Þjóðviljinn - 16.03.1979, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 16.03.1979, Qupperneq 16
Föstudagur 16. mars 1979 Aöalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, Utbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. Lands- yirkjun fær 5,2 miljarða lán 1 gær var undirritaöur lánssamningur i Reykjavik milli Norræna fjárfestingar.- bankans.sem aösetur hefur i Helsingfors, og Landsvirkj- unar. þar sem bankinn veitir Landsvirkjun lán aö fjárhæö allt aö jafnviröi 16 millj. Bandarikjadollara (tæplega 5,2 milljörðum króna). Lántaka þessi er liður I fjármögnun virkjunar- framkvæmdanna við Hrauneyjafoss, en heildar- kostnaður við virkjunina er áætlaður um 140 miljónir Bandarikjadollara (um 45 1/2 miljaröur króna) aö meötöldum vöxtum i bygg- ingartima. Hrauneyjarfoss- virkjun er hönnuö fyrir 210 megawatta afl. 1 fyrri áfanga virkjunarinnar veröa tvær 70 megawatta vélasam- stæður. Stefnt er að þvi, aö önnur vélin veröi tekin i rekstur haustið 1981 og hin 1981 til 1982. Hverflar, rafalar og mestur hluti rafbúnaðar virkjunarinnar veröur keypt ur af sænsku fyrirtækjunum ASEA, Nohab-Bofors og Karlstad Mekaniska Verk- stad. Nokkur fyrirtæki, eink- um fslensk en einnig dönsk og sænsk, önnuðust I samein- ingu fyrsta hluta virkjunar- framkvæmdanna, sem fór fram sumarið 1978 og fól i sér gröft fyrir stöövarhúsi virkj- unarinnar. Lánstimi er 15 ár. Fyrstu 5 árin eru afborgunarlaus, og fara endurgreiðslur fram með jöfnum hálfsárslegum greiðslum á siðustu 10 árum. Landsvirkjun er annað islenska fyrirtækiö, sem Norræni fjárfestingarbank- inn veitir lán. A árinu 1976 veitti bankinn Islenska járn- blendifélaginu lán að fjár- hæö 200 miljónir norskra króna (12,8 miljarðir is- lenskra króna) til byggingar járnblendiverksmiðjunnar að Grundartanga. Bruni í V- Húnavatnssýslu: Fékk reyk- eitrun Bóndinn á Vatnsenda i V- Hóp^Arni Jóhannesson, var i gærdag fluttur til Reykjavik- ur vegna reykeitrunar sem hann fékk þegar kviknaði i húsi hans I fyrrakvöld. Liöan hans i gær var góö og töldu læknar^á Borgar- spitaianum aö honum heföi ekki oröiö meint af eitrun- inni. Það var um hálf-tluleytiö i fyrrakvöld að kviknaði 1 ibúðarhúsinu að Vatnsenda og skemmdist það talsvert. Slökk viliöiö kom frá Hvammstanga og átti i nokkrum erfiöleikum vegna ófæröar, en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Talið er að kviknað hafi I út frá oliuelda- vél. Arni, sem býr einn á jörðinni, var fluttur fyrst á sjúkrahúsið á Hvammstanga og slöan til Reykjavikur sem fyrr segir. —A1 Basar í Torfunni 1 dag, föstudag kl. 9 árdegis opna nemendur á 3. ári Mynd- lista- og handiöaskóla tslands basar i Bernhöftstorfu til ágóöa fyrir skólaferöalag sem þeir byggjast fara á næstunni. Ferö- inni er heitið til New York, og fjármagna nemendurnir hana sjálfir aö öllu leyti. Munirnir sem seldir verða á basarnum eru allir unnir af nemendunum sjálfum. Þarna verða á boðstólum vatnslita- og grafíkmyndir; keramikmunir, sáldþrykk og ýmislegt fleira. Einnig verður selt kaffi, vöfflur og pönnukökur. Verði á þessum veitingum verður stillt mjög I hóf. Þá verða seldir happdrættismið- ar, en happdrættið er lika liður i fjáröflun til ferðarinnar. Vinn-' ingar eru listaverk eftir kennara MHI og aðra listamenn. Basarinn verður opinn frá 9 til 7 föstudag, laugardag