Þjóðviljinn - 14.10.1978, Síða 2

Þjóðviljinn - 14.10.1978, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Laugardagur 14. október 1978 AF TÝNDU BLAÐI Þegar ég las Vikuskammt Flosa i síðasta laugardagsblaði, kom mér ósjálfrátt í huga Ijóðstúfur, sem ég hafði mikið dálæti á þegar ég var krakki og er raunar eftir Jónas Hallgrímsson: Þegar þú kemur þar í sveit, sem þrímennt er á dauðri geit og tíkargörn í taumhaldið og tófuvömb i áreiðið og öllu snúið öfugt þó, aftur og fram um hundamó, svo reiðlagiðá ringli fer og rófan horf ir móti þér... Ég hef nefnilega undanfarin ár lagt fyrir mig þá vafasömu iðju, að blekbulla í Þjóðvilj- ann nær vikulega, víst að flestra dómi — og ekki síst eigin — með æði misjöfnum árangri. Á þessum langa og merka ritferli mínum hef ur það æði oft borið við, að góðir og grand- varir vinir mínir og velunnarar blaðsins hafi bjargað mér f rá því að hlaupa á mig í skrif um mínum og jafnvel verða mér til skammar svona úr hófi fram. Nú dettur sjálf sagt mörgum í hug að hér eigi ég við ritstjóra blaðsins, eða einhverja ,,endurskoðendur" eða sensora, eins og það er kallað á f ínu máli, en svo er ekki. Satt að segja er það nú svo að þótt sjálfsagt megi segja margt misjafnt um fráfarandi ritstjóra Þjóðviljans, sem nú eru orðnir þingmenn, ráð- herrar og guð má vita hvað, þá mega þeir eiga það (eða máttu) — hvað mig áhrærir — að ekki hef ég i eitt einasta skipti verið beðinn um að skrifa eftir nokkrum kúnstarinnar reglum öðrum en eigin. Nú hafa yngri og sprækari menn tekið við ritstjórn blaðsins og er það vel, en vonandi viðhalda þeir góðu siðum gömlu mannanna. Þeir, sem leggja síðustu hönd á Þjóðviljann, haf a ,svo sannarlega, í ótalin skipti fært staf- setninguna mína — sem vægast sagt er víst bágborin —til betra vegs, þannig að „firir" og „ifir" kæmu endanlega í blaðinu með ufsilon. Þá hef ur það oft orðið mér til lífs þegar próf- arkalesarar blaðsins hafa hringt í mig vegna þess að þeir botnuðu ekki upp né niður í því hvað ég var að fara. Þjóðviljinn hefur á að skipa hæfustu mönnum, sem þurfa sífellt og við verstu skilyrði að vera að berjast við einn skæðasta erkidjöful allra blaða og bóka, prentvillupúkann. Það er löngu sannað mál að þennan andskota er ekki hægt að kveða niður, en fyrir tilstuðlan (afsakið orðið) góðra manna er oftast hægt að halda honum í skef j- um, en ekki ailtaf. Stundum getur nefnilega orðið stórslys ein- hvers staðar á meðgöngutímanum frá því að blaðagrein kemur undir, þar til hún fæðist fullburða sem (í mínu tilviki) blaðagrein. Satt að segja fæddist greinin mín, á laugar- daginn var, andvana vegna þess að einhvers staðar á leiðinni frá mér og inn á 2. síðu Þjóðviljans týndist bróðurparturinn af spek- inni eða heilt vélritað blað. Góðir menn reyndu eftir bestu getu að bjarga þvi sem bjargað varð, en endanlega þakti greinin óverulegan hluta annarrar síðunnar. Þar sem Viku- skammtur þessi var allt annað en broslegur var brugðið á það þjóðráð að hafa fyndið efni til uppfyllingar á síðunni. Þar var meðal ann- ars stór fyrirsögn, sem teljast verður brandari aldarinnar „S IGöLDU VI R KJ UN VERÐUR FULLBOIN NÆSTU ÁRAMÖT"! Laugardagsgreinina síðustu er ekki hægt að birta hér eins og hún átti að vera, af því að f rumhandritið er týnt, og væri raunar eins og verið væri að reyna að blása líf i í eitthvað sem andvana fæddist. Rétt er þó að geta þess hér lauslega að í greininni var f jallað um þá séríslensku hag- speki að verslun standi þá með mestum blóma, þegar hægt sé að ná hærra innkaups- verði en útsöluverði. Þá var þar eitthvað f jall- að um ómaklegar aðdróttanir, sem Samband- ið hefði orðið fyrir,og að SÍS væri meðtandur- hreinan skjöld, sem sannaðist best á því að hægt væri að fá að sjá reikninga fyrirtækja þess. í landinu eru víst sjöhundruð heildsalar og samt flytur Sambandið inn helming alls innflutnings m.