Þjóðviljinn - 14.10.1978, Side 12

Þjóðviljinn - 14.10.1978, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. oktdber 1978 Mikib var rætt um samgöngumál á kjördæmisþingi Alþýöubandalagsins á Vestfjöröum. Myndin er tekin af Hálfdáni og sér yfir Bfldudai I Suöur- fjöröum I Arnarfiröi. Kjördæmísþing Vestfjaröa Kjördæmisþing Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörð- um var haldið um helgina 16-17 sept. sl.. Mættu þar fulltrúar allra flokksfé- laga nema af Ströndum og úr Súgandafirði. Sérstakur gestur fundarins var Kjartan ólafsson, nýkjör- inn þingmaður kjördæmis- ins. Fyrri dag fundarins voru mikl- ar umræöur um stjórnmálaviö- horfin almennt, stjórnarmyndun og stööu Alþýðubandalagsins inn- an hennar svo og afmörkuð mál Vestfiröinga innan kjördæmisins. Flestir þeir er létu skoöanir sínar i ljós. voru meðmæltir þátttöku Alþýðubandalagsins i stjórn og töldu það geta unniö betur að stefnumálum sinum i stjórn held- ur en utan hennar. bó fannst ýmsum að of litið af sérstökum markmiðum flokksins hefði náðst fram i stjórnarsáttmála, enda væri hann á mjög afmörkuðu sviði. bvi bæri að leggja mjög rika áherslu á að vinna af fullum krafti að þeim málum áfram, s.s. utanrikismálunum, enda þótt samstaða heföi ekki náðst innan stjórnarflokkanna. bingfulltrúar létu i ljós ánægju yfir þeim árangri sem stjórnar- samstarfið hefði skilaö, þótt að stutt væri um liðið, og væntu mik- iis af framhaldinu. Sú gagnrýni kom fram á bjóð- viljann að hann sinnti fréttaflutn- ingi af landsbyggðinni ekki nægi- lega vel, sérstaklega var minnst á alþingiskosningarnar og barátt- una á undan þeim i þessu sam- bandi, þá hefði samband bjóðvilj- ans við það sem var að ske úti á landi mátt vera meira. Mikið var rætt um samgöngu- mál, bæði innan Vestfjaröa svo og tengingu Vestfjarða við aðra landshluta. Lýstu fundarmenn áhyggjum sinum yfir þeirri stöðvun á rekstri flóabátsins Baldurs sem virðist óhjákvæmi- leg innan skamms tima. Einnig var rætt um vegalagn- ingu úr Djúpi suður yfir heiðar og virðast ráðamenn ekki geta kom- ið sér saman um staðsetningu vegarins, er þar deilt um borska- fjarðarheiði og Kollafjarðarheiði. Lýsti einn heimamaður þvi að þótt tækist aö byggja vegi á borskafjarðarheiði upp úr snjó, þá tækist seint að byggja þá upp úr bylnum, en þar gerast veöur afar hörð. Inn i þessi mál koma einnig samgöngumál Gufudals- sveitar, en þar eru vetrarsam- göngur mjög erfiðar, og mundi það bæta búskaparskilyrði i sveitinni verulega ef samgöngur yrðu betri, bæði innan sveitar og austur á við. bess má geta að fjárjarðir eru mjög góðar i Gufu- dalssveit og afurðir miklar. Fram kom að Vestfirðingur, blað Alþýðubandalagsins innan kjördæmisins stendur mjög vel fjárhagslega. Nýlega var keypt til blaðsins setningarvél sem hef- ur verið þvi mikil lyftistöng. Akveðið var að bæta enn tækja- kost þess til að létta vinnu við það og gera það vandaðra. Um útgáfu þess sér Alþýðubandalagsfélag Isafjarðar með miklum sóma, en frekar treglega gengur að virkja hin félögin i fréttaöflun, og var rætt um hvernig mætti ráða þar bót á. Ekki var fastákveðið