Þjóðviljinn - 04.02.1979, Side 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. febrúar 1979
Um
hnignun
flokksræðisins
og
afleiðingar
hennar
Hver f j andinn varð af
háttvirtum kjósendum?
Sigurvegarar í
prófkjörum
Sumirhinna yngri þingmanna
Alþýöuflokksins hafa lagt mikla
áherslu á þaB, aB þeir séu eigin-
lega ekki þingflokkur heldur
„bandalag manna sem unnu
sigur I prófkjörum”. Þetta þyk-
ir þeim bera vott um hnignun
flokksræBis sem svo hefur veriB
nefnt og hefur veriB mjög I tisku
aB skamma um nokkurra ára
skeiB.
Hér er um aB ræBa vissa
amrikaniseringu á stjórnmála-
lifi — hvergi á formúlan
„bandalag sigurvegara i próf-
kjörum” eins vel viö og þegar
lýst er hinum tveim stóru flokk-
um Bandarikjanna. Þar er
hnignun flokkanna mjög langt
komin, en þeim mun meira fer
fyrir pólitiskum fjölmiölaslag
einstaklinga, sem hafa tak-
markaöan áhuga eöa möguleika
á stefnumótun á landsmæli-
kvarBa.
Þaö er þvi ómaksins vert aö
minna nokkuö á þá þróun sem
oröiö hefur I Bandarikjunum.
Ekki sist vegna þess aö þvi fer
fjarri aö hnignun flokkanna hafi
haft jákvæö áhrif — hvort sem
væri á pólitiskan áhuga eöa þá
pólitiska þátttöku.
Tveir þriðju sitja
heima
Svo er nú komiö aö jafnvel i
þvi tveggja flokka kerfi sem viö
lýöi er i landinu reynist meö
hverju ári erfiöara aö komast
aö einhverjum pólitiskum
meirihlutavilja, blátt áfram
vegna þess aö háttvirtir kjós-
endur sitja heima. Þaö voru
innan viö 28% atkvæöisbærra
Bandarikjamanna sem kusu
Jimmy Carter til forseta. Koch
borgarstjóri fékk umboö sitt til
aö stjórna risaborginni New
York meö atkvæöum aöeins 12%
kjósenda. 1 nýafstöönum
kosningum til þings greiddu
tveir kjósendur af hverjum
þrem alls ekki atkvæöi — enda
þótt frambjóöendur hafi aldrei
eytt jafn miklu fé og nú til aö
koma sér á framfæri i sjónvarpi
og öörum fjölmiölum.
Þaö er ekki heldur hægt að
segja, aö fólkiö sé barasta oröiö
hundleitt á þeirri feguröar- og
sniöugheitakeppni milli ein-
staklinga sem fram fer I fjöl-
miðlum fyrir kosningar. 1
mörgum rfkjum hefur fariö
fram almenn atkvæöagreiösla
um svonefnda skattauppreisn
og þar meö tillögur um stór-
fellda lækkun skatta. En aöeins
i einu riki Bandarikjanna tók
meira en helmingur kjósenda
þátt 1 atkvæöagreiðslunni um
þessi mál, sem óneitanlega
varöa afkomu hvers einasta
manns.
Skrýtnir fuglar
Áöur fyrr mátti útskýra lé-
lega þátttöku I kosningum meö
þvi, aö fátæklingar, og þá eink-
um svartir fátæklingar, hinir
óskólagengnu, mættu ekki á
kjörstaö. Þetta átti vel viö um
1950. En siöan þá hefur and-
staöa hvitra manna gegn þátt-
töku blökkumanna 1 kosningum
i Suðurrlkjunum veriö kveöin
niöur aö verulegu leyti, kosn-
ingaaldur hefur veriö lækkaöur
i átján ár, skrásetning á kjör-
skrár hefur veriö gerö einfald-
ari. Samt fer kjósandi Banda-
rikjamönnum hraöfækkandi. Og
athuganir félagsfræöinga sýna
þaö mjög skýrt, að mennta-
menn og efnaö millistéttarfólk
flykkist I stórum hópum i raöir
þeirra sem sitja heima þegar
blásiö er til kosninga. Þaö er
talin fuilkomlega eölileg og
sjálfsögö afstaöa hvar sem er i
samfélaginu aö sitja heima.
