Þjóðviljinn - 09.12.1978, Síða 5

Þjóðviljinn - 09.12.1978, Síða 5
Laugardagur 9. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5“ Frá Máli og menningu Sagnasafn eftir William Heinesen Mál og menning hefur bókin, skáldsagan Turninn sent frá sér smásagna- á heimsenda, kom út í safnið Fjandinn hleypur í fyrra. Wiíliom Hemesen Gamalíel eftir William Heinesen í þýðingu Þor- geirs Þorgeirssonar. Þetta er önnur bókin í ritsafni þeirra verka Heinesens sem enn hafa ekki verið gefin út á íslensku og sem Þorgeir Þorgeirsson hefur tekið að sér að þýða fyrir Mál og menningu. Fyrsta Fjandinn hleypur I Gamallel (Gamaliels besættelse) kom fyrst út á frummáli 1960, en þá stóö skáldiö á meiri háttar tímamót- um. Fyrir bragöió gefur þetta safn einkar fjölbreytta mynd af sagnagerö þessa einstæöa rithöf- undar. I fyrsta hlutanum er aö finna ýmsar af viöamestu og þekktustu smásögum Heinesens, hina ísmeygilegu og snjöllu titil- sögu, sögurnar Atlanta, Sálin og Jómfrófæöing þar sem ein aöal- persónan er skáldiö Einar Bene- diktsson. Annar hlutinn er settur saman ilr ljóörænum endurminn- ingabrotum, einkum frá uppvexti skáldsins i Færeyjum. Síöasti hlutinn er einnig sprottinn upp af sliku umhverfi, en þar eru fornar minningar og æskuleikir umsköp- uö i ævintýri og skáldskap. Þessi hluti hefur aö geyma þrjár efnis- skyldar sögur, hverja annarri fegurri, og meö honum er safniö tengt I býsna samfellda heild. Þorgeir Þorgeirsson er löngu nákunnugur og handgenginn skáldskaparheimi Heinesens, enda eru þýöingar hans rómaöar og bera vitni fágætlega vönd- uöum listrænum vinnubrögöum. Fjandinn hleypur i Gamaliel er 202 bls., prentuö I Prentsmiöjunni Hólum hf. Kápa og myndskreyt- ingar eru eftir Zacharias Heinesen, son skáldsins. Byggingavörudeildin er ná komin á tvær hæöir og sést hér hluti af efri hæöinni. JL-húsiö fjórfaldar byggingavörudeildina Undanfarið hafa átt sér stað ýmsar breytingar og endurbætur í J.L. Húsinu. Miðað var við, að breyting- um þessum yrði lokið f yrir 25. nóvember, sem var opnunardagur J.L. Hússins 1972. Opnuö hefur veriö ný bygg- ingavörudeild á 1. og 2. hæö i austurenda hússins, gólfflötur er 600 ferm. Hér er um aö ræöa fjór- falt stærra húsnæöi en fyrri verslun var I og var þessi stækkun möguleg vegna nýbyggingar viö bakhliö hússins. Til sölu veröa allar helstu byggingarvörur og má þar t.d. nefna milliveggja- plötur og útveggjastein, spóna- plötur og grindarefni, allar geröir einangrunarefna, þakpappa og járn, fllsar og hreinlætistæki, verkfæri, saum og skrúfur. Bygg- ingarvörudeildin er opin frá kl. 8 aö morgni til 18.00. Deildarstjóri er Geir Þorvaldsson. Raftækjadeildin sem var á 2. hæö hefur nú veriö flutt i nýinn- réttaö húsnæöi á i. hæö og veröur lögö aukin áhersla á úrval allskonar ljóstækja og raftækja. Deildarstjóri er Björn Jðnasson. Húsgagnadeildin, sem er á 3ju, 4öu og 5tu hæö veröur nú einnig á 2. hæö og veröa þar til sölu svefn- herbergishúsgögn auk léttra hús- gagna fyrir eldhús og boröstofur og má þar sérstaklega nefna ódýr júgóslavnesk tréhúsgögn, og hin viöurkenndu stálhúsgögn frá Sólóhúsgögnum. A 5tu hæö veröa seldir meö miklum afslætti stakir og gallaöir hlutir úr öllum deild- um. Deildarstjóri er Amundi Óskar Sigurösson. Birgir Breiödal arkitekt teikn- aöi nýbygginguna svo og allar innréttingar, sem Trausti Traustason trésmiöameistari sá um smiöi á. JÓLABÆKURNAR 1978 Á öllum borðum i Unuhúsi 200 ÚRVAISVERK A KR. 1.500.- TfL KR. 15.000.- Hér veröur aöeins fátt taliö: Sjömeistarasagan, nýjasta Laxnessbókin. I túninu heima. Ungur ég var Or fórum fyrri aldar. úrval heimslistar, valið og þýtt af aldamóta-snillingunum, Þorsteini Erlingssyni, Matthíasi, Hannesi Hafstein, Steingrími, Páli Ólafssyni og fleirum. Ferðalok, skáldsaga eftir Kristján Albertsson Heim til þín Island, nýjasta Ijóðabók Tómasar Guðmundsson- ar. Besta bók skáldsins. Hagleiksverk Hjálmars I Bólu, eftir dr. Kristján Eldjárn. I verum, snilldarverk Theodórs Friðrikssonar Ljóðasafn Sigurðar frá Arnarholti, Æviþættir eftir Jóhann Gunnar Ölafsson, vin skáldsins. Allar þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar í tveim stórum bind- um. Steinn Steinarr Ijóðasaf n og greinar ásamt Tfmanum og vatn- inu Þorsteinn Erlingsson, Þyrnar og Eiðurinn Tvö listaverk fyrir unglinga, Berjabítur og Dimmalimm og sjö þjóðsagnabækur. KAUPID BÆKURNAR í UNUHUSI, HELGAFELLI' VEGNÚSASTÍG 7f SIMI V6837 HELGAFELL

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.