Þjóðviljinn - 20.03.1979, Blaðsíða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriÐjudagur 20. mars 1979.
Rannsóknastofnun byggingariönaðarins í Keldnaholti kynnir startsemi sína
Hér fer fram styrkleikapröfun steinsteypu. Þessi steypa á að þola 200
kg. þunga á fersentimetra, en stóðst ekki prófið og molnaði áður en að
þeim þunga kom.
Hér er verið að stilia togvog fyrir Rafmagnsveitur rfkisins með álags
mæli.
Veðrunarþolsskápur til prófunar
á steinsteypu. Steypan er látin
frjósa og þiðna i vatni 300 sinnum
og ef hún inniheldur ekki loft, »
leysist hún upp I þessum 300 um-
feröum. Prófunin tekur 50 daga I
skápnum, er jafngildir u.þ.b. 10
ára veörun I Reykjavik. Báðir
bitarnir á myndinni fengu sömu
meðferö i skápnum, og mismun-
urinn leynir sér ekki. Gæöi steyp-
unnar eru prófuð með hljóöbylgj-
um ef enginn mismunur sést á
ytra borði hennar.
Vegagerdar-
rannsóknir
Stofnunin er nánast eini aöilinn,
sem hefur aðstööu og tækjakost
til að stunda slikar rannsóknir
hérlendis. Stærstu verkefnin eru
þvi fyrir Vegagerð ríkisins og
borgarverkfræöing. Um er að
ræða annars vegaar rannsóknir á
slitlagsgerðum og hráefnum til
slikrar framleiöslu þ.e.a.s. mal-
biki, oliubiki, oliumöl o.fl. slit-
lagsgeröum og hinsvegar rann-
sóknir á buröarlagsefnum,
uppbyggingu vega og mælingum
á burðarþoli þeirra.
Jardtækni-
rannsóknir
Meö jarðtæknirannsóknum er
átt viö rannsóknir, em miða að
þvi, að ákvarða styrkleika,
buröargetu og vatnsþéttleika
jarðvegs. Slikar rannsóknir veröa
að fara fram i tengslum við
hönnun og gerö jarövegsstifla,
hafnarmannvirkja, vegageröar
og grundun húsa, þar sem grund-
unaraðstæöur eru erfiöar.
Þjónusturannsóknir hafa verið
ráðandi á þessu sviði ekki slst
vegna mikilla 'virkjanafram-
Mjög brýnt aö sjálfstæöar
rannsóknir aukist yerulega
• Mannvirkjaeign þjóöarinnar mun nú nema 2-3000
miljöröum króna. Það er því mikið atriði að varanlega sé
byggt. Ástandskannanir við Rannsóknastofnun bygging-
ariðnaðarins (einangrunarglers, þaka og útveggja) gefa
því miður til kynna að mikið skorti á þetta.
• Vega- og gatnagerð er mjög sérstæð hér á landi og
þarfnast því mikilla sérhæfðra rannsókna. Samsvörun
vantar því, þegar „hinir visu landsfeður" samþykkja
einum rómi nauðsyn þess að leggja bundið slitlag á
hringveginn, en synja samtimis beiðni Rb um ráðningu
sérfræðings til rannsóknaundirbúnings slíkra fram-
kvæmda.
• Áttundi hver maður sækir framfæri sitt í byggingar-
starfsemi hér á landi — miklu fleiri að tiltölu en hjá ná-
grönnum okkar. Samt byggjum við hlutfallslega færri
ibúðir og þurfum skv. íbúðaspá Framkvæmdastofnunar
aðauka íbúðaframleiðsiu verulega til þess að skapa eðli-
legt framboð. Rannsóknaþörfin er augljós.
• Kostnaðarrannsóknir við Rb hafa leitt til verðgrein-
ingarkerfis sem auðveldar allar verðkannanir. Verðvit-
und ætti því að vera miklu skarpari í byggingarstarf-
semi en fram hefur komið í fréttum undanfarið.
Þetta eru nokkur atriöi úr
ávarpi Haraldar Asgeirssonar
forstjóra Rannsóknastofnunar
byggingariönaðarins á fundi með
fréttamönnum til kynningar á
starfsemi stofnunarinnar, sem
fram fór fyrir nokkrum dögum.
