Þjóðviljinn - 17.02.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.02.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. febrtar 1S7I Umsjón: Guðrún Ögmundsdóttir Hallgerður Gísladóttir Kristín Ásgeirsdóttir Kristín Jónsdóttir Sólrún Gísladóttir Það hefur varla farið fram hjá þeim, sem fylgjast með Mogganum, að upp á siðkastið hefur verið talsvert skrifað i hann af guðsmönnum f tilefni barnaárs — um fjölskylduna og uppeldismál. t þessum grein- um, er að finna ótrúlegan fjand- skap gagnvart konum — sér- staklega vinnandi konum, — sem eiga börn. Manni virðist stundum eins og það sé talið eitt af spillingar- og útkynjunar- merkjum nútimaþjóðfélags, að konur vinni úti — það hafi ekki þekkst i þá gömlu góðu daga, áður en rauðsokkar og viðlika pakk fór að ala á frekju og framhleypni kvenna. Ekki eru þó allar konur jafnbölvaðar. ,,Engu máli er borgið, nema konur taki þau upp á sína arma og ég trúi á samtakamátt allra kvenna — nema rauðsokka” sagði sr. Leó Júliusson á ráð- stefnu hjá sjálfstæðiskonum hérna um daginn. Enda talaði hann þá fyrir eyrum þeirra kvenna, sem virðast gæfuleg- astar á þessum siðustu og verstu timum. Hér á eftir fer kafli úr grein, sem barst „Forvitin RauðHog kemur til með að birtast i blað- inu þann 8. mars. 1 þessum kafla, er vitnað i þrjár greinar, sem allar birtust i Mogganum eftir árámót. A ég að gæta barnsins mins eftir sr. Sv.erri Haraldsson frá 19. jan.? Hug- vekja eftir sr. Jón Auðuns frá 11. feb. og Ar barnsins eftir Arna Helgason frá 25. jan.. Sá tiltlar sig að vísu ekki sem prest, en byrjar grein si'na á geistlegan hátt: „1 jesú nafni á- fram enn með ári nýju kristnir menn. ” Greinin fjallar að öðru leyti um þá erfiðleika og þau viðhorf, sem mæta konu, sem elur af sér afkvæmi i þetta sam- félag. Von bráðar finnur hin unga móðir, að ábyrgðin á uppeldinu er ekki einvöröungu hennar mál — að vi'su finnur hún það liklega ekki á þann hátt, sem hún hefði helst kosið. Umhverfið tekur mjög lifandi þátt i þvi. Það lætur ekkert tækifæri frá sér fara til að segja hinni hamingjusömu nýbökuðu móð- ur hvernig hún á að bregðast við þessari ábyrgð og þessum skyldum. Gamlar tuggur eru tuggðar um þarfir barnsins og skyldur móðurinnar, skyldur móðurinnar, skyldur móður- innar, — hið heilaga hlutverk, móðurást og fórnfýsi. Viö skulum lita á nokkur dæmi úr áðurnefndum greinum um það hvernig vegið er að kon- um, sem vinna utan heimilis: „Við þekkjum öll fjölmörg dæmi um það, að báöir foreldr- ar vinna úti og undanskil ég þá aigerlega þau tilfelli, þegar efnahagurinn krefst þess. Og án þess, að halla á nokkurn hátt á konuna, þá er það oftast hún, sem heyrist segja sem svo „Það er svo leiðinlegt að hanga alltaf heima, að ég varð bókstaflega að fá mér vinnu úti, til aö brjálast ekki úr leiðindum”. Þessir foreldrar eiga oft unga- börn. Þeim er svo útveguö ein- hvers konar barnagæsla, börnin eru oft og tiðum rifin upp úr rúminu á morgnana og flutt á Fram, fram, fylking, forðum börnum hættu frá, þvl Rauösokkar vilja þau ráðast á. F öðurleg umhyggja guðsmanna —fyrir konum