Þjóðviljinn - 11.02.1979, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 11.02.1979, Qupperneq 3
Sunnudagur 11. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 öldin önnur Þá var Dönsk kona, Karen LUtzen að nafni, var að afla sér alþýðufróðleiks í landi sinu. Þá rakst hún ma. á frásagnir af furðu- legum kvennaveislum sem haldnar voru i Suður- Slésvík. Voru þær nefndar BARSELHUS, en það mætti þýða sem barnsburðarhús. Þessar veislur tíðkuðust fyrir einni öld, en frásagnir eru skráðar í lok 4. ára- tugar þessarar aldar. Heimildarmenn eru 75 talsins, en aðeins þriðj- ungur þeirra eru konur. Sumir muna eftir þessum veislum, en aðrir hafa heyrt um þær hjá for- eldrum sínum. Börn og brúöur Barnsburöarhús héldu sængurkonur áöur en skira átti börn þeirra. Karlmönnum var stranglega bannaöur aögangur. Aöallega voru þarna konur sem sjálfar höföu haldiö slikar veislur. Barnlausum konum var einnig boðið til slikra sam- kvæma, sem voru þá kölluö blindburður (blindbarsel). Hann gekk fyrir sig eins og um barnsburöarhús væri að ræöa, að þvi undanskildu, að barniö var brúöa. Kvennaveislur þessar tiök- uðust eingöngu meöal vel stæöra bændakvenna. Kaupa- konur komu þar ekki viö sögu og er ekki vitaö til aö þær hafi haft þennan sið. Barnsburðarhúsin voru eftir- sótt enda voru þau eina tæki- færiö sem giftum komum gafst til aö skemmta sér einar saman. Konurnar biöu I ofvæni eftir þvi næsta og gat ekkert haldiö þeim heima nema alvarlegur sjúk- dömur. Fólki varö tiörætt um þessar samkomur. Sérstaklega uröu þær körlum hugleikið umræöu- efni, þótt ekki væru þeir þátt- takendur. Kappdrykkja Veitingar voru ekki skornar viö nögl. Kaffi var bleksterkt, og gat teskeiö staöiö þar óstudd I. Drakk svo hver sem hún gat og fólst manndómurinn i aö inn- byröa 20-30 bolla af blekinu. Meö kaffinu boröuöu þær tvi- bökur og kökur. Röbbuöu þær svo saman I gamni sem alvöru þar til kaffidrykkju lauk. Þá brugöu þær sér frá, létu drykk- inn sjatna i maganum og gengu þurfta sinna. Þá var barniö skoöaö og dáöst aö þvi. Ef um blindburö var aö ræöa gekk brúöa á milli kvenn- anna. Venja var aö konurnar stæöu upp og rifust um hverjum barniö eöa brúöan liktist. Þá var dreypt á púns ef svo Samkvæmi sængur- kvenna í Suður- Slésvík má til orða taka. Nær væri aö segja aö þær hafi svolgrað i sig drykknum þar til þær uröu svo fullar aö þær hefðu ekki greint flugu á veggnum. Skriðið heim Heimildakonur minnast helst á valtar heimferöir en frásagnir karla eru mun svakalegri. Kon- urnar segjast hafa stutt hver aöra heim, sumum hafi verið ekiö á hjólbörum en aörar hafi hreinlega skriðiö á .fjórum fót- um. Körlum er þó annað I fersku minni, en hversu fjálglega sem þeir lýsa hrottaskap kvennanna virðist enginn þeirra hafa veriö á móti framkomu þeirra. Gamlar og ráðsettar konur höföu fullan rétt til aö rasa út þann daginn. Karlmenn segjast frekar hafa viljað dýfa höföum sinum i tjörufötu en að hitta konur á heimleið frá barns- buröarhúsi. Þó reyndu þeir ekki aö berjast gegn örlögum sinum, heldur tóku þeim með mestu prýöi. Berrassaðir bændur Karlar segja svo frá, að konur hafi umkringt hvern þann mann sem á vegi þeirra varö. Rifu þær hattinn af honum, hrópuöu og skræktu. Algengt var aö þær neyddu hann i dans með sér. Þær þrifu i hann hver á fætur annarri og sveifluðu honum á götunni. Karlar sögöust hafa þakkaö Guöi ef þeir sluppu viö annað en aö dansa viö þær, og vera kysstir og sleiktir á eftir. Ef þeir voru óheppnir drógu konurnar buxurnar niður um þá og dönsuöu viö þá meö buxurnar á hælunum. Þá áttu þær til aö rifa buxurnar alveg af þeim og bera þá berrassaöa um bæinn. Hiö versta var, þegar illa var fariö meö sjálfan helgidóm karlmannsins. Tveir heimildar- menn minntust þess að konur hefðu þrifiö um kynfæri karla eöa bundiö reiötygi þar viö og teymt menn þannig á eftir sér: „Menn skyldu þær ná i, en ef þær fundu engan réöust þær inn á almenningskamra og uröu klósettveröir þá fyrir bliöu- hótum kvennanna. Var þvi ekki óeðlilegt að karlmenn lokuöu sig inni þegar barnsburöarhús voru haldin.” Hefndin er sæt Enginn karlmannanna viður- kennir þó aö hafa oröið fyrir baröinu á konunum, en hins vegar hafi slikt hent marga ,,hér um slóbir”. Hefðu fórnar- íömbin orðiö að abhlátri þar til næsta barnsburöarhús var hald- iðog önnur fórnarlömb tóku viö. Karlar hefndu sin stundum. Þeir rugluðu skóm kvennanna svo þær vissu ekki i hvorn brauöfótinn átti að stiga að gild- inu loknu. Einn karl haföi oröiö fyrir gleðilátum kvennanna. Eitt sinn þegar kona hans hélt slika veislu, skipaði hann hús- karli sinum að aka konunum heim. Hann reib meö þær um allan bæ, svo þær runnu úr vagnsætunum niöur á gólf. Þá ók hann þeim niður i skurö, leysti hestana og yfirgaf staö- inn. Þar tókst aö gera sjálfar konurnar aö athlægi. Annað sinn sátu fullar konur á veginum og gengu þurfta sinna. Allt i einu byrjaöi aö rigna og kom þá i ljós aö einhver uglu- spegill hafi migið á hópinn. Þá var barnið skoöaö... Misræmi í frásögnum Það sem kannski er mest áberandi i frásögnum þessum er að mikiö ósamræmi er I frásögnum kvenna annars vegar en karla hins vegar. Má kannski skýra þaö meö þvi að konur séu hálffeimnar viö aö ljóstra upp um eigin gloriur. Einn maöur lýsti viöhorfi karla þannig: ,,... i langan tima eftir á ræddi fólk um þessar veislur. Sérstak- lega voru þaö karlar sem ræddu um þær, ekki sist þar sem þeir gátu ekki skiliö hvernig annars prúöar eiginkonur þeirra gátu drukkiö sig haugafullar og hegöað sér eftir þvi.” Erfitt er aö gefa sér rétta mynd af þessum barnsburöar- húsum, ekki sist vegna þessa misræmis i frásögnum. Körlum verður tiörætt um ofbeldi kvennanna en þó viröist þeim hafa likað prýöilega viö þaö. Þessar frásagnir eru skemmtilegar aö þvi leyti aö þær segja frá sérstökum dögum þar sem karlar og konur skipta um hlutverk. Þegar sá fyrsti verður siöastur osfrv. (ES þýddi úr Kvinder). Konurnar studdu hver aöra á heknleiö, sumum var ekiö á hjólbörum en aörar skriöu hreinlega.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.