Hákon ólafsson yíirverk-
fræðingur sagði frá starfsemi
stofnunarinnar. Sjálfstæðar
rannsóknir á vegum Rb skiptast i
8 starfssviö: Skipulag bæja, hús-
næðisrannsóknir, steypurann-
sóknir, húsbyggingatækni, vega-
og gatnagerö, jarðtækni, önnur
mannvirkjagerö og kostnaðar-
rannsóknir. Að auki framkvæmir
stofnunin þjónusturannsóknir á
framantöldum sviðum og enn er
ótalin upplýsinga- og fræöslu-
starfsemi, stjórnun o.fl.. 10 sér-
fræðingar starfa hjá Rb, en aörir
starfsmenn eru 20.
Rekstur Rannsóknastofnunar
byggingariðnaöarins kostaði 184
miljónir króna á sl. ári. Þar af
var þriðji hlutinn veittur á fjár-
lögum, annar þriðjungur voru
lögboðin gjöld af sementi o.fl. og
eigin tekjur stofnunarinnar námu
þriðjungi upphæðarinnar.
„Þótt vöxtur stofnunarinnar
gangi allt of hægt að okkar mati
teljum viö, að stofnuninni sé
smám saman að vaxa fiskur um
hrygg og áhrif hennar að
aukast,” sagði Hákon ólafsson.
„Cttektarverkefni eins og t.d.
ástandskönnún einangrunar-
glers, steypuskemmdir og þak-
leki hafa glögglega leitt i ljós að
erlendar hönnunarforsendur og
útfærslur gilda sjaldnast á Islandi
og þvi er það mjög brýnt að hlutur
sjálfstæðra rannsókna aukist
verulega og þar meö einnig út-
gáfu- og upplýsingastarfsemi.”
Með þjónusturannsóknum er
átt við algengar rannsóknir og
efnisprófanir, sem fram-
kvæmdar eru fyrir ýmsa aðila
gegn greiðslu. Sjálfstæðar rann-
sóknir eru aftur á móti rann-
sóknaverkefni, sem miða að þvi
að’afla nýrrar eöa aukinnar þekk-
ingar á viðkomandi sviði. Slikar
rannsóknir eiga að leiða til endur-
bóta I hönnun eða útfærslu, auk-
innar endingar eða lægri
kostnaöar mannvirkja.
Steinsteypu-
rannsóknir
Þjónusturannsóknir á þessu
sviði eru þriþættar. 1 fyrsta lagi
eru rannsökuö gæöi hráefnanna,
fylliefnis og sements, og æskileg
blöndunarhiutföll ákvörðuð. I
öðru lagi er um að ræða gæöa-
eftirlit á- byggingarstað. Starfs-
maður Rannsóknastofnunar
byggingariðnaöarins mælir þá
þjálni og loftinnihald steypunnar
og steypir sivalninga til styrk-
leíkaákvörðunar. Þriðji þáttur
þjónusturannsókna á þessu sviöi
er rannsókn á steyptum mann-
virkjum, þá oft i sambandi við
galla eða skemmdir, sem komið
hafa fram.
Vegna hinna gífurlegu verð-
mæta, sem i húfi eru, þyrfti að
stórauka sjálfstæðar rannsóknir
á þessu sviði. Nú er unnið að
ýmsum rannsóknum vegna alkall
kisil efnahvarfa I steypu, einnig
er rannsakað veðrunarþol steypu,
rakastreymi i steypu og áfram er
haldið rannsóknum á steypu-
skemmdum i mannvirkjum.
Húsbyggingatækni
Innan þessa sviðs falla allar
rannsóknir, sem lúta aö efnis-
notkun og tæknilegri útfærslu
húsa og húshluta. Sem dæmi um
þjónusturannsóknir á þessu sviði
má nefna styrkleikamælingar á
byggingarefnum, þéttleika-
mælingar á gluggum og sam-
skeytum veggeininga og mæl-
ingar á einangrunargildi ein-
angrunarefna.
Af sjálfstæðum rannsóknum
má nefna eftirtalin verkefni:
Isetningaraðferðir einangrunar-
glers, svignun einangrunarglers,
slitþol utanhússmálningar, þak-
gerðir — þakgallar, hljóðein-
angrun milliveggja, mótatækni
o.fl.
kvæmda undanfarin ár. Aður en
þessar rannsóknir voru byggöar
upp við Rannsóknastofnun
byggingariönaðarins varð að fá
erlenda aöila til þess að annast
slikt með margföldum kostnaði.
Einnig eru nokkur dæmi um mjög
kostnaðarsöm mistök vegna
ófullnægjandi rannsókna af þessu
tagi.
Kostnaöar rannsóknir
A þessu sviöi hafa sjálfstæðar
rannsóknir verið allmiklar og
veröur að telja árangur þeirra
verulegan. Möguleikarnir á verð-
samanburöi og verðbótum hafa
gjörbreyst á seinustu árum og
gerð kostnaðaráætlana veriö
auðvelduð.
