Þjóðviljinn - 17.02.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.02.1979, Blaðsíða 11
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. febrúar 1979 Laugardagur 17. febrúar 1979 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 11 Úrgangur, sýklar og eiturefni ógna Er Mið j arðarhafið að dauða komið? Miðjaróar- hafsins Miðjarðarhafið merkir sól og sumaryl, frí og endurnæringu í hugum flestra Norðurlandabúa. Aðlaðandi strandlengjur með framandi menningu, fallegum baðströndum og góðri aðstöðu til að eyða frítímanum. Aðdáunin á þessari sólskinsparadís hef ur hrundið af stað hálf- gerðum þjóðf lutningum frá norðri til suðurs nokkr- ar vikur á ári. Dauði Miðjarðarhafsins En munum viö þekkja MiBjarö- arhafiB fyrir sama haf eftir nokk- ur ár? Sumir visindamenn hafa jafnvel spáB dauBa MiBjarBar- hafsins, dauBa þess sem lifkerfis. ABrir dómbærir menn segja aB ástandiB sé varla svo slæmt, en allir eru sammála um aB ýtrustu aBgætni sé þörf, ef ekki á illa aB fara. Þetta vandamál er nú loks rætt fyrir opnum tjöldum, og aö sjálf- sögöu mest I MiBjarBarhafslönd- unum sjálfum. Frönsk og spænsk blöö, svo sem l’Express og Cambio 16, hafa fjallaö um vandamál MiBjarBarhafsins I löngum greinum. Og meöal mest seldu bóka i Frakklandi sl. sumar var bók franska liffræöingsins Claude Marie Vadrots, „Mort de la Meditérranée,” eBa „DauBi MiöjarBarhafsins”. Annar vls- indamaöur, Marie-Jose Jaubert, kallar bók slna „La Mer assassinée,” „Hafiö myrt”. Þessar bækur eru engar æsi- sögur. MeB tölum og staöreynd- um hvetja þeir Jaubert og Vadrot til þess aö snúist veröi gegn vand- anum, áöur en ástandiB verBur eins og hinn þekkti sjávarliffræB- ingur Jacques Coustau lýsti þvi á ráöstefnu Sameinuöu þjóöanna: „Ef mengunin eykst enn I Miö- jaröarhafinu, munu aBeins veirur sem bera meö sér sjúkdóma fá þrifist þar. Þaö er erfitt aö gera sér i hugarlund þá ógnun, sem vofir yfir okkur á næstu áratug- um.” úrgangur í tonnatali Astandiö er semsagt þegar nógu uggvænlegt. Samkvæmt töl- um frá FAO, Matvæla- og land- búnaöarstofnun SameinuBu þjóö- anna, rennur úrgangur frá þeim lOOmiljónum manna.sem búa viö strendur MiBjaröarhafsins, dag- Iega i hafiö. Þar viö bætast 2000 tonn af úrgangsefnum frá iönaöi á degi hverjum, ásamt 115.000 tonnum af oliu á ári. Þetta er svipaö vandamál og blasir vib öllum heimshöfunum i meira eöa minna mæli. En þaö sem gerir vandamáliö svo ógn- vekjandi hvaö MiöjarBarhafiö varöar.er aö hafiö nálgast aB vera innhaf á 3,5 miljón ferkfló- metra svæBi, og endurnýjast aB- eins á 80—100 ára fresti. Sami sjórinn skvampast semsé til og frá á milli Istanbul og Gibraltar marga mannsaldra og veróui vitni aö þvi, aö ibúatalan viö strendur hafsins hefur tvöfaldast áriö 2000, úr þeim 100 miljónum sem búa þar nú og i 200 miljónir. Óætur fiskur Allt þetta fólk þarf aö fá sinn mat á hverjum degi og flestir vilja gjarna fá dálltiö meira en þaö sem þeim býöst nú. ÞaB ligg- ur beint viB aö sækja matinn i Miöjaröarhafiö. Fiskur er hollur' og góöur matur, en þvi miöur veröur æ minna af honum. Flestir muna eftir kólerufar- sóttinni i Napóli 1973, sem orsak- aBistaf sýktum ostrum. 