Þjóðviljinn - 20.09.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.09.1978, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — l»JÓÐVILJINN‘ Miðvikudagur 20. september 1978 Texti: eös Myndir: Geröur Húsnæöi fyrir verklega kennslu er algerlega ófullnœgjandi, segir Sigurður B. Haraldsson, skólastjóri Fiskvinnsluskólans Við brugðum okkur í.heimsókn í Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði um daginn og hittum þar fyrst að máli skólastjórann, Sigurð B. Haraldsson. Við báðum hann að segja okkur svolitið frá starfsemi skólans. Einkum lék okkur forvitni á að kynnast „öldunganáminu" í skól- anum, en það er námsleið sem tekin var upp í fyrra- vetur. Sigurður B. Haraldsson skólastjóri i skrifstofu sinni. — Það var ákveðið þá til bráðabirgða, sagði Siguröur, að gefa þeim sem orðnir eru 25 ára og hafa unniö i fiskvinnslu i 5 ár eða lengur, tækifæri til að stunda nám i skólanum. Þeir stunda að- eins nám i bóklegum sérgreinum og geta útskrifast sem fisktæknar eftir þrjár annir, eða eitt og hálft ár. Okkur fannst ekki hægt að setja þetta fólk á bekk með ungiingum i gagnfræðaskóla. Þetta er ágætt verkfólk, sem kann sitt fag. — Eru margir „öldungar” i skólanum? — Þetta var reynt fyrst i fyrra og þá komu nokkrir hingað á þessum forsendum, og nú i vetur eru þessir nemendur nokkru fleiri, alls sjö. Hér höfum við ekki venjulega bekkjaskiptingu, en þessirnemendureru með öðrum i svokölluöu bóklegu námi I, en þar eru eingöngu kenndar sérgreinar. Kennslugreinar eru fiskvinnslu- fræði, örverufræði, liffræði, framleiðslufræði, kælitækni, raf- magnsfræði, efnagreining, undir- stöðuatriöi byggingafræði, stærð- fræði og tölfræði. Allt þetta sér- nám er reyndar bæði bóklegt og verklegt, og siðan bætast við fleiri greinar á vorönn, svo sem mat- vælafræði og matvælagerlafræði. — Er allt almennt nám stundað i öðrum skólum? — Já, við höfum að visu verið meö almennt bóklegt nám undan- farin ár, en það hefur færst sifelit meira út úr skólanum og þetta er siðasta skóiaárið með gamia fyrirkomulaginu. Héðan i frá verða nemendur Fiskvinnsluskól- ans þvi að stunda allt almennt bóknám i öðrum skólum. Við höf- um kennslusamstarf við Flens- borgarskólann, en eftir þessa breytingu munu lika margir nem- endur utan höfuöborgarsvæðisins geta lokið hluta heildarnámsins heima fyrir og einnig munu nem- endur geta valið mismunandi námsleiðir gegnum skólann. Stúdentum frá stærðfræöi- deildum menntaskóla er jafn- framt boðið upp á tiltölulega stutt en hagnýtt fisktæknanám. — Skóiinn er þá að verða hreinn sérskóli? — Já, frá byrjun hefur skólinn Sifellt veriö i mótun og margar breytingar hafa veriö gerðar á náminu. Nú verður reynt að að- laga námið i skólanum að fjöl- brautaskólakerfinu með þvi að gera Fiskvinnsluskóiann að Námið aðlagað tjölbrautakerfínu NÁM í FISKVINNSLUSKÓLANUM FISKVINNSLUSKÖLINN MÖGULEGAR N'AMSLEIÐIR Stig í frumgreinum eru fengin eftir nám i Flensborgarskblanum eoa í öðrum skblum Hlutverk fiskvinnsluskóla er að veita fræðslu i vinnslu sjávarafla og skal Fiskvinnslu- skóiinn í Hafnarfirði m.a. út- skrifa fiskiðnaðarmenn og fisk- tækna. Kennsla skólans skal miða að þvi’ að: 1. Fiskiönaöarmenn hafi öðlast nægilega undirstöðu- þekkingu, bóklega og verk- lega, til þess að geta annast almenna verkstjórn, gæða- flokkun og«tjórn fiskvinnslu- véla. 2. Fisktæknar verði, auk þess sem um getur i 1. tölulið færir um að annast sérhæf eftirlits- störf, verkþjálfun, vinnhag- ræðingu, stjórnun