Þjóðviljinn - 20.03.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.03.1979, Blaðsíða 5
ÞriOjudagur 20. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Bo Jonsson í Norræna húsinu Sænski kvikmyndageröar- maðurinn Bo Jonsson verOur staddur hérlendis i boOi Nor- ræna hússins m iövikudaginn 21. mars og ræöir um sænsk- ar kvikmyndir I fyrirlestrar- sal hússins kl. 20.00 samtimis þvi, sem kvikmynd sú er hann geröi nýlega eftir bók- inni Lyftet veröur sýnd þar. Kvikmyndin Lyftet hlaut mjögmikiö lof gagnrýnenda, enhún fjallar um þá, sem af einhverjum ástæöum lenda utangarös i þjóöfélaginu. Efniö er í stuttu máli þaö, aö aöalpersónan Kennet Ahl, sem hefur setiö inni meira og minna þaö sem af er ævinn- ar, er enn einu sinni látinn laus og hugsar sér aö breyta um llferni. Hann á stúlkuna sina Karenu og þau eiga von ábarni. Bæöi bókin og kvikmyndin eru þjóöfélagsádeilur, en hafa þaö fram yfir margt annaö afi llku tagi, aö vera einstaklega skemmtilegar. Siglingamálastofnunin Uppá kanann komin með mengunarvamir ÞaO kom fram á fundi frétta- manna meO Siglingamálastjóra i gær aO stofnuninni var synjaö um fjárveitingu til þess aö fullkomna útibúnaO sinn til þess aö bregöast viö oliumengun i sjó. Á sama tima keypti hins vegar ameriski herinn svipaöan útbúnaö hingaö og hefur Sigiingamálastofnun fengiö aö njóta hjálpsemi verndaranna i þessum efnum. Hjálmar R. Báröarson siglingamálastjóri sagöi aö Siglingamálastofnunin heföi fariö fram á fjárveitingu til kaupa á þessum tækjum en ekki fengiö. Þeir heföu hinsvegar fengiö dæl- ur lánaöar hjá ameriska hernum I Keflavik og heföi varnarliöiö haft samband viö stofnunina og komiö til tals aö haft yröi nánara sam- starf bæöi varöandi þjálfun á mönnum og afnot tækja. Um störf Siglingamálastofnun- ar aö mengunarmálum sagöi Hjálmar aö starfsmönnum virtist stundum aö blöö heföu ekki áhuga á neinu nema þegar illa færi. Þeir heföu td. nýveriö hreinsaö upp 121. af ollu sem fóru I sjóinn, þegar togarinn Rauöinúpur var tekinn I slipp. Þetta heföi veriö gert meö flotgiröingu Siglinga- málastofnunar og dælum frá bandarlska hernum sem fengnar voru aö láni og heföi þetta tekist vel en ekki veriö taliö fréttnæmt. Eins og mönnum er kunnugt hefur amerlska hernámsliöiö nér gertmikiö af þvl aö reyna aö villa mönnum sýn og telja Islending- um trú um a.ö^þetta liö sé eins- konar hjálpræöisher. Er þess skemmst aö minnast hvernig þáttur þeirra I björgunarstörfum er ýktur og auglýstur upp I fjöl- miölum og stundum raunar gert allt sem mögulegt er til þess aö gefa þessu herveldi kost á slikri mannúöarauglýsingu. Þannig var tam. i eldgosinu I Vestmannaeyj- um, en þá voru fluttir nokkur hundruö dáta til Eyja og þeir teknir fram yfir islenska sjálf- boöaliöa. Var slöan þessu sam- verja-hlutverki ameríkanans rækilega til skila haldiö I Morgun- blaöinu. Maöur hlýtur aö spyrja hvort undirlægjuhætti og aumingjaskap landans séu engin takmörk sett, þegar viö treystum okkur ekki lengur til þess sjálfir aö bregöast viö hættu af mengun á okkar eigin landi. sgt Almannavarnir og Raunvísindastofnun um snjóflóö Ritröð A þessu ári leggja Almanna- varnir rikisins áherslu á snjó- flóöafræösiu meö tilliti til hættu- mats, rýmingaraögeröa og leitar- og björgunarstarfa I snjóflóöum. t