25 manns dóu og mörg hundruö manns veiktust. Claude Marie Vadrot bendir á i bók sinni, aö lifrarbólga sé mjög algeng viö strendur Miö- jaröarhafsins og aö rannsóknir hafi sýnt samband á milli skel- dýraáts og þessa sjúkdóms. Spænskir fiskimenn hafa tekiö eftir þvi, aö þaö veröur sifeilt al- gengara aö túnfiskur og höfrung- ar missi allt áttaskyn og séu þar- meö dauöadæmdir. A vistfræöi- legu rannsóknarstofnuninni i Centralháskólanum i Barcelona hefur kvikasilfur mælst allt aB þremur milligrömmum I kilói af fiski og skeldýrum, sem veiöst hafa viB Costa Brava. Samkvæmt reglum Alþjóöaheilbrigöismála- stofnunarinnar má i mesta lagi vera hálft milligramm af kvika- silfri I einu kilói. Ef hlutfalliö er hærra, jafngildir þaö llfshættu þeirra, sem boröa hinn kvikasilf- ursrika fisk reglulega. Hörmungarnar sem dundu yfir fiskiþorpiB Minamata I Japan minna okkur á þaö, hve ástandiö er alvarlegt. Allir ibúar þorpsins uröu veikir af orsökum, sem ekki virtist unnt aö skýra, og i versta falli haföi þessi sjúkdómur i för meö sér alvarlega heilaskaöa, dauösföll og vansköpuB börn. Plastiöja I grenndinni lét skólp meö kvikasilfri stööugt renna i sjóinn og kvikasilfriö settist aö i fiskinum, sem þorpsbúar veiddu og snæddu reglulega. A ströndunum nálægt Malaga, á Costa del Sol, hafa spænskir visindamenn mælt allt aö 1,5 mil- jón sýkla i einu grammi af sandi. 100.000 er eölilegt hámark. Hér geta læknar enn,án þess aö ýkja eöa ala á einhverri móöursýki, sett jafnaöarmerki á milli ýmissa sjúkdóma og þessa gifurlega sýklagróöurs. Túnfiskur á flótta. Sannleikurinn um samhengi þessara hluta er nú aö koma fram I dagsljósiö, þrátt fyrir allt. Þrátt fyrir yfirvöldin, feröaskrifstof- urnar og fleiri aöila, sem eiga hér hagsmuna aö gæta. Fólk byrjar nefnilega aö bregöast viö þessu ástandi. T.d. fiskimennirnir i franska héraöinu Heralut, sem hafa oröiö aö hætta túnfiskveiö- um. Túnfiskurinn, sem áöur gekk meöfram ströndinni, heldur nú á haf út, tilneyddur vegna meng- unarinnar. Fjölði fólks hefur Þaö er viða faliegt við Miðjarðarhafið. En margir visindamenn spá þvi að Miðjarðarhafið verði útdautt sem iffkerfi innan nokkurra áratuga, ef sú mengun hafsins, sem nú á sér stað, veröur ekki stöðvuð. misst atvinnu sina og sérstök menning, sem bundin var þessan atvinnu, er horfin. Túnfiskurinn veröur æ sjaldséöari og sifellt veröur erfiöara aö veiöa hann, og þarmeö veröur hann dýrari. Allir tapa á þessu. Þetta er aöeins eitt dæmi af þúsundum, sem mætti nefna, og þau mynda samfellda heild. Og úr þvi aö sjúkdómseinkennin mynda slika heild, þá gera orsakirnar þaö einnig. Efni í hafið Allt þar til I desember 1977 hellti Montedison, verksmiöjan, sem hefur einkaleyfi á fram- leiöslu lyfja á Italiu og er aö nokkru leyti undir stjórn rikisins, þúsundum litra af súlfatsýru og öörum kemiskum efnum I hafiö miili Italiu og Korsiku. Mont- edison haföi einkaleyfi á aöferö, sem var I þvi fólgin aö meöhöndla þennan úrgang i landi og gera hann óskaölegan. Engu aö slöur var honum hellt i sjóinn til aö auka ekki framleiöslukostnaöinn umfram keppinauta á markaöin- um. Hér liggur einmitt hundurinn grafinn. Samkomulag sem gert var um evrópska áætlun I desem- ber 1977 hefur leitt til samræmdr- ar meöferöar á úrgangsefnum 1 slikum iönaöi, en sagt er aö aö- eins I einstökum tilvikum sé ekki fariö eftir þessu samkomuiagi. Meginreglan er hins vegar, viö Miöjaröarhafiö sem ann- ars staöar, aö iönaöurinn kær- ir sig kollóttan um nátturúna, heilbrigöi og hollustu. Þaö er aö- eins gróöinn sem gildir. 