Þjóðviljinn - 20.03.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 20. mars 1979.
Slguiður og Berglind
sigruðu auðveldlega
Fimleikameistaramót ts-
lands var haldiö um helgina I
Laugardalshöll. Mótiö var
fremur dauft og viröast fram-
farir fimleikafólksins ekki
hafa veriö eins örar og vonast
var til fyrir nokkrum árum.
Siguröur T. Sigurösson,
K.R.,sigraöi af öryggi i karla-
flokknum og Berglind Péturs-
dóttir sigraöi af sama örygg-
inu i kvennaflokknum.
Öruggur sigur HK
Strákarnir I H.K. nældu sér I
tvö dýrmæt stig I fallbaráttunni i
leiknum gegn Í.R. á sunnudaginn.
l.R.-ingarnir voru eitthvaö utan
viö sig I leiknum og máttu sætta
sig viö stórtap, 22-17, nokkuö sem
fáir reiknuöu meö fyrirfram.
H.K.-menn voru friskari i fyrri
hálfleiknum. Þeir náöu snemma
forystunni, 6-4 og 9-7. I leikhléi
voru þeir þremur mörkum yfir,
11-8.
Yfirburöir H.K. héldu áfram aö
aukast eftir þvi sem leiö á seinni
hálfleikinn, 15-8 og 16-9. Þegar
hér var komiö sögu hresstust
l.R.-ingarnir mikiö og á skömm-
um tima tókst þeim aö minnka
muninn niöur I eitt mark, 17-16 og
18-17. Þessi sperringur l.R.-ing-
anna hélst ekki lengi og H.K.
skoraöi 4 siöustu mörkin og sigur-
inn varö þeirra 22-17.
Segja má, aö l.R.-liöiö hafi bæöi
veriö lélegt og óheppiö I þessum
leik. Aldrei þessu vant voru vörn-
in og markvarslan slöpp og reiö
þaö án efa baggamuninn.
Óheppni l.R. var einkum fólgin i
aragrúa stangaskota, sem þeir
áttu f leiknum. Annars er Í.R.-liö-
iö þreytt um þessar mundir og
ungu strákarnir hafa ekki upp-
fyllt þær vonir sem viö þá voru
bundnar fyrr i vetur.
Eins og I öllum leikjum sinum i
vetur var leikgleöin allsráöandi
hjá H.K.jþeir berjast allt eins og
ljón og uppsekra stundum eins og
til er sáö. 1 þessum leik var vörn-
in góö og sóknin lifleg. Mark-
varslan hjá Einari skóp án efa
undirstööu þessa sigurs, og hefur
hann staöiö sig mjög vel I siöustu
tveim leikjum liösins. 1 sókninni
voru Karl, Hilmar og Jón Einars
bestir. Hætt er viö aö H.K. nái
ekki lengra meö þessum frjálsa
handbolta sem þeir leika i dag.
Ekki örlar á kerfisbundnu spili.
Aö visu þarf tima til þess aö æfa
slikt og ætli þeir sér meiri afrek á
næstu árum þýöir einfaldlega
ekki aö leika „frjálsan hand-
knattleik.”
Mörkin fyrir l.R. skoruöu:
Bjarni B. 5, Bjarni H. 4 (3v), Ar-
sæll 3, Brynjólfur 2, Hafliöi 1,
Guömundur 1 og Siguröur S. 1
(lv.).
Fyrir H.K. skoruöu: Hilmar 6,
Karl 5, Stefán 5 (4vJ, Jón E. 5 og
Ragnar 1.
IngH
Haukar - Valur
í kvöld
! kvöld keppa i iþróttahús-
inu i Hafnarfiröi tslands-
meistarar Vals gegn Hauk-
um og hefst leikurinn kl.
21.00.
Vaisararnir voru ekki
sannfærandi i siöasta leik
sinum, sem var gegn H.K.,
og þvi má búast viö hörku-
rimmu i kvöld.
Mímir í 2. deild
Mimir og UMSE kepptu
tvo leiki I 1. deildinni f blaki
um helgina og skáru þessir
leikir úr um þaö hvort líöiö
mundi falla niöur I 2. deiid, A
þvi var aidrei vafi hvort liöiö
var sterkara, þvf Eyfiröing-
arnir sigruöu örugglega i
báöum leikjunum, 3-0 i þeim
fyrri og 3-1 f þeim seinni.
Sæti Mimis i 1. deiidinni
tekur liö Vikings.
