Þjóðviljinn - 04.02.1979, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. febrúar 1979
Sunnudagur 4. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — StDA 13
Það vakti nokkra athygli að rétt fyrir jólin lauk
stúdentsprófi frá Hamrahliðarskólanum 19 ára
piltur, sem frá bernsku hefur verið bundinn við
hjólastól. Ætla má, að dvölin i hjólastólnum hafi
talsvert háð honum við námið þótt ekki beri próf-
einkunnimar raunar vottumþað. Hann reyndist, er
upp var staðið, þriðji i röðinni ofanfrá af þeim 71
stúdent sem útskrifaðist frá Hamrahliðarskólanum
að þessu sinni.
Þessi piltur heitir Jóhann Pétur
Sveinsson frá Varmalæk í Skaga-
firöi, sonur Sveins bónda
Jóhannssonar frá Mælifellsá i
Lýtingsstaðaherppi og Herdisar
Björnsdóttur frá Stóru-ökrum i
Blönduhliö. Er ættfólk hans
þeirrar geröar aö kunnugum
kemur ekki á óvart kjarkur
Jóhanns Péturs og dugnaöur.
Aö loknu prófi fór Jóhann meö
foreldrum sinum noröur aö
Varmalæk og dvaldist þar yfir
jólin og frameftir janúarmánuöi.
Undirrituöum lék forvitni á aö
fregna af námi Jóhanns og fram-
tiöarfyrirætlunum og brá sér þvl
til fundar viö hann fram i Varma-
læk einn lognkyrran dag milli jóla
og nýars.
baö var eins og fyrri daginn
notalegt aö setjast niöur i eld-
húsinu hjá þeim Sveini og Hebbu.
Þvi miöur naut ég þó ekki langra
samræöna viö Svein aö þessu
sinni. Hann var á förum á
safnaöarfund til þess aö passa
upp á aö hann yrði ekki kosinn i
sóknarnefndina. En nú er aö
vikja aö erindinu.
Rætt við
Jóhann Pétur
Sveinsson
frá Varmalœk
í Skagafirði
um nám hans,
framtíðar-
áform o.fl.
Jóhann Pétur Sveinsson
AÐALATRIÐIÐ ER
AÐ MISSA
EKKI KJARKINN
í hjólastól frá 6-7 ára
aldri
— Til aö byrja meö óx ég og
þroskaðist llkamlega meö eöli-
legum hætti, sagöi Jóhann Pétur.
Én þriggja ára gamall varö ég
fyrir þvi óláni, aö fá liöagigt þótt
ekki virtist kannski mjög alvar-
leg I fyrstu. Fátt var þó til ráöa þá
gegn þeim sjúkdómi og svo henti'
nlig paö slys aö lærbrotna illa.
Kostaöi mig þaö mikla legu og viö
þaö færöist liöagigtin i aukana
þar sem ég gat ekkert liökaö mig
meö hreyfingum. Er skemmst af
þvi aö segja, aö siöan hef ég ekki
getaöstigiö i fæturna en eingöngu
oröiö aö bera mig um i hjólastól
frá 6-7 ára aldri.
Aö þvi kom aö sjálfsögöu, aö ég
var sendur suöur til lækninga og
dvaldi leng'i vél á" Lahdsþitalan-
um. A Landspltalanum var ég aö
sjálfsögöu I allskonar æfingum og
þjálfun þar til 1975 aö ég fluttist I
Vinnu- og dvalarheimili
Sjálfsbjargar viö Hátún. Hefur
þaö veriö mitt annaö heimili
siöan en lögheimili hef ég alltaf
Útt á Varmalæk og dvaldist þar
ööru hvoru.
— Hvenær tókstu svo þá
ákvöröun aö fara I menntaskóla?
— baö er nú kannski ekki svo
auövelt aö timasetja þaö
nákvæmlega. Þetta varö svona
smátt og smátt aö föstum ásetn-
ingi. Mér var oröiö þaö ljóst, aö
viö hjólastólinn mundi ég aldrei
losna. Hinsvegar sætti ég mig illa
viö þá hugsun, aö geta ekki aö
einhverju leyti oröiö sjálfbjarga i
lifinu, hlutgengur viö einhver
störf. Ljóst var, aö likamlegri
vinnu mundi ég jafnan eiga erfitt
eöa ómöglegt meö aö sinna,
fremur einhverjum andlegum
störfum þvl ég fann ekki betur en
hausinn væri I lagi. Og lykillinn
aö öllum slikum störfum i þjóö-
félaginu er eitthvert nám. Og svo
ákvaö ég þá aö fara I mennta-
skóla.
— Hversvegna varö Hamra-
hliöarskóli fyrir valinu?