Fræðslu- og
útgáfustarfsemi
Niðurstöður allra rannsókna-
verkefna eru gefnar út og seldar.
Um er að ræða tvenns konar út-
gáfuform, sérrit og Rb-blöö. í
sérritunum er ákveönum mála-
flokki gerö ýtarleg skil, en Rb-
blööin innihalda hagnýtar
upplýsingar um einstaka þætti.
Er Rb-blööunum safnaö I þar til
gerðar möppur, sem eiga að
verða haldgóðar handbækur fyrir
hina ýmsu aðila innan byggingar-
iðnaðarins. Þessi starfsemi hefur
stóraukist sl. tvö ár og er I stöð-
ugum vexti.
Af annarri fræðslustarfsemi
má nefna námskeiöahald, verk-
lega kennslu fyrir Háskóla
íslands, Tækniskóla Islands og
Meistaraskóla Islands, erinda-
flutning, almenna ráðgjöf um
tæknileg málefni o.fl..
—eös
Þriöjudagur 20. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
■
2 m
Hákon ólafsson yfirverkfræöingur sýnir tæki til aö mæla styrkleika jarövegs. i
tækinu er jarövegssýni frá Dráttarbrautinni á isafiröi. Hver prófun tekur 2 daga til
viku, en þrjár prófanir veröur aö gera á sama jarövegi. Þessi prófun er fremur dýr
og aöaliega framkvæmd vegna meiriháttar mannvirkja, en getur komiöi veg fyrir
kostnaöarsöm mistök.
eos
Leifur
Gjall frá Myrdalssandi er hér I rannsókn, sem beinist m.a. aö þvl aö athuga hvort
steypa meö gjallinu sem fyliiefni yröi samkeppnisfær á Þýskalandsmarkaöi, í
samanburöi viö áiika léttsteypu sem þar er á markaöi.
Jón Sigurðsson deiidarstjóri viö töflu, sem sýnir árangur markaöskönnunar á kitti
og fúguefnum og listum til glerjunar. Rannsóknastofnun byggingariönaöarins
hefur haidiö námskeiö fyrir iönaöarmenn um notkun þessara efna.
Nœgtahomskrásir
Tónleikár i Norræna
húsinu 14.3. 79.
Ib Lanzky-Otto, horn
Wilhelm Lanzky-Otto, pianó
Það er alltaf sérstök stemmn-
ing yfir tónflutningi i Norræna
húsinu. Enda þótt snilld hins
mikla finnska húsameistara Al-
vars Aalto hafi ekki komið fram
eins og bezt væri á kosiö með til-
liti til hljómbuðareiginleika fyrir-
lestrar- og kammermúsiksalar-
ins, þá er eftir sem áður staö-
reynd, að þar kemst maður I eitt-
hvert beinasta og þægilegasta
samband við tónlistina og flytj-
endur hennar af öllum þeim óliku
og fremur klénu húsakynnum,
sem höfuðborgarsvæðiö hefur
upp á að bjóða til iökunar
kammertónlistar. Þarna kemur
til margt: smæð salarins, falleg
staösetning, bjart, látlaust og við-
kunnanlegt andrúmsloft, sem
ásamt meðeljusemi Sönderholms
húsbónda við aö útvega vandaö
fólk og fjölbreytt efni hefur gert
Norræna húsið aö brennidepli i
kammermúsikllfi Reykjavikur.
Ekki spillir heldur návist kaffi-
stofunnar fyrir samkennd tón-
leikagesta, enmjög æskilegt væri
að hafa opið þar einnig stundar-
korn eftir að tónleikum lýkur, svo
að menn gætu rabbaö saman um
undangengin hljóðhrif yfir kaffi-
bolla, i s tað þess aö verða a ö f lýj a
iheimahúsum leið og siðasti tónn
er burtsofnaður.
Þar til fyrir rúmum aldarfjórð-
ungi bjuggu Lanzky-Otto feðgar í
Reykjavik og á Akureyri, en til
lýðveldisins fluttist fjölskyldan
skömmu eftir 2. heimsstyrjöld.
Gera má ráö fyrir, að þá hafi
skapazt tengsl sem eldri kynslóð-
inni muni enn I fersku minni,
enda var margt roskinna tónlist-
armanna á þessum hljómleikum.
Ib hefur nú leyst föður sinn af
hólmi sem forystuhornista I
Stokkhólmsfilharmóniunni og er
talinn i fremstu röð hornleikara i
Þá var og konsert rondó i Es-dúr
K 371 eftir Mozart i endurgerö
Wilhelms Lanzky-Otto hvað
pianóundirleikspartinn varðaði,
en sú endurgerð þótti Ib „I fyllstu
óhlutdrægni” vera sú bezta sem
hann vissi um.
