Þjóðviljinn - 20.09.1978, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 20. september 1978 i ÞJÓÐVÍLJINN — SÍÐA 13
t ruggustólnum situr Den Hegarty, söngvari og lagasmiður, t.v. krýp-
ur Hammy Howell pianóleikari og t.h. Horatio Hornblower saxófón-
leikari. Aörir á myndinni eru, talið frá vinstri: Griff Fender söngvari,
Thump Thomson bassagítarleikari, Rita Ray söngvari, John Dummer
trommuleikari, Bob Fish söngvari og George Currie gitarleikari.
15 mínútna popp
Airport, Darts, Yellow Dog og Leo
Sayer á skjánum í kvöld
Það veröur poppað I stundar-
fjórðung i sjónvarpinu I kvöld.
Hljómsveitirnar Airport, Darts
og Yellow Dog leika og einnig
kemur bandariski söngvarinn
Leo Sayer fram.
Breska hljómsveitin Darts
hefur átt sivaxandi vinsældum að
fagna undanfarið og verið á
hraðri uppleið i poppheiminum.
Nú virðast hins vegar nokkrar
blikur vera á lofti, þvi fyrir stuttu
hættu tveir liðsmenn i hljómsveit-
inni, þeir Den Hegarty, aðal-
söngvari og lagasmiður Darts, og
Hammy Howell hljómborðsleik-
ari. Ekki hafa enn verið ráönir
nýir menn i þeirra stað. Fram-
kvæmdastjóri Darts hefur látið
svo ummælt, að brottför þeirra
Hegartys og Howells væri reiðar-
slag fyrir hljdmsveitina, þvi' þeir
hefðu átt einna mestan þátt i vin-
sældum Darts að undanförnu.
Hljómsveitin Darts var stofnuð
i ágúst 1976. Den Hegarty, sem
áður var i hljómsveitinni Rocky
Sharpe and the Razors, var aðal-
driffjöðurinog fékk til liðs við sig
fjóra félaga sina i Rocky Sharpe
og þrjá úr John Dummer Blues
Band, ásamt pianóleikaranum
Hammy Howell. Darts hefur þvi
verið 9 manna hljómsveit.
Liðsmenn Darts búa fiestir i
London. Meðal vinsælustu laga
hljómsveitarinnar mánefna: The
Boy From New York City, Daddy
Cool og Come Back My Love.
Darts er fyrst og fremst
skemmtihljómsveit. Sviðsfram-
koma þeirraer lifleg og skemmti-
leg og vinsældir sinar eiga þeir
þvi að þakka fremur öðru.
—eös
KÆRLEIKSHEIMILIÐ
Auðvitað hef ég veriö ástfangin. Af pabba þinum!
Nei, ég meina ekki svoleiðis. Hefurðu verið ástfangin
t ALVÖRU?
Ný miðdegissaga:
Föður-
ást
eftir Selmu
Lagerlöf
1 dag kl. 15 byrjar Hulda Run-
ólfsdóttir að lesa nýja miðdegis-
sögu, „Föðurást” eftir Selmu
Lagerlöf. Bjrön Bjarnason frá
Viðfirði þýddi söguna.
Selma Lagerlöf (1858—1940)
var fædd i Varmaland i Sviþjóð
og þar bjó hún mestan hluta ævi
sinnar. Hún var kennari að mennt
og stundaði kerinslu i Lands-
krona, þar sem hún skrifaði
Gösta Berlings sögu 1891. Frá-
sagnárgleði, þjóðernisrómantik
og trúar-siðferðileg viðhorf ein-
kenna skáldskap Selmu Lagerlöf,
sem er mikill að vöxtum. Hún
hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1909.
—eöi
utvarp
ísland—
Holland
Asgeir Sigurvinsson, kræfastur
islenskra knattspyrnumanna,
verður aftur með landsliðinu i
erfiðum leik i dag gegn HoIIandi,
silfurliðinu frá heimsmeistara-
keppninni í Argentinu. Leikurinn
erliður i Evrópukeppni landsliða,
sem island tekur nú þátt í I fyrsta
sinn. Hermann Gunnarsson er á
staðnum og lýsir siðari hálfleik
beint frá Nijmegen i Hollandi kl.
19.30 í kvöld.
—eös
7.00 Veöurfregnir. Fréttir
7.10 Létt lög og morgunrabb.
(7.20 Morgunleikfimi).
7.55 Morgunbæn
8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá.
8.15 Veðurfr. Forustugr.
dagbl. (útdr.)
