Þjóðviljinn - 17.02.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.02.1979, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJóÐVILJINN Laugardagur 17. febrúar 1979 íþróttir um helgina fþróttirra íþróttirf^) íþróttir Handboltahátíð HSÍ í Höllinni á morgun. Ellert Schram, Ómar Ragnars, Albert sjálfur, Finnur Torfi og Baldur Brjánsson meðal þeirra sem koma fram r Handknattleikssamband Islands efnir til hand- boltahátiðar i Laugardalshöllinni á morgun og hefst gamanið kl. 17.30. Tilgangur hátiðarinnar er tvi- þættur, annars vegar að gefa áhorfendum kost á að sjá landsliðið leika áður en haldið verður til Spánar á B-keppnina og hins vegar sem fjáröflun fyrir þessa ferð. Flestir eru nú farnir aö taka þátt i þessum diskódans- keppnum...ómar veröur á fullri ferö I Laugardalshöllinni kl. 17.30 á morgun. Bardagi ársins? Sannkölluð „skautamania” hefur verið rfkjandi í Noregi siðustu vikurnar vegna heimsmeistarakeppninnar i skautahlaupi, sem þar fór fram um siðustu helgi. Fyrir keppnina stilltu Norðmenn sinum fremsta skautahlaup- ara, Jan Erik Storholt, Evrópumeistara, upp á móti heims- meistaranum Eric Heiden. Þeir voru mældir I bak og fyrir eins og tiðkast með boxara áður en þeir leggja I slaginn. Myndin hér að neðan birtist I norska dagblaðinu ásamt viðeigandi málum. Heiden gerði sér litið fyrir og sigraði i öllum hlaupunum, sem hann tók þátt i, og hefur slikt ekki gerst siðan 1972, en þá var hoil- enski garpurinn Ard Schenck sem rótburstaði alla sina keppi- nauta. Byrjað verður á knattspyrnu- leik milli hins frábæra liðs „Ómars all stars”, en i liöinu verða aö þessu sinni auk ómars, Halli, Laddi, Bessi og etv leyni- vopn, og lið sem kallar sig þvi virðulega nafni „Landsliö þjóðar- innar”. Þar eru fremstir i flokki Albert Guðmundsson, Finnur Torfi Stefánsson, Éllert Schram og Ólafur Ragnar Grimsson. Hugsanlegt er aö fleiri leðurstóla- menn úr Kirkjustrætinu komi við sögu i þessum leik. Næst mun Baldur Brjánsson, töframaður koma fram og er hann er með alveg nýtt atriði. Heyrst hefur að eitthvað muni svifa ofan úr lofti I þessu atriöi. Mörgum er það eflaust minni- stætt þegar Baldur skar upp Björn Kristjánsson dómara fyrr I vetur og dró upp úr honum iöra- stemmu nokkra, en hún reyndist vera flauta, sem Björn gleypti árið 1952. Hápunktur kvöldsins veröur svo leikur milli Islenska hand- boltalandsliösins og úrvalsliös, sem Ingólfur Óskarsson hefur valið. Úrvalið hefur æft nokkuð stift upp á siðkastið og ætti að geta veitt landsliðinu verðuga keppni. Það verður þannig skipað: Markverðir: Jón Gunnarsson Fylkir Ragnar Gunnarsson Arm. Geir Hallsteinsson FH. Fyrirl. Ólafur Einarsson Vik. Magnús Teitsson Stjarnan Pétur Ingólfsson Árm. Jón H. Karlsson Valur Viðar Simonarson FH Andrés Kristjánsson Haukar Sigurbergur Sigsteinsson Fram Atli Hilmarsson Fram Gústaf Björnsson Fram Það skal tekið fram aö lokum, að þetta er I fyrsta og væntanlega siðasta sinn sem Geir Hallsteins- son leikur i úrvalsliði gegn lands- liði. Kappinn hefur látið svo ummælt, að ekkert annaö komi til greina hjá úrvalsliðinu en sigur. IngH Sex landsleikir í knattspyrnu á þessu ári Akveðið er að tslenska knatt- spyrnulandsliðið leiki sex lands- leiki á þessu ári. Fjórir þessara leikja verða hér heima, en tveir úti, annar I Sviss og hinn i Pól- landi. Allir eru leikirnir i Evrópu- keppni landsliða að undanskild- um leiknum gegn Vestur-Þýska- landi. Eftirtaldir landsleikir hafa ver- ið ákveönir á árinu. 