Þjóðviljinn - 20.09.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.09.1978, Blaðsíða 16
VOÐVIUINN Miðvikudagur 20. september J978 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægtað ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðs- ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. Skipholti 19, R. simi 29800, (5 Verslið í sérverslun með litasjónvörp og hljómtœki Biðstaða í verðlags- málunum segir Gunnar Snorrason form. Kaupm.s. t samtali við Þjóðviljann i gær kvaðst Gunnar Snorrason, for- maður Kaupmannasamtakanna, ekki geta svarað þvi fyrir kaup- menn almennt.hvort þeir hygðust hiíta ákvörðun verölagsnefndar um álagningarákvæði frá 10. september. llann minnti á að kaupmenn hefðu stefnt fyrrver- andi viðskiptaráðherra og for- manni verölagsnefndar vegna ó- lögmætra verðlagsákvæða sem sett voru i febrúar s.i., og að sam- tökin tclja þvl að 30% regla bráöabirgðalaganna um skerð- ingu álagningarhlutfalls komi að réttuá verðlagsákvæði frá I nóv- ember 1977, en ekki á ákvæðin frá I febrúar 1978, Gunnar Snorrason lagði á- herslu á mótmæli kaupmanna gegn þeim hluta bráðabirgðalag- anna sem kveða á um lækkun á hlutfallstölu álagningar, enda væru það eins konar^kaupránslög á kaupmenn. Hins vegar taldi hann aö nú væri komin biðstaða i máliö eftir fund fulltrúa Kaupmannasam- takanna með viðskiptaráðherra i gærmorgun. Þar hafi ráðherra lýst yfir vilja sinum til að taka á- lagningarprósentuna til endur- skoðunar hið fyrsta. Alagningin er almennt of lág, en einnig þarf að samræma álagningarákvæðin I innbyrðis, þannig að hver vöru- tegund standi undir sér sjálf, I sagði Gunnar Snorrasonað lokum. —AI | Dómnefndin og verölaunáhafinn. Talið frá vinstri: Þorleifur Hauksson, Silja Aðalsteinsdóttir, Guðlaugur Arason og Sveinn Skorri Höskuldsson. Fjórði meðlimur dómnefndar, Jakob Benediktsson, var ekki viðstaddur úthlutunina, þar sem hann er á feröalagi IKina. Mynd: — Leifur, menn farast BELLUNO, ítaliu, 19/9 (Reuter) — Tveir svissncsk- ir fjallgöngumenn létu Ufið i grjóthruni, þegar þeir voru að klifa Civeta-tind i Dólómita-f jöllu m. Að sögn lögreglunnar sá- ust lik fjallgöngumannanna úr þyrlum og voru þeir 600 m frá tindinum. 1 gærkvöldi voru fjallgöngusveitir lög- reglunnar að reyna að kom- ast á staðinn. Annar þeirra sem fórust var talinn meðal efnilegustu fjallgöngumanna i Sviss. Lögreglan taldi aö menn þessir hefðu orðiö fyrir skriðufalli í skaröi i norð- vestur hlið fjallsins. Sameining eftir 1500 ára klofning ViNARBORG 19/9 (Reuter) — Leiðtogar fimm aust- rænna kirkjudeilda, sem slitnuðu úr tengslum við rómversk-kaþólsku kirkjuna fyrir meira en 1500 árum, hafa nú fallist á að sameinast móðurkirkjunni að nýju. Ýmis vandamái varðandi sameininguna eru þó enn óleyst. Þessar fimm kirkjudeildir eru koptiska kirkjan i Egyptalandi, sýrlenska kirkjan i Anþekju, hin postullega armenska kirkja, eþiópiska kirkjan og sýr- lenska kirkjan i Indlandi. Þær slitnuðu úr tengslum viö kaþólsku kirkjuna i fyrsta meiri háttar klofningi frum- kristninnar árið 451, og var orsökin deilur um eðÚ Krists; litu hinar austrænu kirkju- deildir svo á að Kristur væri einungis guð en ekki maður. Tilkynningin um aö ekkert stæði lengur i vegi fyrir sameiningu var gefin út i Vfnarborg eftir viku ráð- stefnu miili kaþólskra manna og fulltrúa austrænu kirkjudeildanna. Var þessi ráðstefna sú fjóröa sem haldin hefur verið siðan 1971, og hefúr stöðugt miöaö i samkomulagsátt, en vandamál eru þó enn óleyst, einkum þau sem snerta stööu og valdsvið páfa. Gudlaugur Arason fær verðlaun í skáldsagnakeppni Máls og menningar: „ELDHUSMELLUR” BESTA SAGAN Mál og menning hélt blaða- mannafund I gær og kynnti verð- launahafana i skáldsagnasam- keppni þeirri, sem útgáfufélagið efndi til i fyrra i tilefni 40 ára af- mælis félagsins. 500 þúsund krón- um var heitið til verðlauna fyrir bestu söguna og rann skilafrestur út 15. mai. Alls bárust 9 skáldsög- ur. i dómnefnd sátu Jakob Bene- diktsson, Silja Aðalsteinsdóttir, Sveinn Skorri Höskuldsson og Þorleifur Hauksson. Dómnefnd varð sammála um að veita skáldsögunni Eldhús- meiiur verðlaunin. Höfundur hennar nefndi sig ólafiu frá Ljósavatni, en bak við það dul- nefni leyndist Guðlaugur Arason rithöfundur. 