og tiltekin rannsókna- og skipulags- störf. Náminu er skipt i bóklegt og verklegt skólanám og starfs- þjálfun á vinnustöðum. Námstimierl til41/2árog fer eftir undirbúningi og þvi að hvaða námslokum er stefnt. Bókiega námið skiptist í sér- greinar, sem kenndar eru i Fiskvinnsluskólanum, og aimennar námsgreinar (stærð- fræði, efnafræöi, erl. mál o.s.frv.), sem unnt er að stunda i öðrum framhaldsskólum.Sam- komulag er milli Fiskvinnslu- fjölbrautaskólans i Flensborg um að nemendur, sem ætla að leggja fiskiðnnám eða fisk- tæknanám fyrir sig, geti numiö umræddar frumgreinar i Flens- borgarskólanum fyrst i stað og verða þær greinar ekki lengur kenndar i Fiskvinnslu- skólanum. Ef nám þetta fer fram i öðrum framhaldsskólum, verður það metiö meö hliösjón af sambærilegu námi i Flens- borgarskóla. Nám i Fiskvinnsluskólanum er unnt að hef ja á mismunandi stigum eftir þvi hve miklu námi nemandi hefur lokið i tilteknum námsgreinum. hreinum sérskóla en láta aðra framhaldsskóla um hinar al- mennu námsgreinar. — Hvenær var skólinn stofnaður? — Fiskvinnsluskólinn tók til starfa haustið 1971. Fyrstu fisk- iðnaðarmennirnir útskrifuöust vorið 1974 og fyrstu fisktæknarnir voriö 1976. Fiskiðnaöarnámið tekur þrjú ár fyrir þá sem koma úr grunnsköla, en eitt og hálft ár fyrir „öldungana”, eins og kom fram áðan. Fisktæknanámið er siðan tveggja ára framhaldsnám. — Hvernig er aðsóknin að skól- anum? — Aðsóknin er alveg þokkaleg, og við getum reyndar ekki tekið á móti fleiri nemendum en nú eru i skólanum, þvi verklega aðstaðan skammtar það hversu margir eru teknir inn i einu. Alls eru nú um 50 nemendur i skólanum, þar af eru 27 i bóklegu sérnámi, en 6 af þeim fiskiðnaðarmönnum sem út- skrifuöust i vor eru i framhalds- námi, ýmist i Flensborg eða öld- ungadeild Hamrahliðarskólans. Þeirljúka aö öllum likindum fisk- tækninámi hér vorið 1980. Allmargir nemendur eru lika i raun að hefja þetta nám nú i vetur, þótt þeir séu ekki hér i skólanum. 5 nemendur ætla hingað úr sjávarútvegsbraut Hagaskólans i Reykjavik, aðrir fimm eru i Flensborg og auk þeirra eru nemendur á Isafirði, Akranesi og i Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þetta eru samtals um 15 nemendur, sem koma svo hingað i sérnámið. Það má segja að það sé nýmæli að skóli sé rek- inn meðslíkum tengslum við aðra skóla. — A Fiskvinnsluskólinn viö húsnæöisvandræði aö etja? — Já, húsnæðisvandamálin eru stórkostleg. Húsnæði til verk- legrar kennslu er algerlega ófull- nægjandi, og raunar höfum við aðeins tryggt húsnæði fyrir frysti- ingu. Þegar kemur að salt- fisknum, skreiðinni og saltsild- inni verðum við að snapa húsnæði hingaö og þangað. Til dæmis er skreiðarmatskennsla nú i hús- næöi Isbjarnarins á Seltjarnar- nesi. Viö erum á stööugum hrak- hólum með þetta nám. Viö höfum húsnæði á leigu fyrir frystingu i Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Þar höfum við 300 fermetra húsnæði innréttað sem frystihús. En þar komast ekki fleiri en 24 nemendur að i einu. — HVaða starfsréttindi öðlast þeir sem útskrifast úr Fisk- vinnsluskólanum? — Fiskiðnaðarmenn geta ráðið sig sem verkstjóra og matsmenn i frystihúsum. Þeir hafa réttindi sem ferskfiskmatsmenn, en svo stendur hnifurinn i kúnni hvað varðar saitfisk- , skreiðar- og saltsildarmat. Þar hefur staðið i stappi við Framleiðslueftirlit sjávarafurða. Við kennum þetta ýtarlega hér i skólanum og nem- endur taka próf i þessu mati, en fá samt ekki sjálfkrafa rétt