Þjóðviljinn - 20.09.1978, Blaðsíða 5
Miövikudagur 20. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
i .»"•
Jafnréttisgangan á leið að Kjarvalsstöðum. (MyndirT Leifur)
t anddyri Kjarvalsstaða
„Tímamót í jafnréttisbaráttu
alls fatlaðs fólks á landinu”
sagði Rafn Benediktsson, formaður Félags fatlaðrasá Kjarvalsstööum í gœi
„Nú er lag til að breyta hugsjónum í veruleikayy — sagði Magnús
Kjartansson
„A ð fatlaöir komi á fund
borgaryfirvalda i göngu sem við
köllum jafnréttisgöngu er
atburður sem vekur mikla og
almenna athygli, þvi fatlaðir hafa
yfirleitt frekar gengið með
veggjum heldur en að vekja á sér
sérstaka athygli, enda ber skipu-
lag húsa og umhverfis það með
sér að það hefur gleymst að taka
tillit til þessa hóps.”
Svo mælti Rafn Benediktsson,
formaður Sjálfsbjargar, félags
fatlaöra i Reykjavik, iávarpi sinu
á Kjarvalsstöðum i gær. Það var
áhrifamikið að verða vitni að
jafnréttisgöngunni i gær, þessari
þögulu en sterku uppreisn
fatlaðra, þar sem þeir komu i
fyrsta sinn saman á almannafæri
og sýndu einhug sinn og baráttu-
hug. Málstaður fatlaðra á lika
mikinn stuðning, það sannaði sá
mikli fjöldi ófatlaðra, sem þátt
tók i göngunni.
Vigfús Gunnarsson, formaður
ferlinefndar fatlaðra, hét i ávarpi
sinu á alla landsmenn að taka
þessi mál til gaumgæfilegrar
athugunar og geri stórt átak til að
leiðrétta þau mistök sem hafa
verið gerð á liðnum árum.
„Gleymum heldur ekki öldr-
uðum, blindum, þroskaheftum og
öllum hinum hópunum sem biða
og vona”, sagði Vigfús. Þegar
hann hafði lokið máli sinu, sæmdi
hann Kjarvalsstaði alþjóðamerki
fatlaðra. Eftir lagfæringar sem
gerðar hafa verið, eiga fatlaðir nú
greiðan aðgang um allt húsið.
Rafn ,Benediktsson, formaður
Félags fatlaðra, sagði m.a. i
ávarpi sinu: „Það er von okkar
að þessi dagur muni marka tima-
mót, ekki aðeins i baráttusögu
félagsins, heldur jafnframt i jafn-
réttisbaráttu alls fatlaðs fólks á
landinu.” Lokaorð Rafns voru:
„Vi skorum á ykkur, borgarstjóri
og borgarfulltrúar! Vinnið ötul-
lega að þvi að Reykjavik verði
jafnréttis borg.”
Theodór A. Jónsson, formaður
Cr göngunni
Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra, talaði um húsnæðismál
fatlaðs fólks og sagði m.a. að
grundvallaratriði væri að allar
ibúðir, byggingar og opin svæði
verði aögengileg fyrir alla. Engin
framtiðarlausn væri að byggja
aðeins sérstakar ibúöir fyrir
ákveðna þegna i þjóðfélaginu.
Það væri einnig brýn nauðsyn að
fatlaðir eigi kost á hagstæðari
lánum til húsbygginga en nú er,
þvi mun dýrara væri fyrir fatlaða
en aðra að koma yfir sig þaki, þar
sem þeir þurfa að kaupa út alla
vinnu.
Arnór Pétursson, formaður
Iþróttafélags fatlaðra, ræddi um
atvinnumál fatlaðra og sagði
m.a., að aðalorsök þess að
fatlaðir komist ekki á vinnu-
markaðinn væru umferðar-
hindranir. „Þjóðfélag okkar er
þannig uppbyggt að ekki er
reiknað með fötluðu fólki, sem er
þó 15% af þjóðinni,” sagði Arnór.
Hann taldi upp fjölmörg atriði til
úrbóta i atvinnumálum fatlaðra.
Magnús Kjartansson gerði hug-
sjónir heilbrigðis og jafnréttis að
umtalsefni. Hann sagöi m.a.:
„Við undirbúning þessa jafn-
réttisdags hef ég leitað liðsinnis
Fötluð börn á Kjarvalsstöðum I gær.
Vigfús Gunnarsson flytur ávarp I anddyri Kjarvalsstaða. Borgar-
fulltrúar til vinstri. — (Ljósm. Leifur)
Vigfiís Gunnarsson formadur
ferlinefndar fatlaðra:
„Aðalverkefnið er
breytt hönnun húsa”
— Það hefur veriö mikill undir-
búningur að þessari göiigu, sagði
Vigfús Gunnarsson formaður
ferlinefndar fatlaðra I stuttu
spjalli viö Þjóðviljann á Kjar-
valsstöðum I gær. —Og það hefur
verið geysilegt átak að koma
þessu öllu I höfn.
— Við stefnum að þvi marki,
að allir landsmenn geri sér grein
fyrir þvi, að það er ekki sama
hvernig hús eru byggð. Það
kemur oft fyrir að menn þurfa að
flýja húsin þegar aldur færist
yfir. Aðalverkefniö á komandi
árum er að fá hönnun og bygg-
ingu húsa breytt þannig að fatl-
aðir geti nýtt húsnæðið jafnt sem
aðrir, sagði Vigfús.
— Þessi ganga okkar i dag er
bara eitt skref i margra áratuga
vinnu, þrotlausu starfi sem unnil
er af þögulum hópum, dögum,
vikum og árum saman, sagði Vig-
fús að lokum.
—eös
hjá fjölmörgum mönnum. Ég hef
hvarvetna fengið sömu viötökur,
hjálpsemi, skilning, áhuga — og
það sannar, að nú er lag til að
breyta hugsjónum i veruleika á
skömmum tima.
—eös
II m