1 niðurstöðum dóm- nefndar segir m.a.: „Eldhúsmellur er vel upp byggð saga, þaulunnin og skemmtileg, atburðarás óvænt og spennandi. Lýsingar umhverfis og persóna eru rauntrúar og sannfærandi. Höfundur beinir skörpu ljósi aö persónúlegum og félagslegum vanda hjóna sem hvort um sig eru fangar hefðar og fordóma varðandi kyitbundið hlutverk sitt. Jafnframt bregður hann upp raunsæjum myndum af ólikum vettvangi kvenna og karla við störf og skemmtanir, á heim- ilum,! frystihúsi, viö sjómennsku. Hann fjallar i sögunni um við- fangsefni sem er ofarlega á baugi og tekur það ferskum og nýstár- 'legum tökum þannig að lesandi er knúinn til umhugsunar og endur- mats gagnvart viðteknum við- horfum. Siú raunsæislega lýsing á mannlifi i sjávarplássi sem þarna birtist er að ýmsu leyti einstæð i islenskum bókmenntum, og frá- sagnargáfa á borð við þá sem höf- undur sýnir i þessari bók er Vantar krónur 1 yfirliti um skerðingu launa samkvæmt visitöluþaki bráða- birgðalaga stjórnarinnar hjá BSRB-félögum kemur fram að i launaflokkum 16-32 vantar frá þúsund krónum til þrjátiu og tvö sannarlega heldur ekki á hverju strái.” Guðlaugur Arason er f. á Dal- vik 23. júli 1950. Hann var sjó- maöur á unglingsárum en fór 19 ára i menntaskóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Tjörnina 1973. Ari seinna fluttist hann til Kaupmannahafn- ar og hefur búið þar siðan og fengist við skriftir. Fyrsta skáld- saga Guðlaugs, Vindur, vindur, vinur minn, kom út 1973. Þá var sagan Vikursamfélagið lesin upp á fullar þúsund og sjö hunduð krónur a að fullar verðlagsbætur náist. t prósentum er það 0,4% til 8,5% skerðing. Hér er um að ræða kaup sem er eftir 11. september kr. 268.900 á mánuði upp i kr. i útvarp i fyrra og hlaut verðlaun i skáldsagnasamkeppni i nóvem- bermánuði. Verðlaunasaga Máls og menningar, Eldhúsmellur er þannig þriðja skáldsagan 'sem Guðlaugur Arason lætur frá sér fara. Fram kom á blaðamannafund- inum, að Mál og menning hyggst gangast fyrir samkeppni á næsta ári um bestu barnabókina. Er efnt til þessarar samkeppni i til- efni þess, að árið 1979 verður að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna helgað barninu. —im bætur 385.500. Skerðingin fer yfir 10 þús- und krónur i 22. launaflokki og 312.500 mánaðarlaun og yfir 20 þúsund krónur i 26. launaflokki og 346.100 kr. mánaðarlaun —ekh. Áhrií vísitöluþaksins á 16. til 32. launaflokk BSRB 1000 til 32,000 Mesti jarðskjálfti í sögu írans Talid ad um 20.000 kunni aö hafa farist TEHERAN 19/9 (Reuter) — Björgunarmenn vinna nú stöð- ugt við að grafa upp lik þeirra sem fórust i jarðskjálftunum miklu i Noröaustur-tran. Opin- ber tala látinna er nú 16000, en embættismenn tölduaö hún ætti enn eftir að hækka og gæti kom- ist upp i '20 000. Hver sem loka- talan verður er þegar vist að þetta er langmannskæðasti jarðskjálftinn i sögu lrans og mikiu verri en jaröskjálftinn i Khorassan árið 1968, en þá fór- ust 13000 menn. Við þetta manntjón bætistsvo i dag að f jögurra hreyfla flugvél af Herkúles-gerð, sem notuð var til björgunarstarfa og birgða- flutninga, fórst i lendingu i Teheran, og biðu niu menn bana, þ.á.m. hershöfðingi einn, en fjórir komust lifs af. Borgin Tabas, sem stendur i vin á jaðri Kavireyöimerkur, var algerlega jöfnuð við jörðu i jarðskjálftanum, og er taliö að 11000 hafi beðið bana af þeim 13 000, er I borginni bjuggu. En gifurlegar eýðileggingar urðu einnig i héraðinu umhverfis Tabas, ogsagðilandstjórinn þar að hundrað þorp, lítil og stór, hefðu verið jöfnuð við jörðu og 90% ibúa þeirra farist eða særst. 1 öðrum 60 þorpum, sem skemmdust mikið, varð einnig manntjón. Björgunarmenn vinna stans- laust við að grafa upp lik þeirra sem féllu, og var tilkynnt að 50001 ik hefðu fundist fyrir sólar- iag í gær. Ottast er að drepsóttir komi upp ef þessu starfi seink- ar. Talsverður vatnsskortur var á svæðinu þar sem jarðskjálft- inn hafði geisaö, þótt vatn væri stöðugt flutt þangað i tankbilum og flugvélum. Samkvæmt trú- arsiðum á þessum slóðum þarf að baða lik fyrir greftrun. Þeir sem liföu jarðskjálftann af búa nú yfirleitt i tjöldum, en stöðugar jarðhræringar eru enn á þessum slóðum og valda ótta meðal þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.