ö.o. sjöhundruð sinnum meira en hver heildsali um sig til jafnaðar. Samt er það staðreynd að Sambandið hef ur ekki getað boðið uppá hagstæðara vöruverð en heildsal- ar, þótt f yrirtæki þess séu tvímælalaust miklu betur rekin en önnur í landinu og vafalaust í betri samböndum en allir aðrir í krafti veldis sins. Fullvist er talið að Sambandið ætti að geta fengið umtalsverðari magnafslátt en aðrir. Sambandið á fulltrúa í öllum bönkum. Sambandið á sinn eigin banka. Talið er að Sambandið eigi greiðari aðgang að ýmsum sjóðum en aðrir. Sumir telja að Sambandið njóti skattfríðinda, og vitað er að Sambandið f lytur varning sinn heim með eigin skipum og losnar við að borga óheyrileg farmgjöld til Eimskipafélags íslands og eru þá ótalin alls konar pólitísk sambönd um allar trissur. Þegar öllu er á botninn hvolft er það sjálf- sagt rétt sem hagspekingar verslunarinnar hafa verið að reyna að koma almenningi í landinu í skilning um að undanförnu, að trygg- ingin fyrir því að vöruverð verði hér lægra eri annars staðar, sé hagnaðarvonin i því að halda útsöluverðinu lægra en innkaupsverðinu. Og að lokum lokaorðin í álitsgerð Verslunarráðs- ins, því sjaldan er góð vísa of oft kveðin: Eftir vorri álitsgerð inn skal fært í sjóði innkaupsverð minus útsöluverð sem endanlegur gróði. Flosi. Fimm — Fimm Kortsnoj vann bidskákina t gær tókst Kortsnoj þaö sem engan óraöi fyrir. Hann geröi sér litiö fyrir og vann biöskák- ina úr 31. skákinniog er þar meö búinn aö jafna upp þriggja vinn- inga forskot Karpovs. Nú veröur hver skák hrein úrslitaskák þar sem sá sem vinnur fyrr telst heimsmeistari f skák. Karpov sem var meö svart gafst upp i 71. leik i tapaðri stööuog flýttisér siöanút ásamt fylgdarliði sinu án þess aö segja aukatekiö orö viö hina fjöl- mörgu blaöamenn sem þjörm- uöu að honum. Eftir aöförina aö Karpov ruddust fréttamennirnir inn i búningsherbergi Kortsnojs og klöppuöu honum lof i lófa. Kortsnoj var hinn hressasti og gaf Ut þá yfirlýsingu aö 5-5 þýddi happdrætti. Þegar. Kortsnoj var inntur aö þvf hvort hann hyggðist tefla til sigurs I 32. skákinni sem tefld veröur á morgun, þrátt fyrir aö hann heföi svart, var hann fljótur til svara og sagöi: „Af hverju skyldi ég tefla til vinnings?” Þykir þetta benda til þess aö hann muni tefla varfærnislega og foröast aö taka áhættu. Þegar Karpov var kominn meö aö því er virtist afgerandi forustu 5-2 tóku forráöamenn sovéskra skákmála aö streyma til Filipseyja til þess aö vera viðstaddir lokaathöfnina. Fyrst kom sovéski stórmeistarinn Evgeny Vasiukov frá Indlandi þar sem hann var aö vinna skákmót. Hann kom þó aðeins til þess aö sjá Karpov tapa 28. skákinni. Síöan kom forseti sovéska skáksambandsins Cosmounaut Vitaly Sebastianov rétt I tæka tiö til þess að sjá Karpov tapa 29. skákinni og nú i gær kom i- þróttamálaráðherra sovétrlkj- anna, Viktor Yvonin, og var hann viöstaddur uppgjöf Karpovs i siöustu skák. Fréttir frá Filipseyjum herma aö Karpov hafi ekki áhuga á aö fá fleiri heimsókn- ir... En snúum ókkur nU aö biöstööunni: Karpov lék hér biöleikinn, sem allir höföu reiknaö meö: 47. — gxf5 48. gxf5-Hg8 Ef svartur leikur strax 48. — He8 þá feemur 49. d5! (en ekki 49. Hxe8 Kxe8 50. d5 Kd7 meö jafntefli) t.d. 49. — Hxe2 50. Kxe2 cxd5 51. c6! og vinnur. 49. Kc3 Einnig viröist 49. d5 vera möguleikúen Kortsnoj fer sér aö engu óöslega, enda hefur hann ákveðna áætlun i huga. 49. — He8 Eftir 49. — Hg3 50. Kb4 Hxh3 51. a6! bxa6 52. Ka5 er vinn- ingurinn skammt undan. 50. Hd2-He4 51. Kb4-Ke8 Enn á ný hefur Karpov engan tíma til peöaveiða meö 51. — Hf4 vegna 52. a6! o.s.frv. 52. a6! Þannig opnar Kortsnoj kóng sinum leið aö svörtu peðunum. 52. —bxa6 53. Ka5-Kd7 54. Kb6! Peöiö á a6 hefur enga þýöingu. Fyrir öllu er aö koma kóngnum i sem ákjósanlegasta stöðu. 54. —b4 55. d5 C-peðiö á aö gera út um skákina! 55. — cxd5 56. Hxd5+ Kc8 57. Hd3! Kortsnoj teflir listavel. Hrók- urinn kemur ekki aöeins i veg fyrir framrás b-peösins, heldur hefur hann einnig aug'astað á g3 reitnum. 57. — a5 58. Hg3-b3 Nauösyniegt vegna hótunar- innar 59. Hg8+ ásamt 60. c6. 59. Kc6! Enn á ný nákvæmni. Með þvi aö hóta máti á g8 vinnur hvitur nú b-peðiö.Þaö mátti hinsvegar ekki taka strax meö 59. Hxb3?? vegna 59. — Hb4+ og það er svartur sem vinnur. 59. — Kb8 60. Hxb3 + -Ka7 61. Hb7 + -Ka6 62. Hb6 + -Ka7 63. Kb5! Nú vinnur hvitur nokkur peð... 63. — a4 64. Hxf6-Hf4 65. Hxh6-a3 66. Ha6+-Kb8 67. Hxa3-Hxf5 68. Hg3-Hf6 69. Hg8 + -Kb7 70. Hg7+-Kc8 71. Hh7 Karpov gafst upp. Annaö hvitu peöanna mun brátt birtast upp á 8. reitarröö sem ný drottning. 32. skákina á aö tefla i dag ef Karpov tekur sér ekki fri en hann á einn fridag inni — Kortsnoj engan.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.