Þjóðviljinn - 04.02.1979, Side 9

Þjóðviljinn - 04.02.1979, Side 9
Sunnudagur 4. febriiar 1979 j>JQÐVILJINN — SIÐA 9 Björn Þorsteinsson: íslensk miöaldasaga. Sögufélag. Reykja vik, 1978. 387 bls. Björn Þorsteinsson hefur um áratuga skeiö veriö i fararbroddi þeirra manna sem gefa sig að rannsóknum islenskrar sögu. Rit- in sem birst hafa frá hans hendi um þessi efni eru or&in býsna mörg, allt frá þvi aö Islenska þjóðveldið kom út árið 1953 til Is- lenskrar miðaldasögu sem kom út laust fyrir slðustu jól. 1 þessum tveimur bókum fjallar Björn að nokkru um sama efni og er þvi lærdómsrikt að bera þær saman og gera sér grein fyrir breyttum viðhorfum og breyttum efnistök- um sem þar birtast. Björn Þor- steinsson hefur til að bera þá höf- uðkosti þroskaðs visindamanns að þykjast aldrei of góöur til að taka fyrri sjónarmið sin til endur- skoöunar. Frjór i hugsun og si- ungur i anda hefur hann gengið á hólm við rannsóknarefni sögunn- ar og rutt fordómum og úreltum kenningum úr vegi án tilfinninga- semi og manngreinarálits. Hefur hann þá engu skeytt hvort þær kenningar sem fuku höfðu til þess tima verið i náðinni hjá honum sjálfum eða einhverjum öðrum. Þetta miskunnarlausa raunsæi sem engu þyrmdi hefur valdiö þvi Nokkur orð um íslenska miðaldasögu eftir dr. Björn Þorsteinsson prófessor Dr. Björn Þorsteinsson prófessor Raunsönn og lifandi sagnaritun að Björn Þorsteinsson ber um þessar mundir höfuð og herðar yfir velflesta aðra fræðimenn i rannsóknum islenskrar miðalda- sögu. Islensk miðaldasaga skiptist i sjö meginkafla. Hinn fyrsti er stuttur og fjallar um söguna og hjálpargreinar hennar, jafnframt þvi sem efni bókarinnar er skipt i timabil. Er byrjað á að skilgreina heimildir, en siðan er gerð grein fyrir þvi hvar og hvernig sagn- fræðingurinn geti aflað sér heim- ilda á hinum ýmsu sviðum utan eiginlegrar sagnfræði. Sem hjálp- argreinar sögunnar eru taldar upp fornleifafræði, örnefnafræði, þjóðháttafræði, Islensk tunga og jarðfræði. Er mjög mikilsvert til glöggvunar að fá i upphafi bókar- innar yfirlit yfir þessar hjálpar- greinar, en eina fræðigrein hefði ég gjarnan viljað sjá til viöbótar i þessum hópi, þjóðsagnafræðina, sem getur skipað veglegan sess i islenskum sögurannsóknum ef rétt er á haldið. Þá er gefið stutt yfirlit yfir sex timabil Islenskrar mi&aldasögu og er einkar gagn- legt fyrir skólanemendur og aðra sem vilja fá fljótlega yfirsýn yfir efnið að hafa þetta yfirlit i upp- hafi. 1 kafla um forsöguna fjallar Björn um Thule-timann og vik- ingaöldina, rekur elstu heimildir sem geta um Thule, sem stundum má ætla að sé Island, og segir frá elstu fornminjum sem fundist, hafa hér á landi, rómversku pen- ingunum frá þvi um 300 e.Kr. Hann telur liklegast að þessir peningar hafi borist hingað með landnámsmönnum um 900. Ekki er mér fullljóst á hverju höfundur byggir þá ályktun, en Kristján Eldjárn leiddi á sinum tima að þvi nokkuð þung rök i Kuml og haugfé, að peningar þessir hefðu einmitt ekki borist hingað með landnámsmönnum. Envera kann að hér hafi einhver rannsókn, mér ókunn, verið gerð á siðustu tveimur áratugum, sem renni stoðum undir ályktun Björns. 