Þjóðviljinn - 17.02.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.02.1979, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Fréttir úr horgarstjórn Fyrsta fjárhagsáætlun nýja meirihlutans samþykkt Spamaður og bætt fjármálastjórn Fyrsta f j árh agsá ætiun nýs meirihluta f Reykjavlk hefur nú verið samþykkt og sýnist sitt hverjum um hana. Birgir tsl. Gunnarsson kallaði áætlunina t.d. dæmigerða vinstri stefnu, en Guðrún Helgadóttir skref út á vinstri vegarbrún. Heildarupphæð áætlunarinnar nemur tæpum 24 miljörðum króna og á milli umræðna hafa verið skomar niður 850 miljónir af rekstrargjöldum og 340 miljón- ir af framkvæmdaliðum. Þannig hefúr útgjaldabálkurinn í heild verið lækkaður um tæpar 1200 miljónir króna og hafa þær ráð- stafanir gert kieift að setja inn i áætlunina sérstakan lið að upp- hæð 1045 miljónir króna til að mæta kostnaðar- og launa- hækkunum á árinu. 011 ber áætlunin merki þess mikla fjárhagsvanda sem núver- andi meirihluti tók i arf frá Sjálf- stæðisflokknum. A árinu verða greiddar 1120 miljónir króna i vexti og af- borgarnir af skuldum sem fyrr- verandi meirihluti ber ábyrgð á og inni i þessum skuldahala er m.a. kosningavixlilinn frægi frá 1974, þegar glannaskapurinn og kosningaskjálf tinn var hvað mestur, auk 500 miljón króna láns sem hinn nýi meirihluti varð að taka s.l. sumar þegar hann kom að tómum kassanum. Meirihlutinn hefur verið harð- lega gagnrýndur fyrir að afla borginni nýrra tekna, en aukin tekjuöflun með hækkun aðstöðu- gjalda og fasteigagjalda gefur borginni i' ár 1600 miljón krónur eða jafnmikið og variö verður til gatnagerðar á árinu. Fyrir utan f jármálalegt aöhald, sparnað i rekstri og raunhæfar áætlanir vegna launahækkana og aukinna tekjufærðra eftirstöðva eru megineinkenni fjárhags- áætlunarinnar tvö: Fjármagn til félagsmála eykst mun meira en áætlunin i heild eða um 64%, og 500 miljónum króna er varið til atvinnumála. t þessari áætlun kveður við annan tón i félagslegum efnum en áöur. Ifyrravar ætlað 234miljón- um króna til þess að veita einstaklingum fjárhagsaðstoð, og á siöari hluta ársins lá nýi meiri- hlutinn undir þungu ámæli þar sem að þessi áætlun Sjálfstæðis- flokksins dugðienganveginn til og kassinn var galtómur. t ár verður varið 405 miljónum króna til þess að veita einstáklingum fjárhags- aðstoð, og sagði Sigurjón Péturs- son að ekki ætti að koma til sama ófremdarástands i þessum efnum og i vetur. Til byggingar dag- vistarstofnana verður varið 353 miljónum króna og er það 100% hækkun frá i fyrra. 450 miljónum er veitt til Bæjar- útgerðarinnar vegna endurskipu- lagningar og uppbyggingar at- vinnustarfseminnar þar, og 50 miljónum króna er varið til ann- arrar atvinnustarfsemi, ætlað til eflingar nýiðnaðartækifærum i borginni. Stofnuð hefur verið at- vinnumálanefnd og sérstakur starfsmaður verður ráðinn tíl að sinna atvinnumálum á hagfræði- deild borgarinnar. I fyrra sam- þykkti Sjálfstæðisflokkkurinn 20 miljónir króna til atvinnumála en ekkert af þvi fé var notað eins og til'stóð. í máli meirihlutaflokkafulltrú- anna við afgreiðslu fjárhags- áætlunar kom fram að þessi fyrsta áætlun er þeim engin óska- áætlun, — en þeir telja aö með henni sé stórt skref stigið til þess að koma fjármálum borgarinnar og rekstri á betri kjöl. —AI Hvað verður um útideildina? Hörð mótmæli starfsmanna fagráða borgarinnar og borgar- búa gegn fyrirhugaðri niður- lagningu útideildarinnar, hafa greinilega borið árangur þvi I stað þess að leggja deildina niður þegjandi og hljóðalaust eins og sparnaðarnefnd hafði gert tillögu um, hefur nú verið ákveðið