Þjóðviljinn - 20.03.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.03.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. mars 1979. MOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis i tgefandi: útgáfufélag Þjóöviljans Framkvætndastjóri: Ei6ur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Harftardóttir Rekstrarstjóri: úlfar ÞormóBsson Auglýsingastjóri: Rtinar SkarphéSinsson Afgreihslustjóri: Filip W. Franksson Blaóatnenn: AlfheiSur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuSjón Frifiriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magntls H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guó- mundsson. lþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaö- ur: Siguröur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýslngar: Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristln Pét- ursdóttir Slmavarsia: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Hflsljóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónadóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6. Reykjavlk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Vinstri eða hægri? • Hér í Þjóðviljanum hefur núverandi ríkisstjórn ekki verið nefnd vinstri stjórn. Svo ógæfulega hef ur blaðinu frá upphafi litist á hinar sterku hægri tilhneigingar í Framsóknarflokki og Alþýðuf lokki að best væri að spara sér virðingarheiti á við vinstri stjórn þar til upp væri staðið og verkin hef ðu talað. Enda þótt þess verði nú vart um allt land að almenningur vill halda í stjórnina og reyna hana til þrautar, hefur það einkenni á stjórnar- samstarf inu sem oft hef ur verið talið fylgif iskur vinstri stjórna, ósamstaða og glundroði, verið býsna hvimleitt. • Engan þarf þó að undra þótt svokallaðar vinstri stjórnir hafi ekki enst út kjörtímabil. Fyrir utan mál- efnaágreining hafa þær allar verið skipaðar þremur flokkum og það er ef til vill skýringin á því fyrst og fremst að illa gengur að halda þeim saman. Nógu erf ið- lega getur gengið fyrir tveggja flokka stjórn að sam- ræma skoðanir þannig að vinnufriður sé, en þó sýnir reynslan að þær sitja að jafnaði lengur hér en þriggja flokka stjórnir. • I hugum fólks er núverandi stjórnarsamstarf kennt við vinstri-stjórnar-módelið, og gjarnan heyrist sú skoðun að ef upp úr slitni nú muni möguleikar á vinstri stjórn ekki gefast aftur í áratug. En þá verða menn að taka til greina að Framsóknarflokkurinn var í haust að koma út úr f jögurra ára hreinræktuðu hægra samstarfi við Sjálfstæðisf lokkinn, og bar ekki á öðru en að forystu- mönnum flokksins hefði likað vistin vel. A sama tíma hafði f jölmiðlaliði Alþýðuf lokksins, um leið og það náði fylgi frá íhaldinu, tekist að teyma flokkinn burt frá sjónarmiðum jafnaðarstefnunnar inn á hreinræktaða íhaldsstefnu. • Það hefur orðið hlutskipti Alþýðubandalagsins að berjastá tveimur vígstöðvum við Alþýðuflokkinn innan núverandi ríkisstjórnar. f fyrsta lagi hefur staðið barátta gegn því að kauplækkunarkröf ur kratanna næðu fram að ganga. í stjórnarmyndunarviðræðunum kom f ram krafa um 7% bótalaust afnám verðbóta á laun f rá krötum, 1. september vildu þeir enn fara slíka leið, og 1. desember kröfðust þeir að 8% verðbætur yrðu af numdar bótalaust. Þessum kröfum svaraði Alþýðubandalagið með þvi að berjast fyrir því að félagslegar umbætur til handa verkafólki kæmu í stað verðbóta, að verðlag væri greitt niður og söluskattur afnuminn af matvælum. Það tókst þá en enn á þessu ári hefur samskonar togstreita átt sér stað. Vilmundur Gylfason vildi þjóðaratkvæða- greiðslu og frestun verðbóta 1. mars og nú krefjast kratar 6,6% skerðingar á verðbótum 1. júní. • I öðru lagi hefur síðan verið barist gegn sam- dráttartillögum Alþýðuflokksins sem miða að því að draga saman hinn opinbera geira, minnka félagslega þjónustu og stof na atvinnuöryggi verkafólks í hættu. Við f járlagaafgreiðslu fyrir jól tókst að hindra margvís- legar aðfarir gegn hagsmunum vinnandi stétta og í tog- streitunni um efnahagsmálafrumvarp forsætisráðherra hefur Alþýðubandalaginu tekist að knýja fram breytingar sem tryggja eiga launafólk gegn af leiðingum hreinræktaðrar íhaldsstefnu í efnahagsmálum. • Sú barátta sem hóf