1 kaflanum um vikingaöld er gerð stutt en skýr grein fyrir bú- skaparháttum, atvinnuvegum og tæknikunnáttu i Evrópu á þessum tima og I framhaldi af þvi dregn- ar fram helstu forsendur fyrir út- þenslustefnu vikinganna nor- rænu. Fundi Islands er lýst að hefðbundnum hætti samkvæmt sögnum i upphafi Landnámu sem hér eru birtar með eðlilegum vis- indalegum fyrirvara. Þá er drep- ið á þær fornleifarannsóknir sem gerðar hafa verið og styðja þess- ar sagnir svo langt sem þær ná. í kaflanum um landnámsöld (870-930) segir fyrst frá Ingólfi með tilvisun til Ara. Þá er gerð grein fyrir heimildum um land- nám, kafli er um þrælahald og annar sem heitir „Landnámu- fróðleikur”. Þá er einnig i þess- um kafla gerð ágæt grein fyrir skiptingu landsins I jarðir. Kafl- inn um heimildir hefst með þess- um orðum: ,,Um landnám á Islandi fræð- umst við af fornminjarannsókn- um, einkum rannsóknum á forn- um mannvirkjaleifum eins og fundist hafa I miðbænum i Reýkjavik. Slikar mannvirkja- leifár eru finnanlegar um allt land, en rannsóknum þeirra hefur verið litt sinnt til þessa. „Hér er i fáum einföldum prðum kveðinn upp þungur áfellisdómur yfir þeim sem taka ákvarðanir um fornminjarannsóknir hér á landi. Hver sem vill má vita að þessar fornu minjar um okkar elstu sögu eru i mikilli hættu á okkar timum og þvi eru i mörgum tilvikum siðustu forvöð að bjarga þvi sem bjargað verður að afla heimilda um elstu sögu okkar sem ella verða að eilifu glataðar. Væri vel ef hin tilvitnuðu orð Björns yrðu til þess að ýta við þeim sem ráðstafa fjármunum til forn- min jar annsókn a. Þá segir Björn frá Landnámu- bókunum og nefnir aðeins frá hvaða tima þær eru. Hér hefði verið æskilegt að gera nánari grein fyrir þessum mikilsverðu heimildum um elstu söguna, bæði hvað varðar aldur og áreiðanleik einstakra Landnámubóka og eins meö hliðsjón af þeirri tilhneig- ingu sem gætir i yngri gerðum til kristinnar sagnaritunar, sem ný- lega hefur verið dregið glögglega fram á visindalegum vettvangi. Goðaveldisöld kallar Björn Þorsteinsson timabilið frá 930 til 1262/64. Ef til vill er þessi nafngift einhver mesta byltingin i þessari bók. Við höfum vanist þvi að kalla þetta timabil þjóðveldisöld og lagt i það þann skilning að þjóð- in hafi á þessum tima ráðið sér 'isjálf. Að sjálfsögðu eru slik viðhorf mótuð af rómantiskri glýgju, þvi að þjóðin sem slik hafði ekki svo ý.kja mik- ið aö segja um malefni sin. Þaö voru goöarnir sem öllu réöu og þeir voru frá 36 til 48. Og enda þótt valddreifingin væri jöfn • landfræðilega séð, þá var valdið i höndum fárra manna. Menn hafa fyrir löngu gert sér ijóst að þessu var þannig farið og þá er auðvitað hreinlegast að gera eins og Björn og kalla timabilið sinu réttnefni: Goðav'éldisöld. Hann skiptir þessu timabili siðan í fjögur: stórbændaveldi 930—1096, óskor- að kirkjugoðaveldi 1096—1178, kirkjustrlðin fyrri 1178—1220 og loks Sturlungaöld 1220—1262/4. Er gerðglögg grein fyrir þvi hvaö ræður þessari skiptingu en sumar nafngiftir þess eru nýjung i islenskri sagnaritun. Sögu goðaveldisaldarinnar rek- ur Björn af haldgóðri þekkingu og næmum skilningi á hvað raun verulega hefur skipt máli i fram- vindu þeirrar sögu. Að sjálfsögðu byggir hann hér á rannsóknum margra annarra fræðimanna einnig, en fátt mun hafa verið lagt til málanna i rannsókn þessa tímabils sem farið hefur framhjá' Birni Þorsteinssyni. Þá tengir hann Islenska sögu þessa timabils jafnan þvi sem er að gerast á meginlandinu og setur atburði hér á landi i sitt rétta evrópska samhengi. Norska öldin er timabilið frá 1264-1400. Þar er 1 upphafi gerö ýtarleg grein fyrir hinni breyttu stjórnskipan og lögbókunum svo sem aö likum lætur og siðan rakin samskipti lslendinga viö hina ýmsu konunga i Noregi mikið eftir frumheimildum. Þá eru taldar fram tekjur norska kon- ungsins af Islandi og gerð grein 'fyrir hag Islendinga og afkomu einstakra stétta hér á landi. Þá er rakin saga islensku kirkjunnar á 14. öld, stjórnunarstefnu biskup- anna lýst og fjallað um verslun, valdstjórn, höfðingjaættir