hvert far- ið yrði i sumarferð 1979, en uppá- stungur komu um útileguferð til Hornstranda, eða rólega yfirferð um Arnarfjörö og Dýrafjörð. Seinni dag fundarins störfuðu nefndir fyrir hádegi, en siðan voru nefndaálit lögð fyrir fund- inn. Um þau urðu miklar og gagn- legar umræður. Að endingu var kosin stjórn kjördæmisráös. Formaður var endurkosinn Unnar bór Böðvars- son Krossholti Barðaströnd.aðrir i stjórn: Bolli Ólafsson, Patreksfirði, Gunnlaugur A. Júliusson, Rauðasandi, Guð- mundur Friðgeir Magnússon, bingeyri og borkell Jóhannsson, Strandasýslu. Gunnlaugur A. Júliusson ritari Anna Moffo væntan- leg til íslands Anna Moffo, sópran- söngkonan heimsfræga, er væntanleg til íslands í þessum mánuði. Hún mun halda tvenna tónleika í Háskólabíói, fimmtudag- inn 26. okt. kl. 20.30 og sunnudaginn 29. okt. kl. 14.30. Miðasala verður á skrifstofu Happdrættis H(. Tjarnargötu 4, og hefst mánudaginn 16. okt. bað er Fulbright-nefndin á lslandi, sem gengst fyrir komu önnu Moffo hingað, i samvinnu við Háskóla Islands, en tilefnið er tuttuga ára afmæli Fulbright- stofnunarinnar. Söngkonan kemur hingað ásamt undirleikara sinum, Martin Smith. Anna Moffo er fædd i Bandarik- junum, en foreldrar hennar voru italskir. Snemma á listamanns- ferli sinum hlaut hún . Fulbriht- styrk til söngnáms á Italiu. Hún hefur sungið i óperum við Metropolitan i New York og La Scala i Milanó, i San Francisco, Chicago, Vin. Búdapest, Stokk- hólmi, Berlin og Mönchen. Sem konsertsöngvari hefur hún komið fram um öll Bandarikin og Evrópu. Hún hafði fastan sjónvarpsþátt i italska sjónvarp- inu og hefur oft komið fram i sjónvarpi vestan hafs. Einnig hefur hún sungið inn á margar hljómplötur og leikið i tólf kvikmyndum. óperurnar La Travita og Lucia di Lemmermoor, sem hún söng i kvikmyndaðar voru i Evrópu, hafa báðar verið sýndar i islenska sjónvarpinu. Fyrir söng sinn hefur Anna Moffo hlotið margháttaða viðurkenningu, þ.á.m. æðstu heiðursorðu italska lýöveldisins. Nýr mynd- listar- klúbbur Til stendur að stofna i næstu viku myndlistarklúbb, áþekkan þeim, sem starfað hefur á Seltjarnarnesi undanfarin ár. Mun klúbburinn, > ef til kemur, hafa aðsetur I Hvassaleitis- skólanum. Klúbburinn veröur opinn fyrir fólk á öllum aldri og þar verður veitt tilsögn i málverka- og myndgerð. beir sem áhuga hafa á þátttöku i klúbbnum hringi i sima 8-50-14, eftir kl. 18.30, næstu kvöld. bar verða veittar allar nánari upplýsingar. Kjördæmisþing Alþýöubandaiagsins á Vestfjöröum Almenn stjórnmálaályktun Kjördæmisráðstefna Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum fagnar þeim góða árangri sem Alþýðubandalagið náði i sveitarstjórnarkosn- ingum og alþingiskosn- ingum fyrr á þessu sumri. í þessum kosningum náði Alþýðubandalagið þvi marki að verða næst stærsti flokkur þjóðarinnar og að hnekkja pólitisku for- ræði rikisstjórnar hægri aflanna, sem hér fóru með völd allt sið- asta kjörtimabil. Kjördæmisráöstefnan lýsir fullum stuðningi við þær ráð- stafanir I efnahags- og kjara- málum, sem nýmynduð rikis- stjórn hefur gengist fyrir og þá alveg sérstaklega við ráðstaf- anir