Þjóðviljinn - 20.03.1979, Blaðsíða 16
DJÖBVIUINN
Þriðjudagur 20. mars 1979.
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans I sima--
skrá.
Steldu
bara
miljarði
frumsýnt i Iðnó
á morgun
Annaö kvöld frumsvnir Leik-
félag Reykjavikur leikritið
STELDU BARA MILJARÐI
eftir spánska ieikskáldið
Arrabal, I þýðingu Vigdisar
Finnbogadóttur. Leikstjóri
er Þórhildur Þorleifsdóttir.
Nánar verður sagt frá
þessari sýningu i blaöinu á
morgun, en hér undir sést
Þorsteinn Gunnarsson I
hlutverki sinu. Einsog sjá
má er hann i Travoltastell-
ingu.oglagiðsemhann er að
dansa eftir er ekkert annað
en Internationalinn. Mynd-
ina tók Leifur.
ih
Hvar er
olíulekinn
sem
þeir fá
bættan?
A fundi með Siglingamála-
stjóra og yfirskoöunarmanni
gúmmibjörgunarbáta var að
þvi spurt hvort Siglinga-
málastofnunin hefði nokkrar
spurnir af þeim 10 þúsund
tonnum af oliu sem oiiu-
félögin segja leka i sjó og á
land og fá sérstakiega bætt I
verðlagningu á olium og
bensini.
Skemmst er frá því aö
segja, aö starfsmenn þess-
arar stofnunar sem hefur
umsjón meö mengun hafsins
viö island könnuðust ekki við
að þetta ollumagn læki I sjó
eða á land. Það hlýtur þvi aö
liggja beinast viö að álita að
hér sé einungis um að ræða
dulinn ágóöa oliufélaganna.
sgt
Ljósfarinn sem lá i Reykjavikurhöfn I gær er eitt af minni loðnu- Gunnar og Gisliý þeir hefðu viljaö halda áfram.
skipunum, en þar er hásetahluturinn samt um 1,7 milj. kr. eftir ver-
tlöina. — Ljósm. Leifur.
AÐ LOKINNI LOÐNUVERTIÐ
Sjómenn teknir tali
Nú er loðnuvertiðinni lokið, og
þeir bátar sem ekki biða lönd-
unar eru sem óðast aö gera
klárt fyrir aðrar veiðar.
Þess vegna lögðum við leið
okkar niður á Granda til að hitta
nokkra loðnusjómenn og taka
þá tali.
Þeir Gunnar Þórhallsson 1.
vélstjóri og Gisli Björnsson 3.
vélstjóri á óla óskars RE kváð-
ust hafa byrjað fremur seint,
fyrir 3 vikum, og höfðu landað
alls u.þ.b. 5500 tonnum. Þeir
voru ekki ánægðir með aö hafa
byrjaö svona seint, sem var
vegna þess aö veriö var að
breyta skipinu.
Gunnar og GIsli töldu ekki rétt
aö hætta núna vegna þess að
óhætt væri að ganga nær stofn-
inum og tóku sem dæmi að
loönubátar úti á Faxaflóa ættu I
erfiðleikum með að komast
áfram fyrir torfunum. Þeim
fannst þeir ekki fá nægilega
mikið fyrir sina vinnu, en fólk I
landi fengi ágóðann.
Þeir vissu ekki neitt um hvað
tæki við, kannski kolmunninn
eða eitthvað annað. Þeir voru
ekki hrifnir af kolmunnaveiðum
vegna þess að lltið verö fengist
fyrir hann.
Þá klöngrumst við upp úr
þessum ca. 1300 tonna báti og
hittum næst Ævar Sigdórsson
háseta á Ljósfara sem fannst
vertlöin vel heppnuð I alla staði.
Þeir höfðu fengið u.þ.b. 4800
tonna heildarafla, en Ljósfarinn
er aðeins um 350 tonn að stærð.
Hásetahlut kvaö hann vera
ca 1.7 miljón. Hann sagði að
báturinn væri að fara I endur-
nýjun I Noregi, og yrðu þeir
flestir atvinnulausir á meðan.
Aðspurður um hvers vegna
endurnýjun færi ekki fram hér á
landi svaraði hann að mönnum
llkaði ekki vinnubrögð skipavið-
geröarmanna hér og vildu
ekki láta gera stórar viðgerðir á
skipunum hér heima. — GE/FF
Ævar Sigdórsson: hásetahlutur
varð 1,7 miijón.(Ljósm Leifur)
Harðar sviptingar á vinnumarkaði:
Fellur danska stjómin?
Frá fréttaritara Þjóðviljans i
Danmörku, Þresti Haraldssyni:
Á sunnudag voru liðnir
þeir hundrað lífdagar sem
Thomas Nielsen formaður
danska Verkalýðssam-
bandsins (LO) gaf sam-
stjórn krata og Venstre á
landsþingi Sósíaldemó-
krata í desember síðast
liðnum.
Um helgina hefur sér-
stök ráðherranefnd setið á
maraþonfundum til að
freista þess að lengja líf-
daga stjórnarinnar og dag-
urinn í gær fór allur í
fundahöld. Niðurstaðan
verður væntanlega Ijós í
dag.