— Ja, þaö stóö nú eiginlega
þannig á þvi, aö fyrst var ég i
Vöröuskóla. Þaöan tók ég lands-
próf. Þaö gekk vel og jók mér
kjark til átaka viö frekara nám.
Nokkrir af félögum minum úr
Vöröuskóla ákváöu aö fara I
Hamrahliöarskólann og kannski
hefur þaö ráöiö úrslitum um aö ég
fór þangaö einnig. Svo kom þaö
enn til, aö um húsakynni Hamra-
hliöarskóians er auöveldara fyrir
hjólastólafólk aö bera sig en
hinna menntaskólanna. Rétt er aö
þaö komi hér fram aö námiö
undir fyrri hluta landsprófs
stundaöi ég á Landspitalanum.
Ótal hendur til hjálpar
— Hver sá þér fyrir fari I skól-
ann og úr?
— Þaö geröi fatlaöur maöur,
Gunnar Sigurjónsson. Inn i skóla-
húsiö fór ég alltaf gegnum Ibúö
húsvaröarins, Jóhanns
Hjálmarssonar frá Ljósalandi I
Skagafiröi. Og úr þvi aö viö erum
aö rabba þetta þá vil ég taka þaö
sérstakleea fram, aö Jóhanni og
konu hans, Mariu Benedikts-
dóttur, á ég ákaflega mikiö aö
þakka fyrir mikla og marghátt-
aöa aöstoö. Þaö má segja, aö þau
hafi reynst mér eins og aörir for-
eldrar.
Ég þurfti aö sjálfsögöu á hjálp
aö halda til þess aö komast um
húsið, bæöi upp i kennslustof-
urnar á efri hæöinni og einnig
niöur tröppur, sem liggja aö stof-
unum á neöri hæöinni. En ég
þurfti aldrei aö kviöa fyrir þvi aö
komast þaö. Min biðu alltaf
margar framréttar hendur skóla-
systkina minna hvenær sem ég
þurfti á hjálp aö halda til aö kom-
ast þaö.
Framundan er Háskól-
inn
— Og nú þegar þú hefur náö
þessum áfanga hygguröu þá ekki
á frekara nám?
— Jú, ekki get ég neitaö þvi. Ég
lit á þaö, sem lokiö er, sem undir-
búning aö frekara námi. Sannast
aö segja hef ég fullan hug á aö
Mín biöu alltaf
margar framréttar
hendur
skólasystkina
minna hvenær
sem ég þurfti
á hjálp þeirra
aö halda.
••
innrita mig i Háskólann I haust.
— Hefurðu ákveöiö hvaö þú
leggur þar fyrir þig?
— Nei, um þaö hef ég nú ekki
tekið fullnaöarákvöröun. Sviöiö
er nú náttúrlega þrengra en hjá
ýmsum öörum þvi sumar greinar
er ég ekki fær um aö fást viö
vegna fötlunarinnar. Trúlega
veröur annaö hvort lögfræöi eöa
viöskiptafræöi fyrir valinu. En
þetta er nú allt svona i athugun
hjá mér ennþá.
Kostar sitt
— Er það ekki erfitt fyrir þig
fjárhagslega aö standa straum af
þessu námi, hvernig er þaö t.d.
meö aksturskostnaðinn?
— Heimilissveit min, Lýtinga-
staöahreppurinn, greiöir aksturs-
kostnaöinn. Svo hef ég fengiö
þennan svonefnda dreifbýlisstyrk
þar sem ég stunda nám hér i
Reykjavik og auk þess hef ég, nú
upp á siðkastiö, fengiö 10 þús. kr. i
dagpeninga á manuöi. Framanaf
var það lægri upphæð en er oröin
þetta nú. Þessi aöstoö hjálpaði
mér auövitaö mikiö. En bóka-
• •
Ég mun hafa veriö
eitthvaö 6-1 ára
þegar ég læröi
mannganginn og
kennarinn var
hún amma mín.
Mér finnst skákin
mjög skemmtilegt
og þroskandi
tómstundagaman
• •
kostinn varö ég aö sjá um sjálfur
og hann er oröinn býsna
kostnaöarsamur.
Mikil framför
— Nu ert þú I rafmagnshjóla-
stól, sem þú getur meö einu litlu
handtaki sveiflaö i allar áttir,
hefuröu alltaf haft slikan stól?
— Nei, nei. Framanaf haföi ég
aöeins stól, sem varö aö ýta
áfram af öörum eöa vinda, ef
maöur haföi nægan mátt i hönd-
unum til þess. En það gat ég
aldrei. Ég varö alltaf aö bera mig
um i þeim stól meö annara aö-
stoö. En svo fékk ég þennan raf-
magnsstól og viö þaö varö ég
,,fær allra minna feröa”, miöað
viö þaö, sem áöur var. Þaö er
engan veginn sambærilegt fyrir
þá, sem búa viö samskonar fötlun
og ég. Nú er ég mun betur sjálf-
bjarga en áöur.