st f yrir atvinnuöryggi og verndun kjarasamninga snemma á síðasta ári, þá gegn afturhaldsstjórn, hefur haldið áfram f tíð núverandi stjórnar, en vettvangur hennar hefur færst inn á Alþingi og í f jölmiðlana, og sett svip sinn á samstarfið í ríkis- stjórninni. Þegar það kostar daglega og hatramma baráttu að halda tveimur þriðju hlutum ríkisstjórnar- innar einhversstaðar í námunda við félagslega umbóta- stefnu, sem verið hefur aðall vinstri stjórnar, er var- legra að tala ekki hátt um vinstrimennsku, hvað þá jafnaðarmennsku, í sambandi við núverandi stjórnar- samstarf. • Framsókn hefur áður hagað seglum eftir vindi, en Alþýðuflokkinn hefur skort kjark til að standa með Alþýðubandalaginu og knýja fram sfórhuga félagslegar aðgerðir í þágu alþýðu eða að uppskurði á afætukerfi braskaranna. Alþýðuf lokkurinn hefur ekki haft kjark til að standa að aðgerðum til að skera niður yfirbygg- inguna í þjóðfélaginu eða ráðast gegn verslunarauð- valdinu. Kjarkur Alþýðuflokksþingmannanna nýju hefur haft öll einkenni gífuryrtra ökumanna í „sand- spyrnukeppni" eða óþekktaranga í „sandkassaleik". Þeir hafa kappkostað að vera bæði með og á móti og stuða ekki lánsfylgið frá íhaldinu en vingulshátturinn hefur samt fælt fólk frá þeim. Og kjarkleysið hefur verið slíkt að ýmsir eru farnir að örvænta um að fram náist róttækar aðgerðir í samstarfi við nýkratana. —ekh | Dufgus setur i met I Dufgus heitir penni sem ■ skrifar í sunnudagsblaö ITimans. Nii um helgina kveöst hann hafa verið litt ritfær um skeið, en gersthafi þeir atburðir ■ sem neyði hann til að taka til Imáls. Hann á við frásögn sem birtist i Þjóðviljanum fyrir rúmri viku af kappræðu sem ■ fram hefur fariö um bandarlska Isjónvarpsmyndaflokkinn Holo- caust á Noröurlöndum og vlðar. Þessi frásögn þykir Dufgusi « ómælanleg svlviröing og bera !vott um takmarkalausa mann- fyrirlitningu Þjóöviljans. Þvl miöur verður ekki annaö um « þetta raus sagt en það, að Duf- Igus hefur I grein sinni komist lengra I viðbjóðslegri hræsni og lygum en nokkur annar maður I • Islensku blaði um langan tlma. IUm þetta mætti skrifa langt mál. En fyrst af öllu ber þó að nefna þá synd Dufgusar sem * stærst er, en hún er blátt áfram IsU, að hann ætlar aö nota sér gyðingamorö nasista til þess að ná sér niðri á pólitískum and- * stæðingum islenskum og það af I litlu eða engu tilefni. i I Grófar falsanir IAÖferð þessa fastagests, sem Timinn ætlar sérstakan heiður- sess á slöum sinum, er á þessa I' leið: Skoöanir þeirra manna sem I umræðu um sjónvarps- myndaflokkinn Holocaust hafa gagnrýnt myndina eru gerðar ! að skoöunum Þjóðviljans. Um I leiðog ekki er minnst einuorði á I það sem i sömu samantekt J Þjóðviljans er talið myndinni til Iágætis. Þetta er gróf fölsun og verður ekki öðru nafni kallað. 1 annan stað er þvl blákalt haldið , fram, að nú vilji Þjóðviljinn Iekkert um gyðingamorö nasista vita, vegna þess aö hann vilji þóknast Rússum. Röksemdin f sem Dufgus færir fyrir þessari Istórlygi lltur svona út: ,,Meö grein Þjóðviljans fylgja tvær myndir. önnur er úr sjón , varpskvikmyndinni og texti Ihennar er: „Or sjónvarpskvik- myndinni: Naktir Gyöingar biða eftir að vélbyssur nasista , brytji þá niður.”. Texti hinnar Imyndarinnar er: „Myndir úr veruleikanum: Nasistar líma andgyðinglegan áróður á ■ búðarglugga Gyöingakaup- Imanns.”. Þarna kemur það fram svart á hvltu: Veruleikinn er sá að • engilhreinir nasistar limdu Iáróöursmiða á gluggana hjá vondum Gyöingakaupmönnum. Þessi veruleiki er nokkuö annaö • enþaö sem fjársterkir Gyðingar Ieru að reyna að telja okkur trú um I sjónvarpskvikmyndinni. Ariö 1979þarf Þjóöviljinn ekki • einu sinni að depla auga til þess Iað taka afstöðu með morðingj- um nasismans gegn ofsóttum og varnarlausum Gyöingum. Það I* eina sem skiptir máli er hvað þjónar málstaðnum. Drottinn minn dýri.” • ! Myndir og | moröingjar ■ Okkur er nær aö halda að önn- Iur eins afrek i málflutningi hafi ekki verið unnin siðan á dögum Göbbeis. Þaö getur hver maður sagt sér það sjálfur, að þegar birtar eru myndir annarsvegar af dreissugum nasistum aö lima andgyðinglegan áróður á hús gyöinga fyrirstrið oghinsvegar mynd af fjöldaaftöku i striöinu þá skiptir ekki