til niðurfærslu verölags, i þvi skyni að tryggja kaupmátt launa. Ljóst er aö núverandi rlkis- stjórner fyrst og fremst mynd- uötil að tryggjakaupmátt launa og til að foröa framleiðsluat- vinnuvegunum frá stöðvun. Hitt er ástæða til aö harma, að ekki tókst að knýja samstarfsflokka Alþýðubandalagsins til sam- komulags um meiriháttar kerfisbreytingar i islensku þjóð- félagi, né heldur til að fallast á brottför bandarfska hernáms- liðsins frá Islandi. Við endurskoðun samstarfs- yfirlýsingar rikisstjórnarinnar á næsta ári leggur Kjördæmis- ráðstefna Alþýöubandalagsins á Vestfjörðum rika áherslu á, að jafnframt þvi sem aögeröir verði miðaðar við aö draga úr verðbólgu og að halda kaup- mætti launa, þá verði stefnt að eftirfarandi atriðum: 1. Að Alþýöubandalagiö leggji mjög þunga áherslu á kröfuna um brottför hersins. 2. Að löggjöf verði sett um at- vinnulýðræði, þannig að starfs- fólk rikisstofnana ogverkafólk i stærri fyrirtækjum fái mjög veruleg itök i stjórnum þeirra og geti þannig m.a. haft áhrif á vinnuskipulag og rekstur. 3. Aö sett verði lög um há- markslaun, þannig að hæstu laun fyrir 40 stunda vinnuviku verði aldrei hærri en sem svar- ar tvöföldum launum verka- manns. Ennfremur verði allt á- kvæðisvinnufyrirkomulag endurskoðað. 4. Lögverðisettumtakmörk- un yfirvinnu verkafólks, til þess að koma i veg fyrir óeðlilega mikla yfirvinnu, einkum i fisk- iðnaði, og stefnt veröi að þvi að fjölga vinnandi fóiki i fram- leiðsiuatvinnuvegunum. 5. Að stóreignir og eignir um- fram eölilegar lifsþarfir veröi sérstaklega skattlagðar, m.a. i þvi skyni aö koma i veg fyrir ó- eðlilega fjárfestingu. Unnið verði gegn fjármagnsstreymi utan af landi til Stór-Reykjavik- ursvæðisins. 6. Að róttækar endurbætur verði geröar varðandi vöruinn- flutning I landið og heildsölu- fyrirkomulagið iagt niður I nú- verandi mynd. 7. Aö sérstök rannsókn fari fram á starfeemi Isl. sölufyrir- tækja, fiskútflytjenda i Banda- rikjunum og rekstri skipafél- aga. 8. Aö tryggingafélögum verði fækkað verulega og þeim komið i hendur ríkisins og samvinnu- félaga fyrst og fremst. 9. Aö öllu fyrirkomulagi fast- eignasölu i landinu verði breytt og þvi komið i hendur rfkis og bæjarfélaga. 10. Að lögð veröi rik áhersla á aðrétta hlut lifeyrisþega i land- inu. Oryrkjum verði tryggt jafnrétti til atvinnu og á öðrum sviðum. Kjördæmisráðstefna Alþýöu- bandalagsins á Vestf jörðum vill vara sérstaklega við niður- skurði opinberra framkvæmda og þjónustu, enda kemur hann harðast niður á dreifbýlinu, þar sem þjónusta hins opinbera er viða öll i lágmarki og fram- kvæmdir , s.s. i húsnæðismál- um, samgöngumálum og menntamálum ákaflega bág- bornar. Slikur niðurskurður myndi draga úr eölilegri sam- neyslu og gera búsetu viða um land erfiðari en nú er. Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum vill leggja sérstaka áherslu á aö al- þýðubandalagsmenn haldi á- fram baráttu sinni af öllu afli fyrir þeim málum sem nú liggja utan samstarfsyfirlýsingar rikisstjórnarinnar og miða i átt til sósialisks þjóðskipulags. —mhg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.