Þjóðviljinn - 11.02.1979, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 11.02.1979, Qupperneq 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. febrúar 1979 A undanförnum ára- tugum hafa rikt upp- lausnartimar. Og um leið hafa timarnir ein- kennst af nýju fyrir- brigði kynlegra hafta, einkum i hinum raun- verulega uppgötvaða heimi, það er að segja i hinum vestræna. Þó hann hafi verið i andleg- um fjötrum og hug- myndakreppu, hefur þar jafnframt allt lif leikið lausum hala i velmegun byggðri á sandi, en frelsi þjóðanna verið i þægi- legri spennitreyju. Um aöra heimshluta vitum viö harla lltiö og ótrúlega fátt meö vissu, þrátt fyrir hiö mikla flæöi upplýsinga og frétta i ýmsum teg- undum fjölmiöla, þvi upplýsinga- flóöiö hefur meö sinum hætti, og samkvæmt eöli ofgnægöa, komiö I veg fyrir djúpstæöa og raun- verulega þekkingu. Viöhorf okkar til hins kommúniska heims, og þriöja heimsins svo nefnda, hafa þvi markast af óskhyggju, taum- lausri andúö, ellegar viö höfum beint þangaö trúarþörf okkar, likt og hún væri einhver kreppuráö- stöfun. En eins og alkunna er gripur maöurinn til trúar, þegar hann lendir I kreppu og ræöur ekki málum sinum sjálfur. Þaö er venja aö skella allri skuld á fréttaflutning auövalds- ins, hin ýmsu Morgunblöö, fyrir hvað þekking okkar og skoöanir eru afskræmdar, en engu minni sök ber hin þverrandi alþjóöa- hyggja róttækra afla og verka- lýðshreyfingarinnar. Og ekki má heldur gleyma, aö stór hluti heimsins er undir kommúniskri stjórn, en þaö er engu likara en viö leiöum þá staöreynd hjá okkur, eöa gerum minni kröfur til hins kommúniska heims, þegar þaö ætti aö vera hiö gagnstæöa. Helst litur út fyrir að viö höldum, aö ef sannleiksvottur er til, þá sé hann á vesturlöndum. Hugarfar okkar er þvi orðiö I hæsta máta dala- legt. t okkar heimi er raunverulega ekki til nein alþjóöahyggja, önnur en markaöshyggja þeirra, sem standa á bak við fjölþjóöafyrir- tækin og eru stööugt i auölindaleit i heimi þverrandi auölinda og orku. Þess vegna hefur ekki veriö um neina raunverulega sköpun að ræöa, umsköpun og gagnrýni, eins og ævinlega brýst fram á umbrotatímum. Þessi vaxtaröfl umbrotatimanna eru oft villuráf- andi og draumórakenndar hugsjón ir, en þau eru engu aö siöur gædd bjartsýni þess manns eða hóps, sem er aö búa eitthvaö til, og þá ekki aðeins eitthvaö ætlaö sam- tiöinni heldur öllu fremur fyrir framtiöina. Frelsishugur manns- ins og sköpunargáfa hans hefur ævinlega beinst fremur aö fram- tið en aö samtiö. Hinn vestræni heimur, heimur hinnar þægilegu og fóöruöu spennitreyju, er hvorki andmælt- ur gagnrýni né sköpun. En hann seturbáðum öflunum sérstök tak- mörk: þau veröa aö skila arði, hafa beint notagildi; og þau veröa aö einskoröa sig viö samtimann eöa I hæsta lagi viö nánustu fram- tiö. Bæöi öflin veröa aö beinast aö viöhaldi þess sem er rikjandi, en ef gagnrýnin og sköpunin boöa breytingar, þá veröa þær aö vera hinum ríkjandi öflum I hag, til dæmis með þvl aö auka lifdaga þeirra. Svipaðra viðhorfa virðist gæta I hinum kommúniska heimi, krafan um aö heimurinn veröi aö viögeröarverkstæöi úreltra hug- mynda. Þessi stööuga krafa er ekkert _ einkennileg. Hún er blátt áfram eölileg I heimi, sem getur auö- iiiiiiiiiAíiiIÁ i I i I i Xi i i i i * * i 'i i i i i i i i iiiiiiil i i i i lii iiil iiii ii i i iiiiiiiiiii iiii AÍÍÍÍ iiiiii iiii i i i i i i i i i i i i i i i i í i ii