höfðumáli hvor myndin er úr skjalasafni og hvor úr leikinni kvikmynd — hvorttveggja lýsir staðreyndum, hér er um að ræöa tvo áfanga I stefnu nasista og framkvæmd hennar. Sá sem dregur af slikri Dufgus ..Myndir úr veru- leikauum” sápuópera eða þörf áminning? ffiiss sisb œæs myndbirtingu þá ályktun að við- komandi blað „taki afstöðu með morðingjum nasista” er svo óralangt frá þvi að vera ,,rit- fær” að ritstjórar Tlmans mega skammast sin, Dufgus þessi er hins vegar ófær um það eins og annaö. Hér er reyndar ekki ætlunin 1 aö munnhöggvast við þann felu- mann. En úr því Holocaust er á dagskrá er rétt að gera nokkrar athugasemdir viö umræöúna um myndina, sem heftir veriö mikil og fróöleg. Hversdagslegur fasismi Nú hefur klippari þessa þáttar ekki séð myndaflokkinn frekar en aðrir þeir sem hans hafa getið hér á prenti. En vel má það liklegt vera, að við gerð hans hafi gætt bæöi sögulegrar ónákvæmni og sölumennsku- sjónarmiða — þaö væri svo sem ekki i fyrsta skipti sem þaö ger- ist þegar bandarlskur fjölmiðla- iðnaöur er að verki. (Nærtækt dæmi er breytingar þær sem hafa orðið á Rætur frá bók Haleys). Það er og skiljanlegt aö margir telji að það sé yfir höfuð litt framkvæmanlegt að gera leikna kvikmynd um þau ■ ■ rmmmmmmm^ m mmmmmmmma m w^mm^mmm m firn sem gyðingamorðin voru. En af umræðum i þýskum blöðum skilst manni, að myndin a hafi haft mjög mikil áhrif og | nauðsynleg, því þegar hún var sýnd, hafi það sama komið á daginn og I Hitlersumræðunni i , hitteðfyrra: að nasistatimanum • hefur I ótrúlega rikum mæli I verið ýtt útúr vitund Þjóðverja, fáfræöin um þá tima er mikil, ■ einkum meðal hinna yngri — já og þetta á að sjálfsögðu við um fleiri þjóðir. Auk þess kann það að vera jákvætt við þessamynd, • að mikil harmsaga er rakin af dæmi tveggja tiltölulega venju- legra fjölskyldna. Þetta skal tekiö fram vegna þess aðýmsir • kvikmyndastjórar hafa á seinni I árum haft tilhneigingu til að sýna fasismann sem einkasvið | afbrigðilegs og geðbilaös fólks, • og þar með eins og gefið I „venjulegu fólki” einskonar fjarvistarsönnun frá glæpa- I verkum fasista. Vilji menn • nefna viti til varnaðar, þá er j ekki sist þörf á að minna á hinn „hversdagslega fasisma” sem I kvikm y ndam eistari nn M. • Romm nefndi svo — og þá m.a. | aðdragandann að gyðingamorð- unum eins og hann birtist i I merkingum á fólki og hUsum og j þar fram eftír götunum. 1 samantekt Þjóöviljans var I meðal annars minnst á skoöun • norskrar sjónvarpskonu, sem fannstþaömiður,aöiHok)caust I „væri óhugnaöinum lýst I I smáatriðum” en „hvergi fjallað J um forsendur hörmunganna : hugmyndafræði nasismans”. Ekki er gott að vita hvaö er átt I við meö þessu ; birtíst „hug- ' mjmdafræðin” ekki nægilega I skýrt I verkunum? Mörg leikin verk um sögulega viðburði | geyma sjálfsagt ekki nægilegar • útskýringar. En forsendur gyð- I ingahaturs eru svo margar og margar komnar mjög til ára I sinna, að engin kvikmynd getur • gefið um þær tæmandi hug- I mynd. Upplýsinga- stríð En í sambandi við mynd þessa og umræöu um hana hlýtur það að koma á dagskrá, að þaö eru ekki einungis Vestur-Þjóöverjar samtimans sem koma margir hverjir af fjöllum, þegar gyðingaofsóknir nasismans ber á góma. Um- heimurinn vildi ótrúlega lengi engar upplýsingar um þær nema i smáskömmtum. Um þá hluti fjölluöum viö reyndar all- itarlega i sunnudagsblaði Þjóð- viljans I fyrra I greinum sem lýstu aðdraganda að stofnun Israels og 30 ára afmæli upp- reisnarinnar I Varsjá. Þar voru ýmsar upplýsingar sem fáir hafa minnstá.meðal annars um hina illræmdu ráðstefnu um gyðingaofsóknirnar sem haldin var i Evian i Frakklandi 1938 — það var sú ráðstefna sem sann- færði Hitler um aö umheimur- inn myndi ekkert gera Gyðing- um til hjálpar. Svo seint sem i ágúst 1944 neitaði breska Ut- varpiö, BBC, að birta frásögn fréttaritara slns á austurvlg- stöðvunum, Alexanders Werths, af UtrýningarbUðunum I Majda- nek, sem voru þær fyrstu, sem herir bandamanna náðu á sitt vald. BBC þóttist visst um aö Werth hefði látið gabbast af ein- hverjum hatursáróðri RUssa gegn Þjóðverjum. Því sann- leikurinn er þvl miöur oft hverri lygi ótrúlegri. -áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.