Þátttaka var ekki
mjög almenn og vilja sumir álita
að fundurinn hafi ekki verið nógu
vel auglýstur, þar sem fólk til
sveita hlusti ekkimikið á útvarp á
þessum tima árs.
Hins vegar ályktaði fundurinn
um landbúnaðarmál og hefur sú
ályktun þegar birst i Þjóðvilj-
anum. Klúku, 10. sept.
Pálmi Sigurðsson
af
Pálmi Sigurðsson.
/
Oheyri-
legt rang-
lætí
Kona i borginni hringdi og var
heldur betur örg út i rikis-
stjórnina okkar.
— Er það virkilega svo, sagði
hún,— að afleiðing bráðabirgða-
laga rikisstjórnarinnar verði sú,
að laun hinna lægst launuðu I
þessu þjóðfélagi lækki? Þegar ég
heyrði þetta fyrst þá neitaði ég að
trúa. En nú verður vist ekki hjá
þvi komist.
—Er þaö raunverulega svo, að
þetta láglaunafólk eigi sér enga
forsvarsmenn, hvorki hjá alþýðu-
samtökunum, BSRB né rikis-
stjórninni? Hvað á maður að
halda?
Það er sagt aö þetta fólk fái
ódýrari neysluvörur vegna af-
náms söluskattsins. Rétt er það
en er ekki einnig svo með alla
aðra? Ef rikisstjórnin ekki leið-
réttir þetta ranglæti hiö
snarasta þá hefur hún unnið
sér til óhelgL
Svo mælti þessi kona og er orð-
um hennar hér með komið á
framfæri.
— mhg
V.VUV.Í