i i i iii i i i i i i i i i i i i i i i i i i i / i i i i i i i; i i i i i < i i i i i i i / i i * Guðbergur Bergssoiv Mörg er treyj an veldlega tortlmt sjálfum sér, og á þess vegna enga framtið aöra en ótrygga framtlö. Hræddur maöur oghrætt mannkyngeta ekki veriö frjáls og með frjótt hugarflug. Andspænis vitneskjunni um hræöslu alls mannkyns hafa vald- hafar heimsins hafið eitthvert mesta lýöskrum sögunnar, sitt sl- fellda lofgeröarhjal um frelsið: frelsi hins frjálsa heims, eöa frelsi auömagnsins og hiö raun- verulega frelsi verkalýösins, eftir þvl frá hvorri hliö járntjaldsins er talaö. Um kommúniskt frelsi og póli- tíska og félagslega þróun I alþýðulýöveldinum hefur enginn rætt af heilúm hug eftir innrásina I Tékkóslóvaklu. Þar hófst fyrir allra augum hnignunarsaga kommúnismans sem rikisvalds. Alþjóöahyggja hans hvarf og borgaraleg viöhorf uröu ráöandi. Þau viöhorf og stefna aö leyna skuli eöa breiöa yfir óþægileg vandamál og andlitinu haldiö hreinu, I staö þess að horfast I augu viö veruleikann, rannsaka hann og reyna aö finna orsakir og afleiöingar hvers atburðar, og þola þá aö andlitiö óhreinkist þegar þjóöfélagsvélin er rifin sundur i lcit aö biluninni. Eftir innrúsina I Tékkóslóvakiu þóttust flestir vera sannfæröir um aö kommúnisminn heföi haft alþjóöahyggju að yfirvarpi, til aö breiöa yfir heimsvaldastefnu slna. Um leiö fór allt aö slga á ógæfuhliöina, þá sem auösæjust er nú austur I Kambódiu. En skjóttfóraö bera á bjargráð um I staö heiöarlegrar athug- unar. Búnar voru til kennlngar um sögulega málamiðlun, sem saumuö var upp úr stefnu um friösamlega sambúö óllkra hag- kerfa, en hún boðaði endalok allrar stéttabaráttu, og siöan ósköp illa skilgreindur evrópskur kommúnismi í staö hins alþjóö- lega. Þeir menn sem foröum höföu bundiö trú viö heimskirkju og kristilega bræðralagshugsjón — sem leyndi raunar heimsvaldastefnu páfans I Róm, en siðan hina kynlegu og mótsagnakenndu alþjóöahyggju sóslalisma I einu landi — fannst nú þaö helst vera til bjargar og bera vott um ættjaröarást, aö hugsa ekkert út fyrir dalinn sinn eöa jafnvel túniö heima. Þetta þrennt er allt jafn fáránlegt: heimskirkjan, alþjóölegur sósial- ismi I einu landi og túnfótar- stefnan, og ber vott um ógagn- rýniö hugarfar og þörf höföingja- sleikjunnar fyrir að hlaupa ævin- lega undir væng valdsins, og annaö hvort týnast þar eba láta berast á væng hins opinbera söngs. Menning okkar hefur getiö af sér ótal sllka menn, tækifæris- sinnana, og þeir hafa mótað seinni helming þessarar aldar, þaö tímabil „þegar enginn þoröi aö hugsa sjálfstætt og allir notuöu fóöraöa spennitreyju fyrir skjól- flik.” Þjóöfélög hinnar þægilegu spennitreyju vesturlanda eru I rauninni eins konar söguleg málamiðlun kapltalisma og kommúnisma. Niöurstaöan af baráttu, eöa öllu heldur nuddi þessara tveggja afla, hefur orðiö næstum allsherjar sóslaldemó- kratastefna. Treyjan er hvar- vetna nálæg. A krepputímum er fóöriö tekiö úr henni, en þegar efnahagur þjóöa er góöur veröur hún bæöi frjálslynd og fóöruö. Þá eru þegnarnir látnir bera hæfi- lega skatta, tryggingakerfið leyf- ir öldruðum og sjúkum að tóra, og börn leika sér á eins barnaheim- ilum á meðan foreldrarnir eru hæfilega bundnir viö vinnu. Allt er hæfilega bundiö. Aö þessari stefnu er hinn vest- ræni heimur kominn. Hún er annað hvort þegar rlkjandi eöa stefnt aö henni hröðum skrefum, þótt ýmsir stjórn- málaflokkar núttmas kalli sig öörum nöfnum en krataflokka. A nafniö sósialdemókrati, eða krati, kom eitthvert óorð, og þaö á vissan hátt meö réttu á tlmum byltingarinnar i Rússlandi, þegar bolsivíkar klufu sig frá Sósial- demókrataflokknum. Núna hryll- ir flesta viö oröinu krati af dular- fullum ástæöum. 