1 flest- um Miöjaröarhafslöndum eru stjórnmálaflokkar þeir sem halda um stjórnvölinn fremur ófúsir aö gripa til einhverra aö- geröa gegn starfsemi auöhring- anna. Hreinsistöðvar Þaö er einkennandi, aö þróun- arlöndin viö strendur Miöjaröar- hafsins ráöast aö rólum meinsins á áhrifarikastan hátt. Ein skýring á þvi kann aö vera sú, að þar er oft um aö ræöa framfarasinnaö- ar rikisstjórnir, sem hafa hnatt- lægan skilning á vandamálum þróunarinnar, hagvextinum o.s.frv., og taka þvi lika málefni umhverfis og auölinda meö I reikninginn. Þetta á t.d. viö um Alsir, þar sem nýlega var hrundiö af staö geysimikilli áætlun um holræsi og hreinsikerfi, þar sem skylt veröur aö hreinsa allt frárennslisvatn. Þar óska menn ekki eftir meng- uöum ströndum, en hafa þaö lika i huga, aö vatn er dýrmætur vökvi, ekki sist i Aslr, en reyndar einnig hinum megin viö Miöjaröarhafiö. í Alsir á aö nota vatniö aftur og aftur, i landbúnaöi, iönaöi og til neyslu. Onnur lönd eru lika komin hér nokkuö áleiöis. A Möltu er byrjaö aö framkvæma svipaöa áætlun, og I Tripoli i Libýu er fullkomn- asta hreinsistöö I Miöjaröarhafs- löndunum. Þessi þrjú riki ætla sér um leiö aö þróa iðnaö á þessu sviöi, og meö hliösjón af reynslu sinni ætla þau einnig aö full- kömna tækni, sem siöan er hægt aö selja til annarra landa. En þetta á langt 1 land. 22 mil- jón manns býr I 22 stærstu borg- um viö Miðjaröarhafiö. Aöeins 4 miljónir af þessum 22 búa þar sem skólphreinsun er. Stórborgir likt og Marseilles meö tæpar tvær miljónir ibúa, og Aiexandria, láta allt sitt skólp renna beinustu leiö út i Miöjaröarhafiö. Villukenning I Marseilles hefur veriö unniö eftir kenningu um sjálfshreinsun hafsins. Ef afrennslisvatniö sé aöeins leitt nógu langt á haf út, muni lifverur i hafinu sjá um aö brjóta niöur lifræn efni i skólpinu. Allt skaölegt muni hverfa af sjálfu sér i þessari hringrás náttúrúnnar. Þessi kenning stenst hins vegar ekki, þvi Miöjaröarhafiö getur ekki tekiö viö meiri úrgangi. Og þær jurtir, sem eiga aö leggja sitt af mörkum til þessarar hreinsun- ar, þrifast ekki lengur á stórum svæöum, og þaö munu liöa ára- tugir þangaö til þær ná aö lifa þar aö nýju. Vadrot dregur enga dul á, aö slikar kenningar sem þessi i Marseilles séu mjög hentugar fyrir borgarstjórnina, sem þann- ig sparar óhemju fé til hreinsun- araögeröa. En sannleikurinn er einnig aö renna upp fyrir mönn- um i Marseilles, og hreinsistööv- ar eru nú i undirbaningi. Ef takast á aö bjarga Miöjarö- arhafinu, veröa öll löndin aö leggja fram sinn skerf. Þau komu saman i Barcelona I febrúar 1976 til aö vinna aö gerö samkomulags um verndun hafsins. Arangurinn varö rýr. Rikin komu sér saman um sameiginlegan sjóö vegna óhappa af völdum tankskipa og bann viö losun kvikasilfurs og geislavirkra efna úr skipum. önnur ráöstefna var haldin i Monakó i janúar i fyrra, en henni lyktaöi án þess aö árangur næö- ist. Þar átti aö reyna aö ná sam- komulagi um aöferöir til aö hindra losun mengandi efna i árn- ar sem renna i Miöjaröarhafiö. Rhone-fljótiö eitt ber árlega meö sér meira en 30.000 tonn af oliu og 30.000 af lifrænum úrgangsefnum i Miöjaröarhafið. Ráöstefnu þess- ari lauk