Þjóðviljinn - 20.03.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.03.1979, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Alþýðusamband Vestfjaröa Stjórnin leysi ágreininginn Róttœkari aðgerðir þatf til að hemja verðbólguna en að rýra verðbœtur Karl Þorsteinsson (t.v.) og Arnór Björnsson (t.h.) viö tafiboröiö fyrr f vetur, en þeir uröu sigurvegarar i eldri og yngri deild á Skólaskákmóti Reykjavikur um helgina. Skólaskákmót Reykjavíkur ’79 Fjórir halda áfram Jón Agnar Eggertsson Var ekki nein skyndi- ákvöröun segir Jón Agnar Eggertsson, form. Verkalýösfélags Borgarness um ályktun ASÍ „Ég lýsti fullu trausti á starfs- fólk og hagfræöing Alþýöusam- bandsins i ræöuminni,” sagöi Jón Agnar Eggertsson formaöur Verkaiýösfélags Borgarness i samtali viö Þjóöviljann I gær. Jón flutti ræöu á þingi Alþýöusam- bands Vesturlands i fyrradag, þar sem hann gagnrýndi þá fjöl- miöla sem reyndu aö gera sam- þykkt ASl um efnahagsmála- frumvarp forsætisráöherra tor- tryggilega. Jón Agnar sagöi að þaö væri óréttmætt aö gagnrýna starfsfólk ASÍ fyrir ályktun miðstjórnarinn- ar, eins og gert heföi veriö. Enn- fremur sagöi hann aö hér heföi ekki verið um neina skyndi- ákvöröun aö ræöa eins og mjög hefur veriö hamraö á. „Visitölu- málin höföu veriö til umræöu i miöstjórn ASf undanfarnar vikur, en hinsvegar var mjög eðlilegt aö halda aukafund þegar ljóst var aö átti aö fara aö ganga frá frum- varpinu og þar var e.t.v. eina tækifæriö til aö knýja fram ein- hverjar breytingar á frumvarp- inu meö þvi aö koma okkar sjón- armiöum á framfæri.” Jón Agnar sagöist hafa lagt á þaö mikla áherslu 1 ræöu sinni, aö stjórnarsamstarfið héldi áfram og flokkarnir kæmu sér saman um þessi atriöi frum- varpsins, sem mestur styrinn hefur staöiö um. „En ég tel aö þaö sé mikiö atriöi aö þaö veröi ekki á kostnaö láglaunafólksins og leggja veröur rlka áherslu á aö kaupmáttur lægstu launanna veröi ekki skertur,” sagöi Jón Agnar Eggertsson aö lokum. — eös A ööru þingi Alþýöusambands Vesturlands sem haldiö var i Stykkishólmi á sunnudag uröu miklar umræöur um efnahags- og atvinnumál. i ályktun þings- ins er sá ágreiningur sem upp er kominn innan rikisstjórnarinn- ar harmaöur og skoraö eindreg- iö á stjórnarflokkana aö leysa hann. Þá skoraöi þingiö á Verkamannasamband islands aö beita áhrifum sinum til þess aö leysa stjórnarhnútinn og hvatti til þess aö VMSl kveddi saman formannaráöstefnu. Þing Alþýöusambands Vest- urlands minnti á aö rikisstjórn- in var mynduö fyrir þrýsting og samstööu launafólks sl. sumar og ,,aö stjórnarslit nú væru gróf svik viö launþegahreyfinguna i landinu.” Þingiö lýsti sig fylgjandi þeim markmiöum I frumvarpi for- sætisraöherra sem lúta aö verö- hjöönun, en segir i ályktun aö það hljóti aö vera hægt að ná samkomulagi um veröbótakafl- ann og aöra ágalla frumvarps- ins og færa til betri vegar. „Þingiö telur aö vel sé til vinnandi fyrir launþega