Þjóðviljinn - 04.01.1979, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 04.01.1979, Qupperneq 5
Fimmtudagur 4. janúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Vitid þiö hvað þessi karl er aö gera? Myndræn, myndarleg og djúphugs- uð túlkun á stöðu vorri nú í dag Vitið þiö hvað hann er að gera, maðurinn hérna á myndinni? Hann er að velta steini upp fjall, það sjá allir. Steinninn er þungur, og ekkertliklegra en aðhann velti niður aftur. Kannski verður manngarmurinn þá undir stein- inum, annað eins hefur nú gerst. Enda er spurningamerki yfir steininum og steinninn er hluti af spurningarmerkinu. Þetta er gömul sögn, hán er um karl grískan sem hét Sysifos. Hann var dæmdur til þess aö vinna þetta erfiðisverk, að velta steini upp á fjall. Þegar hann var næstum þvi kominn upp með steininn valt hann niður aftur og Sysifos varð að byrja upp á nýtt. En af því að allir eru búnir að gleymaþvi af hverju Sysifos var dæmdur i svo herfilega refsingu, þá táknar þessi saga og þessi mynd eitthvað annað en Sysifos. Hún visar alltaf í eitthvað sem viö þekkjum og er nálægt okkur. Og þvi er þessi spurning slvökul eins og fjandinnsem vill laumast i sál- ir mannanna. Og þvi eru allar þessar spurningar á kreiki: Hver er maðurinn? Hvað er hann að gera? Og hvað er steinninn? Brotnar nú heili minn I marga parta, sem ég heiti Skaði. Endanlegur sigur Sjálfstæöisflokksins Ef að ég held mér viö þetta sem ég var aö segja áöan — meö öörum oröum að karlinn meö steinhnullunginn er það sem næst okkur stendur, þá er þessi kletta- tindursem verið eraö veltaupp á steini hinn endanlegi sigur Sjálf- stæöisflokksins mlns. Þá er steinninn kjósendur og karlinn er flokkurinn eða formaöur hans. Foringinn og ftokkurinn puðar og puðar og við förum að nálgast markið, erum komnir upp i 40-43% atkvæða og fórum að fá meirihluta og getum gefiö komma- og kratapakkinu langt nef og breitt yfir Ola Jó. En þá kemur alltaf eitthvert babb I bát- inn, kannski þarf foringinn að hvila sig, kannski hefur einhver Gunnar eða Albertkomiðaftan aö honum óviðbúnum og kitlað hann af hrekkjusvlnsnáttúru undir handarkrikum, kannski hefur einhver Nixon úti I Bandarlkj- unum verið að gera eitthvað af sér sem kommar græða á, llka hér heima, kannski hefur póli- tlskur heilahristingur hlaupið 1 æsku landsins og hún heimtar Maó formann eöa eitthvað þaöan af verra. Nema hvað steinninn nemur staöar. Atkvæðamagniö kemstekki hærra. Steinninn slgur aftur niður á við, niður I þriðjung atkvæða eöa þ£ minna. Alveg þangað til sukk og óráðsia vinstriflokkanna hleypir vltamtn- sprautu 1 foringjann og flokkinn, Sysifos fær aftur krafta I köggla ogbyrjar að velta kjósendum upp á tind hins frjálsa framtaks þar sem allir standa jafnréttháir (en hver ofan á öörum vegna pláss- leysis) og horfa yfir fagrar gresjur frelsisins.Fögur er hllöin sagði kerlingin. Aö velta kratablökkinni Framsóknarmenn gætu náttúr- lega haldið, aö þetta væri mynd af Óla Jó. Og hann væri þá ekki að velta kjósendum á undan sér heldur væri hann með Alþýðu- flokkinn I hnullungnum. Hvenær sem ólafur er að nálgast friðar- tindinnlstjórnlandsins.þá dettur steinninn 1 sundur 1 marga mola, stundum þrjá, stundum fjórtán eða hver má vita hvaö. Ólafur geturekkigripiðalla þessa parta, þeir rúUa niður friöarbrekkuna og niöur i ófriðarpyttinn vil- mundska og Óli veröur að hlaupa þangað másandi og blásandi, plata Benediktogkommana tilað hjálpa sér til að klessa krata- blökkinni samanogbyrjaað velta henni undan sér. En þá mætti ég spyrja i allri vinsemd: hvað mundi það þýða ef að ólafur kæmist alla leið með hnull- unginn? Hann mundi að sjálf- sögðu steypa honum fram af friöartindinum, fram af hengi- fluginu til hægri og þar mundu kratar splundrast ekki í fjórtán heldur þúsund mola og týnast sem sandkorn á hafströnd hinnar pólitlsku gleymsku. Þá mundi óli hlæja þvl hann er hefnigjarn gamall refur og efna til veislu uppi á tindinum með vinum sinum kommunum og þá yröi hart I heimi fyrir góða direngi. Veröbólgusteinn og viðspyrna Kratarnir halda náttúrlega, aö þeir séu karlinn síveltandi steini og steinninn sé verðbólgan eða lausn veröbólguvandans. Verð- bólgan leggst þungt á þá ofan, en þeir, garparnir knáu, spyrna fast viö eins og görpum sæmir og eins og Vilmundur segir og hirða hvergi um fláttskap komma né lélegar taugar. I viðureign sinni við verðbólgublökkina búast þeir ekki við sigri frekar en Sysifos forðum —en þeir vita vel, að það er vinsælt i'fjölmiölum aövera að velta grjótiuppi