Þjóðviljinn - 12.11.1978, Síða 7
Sunnudagur 12. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Spuni og
óundirbúin
leikræn
tjáning...
Hingað til landsins er
væntanleg hljómsveitin
The Feminist Improvising
Group f boði Gallerí Suður-
götu 7 og Tónlistarfélags
Menntaskólans við
Hamrahlíð. Hún mun
halda tvenna tónleika/
laugardaginn 18.nóvember
kl. 16 í Menntaskólanum
við Hamrahlíð og sunnu-
daginn 19. nóvember kl. 16
i Félagsstofnun stúdenta.
Hljómsveitina skipa eingöngu
kvenmenn.enda var hún stofnuö
sem andsvar við karlveldi þvi
sem rikir innan tónlistarheims-
ins. Þær hföðu haft fá tækifæri til
að koma fram á sviði improviser-
aörar tónlistar áður en þær stofn-
uðu þessa hljómsveit.
Allir eru meðlimir hljóm-
sveitarinnar yfirlýstir feministar
án þess þó að hafa eina sameigin-
lega pólitiska stefnuskrá. Þær lita
m.a. á framlag hljómsveitar-
innar sem tillegg til sköpunar
„feminiskrar menningar”. Ný-
stárleg og djörf tónlist þeirra
stingur nokkuð i stúf við hefð-
bundna baráttutónlist hinnar rót-
tæku jafnréttishreyfingar, þar
sem framsæknin birtist oft ein-
göngu I textunum, en ihaldssemi
hins vegar rikjandi varðandi tón-
listarformið. Til þess að koma
pólitiskum boðskap sinum á
framfæri beitir hljómsveitin
stundum óundirbúinni leiktækni
tjáningu jafnhliöa tónlistar-
flutningnum.
Hljómsveitin var stofnuö i októ-
bermánuöi á siðasta ári og kom
fyrst fram á róttækri tónlistarhá-
tið i London, sem bar yfirskriftina
„Musiq for So’cialism”. Siöan þá
hafa þær haldið fjölda tónleika i
Bretlandi og viðar I Evrópu svo
sem I Hollandi, Sviþjóö, Dan-
mörku og Frakklandi og hafa alls
staðar hlotið góðar viðtökur. I
Paris léku þær um miðjan sept-
ember sl. og birtum viö hér hluta
úr umsögn úr dagblaðinu Le
Monde:
,,... og þá kom fram ein eftir-
tektarverðasta hljómsveitin sem
um getur I dag. Saxófónkvartett-
ar, blöndun alls kyns hljóöa,
bygljutilbrigði i hverjum hljóð-
heimi, söngur Maggie er ekki
bara tæknilega fullkominn heldur
býr yfir meiru, frumlegur og
brennandi leikur Lindsay Cooper
eða ljómandi tilbrigöi Irene
Schweizer — hvert óvænt atriði
rak annað á tónleikunum, sem
voru hátiö tónlistar leikinnar af
fingrum fram. Atta stórkost-
legar tónlistarkonur saman á
sviði án þess að vera merktar
þeim óljósa frumspekilega
drunga, sem einkennir karlmenn
I sömu stöðu. Slikir atburöir
breyta okkur. Okkur kemur sú
spurning i hug hvort einn af þeim
þátum sem gefa „evrópskri
spunatónlist” gildi, svo við ger-
umst nú djörf, sé ekki einmitt
framlag kvenna, sem þessi tónlist
dregur fram I dagsljósið.”
Hljómsveitina skipa alls 9 kon-
ur, en hingaö til lands koma ein-
ungis 4 þeirra. Þær eru:
Georgie Born — selló og bassa-
gitar. Hún lék meö rockhljóm-
sveitinni Henry Cow á árunum
1976-78. Hún hefur lika unnið i
leikhópum og leikiö með
Company, hljómsveit enska git-
arleikarans Derek Bailey (þess
má geta að saxófónleikarinn
Evan Parker sem hélt tónleika
hér I vor er meðlimur I sömu
hljómsveit).