aö taka á sig einhverjar timabundnar byröar leiöi þær til lækkunar veröbólgu. Þá vill þingiö itreka aö ef hemja á veröbólgu til lengri tima verður aö gripa til annarra og róttækari aðgeröa heldur en aö rýra veröbætur á laun.”, segir I ályktun þingsins. Þá er einnig bent á nauðsyn þess aö jafna kyndingarkostnaö i landinu vegna nýtilkominna hækkana á oliuveröi og aö þeim kostnaöi veröi dreift á alla landsmenn. — ekh. Skólaskákmót Reykjavikur var haidiö um heigina I félagsheimiii Taflféiags Reykjavikur. Keppnin var einstaklingskeppni skák- meistara úr skólum höfuöborgar- innar. Keppt var i tveimur fiokk- um og halda tveir efstu úr hvor- um flokki áfram i Skólaskákmót tslands. Sigurvegari I yngri deild móts- ins (1. til 6. bekkur) var Arnór Björnsson (Hvassaleitisskóla) meö sjö vinninga, en næstur hon- um var Jónas G. Friöþjófsson (Vogaskóla) meö 6 vinninga. t efri deild (7. til 9. bekkurj var Karl Þorsteinsson (Langholts- skóla) efstur meö sjö vinninga og Jóhann Hjartarson (Alftamýrar- skóla) i ööru sæti meö 6 vinninga. Þessir fjórmenningar halda áfram I Skólaskákmót íslands. Samstarfsnefnd taflfélaganna i Reykjavik sá um mótshaldiö um helgina. Tefldar voru sjö umferö- ir eftir Monrad kerfi. Skákstjórar voru Ólafur H. Olafsson og Hrafn Haraldsson. Keppendur voru 30. — ekh. Stór markaðsverð Robin Hood hveiti 10 lbs ..808 kr. Robin Hood hveiti 25 kg .3477 kr. Strásykur kg Matarkexpk ..259 kr. Vanillukex .. 170 kr. Kremkex ..170 kr. Cocoa - puffs ..398 kr. Cheerios ..283 kr. Comflakes, Co-op 500 gr .. 632 kr. Weetabix pk ..302. kr. Co-op morgunverður pk ..353 kr. River Rice hrisgrj. pk ..170 kr. Sólgrjón2kg .. 829 kr. Ryvita hrökkbrauð pk .. 157 kr. Wasa hrökkbrauð pk ..324 kr. Kórni flatbrauð ...242 kr. Kakó, Rekord 1/12 kg . 1315 kr. Top-kvick súkkulaðidr. lOOOgr. . . 1438 kr. Co-op te, grisjur 25 stk ..265 kr. Melrosesgrisjur20stk . 206 kr. Kellogg’s cornfl. 375gr .. 498 kr. KJOKLINGAR kg .1595 kr. Rauðkál ds. 590 gr.............521 kr. Gr.baunir Ora 1/1 ds.......... 307 kr. Gr. baunir rúss. 360 gr........140 kr. Bakaðar baunir Ora 1/2 ds..... 361 kr. Maiskom Ora 1/2 ds.............354 kr. Niöursoðnir ávextir: Aprikósur 1/1 ds...................469 kr. Ferskjur 1/1................... 539 kr. Two Fruit 1/2.......................336 kr. Ananasl/2...........................281 kr. Jarðarberl/2........................358 kr. Eldhúsrúllur 36 stk............ 3942 kr. W.C. rl.24stk.................. 2695 kr. Vex þvottaduft 3 kg............ 1355 kr. Vex þvottaduft 5 kg............ 2307 kr. Vexþvottalögur3,8litr................940 kr. Gúmmistigvél bama..................3530 kr. Búsáhöld — Leikföng Sængurfatnaður — Handklæði — Nærfatn- aður — Brauðristar — Vöflujárn — Bað- mottur Opið til kL 22.00 á föstudögum og 12.00 á laugardögum GGaV stormarkaðurinn CAUj skemmuvegi 4A kópavogi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.