Þjóðviljinn - 20.03.1979, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. mars 1979.
RÍKISSPÍTALARNIR
Lausar stöður
LANDSPÍTALI
Staða FÉLAGSRAÐGJAFA við Geðdeild
Barnaspitala Hringsins er laus til
umsóknar. Umsóknir, er greini frá aldri,
menntun og fyrri störfum, sendist Skrif-
stofu rikisspitalanna fyrir 17. april.
Upplýsingar gefur yfirfélagsráðgjafi i
sima 84611.
KLEPPSSPÍTALI
H JtJKRUN ARF RÆÐIN GAR óskast til
starfa nú þegar eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i
sima 38160.
KÓPAVOGSHÆLI
ÞROSKAÞJÁLFARI óskast til starfa við
hælið nú þegar.
Upplýsingar veitir forstöðumaður i sima
41500.
VÍFILSSTAÐASPITALI
LÆKNARITARI óskast frá 1 april til
afleysinga eftir hádegi i 5 vikur. Upplýs-
ingar veitir starfsmannastjóri i sima
29000.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
RITARI óskast nú þegar til starfa á Skrif-
stofu rikisspitalanna. Krafist er góðrar
vélritunarkunnáttu og reynslu i uppsetn-
ingu og frágangi skýrslna. Verslunar-
skóla-, stúdentspróf eða sambærileg
menntun áskilin.
Umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir
26. mars og gefur hann einnig upplýsingar
um starfið i sima 29000.
Reykjavik, 18. mars, 1979.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5. SÍMI 29000
Styrkir til háskólanáms i Grikklandi
Grisk stjórnvöld hafa tilkynnt aö þau bjóði fram I löndum
sem aöild eiga aö Evrópuráöinu fimm styrki til háskóla-
náms f Grikklandi háskólaáriö 1979—80. — Ekki er vitaö
fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma I hlut
tslendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til
framhaldsnáms viö háskóla og skulu umsækjendur hafa
lokiö háskólaprófi áöur en styrktimabil hefst. Þeir ganga
aö ööru jöfnu fyrir um styrkveitingu sem hyggjast leggja
stund á grisk fræöi. Styrkfjárhæöin er 10.000 drökmur á ’
mánuðvauk þess sem styrkþegar fá greiddan feröakostn-
aö til og frá Grikkiandi. Til greina kemur aö styrkur veröi
veittur til allt aö þriggja ára.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: State Scholar-
ships Foundation, 14 Lysicrates Street, GR 119 Athens,
Greece, fyrir 30. aprfl 1979 og iætur sú stofnun jafnframt í
té umsóknareyöublöö og nánari upplýsingar.
Menntamálaráöuneytiö
15. mars 1979.
Öldrunarfræðafélag
Islands
Félagsfundur verður haldinn i öldrunar-
fræðafélagi Islands i dag þriðjudaginn 20.
mars kl. 20.30 i húsnæði dagspitala
öldrundarlækningadeildar Landspitalans
i Hátúni lOb 9. hæð.
Fundarefni: Heilsugæsla aldraðra, sjá
nánar áður útsent fundarboð.
Félagsmenn hvattir til að fjölmenna.
Kosningar í
Frakklandi
Um helgina var fyrri umferö
sveitastjórnarkosninga i Frakk-
landi. Crslitin voru mjög svipuð
og 1976.
Um helmingur Frakka var á
kjörskrá en kosið er um helming
fulltrúa I sveitastjórnum hverju
sinni. Kjörtimabil er 6 ár og
sveitastjórnarkosningar (élect-
ions cantonales) eru á 3 ára
fresti.
Þó kosningarnar hafi ekki
vakið sérstaka athygli i fjölmiöl-
um, m.a. vegna verkfallsátaka,
var kosningaþátttaka fádæma
góð eða 65%jmesta skráða þátt-
taka i sveitastjórnarkosningum.
Orslitin urðu i megindráttum
I gær var hörö orusta mii
frelsissamtaka Kúrda og iransk
stjórnarhersins í borginr.
Sanandaj.
Fréttir herma að skæruliðar
Kúrda hafi gert árás á útvarps-
stöð og herskýli I borginni en
iranski herinn svarað meö loft-
árásum.
