Þjóðviljinn - 20.09.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 20. september 1978
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur
Bergmann. Ritstjóri: Kjartan Olafsson. Fréttastjóri: Einar Karl
Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Aug-
lýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Ritstjórn, afgreiösla, aug-
lýsingar: Síöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf.
Kaupsýslan er í sið-
ferðilegri upplausn,
gegn henni snýst al-
menningsálitið þegar
hún þolir ekki lög
og rétt
Það er þekkt úr pólitískri sögu< bæði hér heima og
erlendis, hversu gjarnt borgaralegum stjórnmála-
mönnum er að vitna til laga og réttar þegar þeir gegna
hlutverki sínu við að verja hagsmuni auðvaldsins. Þetta
leiðir með eðlilegum hætti af allri gerðborgaralegs
þjóðfélags. *
Lög og réttur í borgaralegu þjóðfélagl eru að
meginstef nu rammi utan um hagsmunatengsl auðvalds-
ins. Eignarrétturinn er hafinn upp yfir mannlegar
dyggðir eins og vinnusemi, samstarfshæfni, hjálpfýsi
eða nautn af samskiptum við aðra, — hann verður tæki
til að misskipta gæðum náttúru og þjóðfélags. Þannig er
lagaramminn mikilvægasta aðgerð þjóðfélagsins — en
ekki sú eina — til að hef ja hina fáu upp á kostnað hinna
mörgu. Vöru- og peningavelta er gerð að þungamiðju
efnahagsstarfseminnar, og flóknar samskiptareglur
tryggja það að velta sé sem hömlulausust. Með þessum
hætti víkur vinna fyrir viðskiptum. Svonefnt viðskipta-
frelsi er gert að æðstu réttarhugsjón þjóðfélagsins, en
vinnufrelsið er lítils metið. Athafnafrelsi þess sem
einungis býr yfir afli hugar og handa er heft við
hagsmuni auðvaldsins og undir það selt. Hefðbundin lög
og reglur í þeirra anda sjá svo um að hið sanna mann-
frelsi geti ekki verið nema annarrar gráðu markmið
þessa þjóðfélags. Frelsi peninganna er sett í efsta sæti.
Frjals er sá einn sem ræður atvinnutækjum eða
peningum, því að hann fær hlutdeild í afrakstrinum af
vinnu annarra, umfram það sem hann leggur fram
sjálfur.
Gegn þessum anda laga og réttar borgaranna og
auðvaldsins tefla sósíalistar fram siðgæðishugmyndum
sinum um manninn sem þungamiðju þjóðfélagsins, um
jafnan rétt manna og um frelsið sem eðlislægan þátt
þeirrar skapandi athafnar sem kallast vinna. Þessar
sömu siðgæðishugmyndir eru fram bornar af afli og
festu i starfsemi róttækrar verkalýðshreyf ingar. Við þá
hreyfingu eru framar öðru bundnar vonir um það, að
unntséað hamla með markvissum aðgerðum gegn þeim
viðskiptaanda sem gagnsýrir borgaralegt þjóðfélag.
Á þetta er minnt nú þegar vinstri stjórnin — ríkis-
stjórn sem verkalýðshreyf ingin kom á laggirnar — er nú
að hef ja efnahagsaðgerðir til að tryggja frjálsa kjara-
samninga og umsaminn kaupmátt launa. Einn liðurinn í
aðgerðum hennar er að girða fyrir það að kaup-
sýslumenn hagnist á gengisbreytingu. Fyrir því eru
settar lögbundnar reglur um skerðingu álagningarhlut-
falls. Þá bregður svo við að kaupsýslumenn finna ekki
lengur þá stoð i lögum og reglum þjóðfélagsins sem þeir
eru vanir. Samtök þeirra kyrja nú mikinn söng um
,,ólögmæti'' þess að álagningu sé skipað með hefð-
bundnum hætti. Kaupsýslumenn hvetja opinberlega til
samblásturs um lagabrot við að taka þá álagningu sem
þeir telja sér henta. Jafnframt hvín mjög i ihaldinu um
,,siðleysi" ríkisstjórnarinnar .