22. mai Sviss — Island 26.mai Island — V.-Þýskaland 9. júni Island — Sviss 5. sept. Island — Holland 12. sept. lsland — A.-Þýskaland 10. okt. Pólland — Island. Þá skal þess getið, að leikurinn gegn Sviss fer fram i Bern og er hann forleikur að leik Argentlnu og Hollands, sem fram fer I tilefni 75 ára afmælis FIFA. (Alþjóöa- kna ttspy rnusambandsins). Eins og fram hefur komið eru i samningum islensku leikmann- anna, sem hafa skrifað undir upp á siðkastiö, klásúlur um að félög- in verði að láta þá lausa i alla leiki I Evrópu- og heimsmeistara- keppnum. Þetta þýðir þaö, að is- lenskir áhorfendur fá örugglega tækifæri til þess, aö berja augum I sumar þá Pétur Pétursson, Karl Þóröarson, Arnór Guðjónsen, o.fl. Þá benda allar likur til þess að þeir Jóhannes og Asgeir geti leik- ið flesta þessara leikja. IngH HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Armann — Þór, Ak„ 2. d. ka„ Höllin kl. 16.00 Fram — Þór, Ak., l.d.kv., Höllin kl. 17.00 UMFN - UMFG, 2.d.kv„ Njarövik kl. 13.00 Þór, Vm. — Stjarnan, Eyjum kl. 13.15. Sunnudagur: Leiknir — Þór, Ak„ 2.d.ka„ Höllin kl. 14.00 Landsliðið — úrvaldsiið, Höilin kl. 17.30 BLAK Laugardagur: Mimir — I.S., l.d.ka., Laugarv. kl. 14.00 UMFL — Þróttur, l.d.ka., Laugarv. kl. 15.00 IBV — KA, 2.d.ka„ Eyjum kl. 16.00 KÖRFUKNATTLEIKUR Laueardagur; Þór — Valur, úd„ Akureyri kl. 14.00 Tindastóll — IV, l.d.ka., Ak„ Glerársk. kl. 13.00 Í.R. — UMFN, úd„ Hagaskóli kl. 14.00 Fram — K.R. b, bikark., Hagaskóli kl. 15.30 Sunnudagur: Fram — IBK, l.d.ka., Hagaskóli kl. 15.00 Armann — UMFG, l.d.ka., Hagaskóli kl. 16.30 SKIÐI Um helgina fer fram punktamót i alpagreinum i Hliðarfjalli við Akureyri. LYFTINGAR Laugardagur: 1 dag verður kraftlyftingamót i Vestmannaeyjum hjá IBV. Reykviskir kraftlyftingamenn láta ekki sitt eftir liggja og efna til móts I Jakabóli. JÖDÖ Laugardagur: Landsmót drengja 11 - -14 ára verður haldið I dag. FRJALSAR IÞRÓTTIR Um helgina fer fram meistaramót íslands i frjálsiþróttum inn- anhúss og fer fram i Laugardalshöllinni. 1 dag hefst keppnin kl. 13.00 og á morgun kl. 10.00. Einnig verður keppt I Baldurshaga og hefst keppnin þar idagkl. 15.30 og á morgun kl. 14.00 BADMINTON Um helgina verður hið árlega Tropicana*mót i TBR-húsinu viö Gnoðarvog. A morgunkl. 15.00fara fram undanúrslit i einliðaleik, en siðan verða úrslitaleikir i öllum flokkum. FIMLEIKAR Laugardagur: Unglingameístaramót pilta i fimleikum verður i dag i Iþrótta- húsi Kennaraháskólans og hefst keppnin kl. 14.30. IÞRÓTTIR I SJÓNVARPINU 1 þættinum i dag verða myndir frá heimsbikarkeppninni i bruni og golfmynd, sem tekin var á British Open keppninni. Einnig verður hluta þáttarins variö til kynningar á skiðatrimmdeginum, sem er á morgun. I Ensku knattspyrnunni verður sýndur leikur Manchester City og Chelsea, en ef hann veröur ekki kominn til landsins I tæka tið verður leikur Manchester United og Arsenal. A mánudaginn veröa myndir af Iþróttaviðburðum helgarinnar, liklegast frá meistaramótinu i frjálsum innanhúss. Einnig er Bjarní með slatta af erlendum svipmyndum I pokahorninu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.