I gærkvöldi virtist hafa veriö
gert vopnahlé og kvaðst yfir-
stjórn iranska hersins hafa full
tök á ástandinu.
svipuð og i seinustu slikum kosn-
ingum 1976. Kommúnistar, sós-
ialistar og róttækir fengu samtals
51% en stjórnarftokkar 44%.
Sósialistar eru stærstir, fengu
27%, kommúnistar 22.4%, UDF
(styður d’Estaing forseta) 21% og
gaullistar rösk 12%.
Vinstri flokkarnir höfðu vonast
eftir meira fylgi þó þetta sé fram-
för frá þingkosningunum f fyrra.
Innbyrðis deilur þeirra að
undanförnu hafa þó sjáifsagt
dregið úr árangri þeirra, en
vinátta rikir ekki heldur meðal
stjórnarflokkanna.
Þar sem ekki fékkst hreinn
meirihluti fer fram siðari umferð
næst komandi sunnudag.
Khomeini hvatti til sáttaen for-
dæmdi jafnframt allar árásir á
lögreglu- og herbækistöðvar.
Talsmaður Kúrda sagði að
iranski herinn ætti upptökin og að
félagar I illræmdri leyniþjónustu
keisarans SAVAK hefðu barist
með honum.
Kúrdarhafa viðraðsjálfstæðis-
kröfur sinar i byltingunni en
stjórnin hyggst ekki verða við
þeim eftir þvi sem næst verður
komist
Kína og
Víetnam
Báðir
fúsir
til
samn-
inga
1 gær lýsti stjórnin i Pek-
ing sig reiðubúna til aö hefja
samningaviöræður viö Viet-
nam i Hanoi þann 28 mars.
Það er 5 dögum seinna en
Vietmanar höfðu mælt með.
Þeir halda þvi fram að Kin-
verjar haldi enn 7 stöðvum
innan við landamærin en
Kinverjar segjast hafa horf-
ið á braut með alla sina her-
menn á föstudag.
Klögumálin ganga enn á
vixl i opinberum yfirlýsing-
um svo ekki horfir mjög
vænlega um árangur samn-
ingaviðræðna.
I gær héldu Kinverjar
miklar sigurhátiðir i borgum
nálægt landamærum Viet-
nam þar sem fagnað var
sigri yfir vietnömsku
árásaröflunum.
Kúrdar berjast við
íranska herinn
N-Frakkland:
Uppreisnarástand
meðal stálidnaöar
manna
I fyrsta skipti i 20 ár er hald-
inn sérstakur aukafundur i
franska þinginu, til aö ræöa bar-
áttufranskra stáliönaöarmanna
gegn atvinnuieysi og fjöldaupp-
sögnum. A fundinum sem hófst
á miðvikudaginn hefur iegiö viö
slagsmálum milli þingmanna
og eru sUk handalögmál þó ekki
annað en dauft endurskin þeirra
átaka sem orðið hafa milii
verkamanna og óeiröalögreglu i
norðurhéruðum Frakklands aö
undanförnu.
Stálauðhringar og rikisstjórn
hafa lengi ætlað sér að „endur-
hæfa” stáliðnaöinn og gera
hann samkeppnisfæran á Efna-
hagsbandalagsmælikvarða. 1
april 1976 var gerö endurhæf-
ingaráætlun sem geröi ráö fyrir
að 16000 myndu missa vinnu
sina á næstu þremur árum. Og i
ársbyrjun ’79 tilkynnti stjórnin
að 23 þúsund manns I viöbót
skyldu missa vinnu sina næstu 2
árin.
Þessi niðurskurður bitnar
mest á verkamönnum i stáliön-
aði i Lorraine, héraði viðlanda-
mæri Þýskalands. í sumum
bæjum eiga verkamenn tæpast i
annað hús að venda en stálverk-
smiðju. Þanniger þaö tildæmis i
Danain, þar sem harðar óeirðir
urðu 7. mars. Þar á að leggja
niður stálverksmiðjuna, 5000 af
6800 verkamönnum hennar
missa vinnu sína.