Sannleikurinn er hins vegar sá að aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar eru í fyllsta samræmi við siðgæðishug-
myndir verkalýðshreyf ingarinnar og meginþorra fólks i
landinu. Siðferði kaupsýslunnar varð fyrir þvílíkum
hnekki þegar uppvíst varð, hvernig innfytjendur fara á
bak við lög og rétt við að ákvarða innf lutningsverðlag að
eigin geðþótta og taka þannig miljarða króna í gróða áj
hverju ári.
Hlutverkaskipti
Nokkuö er nú skipt hlut-
verkum i þjóöfélaginu. NU eru
það samtök verslunarinnar og
sjálfskipaöir talsmenn hátekju-
skattgreiöendasem snúast gegn
stjórnvöldum. Nýtt tímabil er
tekið viö af skæruhernaöi sam-
taka launafólks gegn fjandsam-
legu rikisvaldi. Enda hefur
skipt um rikisstjórn i landinu.
Sveinn Jónsson, aðstoöar-
bankastjóri Seölabankans,
birtir ritsmið i Morgunblaðinu i
gær, þar sem hann leggur til aö
stofnuð veröi öflug varnar-
samtök skattgreiöenda.
1 upphafi greinar sinnar vikur
aöstoöarbankastjórinn réttilega
að þvi aö óskilgreint hjal um
efnahagsvandann er næsta
marklaust og einungis til þess
falliöaöbreiöa yfirþaöum hvað
átökin standa.
Stéttaátök
Að sjálfsögöu er tekist á um
tekjuskiptinguna i þjóöfélaginu,
um „skiptingu þeirrar rikulegu
framleiöslu” sem til fellur i
þjóðarbúinu. Um það hafa
staðið hatrömm átök á kjör-
timabili fráfarandi stjórnar,
stéttaátök um kaup og kjör.
Samtök launafólks sættu sig
ekki við þaö að gengisfellingar
og ráðstafanir i efnahagsmálum
bitnuðu á kaupmætti meðal- og
láglauna i sifellu og þessar ár-
vissu „æfingar” heföu i för meö
sér að sifellt meira fjármagn
flyttist frá launastéttum til
eignamanna og hátekjufólks.
Það gerir
gœfumun
Þar fyrir utan stóðu samtök
launafólks á þeim sterka
siöferðilega grunni að hafa
samiö um kaup sin og kjör,
Sveinn Jónsson
aðstoöarseðlabankastjóri
launaskiptingu og launabil, i
frjálsum kjarasamningum.
Þessum samningum var rift
með ósvifnu og einhliöa laga-
boði stjórnvalda án nokkurs
samráös viö verkalýös-
hreyfinguna.
Þau samtök sem nú er veriö
aö hvetja til aö stofnuö veröi
gegn bráðabirgöalögum núver-
andi rikisst jórnar, samtök
kaupmanna gegn álagningar-
ákvæöum, og samtök skatt-
greiðenda gegn hátekjuskatti.
hlytu að byggja starfsemi sina á
siðferöilegum sandi.
Engin vorkunn
I fyrsta lagi er beinn tekju-
skattur eitt helsta tækiö til
jöfnunar á kjörum manna i
þjóöfélaginu. í öðru lagi er
„skattpining” hérlendis minni
en i nágrannalöndunum t.d. eins
og annarsstaðar á Noröur-
löndum. Sex prósent hátekju-
gjaldið jafnar að visu nokkuð
þann mun. Alltaf má deila um
þaðhvarsetja á hátekjumarkið,
en þeir sem hafa tekjur umfram
skynsamlegt mark er ekki of-
ætían að greiöa 700 krónur af
hverjum 1000 krónum sem þeir
vinna sér inn til viöbótar.