þessu skyni hafa m.a. veriö haldin námskeiö um snjófióöa- varnir á nokkrum stööum á land- inu, og nú er hafin útgáfa fræöslu- ' rita um þessi mái. Fyrsta ritiö er eftir Hclga Björnsson, jaröeölisfræöing, og nefnist þaö „Snjóflóö, orsakir, eöli, mat á hættu, varnir og gagnasöfnun.” í inngangi aö rit- inu kemur m.a. fram aö snjóflóö hafa valdiö dauöa fleiri tslend- inga en nokkrar aörar einstakar náttúruhamfarir. Um 600 dauös- föll af höldum snjóflóöa hafa ver- iö skráö 1 11 alda sögu þjóöarinn- ar og þaö sem af er þessari öld hafa um 120 manns farist I snjö- flóöum. Þar viö bætist glfurlegt eignatjón. Helgi segir aö með rannsóknum megi efalaust draga mjög úr tjóni af völdum snjóflóöa og aö I flestum tilfellum sé unnt aö spá auðveldara um komu snjó- flóöa en annarra náttúruham- fara, svo sem jaröskjálfta eld- gosa og vatnsflóöa, ef skipulega er unnið aö því aö meta snjóflóöa- hættu. Ingvar Valdimarsson, flugum- feröarstjóri vinnur nú aö riti um leit og björgun úr snjóflóöum og veröur ritunum dreift til þeirra sem hlut eiga aö mál á og I ná- grenni snjóflóöasvæöa. ■ q—AI Listaverka- uppboð til ágóða fyrir söfnunina „Gleymd börn" Söfnuninni GLEYMD BÖRN, sem staöiö hefur frá 22. janúar i ár fer nú senn aö ljúka. Sunnu- daginn 25. mars n.k. lýkur henni opinberlega meö uppboöi á lista- verkum, sem haldiö veröur á Hót- el Loftleiöum. 30 listamenn hafa þegar gefib verk sin á þetta uppboð. Meöal þeirra eru Finnur Jónsson, Jó- hannes Geir, Kristján Davíðsson, Baltasar, Kári Eiriksson, Jóhann Briem, Siguröur Kristjánsson, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þor- váldur Skúlason og Alfreö Flóki. Þeir listamenn sem hug hafa á aö gefa verká uppboöiö geta haft samband við Þórdisi Bachmann, framkvæmdastjóra söfnunar- innar, I slma 16600. Þaö fé sem safnast mun allt renna til Lyngásheimilisins. Söfnunin er einstaklingaframtak, sem tengt er barnaárinu, og er séra Ólafur Skúlason dómpró- fastur verndari söfnunarinnar. —ih H MENNINGARDAGAR i PTTFrríTi 7TÍT. T a KJARVALSSTÖÐUM 16. TIL 25. MARS 1979 FRÁ ALÞÝÐULEIKHÚSINU Af óviðráðanlegumorsökumfellur niður áður auglýst dagskrá Al- þýðuleikhússins á Kjarvalsstöðum að kvöldi þriðjudagsins 20. mars. Þess í stað hefur Alþýðuleikhúsiðsýningu fyrir herstöðvaandstæð- inga í Lindarbæá leikriti Dario Fo„Við borgum ekki" á mánudaginn 26. mars kl. 20.30. Miðasala í Lindarbæ alla daga kl. 17-19. Aðgangseyrir skal vera 1000 kr. sem er hálfvirði venjulegs aðgöngumiða og rennur aðgangseyr- irinn til Samtaka herstöðvaandstæðinga. A.L. Sunnandeild. SKÁLDAVAKA Valin dagskrá miðvikudaginn 21.mars kl. 20.30. Rakin verður saga herstöðvamálsins og f luttir valdir kaf lar úr bók- menntaverkum sem tengjast því máli. Höfundar: Ásta Sigurðardóttir, Böðvar Guðmundsson, Guðbergur Bergsson, Jakobína Sigurðardóttir Olafur Jóhann Sigurðsson Svava Jakobsdóttir Vilborg Dagbjartsdóttir Björn Bjarman, Einar Bragi, Halldór Laxness Jóhannes úr Kötlum Steinn Steinarr Tryggvi Emilsson ofl. Lesarar: Gerður Gunnarsdóttir Gunnar Karlsson Silja Aðalsteinsdóttir Guðrún Gísiadóttir Hjalti Rögnvaldsson Þorleifur Hauksson. MYNDLISTARSYNINGIN er opin kl. 16-22 alla virka daga og kl. 14-22 um helgar. ísland úr Nato — Herinn burt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.