Eiginlegir kjósendur eru hins-
vegar minnihlutahópur.
Kannski veröa þeir innan tiöar
orönir „skrýtnir fuglar” i vit-
und almennings.
1 gamla daga voru menn ekki
i neinum vafa um þaö hvar þeir
væru staddir á hinu pólitiska
landabréfi. Einn af öldunga -
deildarþingmönnum Repúblik-
ana seint á siöustu öld, George
F. Hoar, komst t.d. svo aö oröi:
„Þeir sem vinna góö verk i
kirkjum, þeir sem rækta sitt
eigiö land, þeir sem fóru i striöiö
og björguöu heiöri þjóöarinnar
finna sér staö I Repúblikana-
flokknum. Meöan þrælahaldar-
inn fyrrverandi, kráreigandinn,
kosningasvindlarinn og glæpa-
lýöur stórborganna, þeir sem
geta hvorki lesið né skrifaö,
finna sér aölilegan samastaö I
Demðkrataflokknum”. Flokk-
arnir voru eins og viöa annars-
staöar einskonar veraldlegar
kirkjur meö helgum möhnum,
helgisiöum, kreddum, umbun
og refsingu.
ÝYYYYfÝVYf^rvr'
Fillinn og múlasninn ( tákn stóru flokkanna tveggja) eru horfnir og
hvar má ég höföi halla?
Ég þori aö veöja aö ef ég ætti miljón doiiara gæti ég leigt mér fjöl-
miölastjóra og látiö þig kjósa mig...
SUNNUDAGSPISTILL
Veraldlegar
kirkjur hrundar
Aö sjálfsögöu ér auövelt aö
segja sem svo aö margt af þeim
ofstopa hafi mátt missa sig. En
enginn veit hvaö átt hefur fyrr
en misst hefur. Nú eru stjórn-
málafræöingar sammála um aö
flokkarnir séu I rústum. Þaö er
varla aö frambjóöendur til
þings nenni lengur aö skirskota
til þess, aö þeir séu tengdir
ákveönum flokki. Allir eru
„óháöir”, frambjóöendurnir
jafnt sem kjósendur. Frambjóö-
endur reyna helst að vekja at-
hygli á sér meö þvi aö hamra á
einhverju einstöku máli sem á
dagskrá er á hverjum staö; sjálf
fjölmiðlatæknin beinir athygl-
inni fyrst og fremst aö þeim
sjálfum, að hanaslag einstakl-
inga, ekki málefnum. A hinn
bóginn eru tengsli einstakra
hagsmunahópa viö flokkana
losaralegri en fyrr. Stórauö-
valdiö sem hefur vanalega beint
stuöningi sinum einkum til
Repúblikanaflokksins telur sér
ekki lengur sérstakan hag i aö
eiga „sinn eigin” flokk. Demó-
krataflokkurinn hefur alltaf
veriö bandalag ýmiskonar
hópa, og þaö hefur liklega aldrei
veriö eins margklofiö og sjálfu
sér sundurþykkt og nú.
Finna til vanmáttar
Sem fyrr segir eru þeir sem
heima sitja á kjördag úr öllum
stéttum og á öllum aldri. Skoö-
anakannanir benda til þess, að
þeir sem enn kjósa séu öörum
fremur þeir sem enn hafa trú á
þvi aö þaö sé ómaksins vert aö
gera áætlanir um framtiö sina.
En þeir sem ekki hafa slika trú
lengur og telja aö lif þeirra sé
fyrst og fremst háö ýmsum til-
viljunum og happadrætti, þeir
eru liklegri til aö kæra sig koll-
ótta um pólitik og hreyfa sig
ekki á kjördag.