Þórsarar fallnir
Vonir Akureyrar-Þórs um
aö halda sér i úrvaldsdeild-
inni i körfuknattleik slökkn-
uöu endaniega á sunnudag-
inn þegar þeir biöu lægri hlut
fyrir Stúdentum. Þá er útséö
meö, aö næsta ári leika ein-
ungis liö af suö-vesturhorn-
inu f úrvaisdeildinni
þvl Fram mun taka sæti
Þórs.
l.S. tók leikinn gegn Þór
strax i sinar hendur og náöi
forskoti, 17-7 og siöar 38-31.
Þessi munur hélst nokkurn
veginn tii hálfleiks, en þá var
staöan 49-41 fyrir Stúdent-
ana.
Þegar langt var liöiö á
seinni hálfieikninn tókst Þór
aö jafna, 87-87 og var Jafnt
næstu minúturnar. 1 lokin
sigidi t.S. framúr og sigraöi
104-96.
t liöi stúdentanna voru
Smock og Jón Héöinsson
bestir og hjá Þór Mark og
Jón Indriöason.
Mark var stigahæstur
noröanmanna meö41 stig, og
næstir honum komu Jón I.
meö 25 stig og Eirikur meö
14.
Hjá t.S. voru þessir stiga-
hæstir: Smock 40, Jón H. 23,
Steinn 12, Ingi 12 og Bjarni
11.
Brady knatt-
spymumaður
ársins hjá
enskum
Miövailarspilarinn snjalii
hjá Arsenal, Liam Brady ,
var um helgina kjörinn
knattspyrnumaöur ársins i
ensku knattspyrnunni.
Brady, sem er irskur lands-
iiösmaöur, hefúr sýnt hvern
stórleikínn á fætur öörum I
vetur svo aö valiö á honum
kom ekki á óvart.
Staðan:
Staöan i 1. deild handboltans
er nú þessi:
Vikingur 11 9 1 1 269-215 19
Valur 10 9 1 0 179-147 19
FH 12 6 1 5 255-245 13
Fram 12 5 1 6 241-270 11
Haukar 10 4 2 4 209-206 10
tR 12 3 1 8 214-236 7
HK 12 2 2 8 187-211 6
Fylkir 11 1 3 7 194-217 5 .
iþróttir (7m íþróttir f^l íþróttir
r
Valsararnir höfðu það
Sigruðu UMFN í gærkvöldi 92-79 og
eiga aðeins eftir úrslitaleik gegn KR
„Það má segja það, að
vörnin og varamenn-
imir hafi unnið leikinn.
Það er mjög sjaldgæft
að Njarðvikingum takist
ekki að skora nema 79
stig i leik og er gott
dæmi um styrk varnar-
leiks okkar. Annars var
ég mjög nræddur á
timabili i seinni hálf-
leiknum þegar UMFN
skoraði i hverri einustu
sókn, en þetta hafðist í
lokin,” sagði Valsmað-
urinn Tim Dwyer.
Leikurinn var i járnum lengi
framanaf og mátti vart á milli
sjá, 6-7, 14-13 og 18-18. Siðan var
jafnt á n æstu tölum, 26-26 og 30-30.
1 seinni hálfleiknum héldu
Valsararnir áfram þar sem frá
var horfiðí þeim fyrri, 49-42, 57-44
og 69-55, en um þetta leyti þurfti
Kristján Agústsson að yfirgefa
völlinn með 5 villur. Margir
bjuggust við, að nú myndu Njarð-
vikingarnir saxa á forskotið, en
þó að sókn þeirra væri lifleg á
þessum tima var Valssóknin það
einnig. Staðan breyttist i 80-63 og
siðari 82-71. Eftir þetta var sigur
Vals kominn i örugga höfn og
lokatölur urðu 92-79 fyrir Val.
I lok leiksins og eftir hann fór
allt I bál og brand, eins og nú er
vist lenska i körfuboltanum, og
áttu Njarðvikingarnir þar mesta
sök á. Landsdómaranum þeirra,
Kristbirni Albertssyni.var visað
út úr húsinu og Geir fékk að sjá
gult spjald eins og þjálfarinn
hans, Hilmar Hafsteinsson.
Njarðvikingarnir, að Stefáni
Bjarkasyni undanskildum, voru
allir slappir að þessu sinni, en
áttu það þótilaðtaká góða spretti
inná milli. Slikt dugar ekki gegn
jafnsterku liði og Val. Það var
furðulegt að sjá minnstu Njarð-
vikingana vera að gæta Tim
Dwyer, enda bar það litinn
árangur.UMFN missti þarna enn
einu sinni af vegtyllu, en ekki
þýðir að leggja árar i bát.