1 hugsun manna, bæöi valdamanna og alþýðunnar, eru mótsagnirnar orönar svo miklar, djúpib oröiö svo djúpt á milli orös og æöis, aö sama mann getur hryllt við orö- inu krati og vegsamað um leiö hin sannkratlsku samfélög I Skandi- naviu. Og hérlendis valsa menn og skipta svo oft um flokk, og á þaö auðveldan hátt, aö halda mætti ab enginn munur væri á Is - lenskum stjórnmálaflokkum, þeir væru bara f jórir eöa fimm vængir á sömu stjórnmálahænunni I Alþingishúsinu; sumir til hægri, aðrir til vinstri, en flestir I miöið, likt og spaöar á þyrlu, sem getur hafiö sig umsvifalaust á loft stjórnmálahiminsins, undir- búningslaust. Tvlskinnungurinn er þvl ekki bara hjá borgaranum, eöa þver- sagnir og brestir innan auðvalds- ins, heldur er hann jafn rlkur og hættulegri hjá sóslalistum, kommúnistum, róttækum eöa stuöningsmönnum hinnar óljósu vinstristefnu. Og hann er ekki bundinn viö eitt land, heldur heiminn allan, þessa öld. Þversagnir I hugarheimi vinstrafólks stafa ekki einvörð- ungu af þvl aö hinn ljúfi draumaheimur þess hrundi vegna Stallns; og draumaheimur auövaldsins hrundi ekki aöeins vegna mistaka I frumskógum Víet-Nam. Draumaheimar mannkynsins hafa alltaf veriö aö hrynja: þúsund ára riki þjóö- ernis-sóslalista I Nasistaþýska- landi, og hinir óteljandi nýju heimar víðs vegar um jaröar- kringluna. Mannkynið hefur látiö sig dreyma um nýja heima siöan vestræn hugsun hófst á Grikk- landi, og trúin á þá reis sterkust viö landafundina miklu á fimm - tándu og sextándu öld, þegar mannkyniö fann sér til mikils léttis aö heimurinn var raunveru- lega stærri en kirkjan vildi aö hann væri, aðeins I kringum Miö- jaröarhafiö.'Þversagnir I hugar- heimi vinstrisinna stafa almennt af þvi að þeim hefur farið i vel- meguninni á sama hátt og borgurunum: þeir þora ekki að rannsaka eðliskjarna sinn og at- huga af hvaða ástæðum mistök stefnu þeirra spretta. Ástæðan er oft sú að sumir vinstrisinnar eru haldnir þeirri ógurlegu grillu, aö til sé stefna án mistaka og að full- komnun verði einhvern tíma náð. A þeim áratugum sem eftir lifa af þessari öld verða eflaust uppi ótal heimsendakenningar, böl- sýni, eöa önnur óáran sem fylgir aldamótum. Hugmyndaheimur manna mun hrynja, kerfin fara I rugling, og mannkynið mun þurfa að horfa á þá staöreynd, aö hinn eilífi maöur er öllum stjórn- málastefnum sterkari, og hann mun aö hverju sinni móta smám saman nýjar framtíðir, þrátt fyrir fóöraðar eöa ófóöraðar spennitreyjur. Það er þvi engin ástæða til aö hver og einn leiti sér hræddur skjóls i túninu heima viö að lofsyngja grös, heiðaþokur og lontuna I læknum. Og andlegir leiötogarættu aö forðast aö hefja upp dæmisögu til eftirbreytni þrælsótta og hollustu hins villta manns, sem varöveitir brauö húsbóndans, vegna trúmennsku sem er I eöli sinu þrælsótti, I stað þess aö heimta brauöiö sjálfur, þegar hungrið sverfur aö I heiöa- þoku, hugmyndavíli og villu stjórnmálanna, heimta þaö og hreinlega éta, óhræddur við þau ægilegu mistök uppreisnarinnar. Allt annað er afturhald og þjónkun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.