Þjóðviljinn - 20.03.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.03.1979, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 20. mars 1979—66. tbl. —44. árg. Haraldur Agiistsson skipstjóri. Loðnuvertíð lokið: Sigurður RE aflahæstur Óli óskars RE var seinn á loðnuvertlöina að þessu sinni vegna breytinga sem gerðar voru á skipinu I vetur. Skipverjar þar vildu þvi gjarnan halda út lengur, og telja enda, að nóg sé af loðnunni I Faxaflóa enn. Sjá myndir og viötöl frá Reykjavikurhöfn i gær á baksiðu. — Ljósm.: Leifur. Alls ekki ofveiði — Nei, ég ætla ekki að giska á hásetahlutinn! sagði Haraldur Agúslsson, skip- stjóri á aflahæsta loðnu- skipinu, Sigurði RE, þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann gegnum Vest- mannaeyjaradió i gær. Þá lá Sigurður ásamt fleiri skipum utan viö Eyjar og beiö lönd- unar. — Voðalega eruö þið æstir að koma þessu i blööin, sagði Haraldur, — við verðum að fá að klára vertiðina fyrst. — Þeir biðu með um 1300 tonn, en eru komnir með rúm 16 þúsund allt I allt eftir vertiöina. Haraldur taldi. að loðnu- sjómennirnir væru yfirleitt sáttir við stoppiö núna: — Það má segja, að allir séu búnir að gera það gott og þá er náttúrlega ástæöulaust að ganga nær þessu en nauðsyn krefur. En mitt álit er, að I vetur hafi verið á miðunum miklu meiri loðna en mörg undanfarin ár og það hefur náð að hrygna töluvert og er enn að hrygna mikiö af loðnu á öllu svæðinu frá Höfn og vestur að Jökii. Eg tel af og frá, að um of- veiði hafi verið að ræða, sagði hann. Það var mikið skiliðeftíraf loönu iFaxafló- anum nUna siðasta daginn sem við vorum úti. Ef hrygning lánast vel ætti að koma aftur mjög sterkur stofn. — Og hvað tekur nú viö? — óráðið. TrUlega ekki neitt fyrr en kolmunni i jUli fyrir Austfjörðum. Og siöan sumarloðnan um miðjan ágúst eða hvenær sem það verður leyft. -eös/vh Síhanúk vill nýja Genfar- ráðstefnu Sihanúk prins, fyrrum þjóð- höfðingi i Kambódiu, hefur iagt til að köliuö verði saman ný Genfar- ráðstefna um Indókina þar sem Kina, Vietnam og Sovétrikin kæmu sér saman um friðargerð. SihanUk sem reifaöi þessa hug- mynd á fundi með blaöamönnum i Peking i gær, taldi óliklegt að friöur væri i nánd. Hann kvaðst ætla að Pol Pot hefði enn 40-50 þUsundir manna undir vopnum til skæruhernaðar gegn nýjum vald- höfum i Kambódiu. Fengju þeir aðstoð og vopn frá Kina um Thai- land. Sihanúk kvaöst á allan hátt óbundinn Pol Pot, sem hann kall- aöi „morðingja”. Auk fyrrgreindra rikja þriggja vill SihanUk aö Bandarikin, Bret- land, Frakkland, Indland, Japan og fulltrUi ASEAN-bandalagsins i suðurstur-Asiu, eigi fulltrUa á Genfarráöstefnu, sem hefði m.a. það markmið að tryggja hlutleysi Kambódiu. Loðnulöndun lýkur tæpast f yrr en á morgun og fyrr liggja ekki fyrir tölur um röð aflahæstu skipa á þessari vertíð. Þó er Ijóst að Sigurður RE er afla- hæsta skipið með liðlega 16.000 lestir. I gær voru fimm skip á leið með afla til Austfjarðahafna og allmörg skipbiðu löndunar í Vestmannaeyjum og á Faxaf lóahöfnum. Skemmdarverkasveit NATOvina að verki Að sögn Andrésar Finnboga- sonar hjá Loðnunefnd eru mörg skip með svo svipað aflamagn eftir