Þjóðviljinn - 11.02.1979, Side 9

Þjóðviljinn - 11.02.1979, Side 9
Sunnudagur 11. febrúar 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Kennir ýmissa grasa í starfsemi FlM Stjórn FIM boöaöi til blaöa- mannafundar i fyrradag og kynnti starfsemi félagsins. Nýkjörinn formaöur, Sigrún Guðjónsdóttir, skýröi frá þvi aö á aöalfundi félagsins, sem haldinn var 23. jan. s.l. heföi veriö sam- þykkt lagabreyting varöandi inn- göngu i félagiö. ABur þurfti um- sækjandi 2/3 atkvæöa til þess að komast inn, en eftir breytinguna gildir einfaldur meirihluti félags- manna á aöalfundi. Eftir sem áöur þarf umsækjandi aö senda inn umsókn ásamt upplýsingum um menntun og störf og skulu umsóknir berast ritara félagsins, Sigriði Björnsdóttur, Freyjugötu 16, eigi siöar en 2 vikum fyrir aöalfund. Framhaldsaöalfundur veröur haldinn mánudaginn 5. mars og veröur þá fjallaö um inn- töku nýrra félaga. Sem kunnugt er starfrækir FIM sýningarsal aö Laugarnesvegi 112, og stendur þar nú yfir kera- miksýningin Lif i leir. Aö henni lokinni taka viö tvær málverka- sýningar, og uppúr miöjum mai veröur þar alþjóölega farand- sýningin MAXIMAL-MINIMAL, sem nú fer um Noröurlönd á veg- um Norræna myndlistarbanda- lagsins. Höröur Agústsson list- málari tekur þátt i þessari sýningu af Islands hálfu. Sigriöur Björnsdóttir sagöi frá samskiptum FtM viö erlend lista- mannasamtök. Félagiö er aðili að Norræna myndlistarbandalaginu, sem stofnað var 1945 og hefur siöan starfaö aö þvi aö kynna norræna myndlist á Noröuríönd- um og utan þeirra. Starfsemi bandalagsins hefur i aöalatriöum veriö fjórþætt: nám- skeið, fundir, upplýsingamiölun og sýningastarfsemi. Siöan 1973 hefur Norræna myndlistarbanda- lagiö hlotiö styrk af fjárveitingu til norrænna menningarmála i gegnum Norrænu menningar- málaskrifstofuna i Kaupmanna- höfn. Þá er FIM einnig aöili aö NORDFAG — nýstofnuöu stéttar- sambandi norrænna myndlistar- manna. Verkefni sambandsins er aö gæta réttar myndlistarmanna, t.d. I sambandi viö sýningargjöld á opinberum sýningum, og enn- fremur aö veita siöferöilegan stuöning hverju þvi aöildarfélagi sem kann að standa i baráttu i heimalandi sinu. Loks er FIM aöili aö Alþjóöa- samtökum myndlistarmanna i nánum tengslum viö hin Noröur- löndin. Jón Reykdal, meöstjórnandi i stjórn FIM, sagöi frá nýrri, norr- ænni menningarmiöstöð sem tók til starfa s.l. haust á eyjunni Sveaborg, skammt frá Helsinki i Finnlandi. Þá var opnuö stór úti- sýning á norrænni höggmyndalist og tóku þeir Hallsteinn Sigurðs- son og Jón Gunnar Arnason þátt I hcnni fyrir Islands hönd. A Sveaborg eru 200 ára gömul hernaðarmannvirki, og hefur finnska rikið boðiö hluta þeirra undir starfsemi menningarmið- stöövarinnar. Þegar hefur veriö hafist handa aö endurnýja þessi mannvirki. Aðalmarkmiðið er að standa að sýningum og sjá um dreifingu sýninga, en einnig verður þarna bókasafn, ráð- stefnusalir og gestavinnustofur fyrir myndlistarmenn. Gert er ráö fyrir að 5 slikar vinnustofur verði tilbúnar til notkunar innan tveggja ára. A hausti komanda veröur sýningarsalur Sveaborgar tekinn i notkun og verður þá ein fyrsta sýningin þar á islenskri grafik, sem send veröur um öll Noröurlöndin. I FIM eru nú rúmlega 80 félagar. ih Stjórn FIM, taliö f.v.: Þorbjörg Höskuldsdóttir gjaldkeri, Sigrún Guðjónsdóttir formaöur, Sigriöur Björnsdóttir ritari og Jón Reykdai meöstjórnandi. A myndina vantar Eirik Smith meöstjórnanda. 66 Þad erótrúlegt.en satt ad innan vébanda ÍSÍ eru 66.000 félagar- áhugafólk um íþróttir, trimm og heilbrigða útivist. iþróttablaóió er málgagn ÍSÍ og eina sérrit sinnar tegundar hérlendis. Þaó flytur lesend' um sínum lifandi frásagnir og ábyrgar upp- lýsingar af því sem efst er á baugi hverju sinni. Á meóan íþróttir og útivist fagna sívaxandi fylgi veróur hlutverk íþróttablaðsins æ mikil- vægara. félagar Askrifendur iþróttablaósins geta fylgst með því helsta sem skeóur í íþróttaheiminum, bæði hérlendisogerlendis. Áskriftarsímar 82300 og 82302

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.