Þjóðviljinn - 20.03.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.03.1979, Blaðsíða 7
ÞriOjudagur 20. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Helst væri til ráða, að þingmaðurinn semdi nýtt frumvarp þess efnis, að Dagblaðinu sé óheimilt að fjalla um hann og flokk hans. Ægir Sigurgeirsson: Gull og gersemi Það hefur ekki verið sárs- aukalaust fyrir stuðningsmenn núverandi rikisstjórnar að sjá hvernig Dagblaðið hefur leikið einn stjórnarflokkinn og þó kannske sér i lagi einn af þing- mönnum hans Vilmund Gylfa- son. Nú er það mála sannast eins og alþjóð veit, að umrædd- ur þingmaður er afskaplega málefnalegur og jafnframt ein styrkasta stoð rikisstjórnar- innar — jafnvel þótt hann fengi ekki að verða dómsmálaráð- herra, og sýnir þetta hvilikur mannkostamaður þarna er á ferð. Það er þvi með öllu óskilj- anlegt hvers vegna Dagblaðið hefur lagt þennan ágæta daga- talasérfræðing rikisstjórn- arinnar I slikt einelti og raun ber vitni. Dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð slær Dagblaðið upp með striðs- letri ýmsum ummælum nefnds þingmanns eða viðtölum við hann. Ég trúi að baki þessu liggi einhver óskemmtilegur tilgang- ur; það er lika visast að viðtölin og ummælin séu að meira eða minna leyti rangfærð eða rang- snúin. Punktar, kommur, upp- hrópunarmerki og þankastrik allt meiraog minna á vitlausum stöðum, þannig að f staöinn fyrir hinn landsfööurlega tón og svip sem þingmaðurinn er þekktur fyrir úr ræðum sínum og greinum, sem eru skrifaðar af miklu viti og skynsamlegri yfir- vegun — þá litur þetta þannig út hjá nefndu dagblaði að almenn- ingur fær að minu viti alranga mynd af rannsóknarþingmann- inum og brosir I gaupnir sér af meðferðinni. Trúlofunin. Hugsið ykkur annað eins, að einkamál þingmannsins fá ekki einu sinni að vera I friði fyrir Dagblaðinu. Nú fyrir fáum vik- um trúlofaðist umræddur þing- maður pólitlskt Ólafi Jóhannes- syni forsætisráðherra og sýnir þetta með öðru pólitiska hæfi- leika þingmannsins. Éf mig brestur ekki minni voru engir sérstakir kærleikar með þess- um ágætu mönnum hér áður fyrr — ogþá var talað um þúfu- tittlinga ogfleira i þeim dúr. En sem sagt þessi athyglisverða og ánægjulega pólitiska trúlofun hafði ekki staðið nema I fáa daga þegar Dagblaðið birtir með risafyrirsögn fréttir af henni. Fyrr má nú rota en dauð- rota. Og hvað nú ef upp úr trú- lofuninni slitnar? Oliklegt er að V.G. fái að bera harm sinn i hljóði — vi'sast er að Dagblaöið slái fréttum af tryggðaslitunum upp á forsiöu — einhver hefði einhvern tima orðað það svo að það þjóðfélag og þeir fjölmiðlar sem gerðu sér mat úr pólitisk- um trúlofunarsorgum væru „sjúkir” og alltheila kerfið væri „spillt”. Frumvarpið og þjóðin. Eins og alþjóð veit hefur mik- ið verið rætt um efnahagsmál undanfarin ár ogekki hvað sist undanfarið misseri. Mjög hafa kratar haft hátt um þau mál ekki hvað sist um ákveðnar dagsetningar I þvi sambandi. Auðvitað er það alveg rétt hjá þeim aö efefnahagsstefna verð- ur mótuð til „langs tima” og frumvarp samþykkt þess efnis á Alþingi — þá verður að dagsetja lögin. Og þar sem krötum tókst ekki að fá frumvarpið lagt fram á afmælisdegi forsætisráðherra þá mega þeir til með að finna annan og kannske betri dag. Dagsetningar skipta verulega miklu máli og menn skyldu hafa það rikt i huga að vel skal það vanda sem lengi skal standa. Eitt allra merkasta mál sem háttvirtur alþingismaður V.G. hefur flutt á alþingi er tillagan um þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp forsætisráðherra. Og