Lindsay Cooper— fagott, sópr-
an saxófónn, óbó og flautur. Hún
starfaði einnig með Henry Cow á
árunum 1974-78 og hefur leikið inn
á nokkkrar hljómplötur með
þeirri hljómsveit. Þá hefur hún
unniö meö leikhópum og með
ýmsum „spunamönnum”, þ.á.m.
Evan Parker og áöurnefndri
hljómsveit, Company.
Maggie Nichols — rödd. Hún
hefur sungið með ýmsum hljóm-
sveitum þ.á.m. Spontaneous
Music Ensemble og 50 manna
jasshljómsveit Keith Tippets,
Centipede. Hún hefur nýlega
gefið út plötu með söngkonunni
Julie Tippett, sem flestir þekkja
liklega undir nafninu Julie
Driscoll. Hún hefur starfrækt
„raddsmiöju” (workshop) I
London slöustu 8 árin og hefur
hug á að gera slikt og hið sama
meðan hún dvelur hér.
Irene Schweiser — pianó og á-
sláttur. Hún er svissneskur jass--
pianisti og hefur haldið fjölda ein-
leikstónleika i Evrópu. Hún hefur
Lúðvik Jósepsson.
Ragnar Arnalds.
ölafur Ragnar Grimsson
Flokksráðsfundur
Alþýðubandalagsins
Miðstjórn Alþýðubandalagsins hefur boöað til
flokksráösfundar að Hótel Loftleiðum dagana
17. til 19. nóvember n.k.
Miðstjórnin leggur áherslu á að öll flokksfélög
sendi fulltrúa á ráöstefnuna til samráös um þau
vandamál sem nú eru uppi i islenskum
stjórnmálum.
Föstudagur 17. nóvember
17.00 1. Fundarsetning og könnun kjörbréfa
2. Kosning fundarstjóra og starfsnefnda
3. Flokksstarfið og staða flokksins i þjóðfé-
félaginu: ólafur R. Grimsson
20.30 4. Yfirlit um stjórnmálaviöhorfið:
Lúðvik Jósepsson
5. Störf og stefna rikisstjórnarinnar:
Ragnar Arnalds
6. Almennar umragður.
Laugardagur 18. nóvember
10.00 1. Skýrsla verkalýðsmálaráðs
2. Skýrsla æskulýðsnefndar
3. Almennar umræður
14.00 4. Umræöur um flokksstarfið og fjárhags-
áætlun næsta árs.
17.00 5. Kosning miðstjórnar
6. Alit stjórnmálanefndar og stjórnmála-
ályktun flokksráðsfundarins.
Sunnudagur 19. nóvember
14.00 Alit starfsnefnda, umræður og afgreiðsla
mála.
Ráðgert er að fundi ljúki eigi siöar en
kl. 18.00.
gefið út tvær einleiksplötur. Irene
starfar nú i triói með saxófónleik-
aranum Rudiger Carland og
trommuleikaranum Louis
Moholo.
Jafnvel er von á einum meðlimi
til viðbótar. Það er húnSally Pott-
er, sem syngur undravel.
Sem fyrr segir mun Maggie
Nichols standa hér fyrir „radd-
smiðju” (workshop). Þaö skiptir
engu máli hvort þátttakendur
hafa sungið fleiri eöa færri nótur
á ævinni. Þær konur sem hafa
áhuga á að taka þátt i þessu eru
beðnar aö snúa sér til Kristinar
ólafsdóttur, sima 22419.
í hádeginu alla daga
”Shawarma„
ísraelskur grillréttur
Borinn fram í brauóhleif,
meó sinnepssósu
og salati
VerÓ kr 500/-
VeriÓ velkomin
LOFTLEIÐIR
Veitingabúö
Blaðberar óskast
Seltjarnarnes:
Skeljabraut, Selbraut, Sólbraut og Sæ-
braut (sem fyrst)
Þingholtsstræti (sem fyrst)
Háteigsvegur (sem fyrst)
Óðinsgata (sem fyrst)
uonmnNN
Síðumúla 6. sími 81333