og börnum vöggustofur eða dagheimili. Svo, þegarþeir koma aftur siöla dags eru foreldrarnir þreyttir eftir vinnuna og hafa kannske ó- sköp takmarkaðan tima, eða viljatil aðtala við börnin, sýna þeim umhyggju, svara spurningum þeirra, leika við þau, eða helga þeim smástund. Við þessum börnum tekur svo gatan, sjoppurnar, misjafn félagsskapur og þvi miður margt verra. Þau eiga raun- verulega enga foreldra og ekk- ert heimili og sitja uppi með nafnið „vandræðabörn”.” (Sverrir) „Vist veit ég, að vegna dýr- tiðarflóðsins er afkoma margra heimila svo erfið, aö full þörf er þess, að móðirin vinni úti. En jafnvel veit ég hitt, að marg- ar mæður vinna utan heimilis allan daginn, vegna þess, að lifskröfurnar eru óheilbrigðar ogunninn erhóflaus vinnudagur utan heimilis, til að afla heimil- inu þeirra hluta, sem hver heil- brigður maður veit, að eru litils væði, hjá þvi, að foreldrarnir geti lifað eðlilegu samfélagslifi meðbarninuheima. Égveit það lika, aö margar mæður myndu kveðja „vinnustaðinn” ef þeim Jafnvel vestræn samviska vaknar upp af valdadraumi sinum ástin er þar ekki eins sterk og á heimilinu sjálfu.” (Arni) Engin af þessum kenningum, sem eru algengar meðal aftur- haldsmanna, þarf að koma móðurinni á óvart. En viðbrögð hennar við viðhorfum sem þess- um eru flest á einn veg, þvi að i langflestum tilfellum fyllist hún af sektarkennd og samviskubiti gagnvart þessu afkvæmi sinu, sem hún getur ekki fullnægt i Framhald á 18. siðu Tónlistar- viöburöur Þú finnur félagi Jesús þessa feikna ástúð og hlýju sem við helgum heimsins börnum heila árið sjötiu og níu. Plaggötin prentuð í litum prýða okkar dýrlegu sali — mynd af hungri og hryggð lítils barns á hundraðmiljón dali. Þú fagnar félagi Jesús þegar fólkið tekur að safna handa soltnum svörtum börnum svo þau fái að lifa og dafna. Brauð handa bágstöddum heimi bakað í velferðarlandi eins og náungakærleikur krefst og kristinn félagsandi. Og fátækt félagi Jesús finnst svo víða í heiminum þínum jafnvel vestræn samviska vaknar upp af valdadraumi sínum. ölmusugæði og iðrun iðkar og syrgir þá dauðu bara vertu ekki að spyrja hvað varð um velferð þeirra snauðu. Texti: Ásgeir Ingvarsson Sunnudaginn 18. febrúar verður tónlistarviðburður i Félagsstofnun stúdenta og hefst hann kl. 15:00. Kór Rauðsokka- hreyfingarinnar, Nafnlausi sönghópurinn, Neikvæði söng- hópurinn, Barnaárssöngsveitin o.fl. syngja^þar baráttusöngva og annað I bland. Barnagæsla og barnabió verður á staðnum, kaffiveit- ingar i hléi o.fl. Þeim sem hafa áhuga á nánari fregnum af þessum viðburði er bent á frétt annars staðar i blaðinu. Konur i saltfiskvinnslu fyrir aldamót (ljósm.: Sigfús Eymundsson). Fjöldi kvenna hefur aila tið orðið að vinna tii að brauðfæða fjölskylduna. væri ljóst, hverju þær svipta börn sin með þvi, að láta þau fara á mis við daglegar sam- vistir við sig.” (Jón) ,,Ég hef aldrei verið hrifinn af fjölgun barnaheimila, þvi árin sannfæra mig um, að þau koma aldrei istað heimilanna, hversu vel sem þau eru gerð. Móður-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.