hugsa sér að Dgblaðið og jafn- vel fleirifjölmiðlar skylduleyfa sér að gera vitandi eða óafvit- andi grin að tillögunni — er þetta ekki einum of langt geng- ið? Vitleysa? Ragnar Arnalds sagði á þingi um þessa tillögu eitthvaö á þá leið, að hún væri einhver hin allra vitlausasta sem fram hefði komið;væru þó margar tillögur vitlausar. Ég er algjörlega á annarri skoðun en menntamála- ráðherra — ég tel að þetta hafi verið mjög skynsamleg og þörf tilllaga — og þvi hafi það verið mistök af flutningsmanni að draga tillöguna til baka. Ég held, að menn hafi hreinlega ekki skilið til fulls hvað fyrir Vilmundi vakti. Hann ætlaði ekki aðeins að fá þjóöaratkvæði um frumvarp forsætisráðherra — heldur vildi hann lika fá alþýöunni I landinu aukin völd — s.b.r. þekkta grein hans. „Alþýðuvöld, nei takk.” Og það er visast fleira sem flutnings- maður hefur ætlað sér. Allir vita að hann er mikill áhugamaður um opnara stjórnkerfi og meiri upplýsingu til almennings — og flestir vita aö hann finnur betur en flestir aðrir fnykinn af „kerfisköUunum”. Flutnings- maður hefúr greinilega gert sér grein fyrir þvi ánægjulega starfi (fyrir kerfiskallana?) og þeirri miklu upplýsingu sem væri fólg- in i þvi' að opinberir starfsmenn á kosningastöðunum læsu hinar 60 greinar frumvarpsins yfir kjósendum áður en hver og einn greiddi atkvæði. Hugsið ykkur annað eins og það, að fá sæmi- lega læsa starfsmenn á kjör- stöðunum til þess að lesa allt plaggið, fyrirgefið, frumvarpið. Af undirtektum þeim sem þessi bráðsnjalla tillaga fékk verður ekki annað ráðið en flutnings- maður hennar sé langt á undan sinni samtið — likt og stundum hefur veriö sagt um Sölva Helgason. En þó að þeir Sölvi hafi báðir verið á undan sinni samtið — þá hygg ég að Vil- mundur stundi mun meiri sjálfsgagnrýni en Sölvi og mér dettur t.d. ekki i hug að Vil- mundur mundi yrkja samsvar- andi visu um sjálfan sig eins og eftirfarandi visu sem sagt er aö Sölvi hafi ort: Ég er gull og gersemi gimsteinn elsku rikur. Ég er djásn og dýrmæti drottni sjálfum likur. Hvað er til ráða? Það er ekki gott til þess að vita að þessi ágæti flokkur sem á hefur verið minnst i linum þessum og þó sérstaklega hátt- virtur þingmaður hans V.G. skuli vera svo grátt leikinn af Dagblaðinu frjálsa og óháða sem raunin er. Ég held a ð hér sé aðeins eitt til ráða og það er að háttvirtur þingmaður semji nú þegar nýtt frumvarp þess efnis að Dagblaðinu verði óheimilt að fjalla um hann eða Alþýöuflokk- inn á sfðum sinum, eða a.m.k. á útsiðum. Ég hef trú á þvl að slikt frumvarp yrði samþykkt á Alþingi og þar meö yröi væntanlega komið i veg fyrir það að Alþýðuflokkurinn týndi einum þriðjungnum til af fylgi sinu. * Ferðaskrifstofan Utsýn: Loftbrú tíl að lækka ferða- kostnaðinn Ferðaskrifstofan Gtsýn hélt blaöamannafund nýlega, þar sem sumarferðaáætlun fyrirtækisins var kynnt. Otsýn mun I vor og sumar bjóða ferðir til sömu sólar- landa og undanfarin ár, Spánar, ttaliu, Júgóslaviu og Grikklands. Þarna er um að ræða reglulegar ferðir frá þvi um páska og fram á haust. Að auki býður ótsýn uppá ferðir til Norðurlanda, Englands og fleiri staða allt árið, auk þess, sem ferðaskrifstofan selur og skipuleggur ferðir hvert sem er. Eðlilega hefur orðið nokkur hækkun á sólarlandaferðunum i ár, miðað við sl. ár, en samt mun minni en efni standa til. Astæðan fyrir þvi að Útsýn hefur tekist i ár að halda ferðakostnaöinum niðri er sú hagræðing að leigja DC 8 þotu Flugleiöa h.f. I ferðirnar og taka þannig 250 manns I ferð. Þannig verður farið