Þjóðviljinn - 20.09.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.09.1978, Blaðsíða 7
I Miðvikudagur 20. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Þótt á mig séu lagðir meiri skattar — og þótt ekki náist strax til tekju-hæstu mannanna í þjóðfélaginu, sem margir hverjir finnast undir þakinu góða, þá sætti ég mig við það „Megi Óskar Pé böl- sótast enn umhríð” Fátt er það undanfarnar vikur sem megnað hefur að gleðja geðið nema ef vera skyldi veðrið... Bæði vinstri og hægri menn mögla undan bráðhugvitsöm- um sköttum nýju vinstri stjórnarinnar. Manni virðist oft næsta erfitt að henda reiður á þvijhvort sil mikla jafnréttis- hugsjón sem að flestra sögn er oss borin i blóðjSé kannski að- eins staðfærö eða eftir henni farið á tyllidögum. Eitthvað virðist hlaupa fyrir brjóstið á fólki, þegar nýja skattheimtu ber á góma, jafnvel þótt viðkomandi hafi litla hugmynd um það hvort hún snertir hann sjálfan eður ei. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en til þannig álagna er gripið að maður stendur sjálfur i sviðsljósinu. 1 minu ágæta stéttarfélagi BHM (Bandalagi háskóla- manna) er mikil og sterk jafn- réttistilfinning. Það hef ég oft fengið að heyra. Eftir efnahags- aðgerðir rikisstjórnarinnar greip mikill kuldahrollur um sig meðal minna ágætu félaga. Fjölmargir þeirra lentu nefni- lega úti á þaki þjóðarbúsins og þóttust illa til nepjunnar búnir. En af þakinu er viðsýnt og sér vel til ferða annarra meðborg- ara. Er mér sagt að á efri hæðum hússins hafi ýmsir jöfr- ar búist rikulega um og minni um margt á hetjurnar og vik- ingana, forfeöur sina^aö vilja ekki gjalda sinn skatt að fullu. Finnast mér þetta hin verstu tiðindi ef sönn eru. tkjallara þessa húss klóra sér margir i höfðinu — ekki endi- lega vegna óþrifnaðar eða sápu- leysis, heldur vegna þess að kaupið þeirra hefur lækkað, — þótt það hafi „raunverulega” hækkað. Þetta hlýtur hver ein- asti heilvita islendingur aö skiljaM Þetta heitir: Samning- arnir skulu i gildi!! Ég hef þá staðföstu trú að ein- læglega sé stefnt aö launajöfnun af hinni nýju vinstri stjórn. Ég treysti henni til að vinna einlæg- lega að stefnumálum sinum, þótt ég þykist sjá það fyrir að aldrei verður þaö hnökra-né hnýfilyrðalaust. Lifsgæöastöðunni má alls ekki halda viö með sifelldum erlend- um lántökum i anda fyrri stjórna. Hún verður einfaldlega að lækka ef við stöndum ekki undir henni hjálparlaust. Aframhaldandi veðsetning endar með vergangi á vestur- veg. Grannþjóðir okkar hafa margar skammtaö við sig naumar undanfarin ár. Sjálfur hef ég orðið vitni að þvi hvernig verkamannaflokkurinn breski hefur tekið á þessum málum og dáist aö árangri' þeirra nú. Ráðstafanirnar sem þeir gerðu i upphafúvoru ekkert siður um- deildar en umsvif hinnar nýju stjórnar Islands, þótt ég þykist nú vita að hinar bresku hafi verið allnokkru djúphugsaðri. Ég á lika erfitt með að trúa þvi að djúp hugsun sé að baki við- bragða margra þeirra vinstri manna sem i ræðu og riti hafa látið vanþóknun sina i ljós á að- geröum stjórnarinnar. Þótt á mig séulagðir meiri skattar, — og þótt ekki náist strax til tekju-hæstu mannanna i þjóð- félaginu sem margir hverjir finnast undir þakinu góða, þá sætti ég mig viö það. Ég hefi nefnilega góða von um það að þannig tekjutilfærsla komist til betri skila úr höndum vinstri stjórnar en sultaróla-álögur sjálfstæöismanna. Núverandi stjórnendur vita það lika fullvel að þeim var komiðtil valda til að standa við sin fyrirheit. Þeir vita það lika vel að stutt er i áhyggju- hrukkurnar hjá mörgum stuðningsmönnum. Aöhald er enda