Miðað við gráar hærur ogháan
aldur virtist pabbinn furöu-
sprækur pianisti og fylgdi syni
sinum eins og skuggi. Hvað siðar-
Ríkarður Pálsson
skrifar um
iónlisi
heiminum i dag.
Það jók á heimilisblæ tónleik-
anna, hvað júnior gerði sér far
um að kynna verkefnin (og hvila
sig, eins og hann sagði) á milli
átaka, rétt eins og á soiréekvöldi
eöa heimilistónleikum á megin-
landi Evrópu fyrr á tlmum. Fór
það fram á sænsku og i óhátiðleg-
um, gamansömum tón, næsta
skemmtifróð innskot, sem virtust
hljóta góðar undirtektir áheyr-
enda.
Efnisskráin var fjölbreytt,
þrjár sónötur eftir Franz Danzi,
Sixten Sylvan og Niels Viggo
Bentzon, Sónatina eftir tékkann
Jaroslav Kofron frá 1963 sem
undirrituðum fannst nokkuð bita-
stæð, og lauk með
„Hunter’s Moon”; léttur og fynd-
inn litill farsieftir Gilbert Vinter.
nefndan snertir, þá virtist Ib
kannski ekki vera alveg I jafn-
góðu formi og þegar ég heyrði i
honum siðast, er hann kom fram
með sinfóniuhljómsveitinni um
árið. Einkum var eins og það
skorti svolitið meira Uthald. Að
öðru leyti leyndi gæðamarkið sér
ekki. Ib er mikill hornleikari og
um leiö mikill tónlistarmaöur.
Hiðmikla styrkleikasvið homsins
notar hann út I æsar á mjög yfir-
vegaðanoghnitmiðaðanhátt, sem
hér virtist taka sérstaklega mið
af erfiöum hljómburöi Norræna
hússins, kannski óþarflega mikið.
En allt um það reyndist leikur
Lanzky-Otto feðganna hin bezta
skemmtun og vöktu góðar vonir
um tónleika þeirra með
Kammersveit Reykjavikur
sunnudaginn 18. marz.
MINNING:
Páll Sigurðsson
frá Árkvörn í Fljótshlíö
Fæddur 7. mai 1885 — Dáinn 9. mars 1979
Nokkuð er nú liðiö siðan meðal-
mannsaldur hér á landi var talinn
liölega 30 ár. Þrjá slika manns-
aldra hafði vinur minn, Páll
Sigurðsson frá Arkvörn, lifað
þegar hann lést á Hrafnistu i
Reykjavik að morgnihins 9. mars
sl. Næstum heill slikur mannsald-
ur er liðinn siðan hann flutti mig
ungan og mjóan til sumarvistar
heim I Arkvörn undir hlýjan
handarjaðar sinn og inn i um-
hyggju konu sinnar, hennar
Höllu heitinnar Jónsdóttur, sem
var hans stoð og stytta.
Ef til vill er þetta nokkuð stór-
skorinn mælikvarði á aldur, en
hann hæfir vel þegar litið ér til
þeirra reginbreytinga sem orðið
hafa á þjóöfélagi okkar til bessa
dags frá þvl Páll fyrst leit dagsins
ljós hinn 7. mai 1885, sonur hjón-
anna i Arkvörn, þeirra Sigurðar
Tómassonar og Þórunnar Jónsd-
ottur. Þeim mun meir furðar
okkur sú andslega skerpa sem
Páll átti yfir að fáöa fram til síð-
ustu daga. Hann fylgdist glöggt
með viöburðarás hinnar liöandi
stundar þrátt fyrir dapra heyrn.
Hann hafði frumkvæði I viðræð-
um um slik efni sem önnur. Þá
velti hann oft upp nýjum flötum
eöa dró lærdóma liöin atriði sem
gétu að meira eða minna ley ti tal-
ist hliöstæö.
Páll var hinn mesti fræðaþulur
um hin ólikustu e&ii — allt frá
skólavisdómi til þekkingar á ætt-
um og bújöröum viða um land.
Hann var mjög vel heima I Is-
lenskum og norrænum bókmennt-
um að fornu ognýju og hafði þar
flestum meiri yfirsýn. Fjölbreytt
reynsla hans af margvislegum
samskiptum við fólk og viöfeðm
þekking hans gáfu honum þá
heildarsýn yfir mannlegt atferli
sem nær að skilja þaö og rekja
það til orsaka og afleiðinga.
