Þjóðviljinn - 29.11.1978, Page 5

Þjóðviljinn - 29.11.1978, Page 5
Miðvikudagur 29. ndvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 1 kröfugöngum á liðnum árum hefur verkalýðshreyfingin sett baráttuna gegn verðbólgu og dýrtfð á oddinn um leiö og hún hefur krafistán árangurs framgangs brýnna réttindamála iaunafólks. Kröfur ASÍ og BSRB um félags- legar umbætur á móti niðurfellingu 3% af verðbótavísitölu Á samráðsfundi rikisstjórnar- innar með launþegasamtök- unum sl. laugardag lagði Alþýðusamband tslands fram lista yfir þær ráðstafanir, sem sambandið telur að framkvæma þurfi á næstunni. Uppsagnarfrestur Þar er meöal annars að finna breytingar á lögum um rétt verkafólks til uppsagnarfrests. Lagt er til að verkamenn, sem hafa unnið i sömu starfsgrein I eitt ár, fái eins mánaðar upp- sagnarfrest. Verkamanni sem unnið hefur hjá sama atvinnu- rekanda I fimm ár samfleytt beri tveggja mánaöa upp- sagnarfrestur. Þá er farið fram á, að allir verkamenn skuli halda föstum dagvinnulaunum i 6 mánuði, forfallist þeir frá vinnu vegna atvinnusjúkdóma eða slysa við vinnu, eða á beinni leiö milli heimilis og vinnustaöar i nauö- synlegum erindum. Verkamenn á fyrsta starfsári haldi óskert- um launum sinum í 2 daga fyrir hvern unninn mánuð i veikinda- og slysatilfellum. Atvinnu- rekendur greiði 1% af útborg- uöu kaupi verkamanna i sjúkra- sjóð viökomandi stéttarfélags. Allir verkamenn eigi kost á sér- stakri læknisrannsókn ókeypis á tveggja ára fresti. Orlofsfé Verkalýöshreyfingin fer fram á, aö rikisstjórnin lýsi þvi yfir, að jafnan verði greiddir vextir sem samsvara hæstu innláns- vöxtum af innistæöum orlofs- þega hjá Pósti og sima. Launagreiöanda verði einnig skylt aö veita innheimtuaðila orlofsfjár upplýsingar um greitt og vangreitt orlofsfé starfs- mannasinna og verði orlofsaöila heimill aögangur að bókhalds- gögnum orlofsgreiöanda, i þvi skyni aö sannreyna slikar upp- lýsingar. Pósti og sima verði einnig heimilt að beita ákveönari aö- geröum en nú tiökast, til að knýja launagreiöanda til greiöslu orlofsfjár á réttum tima. Næturvinna í stað eftirvinnu Lagt er til að á árunum 1979 til og með 1983 skuli öll eftirvinna leggjast af 1 áföngum, þannig aö 1. januar 1979 taki nætur- vinna við á föstudögum aö lokn- um 8 dagvinnustundum. Einn vikudagur bætist siöan viö á ári þar til eftirvinna er endanlega niöur fallin. 200 milj. til fræðslu- og félagsmálastarfs ASÍ Fariö er fram á aö rlkis- stjórnin beiti sér fyrir eftir- farandi atriöum til stuönings fræöslu- og félagsmálastarfi á vegum verkalýöshreyfingar- innar: 1) Viö afgreiöslu fjárlaga fyrir áriö 1979 veröi samþykktar eftirfarandi fjárveitingar: 1. Til Félagsmálaskóla Alþýöu 50 m.kr. 2. Til Menningar- og fræöslusambands alþýöu 30 m.kr. 3. Til Hagdeildar Al- þýðusambands Islands 15 m.kr. 4. Til Hagræðingardeildar ASl 15 m.kr. 5. Til byggingar félags- aðstöðu viö orlofsheimili verka- lýössamtakanna 90 m.kr. Sam- tals 200 miljón krónur. 