Þaö helsta sem hefur gerst
slðustu daga er að Thomas
Nielsen sló af kröfunni um efna-
hagslegt lýðræði. Þess I stað fór
hann fram á sérstaka hækkun
lágmarkslauna.
Meö þessu er formaöurinn að
rétta Anker Jörgensen höndina til
að bjarga stjórninni. En hann er
einnig að leika á þær mót-
setningar sem eru milli einstakra
verkalýðssambanda.
Hann gekk að stuðningi Verka-
mannasambandsins vlsum við
þessa stefnubreytingu og það
skipti mestu máli þvi það er lang-
stærsta sambandiö innan LO.
Hins vegar eru Iðnaöarmanna-
samböndin lttt hrifin en þau mega
sin minna og eru auk þess sundr-
uð. Anker Jörgensen fór með
þessa nýju kröfu á fund
Venstre og kom þaöan meö samn-
ingsdrög sem LO hafnaöi.
Þá settist stjórnin aftur á rök-
stóla vitandi að nú væri um llf eða
dauöa stjórnarinnar að tefla.
Venstre þykist hafa gengið svo
langt sem hægt er og atvinnurek-
endur þrýsta á flokkinn um að
gefa ekki meira eftir.
Ef svo færi að upp úr viðræöum
stjórnarflokkanna slitnaði án
þess að samkomulag næðist eru
allar horfur á þvl að Danir fái yfir
sig stórátök á vinnumarkaöi og
harðvituga kosningabaráttu á
sama tima.
En það standa fleiri I
samningaviöræðum um kaup og
kjör en verkafólk. A fimmtu-
daginn lögðu fleiri hundruð
þúsund opinberra starfsmanna
niður vinnu i þrjá tima með þeim
afleiðingum að ferðir strætis-
vagna og lesta lögðust niöur,
póstþjónusta fór öll úr skoröum,
kennsla lá niöri, sjúkrahús sinntu
aðeins neyöartilfellum o.s.frv.
Markmið opinberra starfs-
manna með þessum aðgerðum
var að knýja Knud Heinesen f jár-
málaráðherra að samningaborði
en hann neitar og segir að rétt sé
að blða úrslitanna á almennum
vinnumarkaði. Þess utan hefur
hann neitað að leiðrétta þann
mun sem opinberir starfsmenn
segja að orðinn sé á launum
þeirra og sambærilegra starfs-
manna á frjálsum markaði. Ef
farið væri að kröfu þeirra myndi
slik leiðrétting kosta rikissjóð 600
miljónir danskra króna. Knud
Heinesen hefur boðið 75 miljónir
til að bæta úr sérstöku misræmi
hjá einstökum hópum.
Eftir verkfalliö var ræðst við
en þær viðræöur strönduðu um
helgina. Nú á Heinesen lögum
samkvæmt að leggja fram frum-
varp til laga um kaup og kjör
undirsáta sinna næstu misserin
og má gera ráö fyrir aö það veröi
óbreytt frá siðasta tilboði hans.
Ekki er vlst að opinberir starfs-
menn taki þessu með þögn og
þolinmæði og má skilja á forystu-
mönnum þeirra að viðbragöa sé
að vænta.
Eldiir í Tjamarborg
í Olafsfirði
Aðfaranóttsl. sunnudags
kom upp eldur í félags-
heimilinu Tjarnarborg í
ólafsfirði. Urðu nokkrar
skemmdir á húsinu, auk
þess sem hljóðfæri, sem
voru á leiksviðinu, eyði-
lögðust. Þótt tjón hafi trú-
lega orðið minna en á
horfðist, skiptir það þó
miklum upphæðum því
fljótt er að safnast í milj-
ónina.
Starfsfólk annars hrað-
frystihússins I Olafsfirði var með
árshátiö slna I Tjarnarborg um
kvöldið og lauk henni kl. 2, að þvl
er Pétur Már Jónsson, bæjar-
stjóri i Ólafsfirði, sagöi okkur.
Starfsfólk vann þó áfram I
húsinu, aö ýmsum frágangi eftir
skemmtunina. Klukkan rúmlega
3 sá kona, sem var að vinna I
salnum, glitta I eld á senunni, en
tjald var dregið fyrir hana. Var
þá tekið að loga i leiktjöldum. Svo
vel vildi til, að brunaslanga hafði
verið sett I húsið f fyrra sumar og
auöveldaöi hún mjög slökkvi"
starfiö. Eldur komst lltilsháttar I
þak hússins og senan skemmdist
töluvert. Aðal skemmdirnar urðu
þó af völdum vatns og reyks og
mun gólfið I aöal salnum vera
ónýtt. Auk skemmda á húsinu
eyðilögðust hljóðfæri, sem voru á
senunni, skemmdir urðu á ieik-
tjöldum og öörum búnaöi.
Pétur Már Jónsson taldi að
þessi bruni ylli ekki langvarandi
truflun á notkun hússins en þó
tæki þaö sinn tlma fyrir leik-
félagið að endurnýja leiktjöldin.
—mhg