Fljótur var Páll að átta sig og
aömynda sér skoðunum mennog
málefni. Alit hans var ljóst og
skýrt og hann setti það fram
undanbragðalaust og án allrar
tæpitungu. Hann var sá vinur sem
gjaman sagði okkur hvar við
mættum bæta okkur. Oft brá okk-
ur i brúnog þótti tónn hans hrjúf-
ur. En við vorum honum siðar
þakklát þegar við nýttum ráð
hans, þessar ábendingar sem við
fáum svo alltof sjaldan frá þeim
vinum sem við tökum mark á.
Sumir leituðu til hans með hin við
kvæmustu og afdrifarikustu
vandamál. Hann fór frá okkur
aldraðurog þreyttur en jafnframt
hvarf hann úr fjölmörgum mann-
legum hlutverkum. Hann var
elsti bróðir sem lengi hafði litið til
með yngri systkinum. Hann var
elstur ættingjanna og sveitung-
anna og um hann gengu margar
sagnir. Hann hafði viða bundið
kunningja- og vináttubönd og
mörgum var hann náinn ráðgjafi.
Páll varð aldraður maður og
ern. Hann átti margar minningar
frá langri ævi. Sterkir ein-
staklingar settu svip sinn á æsku
heimili hans i Árkvörn. ’Þaðan
átti hann björt leiftur og einnig
endurminningar um áföll og um
hrjúfleik i samskiptum mildrar
ömmu og stjórnsamrar móður
sem áttu hann báðar á ólikan
hátt. Og þreytuleg var minning
hans um mörg fyrri ár sins
búskaparstrits þar sem margir
voru munnar. Þá voru kaldar eft-
irleitir á Þórsmörk þar sem legið
var i hellum og i lekum bólum og
úti vatnsveöur eða vetrargarri.
Inn yfir vötnin fylgdi hann oft
ferðamönnum svo og vinum
sinum sem heimsóttu þau hjónin.
Þá var kaldsamt I haustveðrum
að reka fé og sækja vörur i kaup-
stað um langan veg. Þá voru hús
og strangur vinnudagur sniöin að
þröngum stakki krappra lifs-
kjara. Frá þessum tima rifjuðust
endurminningar þegar við
skoðuðum byggðasafniö I Arbæ
slöast. Þar hafði Páll gist og feng-
ið inni fyrir hestana i þann tima.
Hlýjar og kærar voru minn-
ingar hans frá námstimanum á
Hvanneyri, frá farandkennslu-
störfum á Rangárvöllum og frá
skólanefndar- og prófdómara-
störfum i Fljótshlið i fjöldamörg
ár. Og ofr yljaði það honum að
minnast góðra gesta, vinafagn-
aða og lyftandi samræðu.
Páll var á áttræðisaldri þegar
þau hjónin fluttu til Reykjavlkur.
Þar breyttist verksvið hans og af
honum léttust sifelldar skyldur
bóndans. Þar lifði hann þann ára-
tug sem hann oft taldi sinn besta.
Þá fór hann viða I innheimtu-
starfi, sem honum lét mjög vel og
aflaði honum umgengni við
marga og vináttu viöa.
Það var uns Halla féll frá. Hún
sem var svo sterk og létt I lund
þrátt fyrir mótbyrinn. Til siðasta
dags var hún að létta undir meö
fólki, styrkja kjark þess og bjóða
gestum til veislu. Fráfall hennar
kom öllum á óvart og var Páli
mikið áfall. Hennar heilsa hafði
virst svo góð en hann stóð hrumur
eftir. Þá var honum brugðið.
Páll. Þúnefndir mér um daginn
að þú hygöist fara að deyja. Ég
taldi þaö óþarva svona rétt fyrir
sumarið. Allt væri i lagi með að
bæta einu sumri við — og um
hvíldina yrði hvort sem væri eng-
inn svikinn. Þá hresstistu við og
sagðir meö léttari tóni: „Já,
kannski við eigum eftir að fara
aftur saman austur i Hliö”.
En nú hefurðu kastað ellibelgn-
um sem fjötraði þig svo lengi, og
ef við eigum eftir að fara saman i
Hliðar tilverunnar þá verður þú á
ný leiðsögumaöurinn og sýnir
mér brautina.
Sú hugsun mildar, að farnir
vinir heimti hver annan handan
hins horfha. Það er eins og að
eiga aftur visan næturstað i Ar-
kvörn þar sem biöa holl ráð og
hlýja Höllu og spjall viö Pál um
fortið og framtið.
GIsli Pétursson