2) Meö lagasetningu veröi verkalýössamtökunum tryggö eftirfarandi réttindi vegna félagsstarfsemi þeirra: Verka- lýösfélögum sé tilkynnt um fyrirhugaöar breytingar á starfsháttum fyrirtækja meö nægilegum fyrirvara til aö timi gefist til aö ræöa þær itarlega á vettvangi félaganna. Aðbúnaður og öryggi á vinnustöðum Þá vill ASÍ aö rikisstjórnin lýsi þvi yfir, aö sérstök áhersla veröi lögö á aö hraöa samningu nýrra og endurbættra laga um aöbúnaö, hollustuhætti og ör- yggi á vinnustöðum, svo og könnun þeirri sem nú stendur yrir á ástandi vinnustaöa I öllum starfsgreinum, sem lofaö var meö yfirlýsingu stjórnvalda viö lok sólstööusamninganna 1977. í nýrri löggjöf um aöbúnaö, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stööum veröi skýrt ákvæöi um rétt og skyldu trúnaöarmanna og vinnueftirlits aö stööva vinnu þar sem vinnustaöur er ekki búinn i samræmi viö lög og reglugeröir, eöa hætta er á heilsutjóni eða slysum. Lán til endurbóta Jafnframt muni rikisstjórnin beita sér fyrir útvegun fjár- magns aö upphæö allt aö 200 milj. króna sem lánaö veröi at- vinnufyrirtækjum i samráöi viö viökomandi verkalýösfélög, til aö framkvæma meiriháttar endurbætur á aöbúnaöi, hollustuháttum og öryggi á vinnustööum. Aðbúnaður sjómanna Fyrir sjómannastéttina fer ASI fram á eftirfarandi félags- legar umbætur : 1. Fyrir árs- lok 1978 veröi sett löggjöf um aðbúnað sjómanna og öryggis- mál, sem m.a. feli I sér rétt sjó- manna til ókeypis fæöis um borö, Itarlegri ákvæöi um öryggis- og heilbrigöismál á skipum, fyllri rétt sjómanna til bóta i veikinda- og slysatil- fellum og greiöslur viö örorku og dauösföll, ásamt framlagi úr rikissjóöi til hagræöingar, fræöslu- og félagsmála samtaka sjómanna. 2. Endurskoöuð veröi ákvæöi laga um lögskráningu sjómanna i þvl augnamiöi aö tryggt sé meö stórhækkuðum sektar- ákvæöum og missi veiöi- og skipstjórnarréttinda, aö skip séu ekki gerö út meö óskráöa áhötn. Sjómannafrádráttur hækki 3. Sjómannafrádráttur skatta- laga veröi endurskoöaöur I þvi skyni aö hann fari stighækkandi miöaö viö fjölda skráningar- daga. 4. Gjaldeyrisyfirfærsla sjó- manna á farskipum veröi hækk- uö úr 30% I t.d. 40%. Ríkisstarfsmenn njóti atvinnuleysis- trygginga Helstu hugmyndir Bandalags starfsmanna rikis og bæja um félagslegar úrbætur til handa opinberum starfsmönnum eru: Aukin aöild opinberra starfs- manna aö húsnæöismálafram- kvæmdum rikis og sveitar- félaga, en þar hafa opinberir starfsmenn stundum oröiö út- undan. Opinberir starfsmenn veröi annaöhvort aöilar aö Atvinnu- leysistryggingasjóöi eöa riki og sveitarfélög beiti sér fyrir þvi, aö þeir njóti ekki lakari kjara en þeir sem aöild eiga aö sjóönum. Þróunin er sú, aö meginhluti opinberra starfsmanna er rúö- Framhald á 18. siöu Sex A ustur-Evrópuríki: Sendiherrar kallaöir heim frá Búkarest VIN, 28/11 (Reuter) — Yfirvöld I sex Austur-Evrópurikjum hafa kallað sendiherra sina heim frá Rúmenfu, að sögn diplómata I Búkarest i dag. Sendiherrarnir eru frá eftir- töldum löndum: Sovétrikjunum, Búlgarlu, Tékkóslóvakiu, Austur- Þýskalandi, Ungverjalandi og Póllandi. Er taliö aö yfirvöld þessara landa vilji þar meö lýsa andúö sinni á stefnu Ceausescu forseta. Hann hefur lýst yfir ágreiningi sinum viö bandamenn sina I Var- sjárbandalaginu, m.a. neitaöi hann aö hermenn lands sins tækju þátt 1 innrásinni i Tékkóslóvakiu fyrir tiu árum. Auk þess neitaöi hann aö skrifa undir sameigin- lega yfirlýsingu Varsjárbanda- lagsrikja, þar sem Camp David- samningarnir voru fordæmdir. Skýrt var frá þvl I Búkarest I dag, aö mörg verkalýðsfélög í landinu heföu lýst yfir stuöningi sinum viö forsetann og stefnu hans. < Vattstungnu úlpurnar frá Max loksins komnar aftur Nýir litir. SEnoum CEcn pústkröfu SIMI25980 LAUGAVEGI66

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.