nauðsynlegt svo vel megi til takast. Eitt má og hafa til marks hvort vel hefur til tekist: móðursýkiskrif auðstéttar- manna eins og Asgeirs H. Ei- rikssonar verslunarmanns og Óskars Pé Héðinssonar fram- kvæmdastjóra i Dagblaðið. í Óskari Pé krystallast andi ,,frjálshyggjunnar” jafnvel enn betur en hjá sjálfum Hannesi Gissurasyni og er það samt þó nokkur frjálshyggja!! A meðan Óskar Pé heldur áfram að bölsótast má hin nýja stjórn vita aö hún er á réttri leiö!! Einar Valur Ingimundarson menntaskólakennari Minnisbiað fyrir leigjendur réttar aðeinsi skjóli réttar þess, sem hefúr ibúðina eða húsið á leigu. Verði þvi t.d. aðalleigj- andi borinn út vegna vanskila, verður framleigutaki einnig að vikja, ef húseigandi krefst. Um fyrir vöntuiT um íbúðarhúsnæðis, hafa leigjendur töluverð óumdeilan 3 leg réttiiidi gagnvart eigendum (leigusolum), samkvæmt íslenskum lögum og venjum. Leigjendur skuiu varaðir við eyðublaði fyrir húsaleigusamning, sem Húseigenda- félag Reykjavikur gefur út, en mörg efnisatriði þess samræmast ekki lögum og venjum, og mundu ekki standast fyrir dómstólum Fjölmargir leigjendur hafa leitað ráða hjá Leigjendasam- tökunum frá stofnun þeirra i vor. 1 þvi skyni að gefa sem flestum leigjendum ibúðarhús- næðis til kynna réttarstöðu þeirra i dag, leyfir stjórn Leig jendasamtakanna sér að senda öllum dagblöðum eftir- farandi samantekt úr bók Björns Þ. Guðmundssonar, „Lögbókin þin”, sem gefin var útaf Erniogörlygihf. árið 1973. Húsaleiga er meðal mikilvægari leigu- samninga. Leigusala (þeas. eiganda eða umboðsmanni hans) er skylt að láta leigutaka leiguibúð i té i leigufæru ástandi á tilskildum tima. Honum er og skylt að halda ibúðinni i leigufæru ástandi allan leigutimann, nema hún eyðileggist af óvið- ráðanlegum ástæðum, s.s. jarð- skjálfta, snjóflóði eða bruna. Verulegar vanefndir heimila leigutaka riftun og getur leigu- taki þá flutt úr ibúðinni og þarf ekki að greiða leigu, nema fyrir þanntfma, sem hannhefur búið i ibúðinni. Leigutaki getur og, ef hann kýs það heldur, gert eða íátið gera við galla á ibúðinni á kostnað leigusala. Getur hann siðan dregið kostnaðinn frá húsaleigunni. Um ástand ibúðar er öruggast að fá mat dóm- kvaddra manna, ef um það verður ágreiningur. Sá er vill fá framkvæmt mat (t.d. vegna galla á húsnæðinu) snýr sér til viðkomandi héraðs- dómara (iReykjavik til borgar- dómaraembættisins) með beiðni um dómkvaðningu mats- manna. Leigjanda ber að fara vel með húsnæðið. Vanefndir i þvi efni geta varðað riftun leigusamn- ings og útburði úr húsnæðinu, en leigusali getur þó jafnframt krafið leigutaka um leigu fýrir það, sem er eftir leigutimabils- ins, nema honum bjóðist annar tækur leigjandi. Sé samningi þannig rift fyrir vanefnd leigj- anda, er leigan öll fallin i gjald- daga. Þegar hús eða ibúð er tekin á leigu, er venja, að leigjandinn megi framleigja einstök her- bergi, nema það sé sérstaklega bannað i húsaleigusamningi. Framleigutaki nýtur þá sins leigu einstakra herbergja gilda annars að öllu verulegu sömu reglur og um ibúðaleigu. Húsaleigugjald getur verið miðað við allt leigutimabil eða styttri tima, t.d. mánuð, eins og tiðast er. Hámark þess er bundið verðstöðvunarlögum (bráöabirgðalög frá 9. september s.l.). Stundum er áskilið, að húsaleigugjald sé greitt fyrirfram, en sé ekki sér- staklega um það samið, mun lit- ið svo á, að upphæðina eigi að greiða eftir á. Leigjandi á að færa leigusala leigugjaldið, nema öðru visi sé um samið. Vanskil leigjanda varða riftun leigusamnings og útburði, séu vanskilin veruleg. Skatta og skyldur af hinu