Valsmennirnir áttu allir góðan
leik i gærkvöldi, einkum Dwyer,
Rikharður og Gústaf, sem kom
eins og skrattinn úr sauðar-
leggnum og stóð sig eins og hetja
þegar mest á reyndi. Leiki Valur
svipað og i gærkvöldi er hætt við,
að K.R. verði þeim auöveld bráð i
aukaleiknum.
Stigin fyrir UMFN skoruðu:
Stefán 22, Bee 18, Gunnar 16,
Jónas 10, Guðsteinn 7 og Geir 6.
Fyrir Val skoruðu: Dwyer 37,
Rikharður 18, Gústaf 10, Torfi 10,
Kristján 8, Sigurður 4, Þórir 3 og
Hafsteinn 1.
Dómararnir Guðbrandur
Sigurðsson og Þráinn Skúlason,
voru fremurslakir að þessu sinni,
en það afsakar ekki framkomu
sumra manna i þeirragarð. Nú er
svo komið, að dómarar I körfu-
knattleik eiga á hættu að lenda i
átökum eftir leikina og haldi sem
horfir er líklegt að öngvir menn
láti hafa sig út i slikt lengur: Mál
er að linni. I"gH
„Ut úr húsinu, góöurinn,” gæti Guöbrandur Sigurösson dómari
veriö aö segja viö kollega sinn Kristbjörn Albertsson.
Agúst varð fyrstur
í Víðavangshlaupi íslands á sunnudaginn
Agúst Þorsteinsson UMSB
varö öruggur sigurvegari i Viöa-
vangshlaupi tslands, sem fram
fór á sunnudaginn. Hann var 10
sek. á undan næsta manni, Agústi
Asgeirssyni, t.R.. 1 þriöja sæti
varö siðan Steindór Tryggvason,
K.A.,nimri mfn. á eftir hinum
köppunum.
t sveitakeppninni 3,5 og 10
manna sigraðil.R. einsogsvooft
áður.
t kvennaflokki varð Thelma
Björnsdóttir UBK hlutskörpust.
Hún sigraði með miklum glæsi-
brag og kom i markið 1 1/2 min.
á undan Birgittu Guöjónsdóttur,
HSK. Þriðja varð Linda Bengts-
dóttir, UBK. UBK vann sveita-
keppnina, 3, 5 og 10 manna i
kvennaflokknum.
Jóhann Sveinsson UBK sigraði
i flokki sveina og drengja (15-18
ára). Borgfirðingurinn Bjarni
Ingibergsson hafnaði I öðru sæti
og Magnús Haraldsson F.H. i þvi
þriðja. Hafnfirðingarnir i F.H.
sigruðu I öllum flokkum sveita-
keppninnar.
1 flokki pilta (13-14 ára) varð
Erlendur Sturluson UMFA
fyrstur og rétt á hæla honum kom
Ólafur Pétursson, UBK. Nokkru á
eftir þessum tveimur var Sigur-
jón Friðriksson, UBK. t 3 Og 5
manna sveitakeppni sigraði
UBK, en ekki var nægur liðsafli i
10 manna sveit.
Hjá telpum (13-14 ára) var
hörkukeppni á milli Guörúnar
Karlsdóttur og Hrannar
Guömundsdóttur en þær eru
báðar úr UBK. Guðrún var skerf-
inu á undan i markið og sigraði.
Þriðja varð Hildur Haröardóttir,
HSK. UBK sigraði siðan i 3 , 5 og
10 manna sveitakeppni.
Jón Birgir Guðmundsson HSK
varð hlutskarpastur i stráka-
flokki. Siguröur Andrésson,
UMFA, varð annar og Björn
Sveinb jörnsson UBK i þriðja
sæti. Auðvitað vann UBK isveita-
keppninni.
t stelpnaflokki sigraði Eyja
Sigurbjörnsdóttir, UBK, önnur
varð Rannveig Arnadóttir, HSK
og Gunnhildur Gunnarsdóttir,
UBKpþriðja sæti. t þessum flokki
vann UBK i 3 og 5 manna sveita-
keppni og IR i 10 manna.
Elsti keppandinn að þessu sinni
var Sigurður Jónsson, Armanni,
42 ára og Armenningar áttu
einnig elstu 5 manna sveitina, en
hún var alls 184 ára.
Það sem einna helst vakti
athygli I þessu viðavangshlaupi
var hve mikla rækt UBK virðist
hafa lagt við þjálfun barna og
unglinga, enda uppskáru þeir eins
og til var sáð. Rússneski þjálf-w
arinn þeirra Bobrof hefur greini-
lega unnið mikið og gott starf;
starf sem önnur félög mættu taka
sér til fyrirmyndar.
IngH
Eitt
og
annað