Hér er þess að gæta aö þeir
sem i hátekjuflokkinn falla eru
yfirleitt fólk sem hefur komiö
sér mun betur fyrir i þjóðfélag-
inu en lágtekjufólk og getur af
ýmsum ástæöum notiö lifsgæö-
anna betur en þaö. Þeim er þvi
engin vorkunn aö leggja sitt af
mörkum tíl aö jafna þennan
aöstöðumun.
Þá væri mál
að kveina
Rætt er um þaö aö nær sé aö
heröa framkvæmd skattalag-
anna og ná i þaö sem svikiö er
undan skattí. I Noregi er sagt aö
skattsvik nemi um 10% af
þjóðartekjunum, en þaö sam-
svarar þvi að tekjutap islenska
rikisins vegna skattsvika væri
15 til 20 miljaröar á yfirstand-
andi gjaldári.
Vafalaust verður aldrei hægt
■ aö ná inn þessum upphæöum.
En til huggunar Sveini Jóns-
syni, væntanlegum formanni
Félags hátekjuskattsgreiöenda
má geta þess aö ýmislegt er
hægt að gera til þess aö ná til
þeirra sem sleppa nú við skatt-
greiðslur. Þaö má til dæmis
setja þak á vaxtafrádrátt og
leggja skattkvaöir á þá atvinnu-
rekendur sem komist hafa upp
meö að rugla saman taprekstri
eigin fyrirtækja og iburöar-
miklu heimilishaldi byggöu á
vinnukonuútsvari.
Þegar búið er aö koma á
leiðréttingum af þessu tagi
veröur áreiöanlega ekki aöeins
kominn grundvöllur fyrir
varnarsamtök skattgreiðenda,
heldur lika jarövegur fyrir
stofnun almennilegs hægri
flokks i landinu. __gkh
Liðsmannafundur
herstöðvaandstæðinga
Gils Guömundsson
Þorbjörn Guömundsson
Halldór Guömundsson
laugardaginn 23. september n.k.
kl. 13 í Félagsstofnun stúdenta
Tilgangur þessa fundar er fyrst og fremst að koma af
stað umræðu um hugsanlegar baráttuleiðir herstöðva-
andstæðinga. Strax í upphafi þess starfsárs sem nú er að
liða, lagði miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga
(SHA) áherslu á að leggja grundvöll að slíkri umræðu.
Heldur hef ur það gengið erf iðlega, og má segja að fund-
ur af þessu tagi sé löngu orðinn tímabær.
Liðsmannaf undurinn er auk þessa hugsaður sem liður
í undirbúningi fyrir landsráðstefnu SHA sem haldin
verður dagana 21. og 22. október n.k.. Það er þvi afar
þýðingarmikið að sem flestir herstöðvaandstæðingar
sæki þennan liðsmannafund.
Dagskrá liðsmannafundar
1. Hugsanlegar leiðir í baráttu herstöðvaandstæðinga:
I) Þjóðaratkvæðagreiðsla um brottför hersins.
Framsögumaður: Halldór Guðmundsson nemi.
II) Verkalýðshreyfingin og baráttan gegn hernum og
NATO. Framsögumaður: Þorbjörn Guðmundsson
húsasmiður.
III) Einangrun hersins og friðlýsing N-Atlandshafs-
ins. Framsögumaður: Gils Guðmundsson alþingis-
maður.
2. Kynntar tillögur til breytinga á lögum og stefnuskrá
Samtaka herstöðvaandstæðinga
3. Önnur mál.
Allar framsögur verða stuttar og við það miðaðar að
vekja upp umræðu, frekar en að gera hverju efnisatriði
ýtarleg skil.
Herstöðvaandstæðingar eru endregið hvattir til að
koma á þennan liðsmannaf und næstkomandi laugardag i
Félagsstofnun stúdenta.
Reykjavík 19. september 1978
Miðnefnd SHA.