Hyggur á bilpróf
— Nú eru margir fatlaöir búnir
aö eignast bila. Mundir þú treysta
þér til aö aka ef þú ættir bil?
— Þaö vill nú svo til, aö ég er
búinn aö kaupa mér bil og þaö er
engan veginn vonlaust aö hægt
verði aö útbúa hann þannig, aö ég
geti ekiö honum. Bilinn keypti ég
fyrir ári siöan. Og ég hef hugsaö
mér aö reyna viö bilpróf seinni-
partinn I vetur eöa i vor. Þaö er
áreiöanlega ákaflega mikils viröi
fyrir þá, sem fatlaöir eru, aö eiga
bil, geti þeir á annað borö ekiö
sjálfir. Þeir, sem reynt hafa,
segja mér aö þaö sé allt annaö lif.
— Var ekki strembiö fyrir þig
að kljúfa bilakaupin peningalega
jafnhliöa náminu?
— Jú, náttúrlega má segja þaö.
Ég fékk eftirgefna 1 milj. kr. en
varö aö greiöa úr eigin vasa 2,4-
2,5 milj. Þó held ég aö sjálf kaup-
in séu ekki þaö erfiöasta heldur
reksturinn, bensin, skattar,
tryggingar. Þaö eru miklar upp-
hæðir.
Og þá vaknar spurningin hvort
ekki sé hægt að liöka eitthvaö til
fyrir fatlaöa meö þennan kostnaö.
Bilinn er ekki aöeins til ánægju og
þæginda fyrir fatlaöa og er þó
ekki litils viröi, — hann auöveldar
þeim einnig aö taka þátt I at-
vinnulifinu, aö skapa verömæti
fyrir þjóöarbúiö og greiöa
þannig a.m.k. eitthvaö til baka
upp I þaö, sem þeim kann aö vera
Ivilnaö umfram þá, sem full-
hraustir eru.
— Nú ert þú kominn hér noröur
Jóhann, hefuröu hugsaö þér aö
fara bráölega suöur aftur?
— Já, ég býst viö aö fara fljót-
lega eftir áramót. Þá þarf ég aö
fara aö stunda æfingar af kappi.
Ég gat minna sinnt þeim en
skyldi á meöan ég var sem
uppteknastur viö námiö. Þetta
vildi gjarnan rekast dálitiö á.
Og svo er það skákin
En Jóhann Pétur hefur ekki
aöeins vakiö athygli sem mjög
duglegur námsmaöur. Hann
hefur einnig iökaö skáklistina
meö góöum árangri.
— Hvenær byrjaöir þú aö tefla,
Jóhann?
— Þaö er nú nokkuö langt siöan
ég læröi mannganginn, eins og
sagt er. Ég mun þá hafa verið 6
eöa 7 ára og kennarinn var hún
amma min. Sfðan iökaöi ég þetta
svona af og til.en byrjaöi þó ekki
aö tefla að neinu ráöi fyrr en ég
kom i Hamrahliöarskólann. Aö
þvi kom svo, aö ég fór aö taka
þátt I taflmótum og eru þau nú
orðin þónokkuö mörg, sem ég hef
veriö þátttakandi I.Má t.d. nefna
skákkeppni hjá Mjölni, Taflfélagi
Reykjavikur og nú, þegar ég kem
suöur, hef ég hug á aö taka þátt I
Skákþingi Reykjavikur og mun
þá trúlega tefla þar i C-flokki.
Mér finnst skákin ákaflega
skemmtilegt og þroskandi tóm-
stundagaman.
• .
— Mér skilst á öllu aö þú litir
tilveruna ekki sérlega dökkum
augum, Jóhann, þrátt fyrir fötlun
þina.
— Nei, ég þykist ekki gera þaö.
Auövitaö er ég illa vængbrotinn,
en viö þvi veröur nú einu sinni
ekki gert. Aöalatriöiö er aö missa
ekki kjarkinn.
—mhg
Bókmenntaverölaun norrænna kvenna:
Mótmæli gegn
bokrnenntakarlræði
N oröurlandaráðs
Ivar Lo-Johánsson
hlaut bókmenntaverð-
laun Norðurlanda 1979.
tJthlutun þessara verð-
launa varð þó tilefni
annarra bókmennta-
verðlauna; Martha Tik-
kanen hlaut bókmennta-
verðlaun norrænna
kyenna, en hópur nor-
rænna kvenbókmennta-
fræðinga samþykkti á
ráðstefnu i Dröbak,
Noregi að veita einum
kvenrithöfundi verð-
laun, og varð Martha
Tikkanen fyrir valinu,
fyrir ljóðabók sina,
„Ástarsaga aldarinn-
ar”. Bókmenntaverð-
launum þessum var
fyrst og fremst hleypt af
stokkunum til að mót-
mæla karlræði þvi, sem
einkennir bókmennta-
verðlaun Norðurlanda.