og sunnu- dag. Sighvatur og Matthías: Veitast harkalega að fréttamöimum útvarps lumræöum utan dagskrár á AI- þingi i gær kvörtuöu margir þing- menn yfir fréttaflutningi rikis- f jölmiölanna. Þar komu fram alvarlegar ásakanir i máli Sighvats Björg- vinssonar og Matthiasar Bjarna- sonar. Sighvatur býsnaðist mjög yfir fréttaflutningi útvarps og sjónvarps og lét i það skina að sjónarmið Alþýðubandalagsins hefðu haft algjöran forgang. Það mun mála sannast að góð frammistaða Lúðviks Jósepsson- ar mun hafa hlaupið illa fyrir brjóst krata, en öllu veigameira er þó það að Alþýðuflokksmaður- inn sem vissulega var talað við i umræddum fréttatima útvarpsins var Karl SteinarGuðnason. Hann mun nú ekki eiga upp á pallborðið hjá Sighvati og sumir þingmenn krata seg ja að ástæðan til þess að hann stóð að samþykkt ASÍ um verðbótakaflann i frumvarpi Olafs hafi verið sú að hann hafi ekki verið nógu vel inni í mál- unum vegna þess að hann hafði ekki setið á Alþingi siðustu tvær vikurnar. Þó keyrði um þverbak hjá Matthiasi Bjarnasyni þegar hann sagði að stjórnarandstaðan hefði aldrei verið jafn svivirði- lega skilin útundan hjá þing- fréttaritara útvarpsins og i vetur. Þingfréttir væru hlutdrægar og stundum beinlinis rangar. Olafur Ragnar Grlmsson and- mæltiþessum árásum þingmann- annaá fréttamenn,og minnti á að sl. þriðjudagskvöld hefu þrir ráð- herrar Alþýðuflokksins talað I röð i útvarpi og Steingrimur Her- mannsson hefði flutt þjóðinni ávarp af tröppum stjórnarráðs- ins. Það sæti hins vegar ekki á krötum að gagnrýna fréttaflutn- ing þvi full ástæða væri til þess að athuga tengsl AJþýðuflokks- mannavið fréttastofurútvarps og sjónvarps,aðsvomikluleyti sem þau sæjust ekki I þingsölum. Ólafur upplýsti að hann hefði heyrt lesna I útvarpi á sunnu- dagskvöld frétt um að fullt samkomulag hefði náðst i rik- stjórninni um efnahagsmál- in. Þessi frétt hefði hins vegar verið röng. Ólafur kvaðst hafa hringt i fréttastofuna og spurt að þvi hvaða heimild væri fýrir fréttinni. Sá sem fyrir svörum varð hafi neitað að gefa upp heimildir og hafi hann sagt að samkomulag hafi verið um það við heimildarmann að nefna ekki nafn hans. Sagði ólafur það vera brot á reglum rikisútvarpsins um fréttaflutning. Hann kvab það hafa komið fram i samtali sinu við fréttamanninn að þingmaður i Alþýðuflokknum hafi veitt þessar „upplýsingar” og sagði Ólafur það ámælisvert að Alþýðuflokks- mönnum héldist það uppi aðfæra ríkisfjölmiðlunum skröksögur. M jög var kallað fram i ræðu Ólafs ogheimtuðu menn að hann nefndi fréttamanninn sem hann talaði við og upplýsti Ólafur að hann héti Gunnar Eyþórsson. Brá nú Sighvatur við og kvaðst hafa hringt i' Gunnar og væri hann nú á leiðinni niður i þinghús. Sighvatur sagði Gunnar alfarið neita að hafa sagt nokkuðá þessa leið við ólaf og væri rétt að hann ræddi við hann i stað þess „að bera fram aðdróttanir á saklausan mann”. í svari Ólafs en hann tal- aði aftur áður en Gunnar birtist i húsinu kvað hann einfaldast að skera úr um þetta með þvi að fréttastofan birti nöfn heimildar- manna sinna. Aður hafði Ólafur skorað á þann krataþingmann sem flutt hefði fréttamönnum þessa „frétt” að gefa sig fram.en enginn varð til þess þótt mikils óróa gætti hjá hinum „óbreyttu þingmönnum Alþýðuflokksins”. r Ihaldið sýnir „ábyrga” stjórnarandstöðu