án nokkurs árangurs. Andstaöan gegn árangursrik- um aðgeröum kemur fyrst og fremst frá rikisstjórnum iönaöar- rikjanna miklu, sem þurfa aö standa iönaöarsamsteypum og samtökum atvinnurekenda reikn- ingsskap geröa sinna, enda höföu þau fyrirbæri veriö óspör á „góö ráö” áöur en ráöstefnan I Monakó hófst. Aö þvi leyti er ekki ástæöa til bjartsýni varðandi framtiö Miöjaröarhafsins. Pólitlskt vandamál Vandamáliö er nefnilega póli- tiskt. Virk umhverfislöggjöf og umhverfisvernd kostar peninga. Takmarka veröur ýmsa hags- muni og þaö kemur niöur á þeim, sem græöa gifurlegar fjárhæöir á þvi aö taka ekki hiö minnsta tillit til umhverfisins. Svo lengi sem rikisstjórnir Miöjaröarhafsland- anna geta ekki eöa vilja ekki taka þar i taumana, eru allar tilraunir til samstillts átaks I baráttunni gegn menguninni dæmdar til aö mistakast, og hin skuggalegu spádómsorö Jacques Cousteaus munu þá rætasLÞegar sóslalistar og önnur framfarasinnuö öfl tala um nauösyn þess að hafa eftirlit meö auðhringunum, verður iika aö skoöa þaö I þessu ljósi. Fram- tiö Miöjaröarhafsins og annarra hafa er I hættu, og þar meö lifs- skilyröi okkar ef horft er lengra fram i timann. Þaö er vert aö velta þessu fyrir sér, áöur en viö breiöum úr bleikum kroppinum enn á ný á sandi sólarstranda, morandi af sýklum. —eös tók saman mRUÐ Miðjarðarhafið geturvaldið alvarlegu heilsut j óni... Þegar áhyggjulausir feröa- menn leggjast til sunds i tálblátt Miöjaröarhafiö, gera þeir sér ekki mikla grein fyrir þvi, aö þeir deila þeirri ánægju meö tauga- veiki-, kóleru-, lömunarveiki-, blóðkreppusóttar- eöa lifrar- bólgusýklum. Og til viöbótar er mengunin frá oliu, kvikasilfri og koparúrfelli. Þetta veldur þvl, aö möguleiki feröamanna á strönd- um Miöjaröarhafsins á aö krækja sér I sjúkdóm meðan þeir dveljast þar er 1 á móti 7. Miöjaröarhafiö er nú mest mengaö allra hafa i heiminum. Um 430.000 miljón tonn af úrgangi renna I Miðjarðarhafiö á hverju ári, og áætlað er aö 90% hans sé óhreinsaöur. Og vegna þess aö Miöjaröarhafiö sætir I raun eng- um sjávarföllum, þá helst óþverrinn viö strendurnar, likt og hringurinn I baðkerinu eftir ræki- legt þrifabaö. Lifiö i sjónum á i vök aö verjast. Mikiö koparúrfelli hefur litaö ostrur grænar. Kvikasilfur i tveim tegundum af túnfiski er þrisvar sinnum hærra en eölilegt getur talist og fiskurinn er óhæfur til neyslu. Og miöin viö strendur Italiu — þar sem eitt sinn var gnægö fisks og skeldýra — eru oröin raunveruleg „eyöimörk”. Aö likindum á mengunarvand- inn enn eftir aö aukast meö þeirri aukningu sem spáö er I feröa- mannastraumnum til Miöjaröar- hafsstranda. Nú eyöa um 70 miljón manns sumarfriinu sinu á þessu svæöi. Ariö 1990 er gert ráö fyrir aö sú tala hafi tvöfaldast. Og næstum helmingur sumarleyfis- fólksins kemur i júni, júli og ágúst. Tilkynningum um smit- andi sjúkdóma hefur fjöigaö Iskyggilega. Virussjúkdómar — einkum lömunarveiki — eru aö veröa tiltölulega algengir, og kólera, sem áöur var nánast óþekkt á þessu svæöi, er aö veröa meiriháttar vandamál. Menn skyldu þvi hugsa sig um tvisvar, áöur en þeir taka þá áhættu ab eyöa sumarfriinu á sólarströndum Miöjaröarhafsins. —eös 70 miijón ferðamenn fiatmaga á ströndum Miðjarðarhafslns á hverju sumri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.