f njðurstööum kvenritahöf-
undanna sem þinguöu i Dröbak,
segir m.a.:
„Allt frá þvi aö bókmennta-
verðlaunum Noröurlanda var
fyrst úthlutaö 1962, hafa aöeins
rithöfundar af karlkyni hlotiö
verölaun, og einungis hafa karl-
menn átt sæti i verölaunanefnd-
inni. Hópur norrænna kvenbók-
menntafræöinga hefur þess
vegna ákveöið aö veita kvenrit-
höfundi frá Noröurlöndum sér-
stök verðlaun til mótvægis viö
bókmenntaverölaun Noröur-
landa. Viö höfum hafið söfnun og
hvetjum aörarkonur aögera slikt
hið sama”.
Alitiö er undirritaö af Susanne
Fabricius, Danmörku, Ase Hiort
Lervik, Noregi, Helgu Kress, Is-
landi og Birgitte Holm, Sviþjóö.
Þeir, sem hafa áhuga á aö
sendapeninga, eöa hafa samband
við hópinn, geta skrifað til:
Martha Tikkanen
Nordisk kvinners litteraturpris
Postboks 1092-9001 Tromsö
Noregi.
Ástarsaga
aldarinnar
En hver er Martha Tikkanen?
Hún ersænskfinnsk og fæddist ár-
ið 1935. Hún hefur gefiö út fjórar
skáldsögurogheitirsúfyrsta „Nú
i morgun” og er tileinkuö upp-
þvottavélinni hennar, sem er af
geröinni Constructa.
Ljóðabókin, eða ljóöasafniö
„Astarsaga aldarinnar”, sem
kom út i fyrra er opinská lýsing á
sambúðhennar við eiginmanninn
Henrik Tikkanen, sem er þekktur
rithöfundur og teiknari i Finn-
landi, og hefur átt við ofdrykkju-
vandamál að strlöa. Ljóöasafniö
spannar yfir öll þau vandamái,
sem felast i sambúö hjóna, þar
sem konan er hin sjálfkjörna
vinnukona á heimilinu en maö-
urinn reynir aö komast áfram i
lifinuogöölast fé og frama. Ast,
hatur, vonbrigöi og önnur tilfinn-
ingamál, sem einkenna hjóna-
bandið, eru einnig þemu, sem
ljóðin byggja mikið á. I heild má
segja, að ljóöabók Mörthu Tik-
kanen sé uppgjör viö mann sinn
og lif sitt i hjónabandi. Hið hefð-
bundna lifsmynstur kvenna fyrr
og nú er einnig tekið til umræöu.
Ljóðasafniö endar á hvatningu til
allra að berjast gegn sjónarmiö-
um i þjóöfélaginu, sem kúga
kynjasamskiptin og von um
baráttu gegn hinni vondu sam-
visku, sem sifellt þjáir okkur.
Martha Tikkanen hefur fyrst og
fremst veriö þekkt hingaö til fyrir
bók sina „Karlmönnum veröur
ekki nauðgaö”, sem finnski leik-
stjórinn Jörn Donner kvikmynd-
aði fyrir nokkrum árum.
-im
Tvö ljóð úr Ástasögu aldarinnar
eftir Martha Tikkanen
Fyrir umþaðbil tíu árum
þegar hinar ótrúlegu
orkulindir
smábarnamömmunnar
voru nær tæmdar
og ég reyndi í örvæntingu
að biðja þig
að taka þinn hluta
og ábyrgð
á því
sem beggja er
hlustaðir þú aldrei á mig
en sagðir
að ég væri smámunasöm
sem rifist
þegar þú ættir fullt í
fangi með
að skapa þér nafn
Ég skildi þó aldrei
af hverju þú þráaðist við
að segja
að þú elskaðir mig
þegar þú tókst ekki
einu sinni
eftir því
að brátt yrði ekkert eftir
af mér
til að elska
Síðan skapaðir þú þér
nafn
meðan ég stóð
með vitin full
af veruleik
I dag
þegar þú ert nafn
ertu einnig gagnrýndur
fyrir skort á innlifun
og fyrir þekkingarleysi
á veruleikanum
Og nú kemur þú til min
og vilt
að ég segi þér
hvaða veruleik
þær tala um
þessar nýju manneskjur
(Þýðing: -im)
Færðu mér ekki rósir
taktu af borðinu
i staðinn
Færðu mér ekki rósir
Ijúgðu minna
i staðinn.
Færðu mér ekki rósir
hiustaðu á mig
í staðinn
elskaðu mig minna
trúðu á mig meira
Færðu mér ekki rósir!
(Þýðing: — im)