í borgarstjórn: Neita að skipa fulltrúa í við- ræðunefnd um Landsvirkjun Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins börðustgegn því af mik- illi hörku en litlum rökum i borgarstjórn I gærkvöldi, að skip- uð yrði af hálfu borgarinnar viö- ræðunefnd til að ræða viö rikiö um framtið Landsvirkjunar og endurskoðun á sameignarsamn- ingirikisog borgar, sem eiga sinn hvorn helminginn i fyrirtækinu. Eftir að samþykkt hafði verið gegn 7 atkvæðum þeirra að kosin yrði 5 manna viðræðunefnd með fulltrúum allra flokka, lýstu Sjálfstæðismenn þvi yfir að þeir myndu ekki skipa fulltrúa frá sér þvi þeir vildu ekki taka ábyrgð á slikum viðræðum! Sýndu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins þvi rétt einusinni hve „ábyrgir” þeir eru i ^tjórnar- andstöðu sinni. I bókun þeirra kom fram að yrðu þeir ekki sáttir við niðurstöður viðræðnanna myndu þeir fara fram á alls- herjaratkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um hana. Þessi hjákátlega afstaða Sjálf- stæðisflokksins sætti mikilli gagnrýni á fundinum. I bókun meirihlutans segir, að þar sem Reykjavikurborg eigi helminginn i Landsvirkjun, geti ekki orðið neitt af sameiningu Laxár- virkjunar, I32ja kw. byggðalin- anna og Landsvirkjunar, nema með samþykki borgarstjórnar. Það sé þvi ekki aðeins eðlilegt heldur skylt að rikið ræði við borgarfulltrúa um þær ráðagerð- ir sem nú eru uppi um stækkun Landsvirkjunar. Ósk iðnaðarráð- herra þar um sé þvi sjálfsögð og eðlileg. Tilefni þessarar nefndar- skipunar er tviþætt. I fyrsta lagi samstarfsyfirlýsing núverandi stjórnarflokka, þar sem segir að stofnað skuli eitt landsfyrirtæki sem sjái um alla orkuvinnslu og orkudreifingu i landinu og i öðru lagi samþykkt stjórnar Laxár- virkjunar og bæjarstjórnar Akur- eyrar um að Laxárvirkjun skuli ganga inn I Landsvirkjun, eins og heimilt er I lögum. Nýlega hefur sérstök starfs- nefnd iðnaðarráðuneytisins skil- að áliti, þar sem lagt er til að landsfyrirtæki um öflun og dreif- inguraforku verði I byrjun mynd- að með samruna Landsvirkjunar, Laxárvirkjunar og 132ja kw. byggðalinu.num. Mikill ótti var I herbúðum Sjálf- stæðisflokksins við að raforku- verð yrði jafnað á landinu og lýstumenn áhyggjum sinum yfir hversu afkastamikill og duglegur þessi iðnaðarráðherra nú væri, að hafa eftir 6 mánaða stjórnarsetu unnið að þvi sleitulaust að sam- starfsyfirlýsingin yrði að veru- leika i þessu efni. 1 útreikningum starfsnefndar iðnaðarráðuneytisins kemur fram að samruni Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar mun engu eða sáralitlu breyta um raforkuverð á útsölustöðunum, en þar sem skuldabyrði nýju byggðallnanna er mjög mikil myndi yfirtaka skuldannahækka raforkuverðum 16,7% -— 22,3%, allt eftir þvi við hvaða tima er miðað. I bókun meirihlutans segir að gengið sé til viðræðnanna með óbundnar hendur og án nokkurra skuldbindinga um samþykki þessara tillagna, Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins héldu þvi fram að meirihlutinn væri að stefna hagsmunum Reykvíkinga i voða og kalla yfir sig stórfellda hækkun á raforkuverði í Reykja- vik. Þeir vildu þó ekki vera með i þvi að tryggja hagsmuni borgar- búa i' fyrirhuguðum samningavið- ræðum oghöfnuðuþvi sætum sin- um i nefndinni. —AI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.