Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 11.02.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 11. febrúar 1979 'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Sveinbjðrn Markússon les Clfs sðgu fyrfr bekkinn sinn. Sveinbjörn les Úlfs fyrir bekkinn sinn sögu Margir kennarar hafa þá góöu venju aö lesa fram- haldssögu fyrir börnin í nestistímanum. Þeir vanda valið á sögum og oft veröur þetta skemmtileg- asta stund dagsins. Kompan leit inn til 5. S.M. í stofu 7 í Austur- bæjarskóla. Sveinbjörn Markússon kennari var að lesa Úlfs sögu eftir Leif K. Rosenthal. Kompan spurði Sveinbjörn um söguna. Sveinbjörn: Kveikjan að þessari sögu er beinagrind, sem stendur í heilu lagi á Þjóðminjasafninu danska og er nokkurs konar tákn um lifnaðarhætti frum- byggjanna í Danmörku. Beinagrindin er af úruxa og fannst við skurðgröft í mómýri. Milli rifjanna fundust tveir örvaroddar úr tinnu og er sönnunar- gagn um fy'-stu steinaldar- mennina. l',lfs saga er um fjölskyldu steinaldar- manna sem er að færa sig norður á bóginn, eftir því sem ísinn lætur undan síga. Höfundurinn hugsar sér þetta fyrstu íbúa Norður- landa. Að sjálfsögðu er þetta f rumstætt fólk,áhöld, vopn þess og klæði allt steinaldarhlutir. Það sem gerir þetta svo spennandi er hve hann skrifar skyn- samlega og miðar við unga forvitna lesendur og vekur frekari áhuga þeirra á að gera sér betri grein fyrir þróun byggðar á Norður- löndum. Þessi saga hefur reynst mér betri en nokkur tiltæk landafræðiheimild um þessa tíma. Kompan: Hefur þú kennt lengi? Sveinbjörn: Ég er búinn að kenna síðan haustið 1942, hérna í Austurbæjar- skólanum að tveimur árum undanskyldum, sem ég kenndi við gagnfræðadeild Laugarnesskóla. Kompan: Hefur þú oft les- ið þessa bók fyrir krakka? Sveinbjörn: Ekki get ég sagt hvað oft, en allir bekkir sem hafa verið hjá mér hafa heyrt Úlfs sögu. Venjulega leség hana fyrir þau þegar þau eru 11 eða 12 ára, þegar landafræðin er á því stigi að það fer vel saman. Ég var að Ijúka henni í dag hjá 5. S.M. Þau voru svo hrifin af sögunni aðþau klöppuðu lengi fyrir henni. Ég hef gaman að geta þess, að einn drengur- inn, sá er ekki ýkja áhuga- samur um lesefni yfirleitt, sagði við mig, þegar við fórum út úr stof unni, setn- ingu sem mér þótti vænt Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir HAPPA- DAGURINN um: „Nú verður vandi fyr- ir þig að velja næstu fram- haldssögu." Strákarnir voru svo áhugasamir, að ég varð að gæta þess, ef einhverjir voru lasnir að fella þá niður lesturinn. Þetta sýnir hve bókmennt- ir eru mikilsvirði. Ekki bara til skemmtunar held- ur örva þær til f jölþættari vinnu, samanber fyrir- mynd Úlfs sem alltaf var að finna upp ný tæki og áhöld. Kompan: Hvað sögu ætlar þú að lesa næst? Sveinbjörn: Það er nú það — það er vandamálið! Það hefur verið rætt um að taka tvær smásögur eftir Sigurbjörn Sveinsson Silfurskeiðina og Þórð þögla. Kompan: Þekktir þú Sigurbjörn Sveinsson? Sveinbjörn: Nei, ekki var ég nú svo heppinn, en ég hef mikið dálæti á sögun- um hans eins og börnin, og ég hef yfirleitt lesið mest eftir góða íslenska höfunda eins og t.d. Gunn- ar M. Magnúss. Stefán Jónsson, Sigurð Thorlacius og Sigurð Helgason, sem reyndar hafa allir verið samstarfsmenn minir hérna við Austurbæjar- skólann. Ola og Sigríöur komu glaöar heim úr Hagaskóla. Klukkan var aðeins tólf og þaö var glaöasól- skin. Þær voru búnar aö ákveöa aö fara i langan göngutúr. Þegar Ola er búin aö boröa biö- ur hún mömmu sina aö útbúa dálitiö nesti handa sér. Mamma hennar ætlar aö gera þaö meöan Óla finnur teppi og tösku. Svo fer Óla til Sigriöar og þær gengu af staö. „Hvert eigum viö aö fara?” spyr Sigriöur. „Eigum viö aö fara I skemmtigaröinn?” Óla vill þaö. Þegar þær voru búnar aö ganga drjúgan spöl hrópar óla: „Sjáöu, Sigriöur! Ég fann 5000-kall. Vá!” „Þaö er liklega best aö skila hon- um til lögreglunnar,” segir Sig- riöur. „Ég veit ekki alveg hvar Lög- reglustööin er,” segir óla. „Ég rata þangaö,” segir Sigriö- ur. Þegar þær koma á Lögreglu- stööina kemur lögregluþjónn og spyr þær hvaö þær vilji, og Óla segir honum aö hún hafi fundiö fimmþúsundkall. Lögregluþjónn- inn segir aö fyrir stuttu hafi veriö þar maöur sem hafi týnt fimm- þúsundkalli. Þær ráku upp stór augu þegar þeim voru borguö fundarlaun og hvor fékk þúsundkall. Þær þökk- uöu fyrir sig. Þegar heim kom sögöu þær mömmu sinni upp alla söguna. Geirný Siguröardóttir, 11 ára, 5. Þ.P. Austurbæjarskóla. I I | 11’ fí 1 llllill: II WPll/W Óla og Sigriöur komu glaöar heim úr Hagaskóla. Guörún Maria Finn- bogadóttir, 9 ára, vinkona Geirnýjar, teiknaöi myndina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.