Báöir hópar hafa heldur litiö
álit á stjórnmálamönnum yfir-
leitt. En mjög stór hluti þeirra,
sem ekki kjósa, leggur áherslu á
aö þeim finnist þeir vanmáttug-
ir i pólitiskum efnum. Vinstri-
sinnar eiga svo auövelt meö aö
finna sinar skýringar á þessari
útbreiddu vanmáttarkennd.
Þeir munu þá leggja höfuö-
áherslu á þaö, aö enda þótt
vinstrihópar nokkrir séu til inn-
an Demókrataflokksins, þá séu
stóru flokkarnir tveir báöir há-
borgaralegir flokkar „hins
frjálsa framtaks” og þaö sé ekki
von aö menn hafi verulegan
áhuga á pólitisku kerfi sem i
raun og veru ekki býöur upp á
neina valkosti. Og sem fyrr seg-
ir: almenningur er ekki aöeins
löngu þreyttur á þvi hve litill
munur er á stóru flokkunum
tveim — hann er einnig þreyttur
á „sigurvegurum I prófkjörum”
sem hver um sig hafa hátt um
nýtt pólitikt siðgæði, ný andlit,
nýja vendi sem sópi best.
En hvað sem þvi liöur:
hnignun hinna pólitisku flokka
hefur ekki eflt pólitiskan áhuga
almennings, hún hefur heldur
ekki bætt stjórnarfar og
stjórnarhætti. Hvað sem um
heföbundiö flokkakerfi má
segja, þá var hægt að nota þaö
til aö „skipuleggja möguleika,
koma einhverjum starfsaga á'
menn og hugmyndir” eins og
Lance Morrow segir i vikublaö-
inu Time. Nú sýnast allir óháðir
— en þeir halda áfram aö vera
háðir einhverjum hagsmuna-
hópum, oftast þá einhverjum
fjársterkum aöilum sem hafa
lagt fé i rándýra kosningabar-
áttu — um leið og þeir glutra
niöur hæfileikanum til pólitisks
samstarfs. Þingiö veröur eins
og afmælisparti hjá fimm ára
krökkum, segir sami höfundur.
Þaö veröur meö hverju ári sem
liður ófærara um aö móta eitt-
hvaö sem likist stefnu I þeim
málum sem allir hafa þó
áhyggjur af eins og orkubruöl-
inu og veröbólgunni.
Rannsóknar-
blaðamennska
Aður en viö þetta efni er skiliö
er rétt aö minna á eftirhreytur
þeirrar siövæöingar sem rann-
sóknablaöamennskan, sem náöi
sinum frægasta árangri i
Watergatemálinu, ýtti af staö.
Margir héldu aö með henni gætu
hafist betri timar; nú mundu
strangari kröfur gerðar til
þeirra sem sæktust eftir háum
embættum. Þessi bylgja hefur
oröiö skammvinnari en bjart-
sýnir menn vildu. Time hefur
tekiö saman nokkur dæmi i
þessa veru. Charles Diggs heitir
þingmaöur frá Detroit sem var
sekur fundinn um 29 ákærur um
misnotkun opinberra sjóöa —
mánuöi siöar var hann endur-
kosinn á þing i sinu kjördæmi
meö 80% greiddra atkvæöa.
Daniel Floods, þingmaöur frá
Pennsylvaniu, sekur fundinn
um aö hafa tekiö viö 60 þúsund
dollurum i mútur var endurkos-
inn meö 54% greiddra atkvæöa.
Tveir þingmenn frá Kaliforniu,
sem höföu tekiö viö „gjöfum”
frá mútustjóra Suöur-Kóreu,
Tongsun Park, voru endur-
kjörnir meö góöum meirihluta.
Meira aösegja Wany Hays, sem
þurfti aö segja af sér þing-
mennsku eftir aö upp komst um
aö hann lét rikiö borga frillu
sinni ágæt laun og varö þaö mál
mjög frægt; Hays þessi er nú aö
brölta upp á græna grein aftur
og fann hann I þeim kosningum
sem hér hafa veriö geröar aö
umtalsefni sæti á þingi I Ohio.
Syndin er lævis og lipur.
AB
eftir Árna Bergmann