leigða húsnæði er leigjanda ekki skylt að greiða, nema svo sé um samið. Húsaleigusaniningur. Um leigu húsnæðis er tryggast að gera skriflegan samning um öll leigukjör. Ekki er þörf á aö þinglýsa venjulegum húsaleigu- samningi, en séu þeir að ein- hverju leyti frábrugönir þvi, sem venjulegt er, t.d. óuppsegj- anlegir af hálfu húseiganda, leigutimi langur o.s.frv., er öruggara að láta þinglýsa samningi. Þó að eigendaskipti verði að húseign, heldur húsa- leigusamningur gildi sinu. Leigjanda verður ekki vikiö úr húsæði á leigutimanum, meðan hann stendur i skilum og fer sæmilega með húsnæðið, enda þótt húsið sé selt eða leigusali verði gjaldþrota. Húsaleigutimi. Leigutimi ibúða fer eftir húsaleigusamn- ingi eðavenju. Uppsagnarfrest- ur leigusamninga að ibúö er við- ast hvar skv. venju 3 mánuðir miðað við 1. október og 14. mai. Uppsagnarfrestur leigusamn- inga um einstök herbergi er þó almennt talinn styttri, hálfur mánuður eða einn mánuöur. ( Hér lýkur Ivitnun í „Lögbókina þina”) Húsaleigusamningur Húseig- endafélags Reykjavíkur. 1 nýrri kennslubók sem lesin er i Háskólanum segir Páll Sigurðsson kennari i Lagadeild: „Á vegum Húseigendafélags Reykjavikur hefur verið samið staðlað form fyrir notkun húsa- leigusamninga, og er notkun þess almenn hér i borg. Er hér að öllu leyti um einhliða skil- mála að ræða en þó er iðulega vikiðfrá eftir atvikum. Skilmál- arnir miðast mjög við hagsmuni leigusala og er þar m.a. kveðiö á um rétt leigusala (eða eigand- ans) til að vikja leigutaka fyrir- varalaust úr hinu leigöa hús- næði, ef leigutaki efnir eigi ákvæði samningsins.”. 1 nýlegu blaðaviðtali um þennan samning segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlög- maöurm.a.: „Þetta er staðlaö- ur samningur og svo einhliöa saminn, að dðmstólar mundu aldrei beita ýmsum ákvæöum samningsins eins og þau eru þar orðuð. Einhliða, staðlaðir samningar, samdir af sterkari aðila i samningssambandi, eru aö jafnaði túlkaðir þröngt af dómstólum og gagnaðila i hag. Samningsform Húseigendafé- lagsins gefur leigjandanum enga möguleika á að semja, hann verður annað hvort að skrifa undir eða ekki”. „Almenna reglan er sú, að leigutaki ber ábyrgð á þvi tjóni sem hann veldur, en viðhaldið er á kostnað leigusala (eigand- ans). 1 samningseyðublaði Hús- eigendafélagsins er gengið of langt, þvi ekki er hægt að ætlast til að leigutakar sjái um viðhald á húseign, sem getur numið miklum fjárhæðum”. „1 fjölbýlishúsum er gert ráð fyrir í samningsformi Húseig- endafélagsins að leigutaki greiði fyrir eigin reikning hlut ibúðarinnar i sameiginlegum kostnaði húseignarinnar. 1 framkvæmd mundi þetta þýða, að þar sem lögð eru á húsgjöld sem taka ekki aðeins til rekstr- ar heldur lika til viðhalds á sameign og jafnvel til fram- kvæmdahlutaá sameign, þyrfti leigutaki að borga fyrir það. Þetta er ósanngjarnt og stæðist ekki fyrir dómi”. Veruleg vanskil af hálfu leigj- andans eru i samningsforminu of þröngt túlkuð og of þungar kvaðir lagðar á leigjandann ef hann kæmist i vanskil. önnur ákvæði eru bersýnilega ósann- gjörn, og hafa dómstólar beina heimild til þess samkvæmt lög- um, að vikja til hliðar samings- ákvæðum sem eru á þann hátt bersýnilega ósanngjörn. „Akaflega mörgum atriöum i þessu samningsformi yrði vikiö til hliðar vegna þess hversu ein- hliða og ósanngjörn þau eru”, sagði Ragnar Aðalsteinsson að lokum i viðtalinu. Leigjendasamtökinhafa tekið á leigu skrifstofuhúsnæöi að Bókhlöðustig 7 í Reykjavik, og munu á næstunni auglýsasima- númer og skrifstofutima.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.