Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 11. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Baráttumaður Gunnar Benediktsson Aö leikslokum Ahugaefni og ástríður Bókaútgáfan örn og örlygur 1978 Þetta er þriöja og siðasta (?) endurminningabók Gunnars Benediktssonar og segir þar vitt ogbreitt frá ævi hans. störfum og „mannlegu umhverfi” frá þvi hann gengur ttr þjónustu evangelisk- lútherskrar þjóð- kirkju til þessa dags. „Heitasta ástriða lifs mlns hafa verið skrift- ir og ræðuhöld sem tjáning þess, sem mér hefur legiö þyngst á hjartahverju sinni. Samfelldustu áhugamál min hafa verið samfé- lagsmál okkar mannanna”. Minningabækur Gunnars eru trttr vottur um sannindi þessara oröa hans. Enginn islenskur rithöfund- ur um hans daga hefur jafn vel og lengi lifað og hrærst i straumi sinnar tiðar. „Mannlegt um- hverfi” hans sem hannnefnirsvo, hefur verið honum sifellt rann- sóknarefni og um það fjalla rit hans á einn eða annan hátt. Hann hefur þvi allra rithöfunda sist verið naflaskoðari eða fllabeins- turnseti. Liftaugin i ritum hans er áhuginn fyrir samfélagsmálum manna. Gunnar segir jöfnum höndum frá baráttu sinni fyrir að halda liftórunni, en það var ekki ætið auöleyst mál hvorki honum né öðrum sem áttu undir högg að sækja með atvinnu. Vandinn var tvöfaldur ef um var að ræða rót- tækan baráttumann. Gunnar fékk að kenna á atvinnuofsóknum i rikum mæli. Hann erorðinn gam- all maður þegar lifsafkoma hans er orðin sæmilega örugg. Þessa sögu segir Gunnar beiskjulaust, þvi hann veit aö þetta er hlut- skipti byltingarmannsins i stétta- félagi. Baráttan gegn ranglæti þjóðfélagsins og fyrir sósialisma er honum fyrir öllu á besta skeiði starfsævinnar. Hann er óþreyt- andi að tala og skrifa i þágu fá- tækrar alþýöu, ferðast um landiö með léttan mal og tala við fólkið um vandamál þess og framtiðar- lausn þeirra. Hann tekur til máls á fundum hvar sem þvi verður við komið og á það til að skora á hólm helstu kappa andstæðing- ann a og að sögn kunnugra manna mun hann oftar en hitt hafa gert betur en halda sinum hlut I þeim skærum. Flestar áróöursferöir sinar fór Gunnar á vegum Kommúnistaflokksins og er al- mælt að sá flokkur hafi engan áróðursmann átt snjallari. Leyndardómurinn bak við yfir- burði Gunnars á þessu sviði mun vera sá, að hann skildi alþýðuna og vandamál hennar manna best, talaði hennar mál og ski'rskotaöi fremur til réttlætis — og sið- ferðiskenndar hennar en fræði- legra tttlistana. En hugsana grundvöllur alþýðu var þá og ef enn fremur af tilfinningalegum og siðferðislegum toga en fræði- legum. Gunnar segir margt af stjórn- málaafskiptum sinum á vegum sins „þrieina flokks”, Kommún- istaflokksins, Sósialistaflokksins og Alþýöubandalagsins. Hann hugsar vel til þeirra allra en best þó til Kommúnistaflokksins. Hann llkir þeim við þrjá ættliöi og segir: „Alltaf er mér minnisstæð- astur fyrsti ættliðurinn, enda var ég sterkast á valdi hans, meðan viðvorum og hétum. Þar fann ég hreinast bræðralag og dýpsta al- vöru, þó skortur hvors tveggja yllu mér stundum nokkurs sárs- auka. Ntt særir það mig enn meira, hve skeiö Kommúnista- flokksins er misskiliöog rangtúlk- að af ýmsum. Éghef aldrei veriðl mannlegra umhverfi”. Atökin i flokknum leiðir hann að mestu hjá sér, hvort tveggja er, aö hon- um voru fræðilegar deilur ekki sérlega hugstæðar og að hann var fjarri aðalvettvangi. En bakslag- ið aðdeilunum loknum varð hon- um ekki að öllu leyti að skapi: „Hins vegar er ég ekki i vafa um, að það kom Kommúnistaflokkn- um mjög I koll, hvernig að var staðið, þegar segl voru borin um. Þar á ég fyrst og fremst viö það, sem ég hef vikið að á öörum staö: Við áttum aldrei að hvika frá sjálfsgagnrýninni.” Helst gætir vonbrigða og jafii- vel beiskju þar sem Gunnar segir frá veru sinni I Sósialistaflokkn- um. Af einhverjum óútskýrðum ástæðum var honum smám sam- an ýtt til hliöar i flokksstarfi. Dró þá ttr pólitiskum umsvifum hans þótt áhuginn væri fyrir hendi. Honum var þegjandi bægt frá Nýju dagblaði sem hann hafði gefið ttt undir sinu nafni og rit- stjórn meðan Þjóðviljinn var bannaður. Framboðin þjónusta hans á öðrum sviðum var heldur ekki þegin. Gunnari fellur þetta illa en lætur kyrrt liggja: „Ég þvingaði hug minn frá bollalegg- ingum um, hvar hundurinn lægi grafinn, til að foröast, að til per- sónulegs missættis drægi meö óæskilegum eftirköstum fyrir flokksstarfið”. öhugsandi er að Gunnar geri sér ekki grein fyrir orsökum þessara hornriða, hann vill einfaldlega ekki tala um þær af hlifisemi viö gamla flokks- bræður. Sama verður