Þetta er ekki fyrsta atlagan
aö stálíönaði og járngrýtisnám-
um i Lorraine. 1950 voru 71% af
öllu frönsku stáli framleidd
þar, 1976 eru 46%. Ennþá eru
þarna 80.000 stáliðnaöarmenn
og 7400 verkamenn i járngrýtis-
námum. Þegar einum stáliðn-
aðarmanni er sagt upp fara
tvær stöður I starfsgreinum
tengdum stáliðnaði forgöröum.
Það er ekki nema von að ibúum
finnist framtiðarafkoman i
húfi.f
Stáliðnaöarmenn i Lorraine
eru siður en svo róttækir frá
fornu fari. 1962-6 missa nær 10
þúsundir þeirra þeinnu sina án
þess aö til veruiegra mótmæla
komi, 1971/2missa 12.500 manns
vinnu I stáliðnaði. Atök veröa
lítil, ai verkalýðsforystan hvet-
ur menn til að fylkja sér um
Vinstifylkinguna (Sósialista-
flokkurinn og Kommúnista-
flokkurinn ganga einmitt frá
stefnuskrá hennar 1972).
Það gerir verkafólk I vaxandi
mæli en þó ekki nægilega til að
Vinstrifylkingin vinni kosning-
arnar 1973. Flokkarnir halda þó
áfram að tofa þvi aö „vinstri
stjórn” muni bjarga málunum
þó svo þeir geti ekki komið sér
saman um að krefjast þjóðnýt-
ingar stáliðnaðarins (Sósial-
istaftokkurinn samþykkir ekki
þá kröfú).
Vonir um sllka stjórn eru úr
sögunni I bili með kosningunum
i mars 1978. Niðurskurðurinn
heldur hins vegar áfram.
Hægristjórnin gripur til gamal-
kunnugs ráðs til bjargar at-
vinnurekendum: Hún þjóðnýtir
töpin. 10 milljarða franka (750
milljarðar króna) skuld stál-
auðhringanna breytist I hlut rik-
isins i fyrirtækjunum.
Auöjöfrarnir og rlkisstjórnin
sameinuðust um þessa nýjustu
áætlun um niöurskurð. Svo á að
heita að niðurskurðurinn efli
iðnaðinn en hann er gerður án
nokkurs samráðs við þá sem
fyrir honum verða — verka-
mennina. Nú var verkafólki
Lorraine nóg boöið. Mótmæli
hófust fyrir tæpum tveimur
mánuðum.
Allsher jarverkfall lamaði
norður- og austurhéruð Frakk-
lands 16. febrúar. Aðgerðir hafa
farið jaftit og þétt vaxandi sið-
an: Sjónvarpsstöö var tekin,
forstjórar hafa verið lokaðir
inni, lestir og flutningabflar
meö málmgrýti stöðvaðir.
Sjaldgæf eining hefur skapast
meðal verkalýðsfélaganna CGT
(kommúnista), CFDT (sósial-
istar) og FO (hægri menn) I
baráttunni gegn uppsögnum.
Eftir harða árekstra verkf-
allsmanna og óeirðalögreglu I
Denain 7/8 mars kvaðst stjórnin
loks reiðubúin til viðræðna um
niðurskurðinn. Gaullistar,
sósialistar og kommúnistar
sameinuöust um að krefjast
aukafundar þingsins. Sá fundur
virðist ekki liklegur til árang-
urs. Sósialistar og kommúnistar
gátu ekki komið sér saman og
flytja þvi sitt hvora vantraust-
tillöguna á rikisstjórnina en
gaullistar styðja hvoruga — þvi
mun hvorug ná fram að ganga.
Meðan á þingmakkinu gengur
hafa verkalýðsfélögin i Lorra-
ine komið sér upp Utvarpsstöðv-
um og I undirbúningi mun sér-
stök Parisarganga 23. mars.
Engan bilbug er á verkamönn-
um að finna enda hafa þeir ekki
góða reynslu af sparnaði hægri
stjórnar Barre: A siðasta ári
jókst atvinnuleysi I Frakklandi
um 20%. Tæp ein og hálf milljón
manna er án vinnu.
hg