á reginfjöllum og kitlar forvitni almennings, sem hefúr fyrir löngu sætt sig við það að grjót liggi þar sem það er komiö og fari hvergi. Byltingarsteinn komma Kommarnir aftur á móti eru nokkuð svo ringlaöir andspænis þessari mynd. Kannski vilja þeir llta á sig sem hetju og garp sem er að þoka alþýðunni upp i bylt- inguna. Róöurinn sækist seint, en allmargir kommar eru haldnir pislarvættisfýsn og þykir gott að láta steininn velta yfir sig á niðurleiööðruhverju. Hitt er þeim svo nokkurt vandamál að þessi hrokagikkslæti þeirra sem þeirV kalla marxisma gera ekki ráö fyrir þvl aö byltingarmenn séu alltaf að biða ósigur og að sagan endurtaki sig I slfellu. Þeir vita að Marx karlinn yröi ekkert feginn svoleiöis útleggingu. Hann mundi ganga aftur með ólátum. Samt er eitthvaö það I undirvit- und kommanna, sem gerir þá hrifna af þessari mynd af manni og steini og fjalli eða kletti. Þeir gera sér ekki grein fyrir ástæð- unni sjálfir, en það geri ég, Skaði, sem þekki margar borgir og skaplyndi flestra manna. Þeir vita af sögunni, að karlinn er alltaf að paufast við steininn og hann kemst aldrei alla leið. Og þeir vilja heldur ekki komast alla leið upp á fjall sóslalismans. beir eru satt best aö segja skithræddir við það. Ekki af þvi aö þeir haldi endilega að Stalin biöi þar uppi með járnstaf I hendi og kalli þá kuldalegri röddu niður i hengi- flugið hvernog einn. Nei, málið er ekki svo einfalt. Heldur vegna þess aö þeir eru innst inni I hjartatetri sinu smeykir viö það, að I sósialismanum verða engir kapltalistar til aö reka hlutina áfram og taka á sig syndir heims- ins. Þeir vilja ekki lenda í svoleið- is, aida hafa þeir hvorki vit né dug til þess. beir viljabara vera á leiöinni og láta sem þeir standi I sórræðum eins og Sysifos. En að þeir vilji upp á tindinn, nei það skal enginn láta sér I hug koma. Og þaö er lika þessvegna sem þeir fara I rikisstjórn með Óla og krötum, þaö skilja þeir aö vlsu ekki vinir mlnir á Mogganum, en ég Skaðiskil það , og biö ykkur öll að hugleiða málið vel. Ég sjálfur Sjálfur hlæ ég, Skaði, að öllum háska, hvort sem ég er á leið upp fjallshlið eða niöur, hvaða máli skiptir þaö? Mestu máli skiptir að maöur á að halda áfram að gera eitthvaö. Skárra er skaða að valda en skæla I skúmaskoti. Glaöur og reifur skyldi guma hver uns rafmagniö bilar, og mótorinn stöðvast og flaskan tæmist og glasið brotaar á gang- stéttinni og steinn örlaganna veltur yfir þig og skilur eftir mulin bein og ljúfsárar minn- ingar um góðan og gegnan dreng. Gleöilegt ár! Skaði. Tikkanen: Tikkanen: Þar sem allt er hvort sem er Vond samviska er allavega oröiö vonlaust eru svartsýn'is- heiöariegri en góö samviska. menn orönir óþarfir. Meðlimir Alkuklúbbsins eru miklir húmoristar. Það er þvi formanninum gleöi- efni að umsækjandi dagsins er 'annálaður gamanmaöur og grinisti. Kæru aödáendur, umsækjandi dagsins er hvorki meira né minna en sjálfur Svarthöföi.Umsókn- in sem er uppskrift að ára- mótaskaupi hljóöar eftirfar- ándi: ,,Minn still” Hvernig stendur t.d. á þvl að það unga og vinstri sinn- aöa fólk, sem yfirleitt stend- ur að þessum skaupum, telur enga ástæðu til að útfæra af- stööuleysiö til Nato, sem ým- ist er í uppstreymi eða niður- streymi eins og balloon. Hvernig stendur á þvi aö enginn þarf að grfnast aö þcim tveimur hetjum þing- salanna, sem hafa skemmt þjóöinni aö undanförnu, Vil- mundi og Ólafi Ragnari, og hefur þó fæst af skemmtileg- heitum þeirra komist i frétt- ir. T.d. hefði verið hægt að geragott atriði úr ,,stll” Vil- mundar, sem orðaði hann þannig i ræðu: „þetta er minn stlll”, og var þaö skil- greining á afstööu eöa af- stööuieysi. Hann hafði ekki fyrr sleppt oröinu og fariö fram til aö reykja en Ólafur Ragnar steig I pontu og þrumaðiá móti Vilm undi. Að sigarettunni iokinni sneri Vilmundur aftur i þingsal- inn. Þá var ólafur Ragnar einmitt aö hnykkja á slðustu orðum ræðu sinnar með þvi að segja: „Þetta er ininn still". Vilmundur stansaöi fyrir framan pontuna og sagði við ræðumann: „Blessaöur vertu ekki aö tala um þinn stil. Þú hefur aldrei haft stD. hvorki f póli- tik eöa ööru.” Siðan hefði veriöhægt aö senda forsætis- ráöherra meö ,,sinn stil” I pontuna til aö biöja afsökun- ar á framferði kratanna. (Vfsir 3/1) Alyktun: Dásamleg hug- mynd I áramótaskaup. Þær gerast varla betri! Við bjóð- um Svarthöfða velkominn 1 samtökin og vonum að hann haldi stil sinum. Með húmorkveöju, llannibal ö. Fannberg, formaöur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.