að kanna hvernig halda megi starfi þessu og þjónustu áfram eftir 1. april og er ætlað til þess fé á gjaldaliðum „Starf- semi fyrir unglinga" á fjár- hagsáætlun borgarinnar. Útideildin sem slik hefur hins vegar aðeins fjárveitingu til starfe til 1. april og kom fram i máli Björgvins Guðmundssonar og Kristjáns Benédiktssonar i borgarstjórn,að þeir telja kostn- að við þessa starfsemi hafa váx- ið óeðlilega mikið að undan- förnu, og nauðsynlegt að leita leiða til sparnaðar i þeim efnum og breyttrar skipuiagningar á deildinni, sem nú heyrir undir tvö af fagráðum borgarinn- ar. A borgarstjórnarfundinum voru lagðar fram mót- mælaundirskriftir 1646 Reyk- vikinga gegn niðurlagningu deildarinnar. Þá átöldu borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins harðlega hvernig að ákvöröun um lokun útideildar heföi verið staðiö, — meðþvihvorkiaðhafa samráð við starfsmenn né fag- ráöin. Guðrún Helgadóttir sagði aö sams konar ræður hefðu verið fluttar i öllum meirihlutaflokk- unum og i öllum fagráðum borgarinnar af þessu tilefni og vitnaði til mótmæla félagsmála- ráös og æskulýösráðs. Hún sagði að starfsemi útideildar heföi liklega verið mesta ágreiningsefni meirihlutans I sambandi við gerð fjárhags- áætlunar en nú hefði náöst sam- komulag um að leita leiða til að halda starfinu áfram, hugsan- lega I breyttu formi og með meiri sparnaöi i rekstri. Akvörðun yröi tekin fyrir 1. april n.k. Hið sama kom fram i máli borgarstjóra, þegar hann mælti fyrir fjárhagsáætluninni er hann sagði: „Verði ofaná að halda beri starfi þessu áfram er ætlunin aðbreyta rekstrarfyrir- komulagi athvarfsins að Haga- mel 19 og nota þaö i þessu skyni”. —AI Og það var fellt Eins og fram kemur hér á síöunni urðu taisveröar breytingar á styrkjaskrá borgarinnar við afgreiðsiu f járhagsáætlunar. Albert Guðmundsson gerði þessar breytingar að umtalsefni í borgarstjórn og átaldi harðlega hvernig styrkjafénu væri varið. Albert sagðist á borgarráös- fundi hafa gert tillögu um að styrkur til KFUM hækkaði úr 5 i 8 miljónir króna og nægði þannig til greiðslu samtakanna á fasteigna- sköttum, en húseignir KFUM eru á mjög verömiklum lóðum i miö- bænum og fasteignaskattar þar háir. „Þetta var fellt,” — sagði Al- bert, „en þá kom forseti borgar- stjórnar með tillögu um að veita Aiþýðuleikhúsinu 4 miljönir króna og það var samþykkt.” — „Næst bar ég upp tillögu um að hækka styrkupphæö til safnað- sagðl Albert Albert Guðmundsson anna i Reykjavik, en þar fékkst aðeins 350 þúsund. Þá kom forseti borgarstjórnar með tillögu um styrk til Torfusamtakanna, en sem betur fer voru aðrir fulltrúar meirihlutans i borgarráöi vitrari og veittu þeirri tillögu ekki stuðn- ing.” — „Næst kom ég með tillögu um 700 þúsund til Kristilegs stúd- entafélags en það var fellt. For- seti borgarstjórnar kom þá með tillögu um 100 þúsund til íbúa- samtaka vesturbæjar, en það var fellt lika.” — „Þá kom ég með tillögu um aö veita Templurum 1,5 miljón króna vegna Templarahallarinn- ar þó Ungtemplarar hafi leigu- tekjur af húsinu, en starfsemi þeirra sparar borginni mikil út- lát i félagsstarfsemi fyrir ungl- inga. Það var fellt og þá kom för- seti borgarstjórnar með tillögu um 700 þúsund til Leigjendasam- takanna og það samþykkti meiri- hlutinn,” sagði Albert aö lokum. — A1 Ólafur B. Thors, Birgir Isleifur Gunnarsson og Markús örn Antonsson Sjálfstæðismenn áttu engin úrræði. Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn: Úrræðaleysið er algjört A móti auknum tekjum, á móti sparnaði, á móti niðurskuröi, en engar tillögur Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sátu hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavikur s.l. fimmtudagskvöld og 1 bókun þeirra segir að þeir telji eðlilegt að vinstri fiokkarnir einir beri ábyrgð á áætluninni. Þeir sinntu i málflutningi sin- um engum skyldum góðrar stjórnarandstöðu, — komu ekki með neina breytingartillögu, — bentu ekki á neitt sem betur mætti fara, og svöruðu engu itrekuðum spurningum um hvernig þeir hefðu mætt fjár- hagsvandanum og skorið niður 1100 miljónir króna til þess að geta mætt launahækkunum á ár- inu. Þrátt fyrir úrræðaleysið gagn- rýndu borgarfulltrúarnir harö- lega allan niðurskurð á verkleg- um framkvæmdum, sérstaklega á gatnagerðarframkvæmdum, sem koma mun illa niður á bygg- ingariðnaðinum á næsta ári. Þeir gagnrýndu einnig 850 miljón króna sparnað i rekstri borgar- innar og sögðu sparnaðartillög- urnar handahófskenndar og óraunsæjar margar hverjar.' Þá voru þeir harðir i andstöðu sinni gegn aukinni tekjuöflun borgarsjóðs, en með hækkun að- stöðugjalda og fullnýtingu fasteignaskatta hafa tekjur borgarinnar aukist um 1600 miljónir króna. Dæmigerð vinstri stefna Birgir tsl. Gunnarsson kallaði fjárhagsáætlunina marklaust plagg og dæmigeröa vinstri stefnu. Hann sagði aðaleinkennin veraskattpiningu ogútþenslu þar sem hækkun á milli ára væri meiri en sem nemurverðlagsþró- uninni. Þá sagði borgarfuiltrúinn að fjárhagsvandinn væri óleystur í þessari áætlun, fjarmagn vantaði til aö standa undir væntanlegum launahækkunum (iáætluninni eru ætlaðar 1100 miljónir til þeirra hluta, en voru i fyrra 341) ogtaldi auðsætt að hinir sundurleitu vinstriflokkar hefðu ekki náð neinum tökum á fjármálum borgarinnar. Þá fjallaði Birgir um það ákvæði i samstarfssamningi meirihlutans, að borgaryfirvöld skuli hafa samráö og samvinnu við bor^srbús bísrfsfóik borgarinnar og benti á að undan- fariðhafa dunið yfir borgarráö og borgarstjórn mótmæli frá vinstri mönnum i ráðum og nefndum, svo og ýms.u starfsfólki borgar- innar, sem ekkert samráð hefði veriö haft við. Úrræðaleysi Sjálfstæðisflokks- ins og órökstudd gagnrýni kom mjög á óvart og i bókun meirihlutans vegna þessarar af- stöðu segir: „Sjálfstæðismenn i borgar- stjórn lögðust eindregið gegn þeim hækkunum á tekjustofnun borgarinnar.sem ákveönar voru i desembermánuði og nema um 1600 miljónum króna. Þeirra úrræði viröist þvi vera auknar lántökur eða svo stórfelldur niðurskurður framkvæmda að leiða mundi til verulegs atvinnuleysis eða stórfellds niðurskurðar á þjónustu. Báðum þessum leiðum hljótum við aðhafna. Við teljum ekki fært að auka viö þær skuldir, sem við tókum i arf og nema um 1000 miljónum viö erlendar lánastofn- anir og svipaðri upphæð við Landsbanka íslands. Þá teljum við ekki fært að draga svo úr framkvæmdum á vegum borgar- innar, að stórfelldri röskun valdi á vinnumarkaðinum og augljósu atvinnuleysi i sumum. greinum. Er það von okkar, að meginþorri borgarbúa geti verið okkur sam- mála i þessum efnum." —AI. Styrkja- skráin Nokkrar breytingar voru gerð- ar á styrkjaskrá Reykjavikur- borgar viö afgreiðslu fjárhags- áætlunar i fyrrakvöld. Meðal nýrra félagasamtaka sem styrki hljóta að þessu sinni eru: Myndhöggvarafélagið 1. miljón, vegna endurbóta á Korpúlfsstöðum, Alþýöuleikhúsið 4 miljónir, Iþróttafélag fatlaðra 500 þúsund, Tennis- og bad- mintonfélag Reykjavikur 5.556 þúsund krónur til greiðslu gatna- gerðargjalda, Starfsmiðstöð safnaða i Reykjavikurprófast- dæmi 350 þúsund, Sjálfsbjörg, fé- iag látlabra 500 púsund, SAÁ 700 þúsund, Leigjendasamtökin 700 þúsund. Framhald á 18. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.