upp á ten- ingnum þegar hann segir frá lok- um Sósialistaflokksins og stofnun Alþýðubandalagsins (sem flokks). Gunnar kveðst lengi vel hafa veriðákveðiðá móti þvi að leggja Sósialistaflokkinn niður en var jafn ákveðinn með þvi undir lokin sem réttri lausn á skipulagsmál- um að gera Alþýðubandalagið að flokki.Gunnari hlýtur þvi að vera ljóst að öngþveiti flokksmálanna var að ekki litlu leyti sök forystu- liðs Sósialistaflokksins sem vann markvisst að þvi að einangra og útiloka einlæga og þrautreynda sósialista og verkalýðssinna og hlaða undir krata og hentistefnu- menn innan og utan flokksins og beitti til þess öllum ráðum nema lýðræðislegum. Af öllum mönn- um sem viö sögu Gunnars koma er honum minnst gefið um suma samstarfsaðilana, kratana sem áttu að vera önnur meginuppi- staða hins nýja flokks. Hann fagn- ar einlæglega þegar hinn pólisiski vindbelgur Hannibal Valdimars- son yfirgefur Alþýðubandalagið. En hann undrast hve marga hann dregur með sér ttr Sósialista- flokknum. Þó veit Gunnar mæta- vel að þessum mönnum var fast haldið fram við flokksmenn sem einu von verkalýðsins og jafnvel sósialismans! En hann leggur enn, þegar hann skrifar þessa bók, þvinganir á hug sinn og ræðir ekki þessa hliö málanna af órofa tryggö við forystumenn sósialista sem réðu mestu um framvindu flokksmálanna. Það er eina óeinlægnin sem finnst i þessari bók Gunnars, en það veröur, samkvæmt guðfræöilegri flokkun ávirðinga að teljast til vanrækslusynda. Stjórnmálaafskiptum Gunn- ars lýkur fljótlega eftir stofnun Alþýðubandalagsins. Hann situr stofnþing þess flokks, gleöst yfir gengi hans og þykir vel hafa úr ræst. Við sem erum i andstöðunni litum aftur svo á, að með þessum úrslitum mála hafi skipulegri baráttu fyrir sósialisma á Islandi verið formlega skotiö á frest til umhverfi hans AUGLY SINGASIMI ÞJÓÐVILJANS ER 81333 óvissrar framtiðar. En það er önnur saga. Höfundarferill Gunnars Bene- diktssonar spannar nú yfir hálfan sjöunda áratug ef talið er frá fyrstu bók. Bækur hans og rit- geröir eru margar og margvis- legar: Skáldsögur, leikrit, fyrir- lestrar, ritlingar, ritgerðasöfn og sögulegar rannsóknir. Obbinn af þessum ritverkum fjallar um vandamál samtimans, trúarleg, menningarleg ogpólitisk. Gunnar var eins og frægt er þjónn þjóð- kirkjunnar um ellefu ára skeið. Rit hans og fyrirlestrar þar sem hann gerir upp við þá stofnun af einstæöum heilindum gagnvart sjálfum sér og samtiðinni er einn glæsilegasti kaflinn i rithöfunda- ferli hans. Gunnar segir að hann hafi „alla tima verið ofurseldur veikleika fyrir persónusögu”. Til þessa veikleika mun mega rekja margt af þvi snjallasta sem hann hefur ritað um málefni samtiðar sinnar. Honum tókst oft afburða- vel að sýna i skörpu ljósi almenn þjóöfélagsfyrirbæri með gegn- umlýsingu á dæmigerðum full- trúum þeirra. Seint mun gleym- ast lýsing hans á trtthræsni auð- valdsforkóla þar sem hann leiðir KFUM-mann og ihaldsbæjarfull- trtta að hliðum himnarikis þegar báðir voru drepnir I götuóeirðum, svo eitt dæmi sé nefnt. Og enginn hefur gert skarpari sjttkdóms- greiningu á ýmsum kláðageml- ingum sem voru fylgifé vinstri hreyfingar lengri eða skemmri tima. Gunnar hefur i rikum mæli þann kost sem rithöfund má sist skorta, en það er hugrekki. Hann hefur flestum öðrum fremur ver- ið riddarinn óttalausi I félags- mála- og menningarbaráttu al- þýðunnar á Islandi um sina daga. „Að leiðarlokum” er rituð i hin- um yfirlætislausa, létta og dálitið glettna stil höfundar sins. Bókin er þvi mjög skemmtileg og auk þess fróðleg um samtiðarsögu, einkum þann þátt hennar sem minnst hefur verið ritað um, en það er saga sósialismans á ts- landi og hins „þrieina flokks” hans. Sú saga er um langt skeið svo nátengd sögu Gunnars sjálfs að bók hans veröur öðrum þræði samtiöarsaga. Ekki sist þess vegna er bókin merkileg. Runólfur Björnsson (Húsnædiíbodi ) tr kynnn ,é, þt-ss »g jja-ta iK-as itA fyjla {•..«„ ; nrmtUM ÍA’af* u,„ eitthVcrt *ÍrtAi. cr t píf, cAh ríA» um míHA. vís: auglýsingasími 8661]' JBamningur I luiirriíaðii- nAílar «ora nnuS í. IMkus&H o* 2. Hið k-ijíða I/'ifluh-. KLART Þeir sem auglýsa eftir húsnæöi eða auglýsa húsnæði til leigu í Vísi eiga nú kost áað fá ókeypis eyðublöð fyrir húsaleigu- samninga hjá auglýsinga- deild Vísis að Síðumúla 8. Með þessu vill blaðið auka öryggi og hagrœði þeirra sem notfœra sér húsnæðismarkað Vísis, ódýrasta og árangursrík- asta húsnœðismiðlara landsins. Húsnæöi óskast Hjá þeim erallt klappaðogklárt! VlSIR Síðumúla 8 Sími 86611

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.