8.30 Af ýmsu tagi: Tónleikar
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
Jón frá Páimholti heldur
áfram að lesa sögu sina
„Ferðina til Sædýrasafns-
ins” (11).
9.20 Morgunleikfimi 9.30 Til-
ky nningar.
9.45 Iðnaður. Umsjónarmað-
ur: Pétur J. Eiríksson.
10.10 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Kirkjutónlist: Hans Geb-
hardleikur á orgel Nikulás-
arkirkjunnar í KielTokkötu
i' F-dúr eftir George Muffat
og Improvisation um
gregorianskt stef eftir
Charles Tournamire.
10.45 Hvað er móðurást? Finn-
borg Scheving tekur saman
þáttinn.
11.00 Morguntónleikar:
Henryk Szeryng og Sin-
fóniuhljómsveitin i Bam-
bergleika Fiðlukonsert nr. 2
op. 61 eftir Karol
Szymanowski: Jan Krenz
stj./ Filharmoniusveitin i
Berlin leikur „Vorblót”,
ballettsvitu efti Igor
Stravinsky: Herbert von
Karajan stj.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
ky nningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
15.00 Miðdegissagan: „Föður-
ást” eftir Selmu Lagerlöf
Björn Bjarnason frá Við-
firði þýddi. Hulda Runólfs-
dóttir byrjar lesturinn.
15.30 M iðdegistónleikar:
Sinfóniuhljomsveit Berlinar
leikur „Episod”, li'tið
hljómsveitarverk eftir
Suska Smolianski: Stig Ry-
brant stj./ Sinfóniuhljóm-
veitin i Liege leikur Sinfóniu
nr. 2. „Orgelhljómkviðuna”
op. 24 eftir Richard de
Guide: Paul Strauss stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.45 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn: Halldór
Gunnarsson kynnir.
17.20 Litli Barnatiminn: Gisli
Asgeirsson sér um timann.
17.40 Barnalög
17.50 Hvað er móðurást?
Endurtekinn þáttur frá
morgninum.
18.05 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá '
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.30 Evrópukeppni landsliða
— island : Holland Hermann
Gunnarsson lýsir frá
Nijmegen i Hollandi.
20.20 A niunda timanum
Hjálmar Arnason og Guð-
mundur Arni Stefánsson á
ferö um Hallærisplanið á
föstudagskvöldi.
21.00 Victoria de los Angeles .
syngur lög frá ýmsum lönd-
um. Geoffrey Parsons leik-
ur á pianó.
21.25 „Einkennilegur blómi”
Silja Aðalsteinsdóttir fjallar
um fyrstu bækur nokkurra
ljóöskálda sem fram komu
uv 1960. Fjórði þáttur:
„Borgin hló” eftir Matthias
Johannessen. Lesari: Björg
Arnadóttir
21.45 Konsert i F-dúr fyrir tvc
sembala eftir Wilhelm
Friedemann Bach Roll
Junghans og Bradford
Racey leika. (Hljóðritun frá
útvarpinu i Munchen).
22.00 Kvöldsagan: „Lif i list-
um” Eftir Konstantin Stani
slavski Kári Halldór les
(12).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Djassþátturi umsjá Jóns
Múla Amasonar.
23.35 Fréttir. Dagskrárlök.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Nýjasta tækni og visindi
(L) Framtfð kolavinnslu,
Leikföng handa fötluðum.
Fiskirækt I sjó. Umsjónar-
maður örnólfur Thorlacius.
20.55 Dýrin min stór og smá
(L) Attundi þáttur. Ráð i
tíma tekið. Efni sjöunda
þáttar: Helen býður James i
sunnudagste. Þar kynnist
hann föður hennar, sem hef-
ur nokkuð sérstæða skoðun
á ýmsum hlutum. Tristan
og James fara i vitjun á nýj-
um bil Siegfrieds sem er
veikur og billinn stór-
skemmist. James fer á
dansleik með Tristan og
tveimur vinkonum hans.
Þar hittir hann Helen. Hún
fer með honum af ballinu,
þegar hann er kallaður i
vitjun og hann játar henni
ást sina. Þýðandi Óskar
Ingimarsson.
21.45 Popp(L) Airport, Darts,
Yellow Dog og Leo Sayer
skemmta.
22.00 Menning Slavanna (L)
Fræðslumyndgerðá vegum
Sameinuðu þjóðanna um
slavnesk menningaráhrif i
Evrópu. Þýðandi og þúlur
Ingi Karl Jóhannesson.
22.30 Dagskrárlok
PÉTUR OG VÉLMENNIÐ — II. HLUTI EFTIR KJARTAN ARNÓRSSON