og is- lenska lágaðaiinn. Enska öldin spannar 15. öldina alla og upphaf hinnar 16. Þetta . timabil er sérsvið Björns Þor- steinssonar og hefur hann lagt ; manna mest af mörkum til rann- sóknar þess, einkum með dokt- orsritgerð sinni sem heitin var eftir þessari öld. Hér rekur hann hvernig Islendingar þokast inn á | hagsmuna- og viöskiptasvæði ; Englendinga. Veldur þar mestu ■ tæknibylting sú er varð I siglinga- ! list um 1400, sem gerði Englend- ingum kleift að leita á hin au&ugu ! Islandsmið, en hér gátu þeir sam- einað fiskveiðar og ábatasama verslun. Um þessar mundir voru ! Þjóðverjar ekki undir það búnir að auka tslandi við sitt viðskipta- svæði, en þeir höfðu um þessar mundir lagt undir sig að mestu verslunina i Björgvin. Björn rekur ágætlega þau átök sem urðu hér á Islandsmiðum á 15. og 16. öld á milli Englendinga annars vegar og Islendinga, Dana I eöa Þjóðverja hinsvegar. Þessi \ átök nefnir hann þorskastrið samkvæmt ungri Islenskri mál- venju og stuðlar með þvi að þvi að færa þessa löngu liðnu atburði nær okkur i timanum. Þetta er ekki eina dæmi þess að Björn lifgi ! upp á eldri sögu með þvi að nota alkunn heiti og hugtök úr nútiðar- j máli til að lýsa fyrri alda at- \ vikum. Þessi aðferð er snar þáttur I sagnaritun hans og | stuðlar að þvi aö gera hana raun- i sanna og lifandi. Siðaskiptin er lokakafli Is- ! lenskrar miðaldasögu. Hann j hefst með þvl að gerð er grein fyrir upphafi lúthersks siðar og lýst ástandinu I Þýskalandi er Lúther starfaði þar og siöan er saga lútherskunnar rakin norður um Danmörku og til Islands. Fer Björn ýtarlega yfir skipú þeirra Ogmundar biskups og Gissurar Einarssonar og rekur eftir heimildum það sem hæst bar I ágreiningi þeirra. Þá fylgir hressilegur og lifandi kafli um Jón Arason og umsvif hans uns yfir lauk, en bókinni lýkur með upptalningu I sex liðum á þeim þrengingum sem yfir Islendinga gengu I kjölfar siðskiptanna. Hér hefur I stuttu máli verið drepið á nokkur atriði i þessari nýju bók Björns Þorsteinssonar. I ritdómi sem þessum er að sjálf- sögðu enginn kostur aö gera sllkri bók nokkur skil að gagni. Ég hef þó reynt að draga fram það sem mér finnst einkum einkenna bók- ina, en það er skipuleg og raun- sönn framsetning, timabilinu sem tekið er fyrir er skipt I hluta, en það auðveldar mjög nemendum og öðrum að átta sig á þessu annars yfirgripsmikla og efnis- hlaðna verki. Þá er það annar mikill kostur á þessari bók, að hverjum kafla fylgir yfirlit þar sem dregin eru saman helstu at- riði sem i þeim kafla voru tekin fyrir. Er þetta einkar gagnlegt þeim sem eru að læra um þennan tlma. Sem kennslubók er Islensk miðaldasaga nokkuð þung og krefst mikils af þeim sem kenna hana og læra. 1 kennslubók sem þessari er að sjálfsögðu ekki unnt að geta um allar þær heimildir sem höfundur hefur notað við samningu sins verks, en þá reynir að sjálfsögðu á kennara að leysa úr mörgum spurningum sem með nemendum vakna við yfirferð bókarinnar. Sögufélagið hefur vandað vel til útgáfu bókarinnar. Hana prýða margar myndir sem falla vel að efninu. Prentvillur eru fáar og virðist mér unnt að telja þær á fingrum annarrar handar. Sagn- fræðilegar villur held ég að verð: vart fundnar i bókinni. Þó vil ég ekki samþykkja það sem segir á bls. 248, að kirkja hafi verið reis! árið 1000 I Eyjum, og Jökulsá Hlið sem um getur á bls. 98 veit ég ekki hvar I ósköpunum á að vera En þetta eru algjör aukaatriði. heild ber þessi bók höfundi sinun frábært vitni og er honum og út gefanda til mikils sóma. Jón Hnefill A&alsteinssoi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.