til að starfa við það. Þeir þurfa þvi að vinna við þetta um óákveðinn tima, og siðan veitir Framleiðslu- eftirlitið réttindin. Þetta er helsta vandamálið hjá okkur nú. En það er starfandi nefnd sem fyrrverandi sjávarút- vegsráöherra setti á laggirnar til að reyna að finna leið til að menn geti fengið þessi réttindi, þvi nú- verandi ástand þessara mála er óviðunandi. — Hefur ekki verið nóg að starfa fyrir þá fiskiðnaðarmenn og fisktækna sem útskrifast hafa úr skólanum? — Jú, það hefur verið nóg aö gera fyrir þetta fólk. Nemendurn- ir hafa farið beint úr skólanum i allgóðar stöður og það er mikil eftirspurn eftir fiskiðnaðar- mönnum og fisktæknum. —eös Miövikudagur 20. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — ^IÐA 9 t kennslustund I Fiskvinnsluskólanum. „öldunga" I Fiskvinnsluskólanum / • / © Sverrir Karvelsson er starfandi verkstjóri á Þingeyri við Dýra- fjörð. —-Ég verð i skólauum til áramóta, sagði hann. Ég kem svo aftur í vor I saltfiskinn og slðan næsta haust til að Ijúka náminu. Sverrir sagöist hafa starfað sem verkstjóri hátt á þriðja ár, en kæmi hingað i skólann til að afla sér matsréttinda. — Við erum tveir verkstjórar i frystihúsinu, sagði hann. Annar er jafnframt matsmaður hússins, en ég er verkstjóri i sal. Hann sagöi að þrir menn hefðu matsréttindi á Þingeyri og heföu þeir allir verið á námskeiöunum, sem nú háfa verið lögð niður, —öldunganámið leysir þetta mál, sagði Sverrir, þannig gefst mönnum kostúr á að komast inn I skólann án þess aö hafa tiiskiida grunnskóiamenntun. —Ég væri ekki hér ef ég teldi mig ekki hafa gagn af þvf sagði Sverrir. Þeir sem eru útskrifaðir úr Fiskvinnsluskólanum standa Sverrir Karvelsson. betur að vígi á þessum vinnu- markaði. Allar nýjungar verður maður að fá i gegnum bókina. —Éghef aldreiunniðannaðen i fiski, sagði Einar Guðmundsson fró Bolungarvik. — 6g hef starfað hjá ishúsfélagi Bolungarvikur. —Hvernig list þér svo á skólann? —Eg fer i skólann af áhuga og mér lfst vel á mig hér, þótt ég sé ekkr búinn að vera nema rúma —Hvernig hjá ykkur? er námið skiplagt —Við erum f bóklegu námi núna, en förum i verklegt nám eftir áramót. Verklega námið skiptist þannig, að 10 vikur fara i frystingu og 6 vikur í salt- fiskmat. Skólinn er svo búinn um miðjan mai, en i byrjun septem- Einar Guðmundsson. ber byrjum við aftur. Þá tökum við skreiðar- og sildarmat og verkstjóranámskeið i lokin. • Jörundur Garðarsson er stúdent úr Kennaraskólanum og hefur vcrið kennari undanfarin átta ár i heimabyggð sinni, Bildu- dal. —Eg hef alitaf verið i fiski á sumrin, bæöi á sjó og landi, sagði hann. Ég hef haft töluverö af- skipti af fiskvínnslu og m.a. veriö i stjórn frystihússins á Bildudal. Það var endurbyggt fyrir 2-3 árum, en frystihúsið er hlutafélag sem hreppurinn og kaupfélagiö eiga ásamt 50 einstaklingum. Jörundi leist vel á að setjast á skólabekk á nýjan leik. — Við lærum hér hagnýta hluti i sam- bandi við nýtingu á hráefninu og svo bónusútreikninga. Jörundur Jörundur Garðarsson. sagðist ætla að halda áfram i skólanum og taka fisktækninámið iika. „Vann að stofnun þessa skóla” Éghafði unnið að stofnun þessa búinn að taka fiskimatsréttindii skóla frá árinu 1966, sagði ólafur frysta fiskinum. Þorgeirsson. Ég var þá ráðinn —Miðað við t.d. vinnslu á land-. ritari Fiskvinnsluskóia nefndar og búnaðarafurðum stendur vinnsla fékk fjárveitingu frá sjávar- á sjávarafurðum langt að baki útvegsráðuneytinu. Þegar ég var hvað snertir