vertiöina, aö ekki er Utséð um röð þeirra aflahæstu fyrr en löndun er lokiö. Ekki liggja heldur fyrir tölur um skiptingu loðnuaflans til bræðslu og frystingar, en bUast má við þeim upplýsingum í lok þessarar viku. Mun meira hefur farið I frystingu af loðnu nU en á vertíöinni I fyrra, en þá var sama og ekkert fryst. —eös Málaði yfir spjöld herstöðvaandstæðinga Hinir þróttmiklu og vel sóttu menningardagar herstöðvaand- stæðinga eru nU greinilega farnir að fara i taugarnar á VL-mönn- um og öörum Natóvinum og er þaö vel. Gremja þeirra fékk Utrás i fyrrinótt þegar skemmdarverkasveit fór á stUfana með rauða málningu og pensla og málaði yfir risastór auglýsingaspjöld um menningardaga herstöövaandstæðinga sem komiö hefur verið fyrir bæði við anddyri Kjarvalsstaða og Miklubraut. A þessu má liklega sjá að herstöövaandstæðingar eru á réttri braut. GFr Verðmæti frystrar loðnu og hrognaá 4ða miljarð A loðnuvertiðinni sem lauk um helgina hafa að þessu sinni veriö fryst 8800 tonn af loðnu og 2300 tonn af loönuhrognum, sem er mun meira en i fyrra. Er verö- mætið metiö á fjórða miljarö, en öll fryst loðna og loönuhrogn eru seld til Japan. — vh Miðstjórnarfundur Alþýðubandalags- ins n.k. föstudag Sjá auglýsingu bls. 14 Deilan um efnahagsfrumvarpið: Verður Karl Steinar dr. Jekyll eða mr. Hyde? 1 gær var útvarpað fyrstu umræðu um efnahagsmála- frumvarp forsætisráðherra. Stjórnarliðar voru flestir fremur sáttfúsir iræðum sinum, nema Karl Steinar Guðnason, en hann skar sig úr með fúkyrði i garð Alþýðubandalagsmanna. Sjálfstæðismenn gagnrýndu frumvarpiö og kröfðust þess að rikisstjórnin færi frá og efnt yröi til nýrra kosninga. Málinu var að lokinni fyrstu umræðu visað til fjárhags- og viöskipta- nefndar efri deildar. Engar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli stjórnar- flokkanna um helgina til þess ab ná samkomulagi I deilunni um afstöðuna til samþykktar ASÍ um verðbótakafia frum- varpsins, en vitaö er að forystu- menn verkalýöshreyfingar- innar hafa nokkuð reynt að ná samstööu milli Alþýöubanda- lags og Alþýðuflokksins. Ekki bar þó ræða Karls Steinars Guðnasonar á Alþingi I gær vott um mikinn sáttahug hvað þá aö áheyrendum yrði ljóst af ræðunni að þar talaði einn þeirra sem einarðlega sam- þykktu haröorð mótmæli gegn frumvarpinu á miðstjórnar- fundi ASl á dögunum. Aö sjálf- sögðu ber að taka fram að nokkrum klukkustundum siðar samþykkti sami maður, að frumvarp þetta yrði að sam- þykkjast óbreytt, en þá var hann á þingflokksfundi i Alþýðuflokknum. í gær, en þá þykist hann vera upptekinn við þaö að bera sáttarorö á milli stjórnarflokkanna, notar hann tækifærið þegar hann fær aö tala til þjóðarinnar og eys fúk- yrðum yfir þá félaga úr verka- lýöshreyfingunni sem ekki vilja glaðir og hressir sætta sig vib kjaraskeröingu frumvarpsins óbreytts. A morgun fær þessi maður tækifæri til þess aö sýna hvort hann ætlar að standa við það sem hann sagði i miðstjórn ASl, eða það sem hann sagbi með finni félögum i þingflokki Alþýðuflokksins. Hann á nefni- iega sæti i fjárhags- og viöskiptanefnd efri deildar. sgt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.