I sömu ferð- inni til Costa Brava og Costa del Sol á Spáni og flug farþega til Itallu og Júgóslaviu er sameinað og lent á flugvelli i Trieste á ttaliu þaöan sem svo verður ekið með farþega til gististaða. Meö þessu móti hefur tekist að halda kostn- aðinum niðri. Einnig kemur til að Útsýn hefur tekist i gegnum árin að fá bestu fáanlegu leigukjör á húsnæði i þessum löndum, eða þau sömu sem ferðaskrifstofur miljónaþjóða fá. Sem dæmi um verð á sólar- landaferðum I ár má nefna að hægt er að fá 3ja vikna ferð til SDánar frá 140 þúsund kr. Mikil aðsókn ætlar að veröa i fyrstu ferðirnar og má nefna sem dæmi að uppselt er I páskaferðina til Costa del Sol og biðlisti ef sæti losna. Spánn hefur verið lang-eftir- sóttasta sólarlandið um margra ára skeið, en nú sækja bæði ítalla og Júgóslavia mjög á sem vin- sælir staðir hjá Islendingum. Loks má svo geta þess að Útsýn og Sunna hafa slíðrað sverðin og hefja nú samvinnu um flug til Grikklands og hafa skrifstofurnar samið um leigu á Boeing 720 þotu Arnarflugs til þessara ferða og verður flogið á 3ja vikna fresti frá 17. mai. Sá orðrómur hefur verið á kreiki i vetur aö Útsýn hafi keypt DC 8 þotu og einnig að Flugleiöir hafi keypti meirihluta i Útsýn. Ingólfur Guðbrandsson eigandi og forstjóri útsýnar tók fram að hér væru um gróusögur aö ræða. Útsýn væri ekki einu sinni hluta- félag og hefði nýverið gert stóran leigusamning um flug við Flug- leiðir h.f. —S.dór. Frá Lignano á italiii, einum af þeim stöðum, sem njóta hvað mestra vinsælda Islenskra sólarlandafara. OPIÐ BREF til Einars Loga Einarssonar 1 grein þinni i Þjóðviljanum 10. mars og Morgunblaöinu 11. mars, „GerjuniNLFR”, segir þú: „Um allmörg ár undanfarin hefur fámennur ,,hópur”,I raun tveir til þrir menn, verið allsráðandi I stjórnum NLFR og NLFI. Ekki þarf að fjölyrða um þær hættur sem slikt býöur heim!’. Og hætt- unum hefirþú áöur lýst,ásamt 23 öðrum „aðstandendum félaga- söfnunar”, m.a. i Þjóðviljanum 7.3.79, með þessum oröum: „Við teljum að svo illa horfi fyrir NLFR, að félagið eigi það á hættu að daga uppi eins og ljósfælinn þurs...”. Þú nefnir engin nöfn, þannig aö þessi ummæli þin geta átt viö alla þá sem setið hafa i stjórnum NLFI og NLFR undanfarin ár. Þú hefir nú verið kosinn I stjórn NLFR og átt eftir að vinna með okkur undirrituðum um eins árs skeið. Hins vegar höfum við ekki átt sæti i stjórn NLFÍ, Marinó aldrei og Björn ekki slðan 1954. Það er þvi krafa okkar, að þú finnir orðum þinum stað, nefnir nöfn þeirra sem þú átt við og lýsir þvi i hverju ráðriki þeirra hefir verið fólgið. Þér til hægðarauka fara hér á eftir nöfn þeirra sem setiö hafa I stjórnum NLFI og NLFR frá og meö árinu 1970. I stjórn NLFI: Arnheiöur Jónsd., Eggert V. Kristinsson, Eiöur Sigurðsson, Guðbjörg Birk- is, Höröur Friöþjófsson, Jóhannes Gislason, Jón Gunnar Hannesson, Klemens Þorleifsson, Oddgeir Ottesen, Zophonias Pétursson. I stjórn NLFR: Anna Matthiasd., Björn L. Jónsson, Björn Þórisson, Eggert V. Kristinsson, Eiöur Sigurðsson, Guðjón B. Baldvinsson, Guð- mundur Ragnar Guðmundsson, Hulda Jensd., Hörður Friöþjófs- son, Jón G. Hannesson, Marinó L. Stefánsson, Njáll Þórarinsson. A þessu timabili hafa setiö i báöum stjórnunum Eggert, Eiöur, Höröur og Jón G. Hannes- son, og ættu þvi böndin aö berast að þeim öðrum fremur. Veröir þú ekki viö þeirri kröfu okkar aö skýra og rökstyöja framangreind ummæli þin hlýtur að veröa aö lita þá þatT sem marklaust fleipur. Björn L. Jónsson Marinó L. Stefánsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.