neytendamarkað, i þessu starfi' skrifaði ég út um sagði Olafur. — Ég var lengi allan heim eför gögnum um búinn að hafa í huga að afla mér skipan fræðslumála i fiskiðnað- þekkingar i vinnslu sjávarafurða. inum. Mér virðist þessi skóli geta veitt ólafur Þorgeirsson. Olafur er ættaður frá Isafiröi. þáhagnýtu fræðslusem égsækist Hann sagðist alltaf hafa haft eftir og getur komiö að notum frystiiðnaði, hefur Olafur starfaö áhuga á fullvinnslu iSlenskra siðar meir. sem bankamaður og skrifstofu- sjávarafurða og hefði áður verið Auk þess að hafa ^tarfaö i maður. Siglaugur Brynleifsson: Skylminga- þrælarnir Sport— A Prision of Meas- ured Time. Essays by Jéan-Marie Brohm. Translated by Ian Fraser. Ink- Links 1978. Ink-Links er nýtt útgáfufyrir- tæki i London, sem gefur einkum út rit varðandi marxisma og samfélagsmál. Rit þau sem það gefur út hneigjast nokkuö svo til trotskyisma. Þetta rit er safn greina eftir franskan iþróttakennara i Par s. Hann hefur sett saman rit af þessum toga áður, m.a. „Socio- logie Politique du Sport jeunesse et Revolution” og „Corps et Poli- tique”. Skylmingaþrælar, trúöar og villidýr léku oft listir sinar á hringleikasviöum Rómverja borgurunum til afþreyingar. Brauð og leikir, kvað oft við á strætum og torgum Rómar, og væri þvi ekki sinnt, mátti alltaf búast við óheppilegum ókyrr- leika. Nú á dögum hafa iþróttamenn tekið að sérog verið látnir taka að sér hlutverk skylmingaþrælanna i Róm fyrrum. Knattspyrna, hlaup og hinar margvislegustu tegundir annarra iþrótta gegna nú sama hlutverki og áöur til af- þreyingar og lausnar fólki, sem leitar fráhvarfs frá striti hvers- dagslifsins, ömurleika og leiöind- um i ófullnægðri tilveru sinni. Skikkanlegir skrifstofumenn verða að öskrandi hvetjendum sinna hópa eða síns félags á vell- inum, þeir veðja á viss knatt- spyrnulið og ræða af hita leik vissra keppenda eða knatt- spyrnuliða. tþróttasigrar á alþjóðamótum eru hverri þjóð keppikefli og allt er gert til þess að „okkar lið” sigri. Nútima gerð knattspyrnu var á fyrri hluta nitjándu aldar talið mjög heppileg fyrir enskar lág- stéttir, góð æfing og heppilegt keppikefli, sem var álitið draga áhugann frá vafasamari fyrir- tektum, svo sem andúð á yfir- völdum og jafnvel uppreisnartil- burðum. Innibyrgð óánægja með afleit lifskjör og heipt gagnvart yfirstéttunum gat náð útrás i þvi að berjast um knöttinn á leik- vanginum. Með aukinni iðnvæð- ingu jókst áhuginn á knattspyrnu i sóðalegum iðnaðarvilpum Eng- lands, og ekki skorti hvatningu frá kaupendum vinnuaflsins. Knattspyrnan varð iþrótt lág- stéttanna, refaveiðar iþrótt að- alsins og kappróðrar og krikkett stundaðar af borgurum. Stétta- skiptingin náði til íþróttanna, og fljótlega sáu yfirvöldin að þær urðu nýttar á sama hátt og blóð- leikirnir i Róm. Otrás fékkst fyrir hættulegar kenndir, sem elia hefðu getað fallið i vafasamari farvegi. Leikir og allskyns keppni hefur fylgt mannkyninu frá fyrstu tið, oft var þetta undirbúningur undir hermennsku eða tilbreyting á samkomum, stundum voru leikir tengdir dýrkun guðanna. íþrótt- irnar spegluðu gerð samfélagsins og gera það enn. Greinar Brohms fjalla um iþróttir nú á dögum og endur- speglun samfélaganna i þeim og þar með þá miklu gróðamögu- leika sem hægt er að hafa af þeim. Nú á dögum er vaFt hægt að opna dagblað eða vikublað, án þess að við blasi nokkrar siður af iþróttafréttum, sjónvarp og út- varp helga talsverðan tima frá- sögnum af iþróttaviðburðum og umræðum um þau efni. Fjöldi manna les, hlustar og horfir á iþróttafréttir og myndir. Fólk ræðir um iþróttir og kappleiki sin á milli, ber saman og fylgist með slúðurdálkum blaðanna um fræga iþróttamenn og konur. Kappleikir eru vel sóttir, og þar ummyndast fólk og samsamar sig þvi liði, sem það styður, og öskrin kveða við. Fólk tekur iþróttir sem einn þátt þess samfélagskerfis sem búið er við. Það er minna rætt um iþróttir sem einn veigamikinn þátt samfélagslifsins, þær eru sjaldnast krufðar sem slikar. Andstæðingar rikjandi kerfis á Vesturlöndum gagnrýna sjaldn- ast iþróttir og keppni sem spegil- mynd kapitalisks samfélags eða sem afþreyingardóp. Eins og áður segir áttuðu Englendingar sig á þýðingu iþrótta fyrir heilbrigði verkalýðs og sem undirbúning undir her- þjónustu. Þeir góðu menn töldu brýnt að styrkja likama þeirra, sem skópu þeim auðinn meö vinnu sinni, þvi stæltari likamsbygging þvi meiri arður, og svo var mikinn gróða að hafa af leikunum sjálfum, alls- konar iðnaður fylgdi fjölbreyttum iþróttum, margvisleg tæki og út- búnað þurfti, og svo fylgdu veð- málin, boxarakeppnin kom i stað hanaatsins, sem var áður fyrr mjög vinsælt. Nú var veöjað á boxarana og þeir aldir eftir full- komnustu heilbrigðis- og hollustureglum. Brohm telur aö gerð iþrótta nú á dögum sé fullkomin tjáning borgaralegra viðhorfa og kapital- isks skipulags og þvi beri að berjast gegn þeirri ideólogiu sem tjáist i keppnisiþróttum nútim- ans. Samkeppnin ræður rikjum i heimisportsins, öllu er fórnað, til þess að vinningur fáist. Iþrótta- menn eru þvingaðir til afreka, þrautþjálfaðir og oft á tiðum dópaðir til þess að ná sem bestum árangri, og þeir sem ná hæst ganga kaupum og sölum milli fé- laga. Ofurmannleg þrekvirki á leikvanginum vekja aðdáun og oft sjúklega hrifningu áhorfenda, sem samsama sig „skylminga- þrælnum”, dá hann og hvetja, og hann smitast af dáleikunum og nýtur aðdáunarinnar, hann sækist eftir hyllingu og jafnframt peningum, en til þess að öðlast þetta verður hann að ganga á mála hjá þeim öflum sem stjórna iþróttasamsteypum og félögum og reka þau sem hrein gróða- fyrirtæki. Aðskilnaður leiksins og iþrótt- anna er eitt höfuð-einkenni nú- tima sports, frjáls leikur, leikinn til ánægju, mótar ekki lengur sportið sem slikt, nú er leikurinn orðinn að iþrótt, þar sém krafist er aga, stöðugrar einbeitingar og oft ofurmannlegrar áreynslu; i þeim tilgangi að „slá met”. Frumskógamórallinn rikir i heimi sportsins. Höfundurinn dregur upp heldur ömurlegar myndir af sumum fremstu iþróttamönnum nú á dögum. Þessir menn eru orðnir að vélmennum, með stöðugum æfingum og einbeitingu. Þeir geta sumir hlaupið 30-50 kilómetra á dag, synt 22 kilómetra á dag og lyft upp nokkrum tonnum. Þessi furðulegu fyrirbrigði eru alveg i stií við hverja aðra kapitalistiska framleiðslutækni, að framleiða sem allra mest á sem stystum tima, að auka hagvöxtinn og græða sem mest. Brohm fjallar nokkuð ýtarlega um sportið i Austur-Þýskalandi, sem virðist hafa náð einna hæst hvað varðar „góða” skipulagn- ingu. Dæmi eru um að stúlkubörn séu tekin ómálga og alin til þess að verða siðar ágætar sundkonur, hormónagjöf og vissar æfingar eru þá notaðar i fyrstu, og siðan eru þessi tilvonandi sunddýr leidd i vatnið og látin iðka sund frá morgni til kvölds. Höfundurinn ræðir nokkuð áhrif vinnuþjarksins á likama og hug- arheim manna og allar þær margvislegu aðgerðir sem hafðar Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.